Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1978 35 fólkið í hverfunum finnur það. Það hefur orðið gerbreyting á Fossvogs- svaeði og í Árbæjarhverfi, Breiðholti I og III og ég nefni einnig Elliðaár- og Ártúnssvæði. Á þessum svæðum og víðar hefur verið unnið mikið uppgráeð- ingarstarf við sáningu og plöntun en menn skyldu nú líka hafa hugfast áður en þeir taka of mikið upp í sig að það tekur eilítinn tíma fyrir tré og gróður að vaxa upp svo að merkjanleg útiits- breyting verði. Ég held því fram að græna byltingin hafi því staðizt og muni enn betur sanna ágæti sitt og um- hverfisfegrun á næstu árum. Sjálfur hef ég brennandi áhuga á því máli. — Hvernig gengur svona störfum hlöðnum manni að halda persónulegum tengslum við borgara. — Auðvitað geri ég það með því að koma á alla þessa fundi og ráðstefnur sem ég vék að áðan. En einnig er það mikilvægur þáttur í starfi mínu að ég hef viðtalstíma tvisvar í viku. Það er mér fagnaðarefni hversu margir leita til Borgarstjórahjónin, Sonja og Birgir ísleifur. Fjölskyldan öll: Gunnar er lengst til vinstri, hann var sl. vetur í 4. bekk MR, Björg Jóna, elzta dóttirin, hún var við nám í Kennaraháskól- anum í vetur, síðan koma tvíburarnir Ing- unn Mjöll og Lilja Dögg, þær eru sjö ára og komnar í skóla, mín. Sjaldan koma færri en tíu og stundum upp í tuttugu manns í hvert sinn. Flest eru þetta einstaklingar, sem koma með sín persónulegu vandamál. Það ræðir húsnæðisvanda, skattamál, lóðamál og fleira og fleira sem óþarft er að tíunda. Ég met mikils að viðhalda slíkum tengslum. Það er ekki þar með sagt að með því sé hægt að leysa allan vanda þessa fólks. Oft skýrast þó atriði sem áður gátu vafizt fyrir og jafnan má einhverrar lausnar leita. Á þessa fundi koma einnig fulltrúar ýmissa félaga- samtaka en í meirihluta eru þó einstaklingar. — Þú ert ekkert farinn að hugsa þér til hreyfings í átt til Alþingis? — Ég hef huga minn fullan af þeim viðfangsefnum, sem ég er að fást við, segir hann hreinskilningslega. — Ég hef ekki leitt hugann að þingstörfum. Ég ætla ekki að spá neinu um þetta. En það gæti allt eins verið að hyrfi ég úr borgarstjórn hætti ég pólitísku starfi, þótt ég gæti sjálfsagt ekki hætt afskiptum af stjórnmálum. En allt er þetta óráðin gáta. Og fram að þessu hef ég engan þingmannstitring fengið. — Og hvað heldurðu svo að gerist í kosningunum að viku liðinni? — Kosningabaráttan til þessa hefur verið með mjög sérstæðum blæ. Aug- ljóst er að andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins hafa valið sér það herbragð að reyna að telja borgarbúum trú um að meirihluti Sjálfstæðismanna sé örugg- ur. Með því er reynt að skapa andvara- leysi í okkar röðum. Við megum að vísu vel við una þessum vitnisburði, en ég verð þó að viðurkenna að áróðurinn er hættulegur. í keppni er ekkert hættu- legra en sjálfsöryggi. Það á jafnt við í stjórnmálum sem á öðrum vettvangi. Þar sem menn takast á. Við sjálfstæðis- menn erum ekki öruggir með sigur í þessum kosningum og við erum ekki öruggir með að halda meirihlutanum. Það hefur oft munað litlu í borgar- stjórnarkosningum í Reykjavík og sigur fæst ekki nema allir leggist á eitt. h.k. þar um. Hinu er svo ekki að leyna að það er ljóst að hvert nýtt prófkjör verður erfiðara en hið næsta á undan og æ berlegar kemur ií ljós að margir nýtir og góðir menn sem við kysum að hafa á listanum og til að starfa með okkur, gefa sig ekki í þann persónulega slag sem prófkjör hefur þróast í. Hvað ég gerði sjálfur fyrir prófkjörið? Ég hugsaði með mér að næði ég ekki árangri í prófkjörinu gegnum starf mitt og þá kynningu sem ég hef óneitanlega fengið í því, væri augljóslega eitthvað töluvert að og ég myndi þá hafa gott af því að hugsa mitt ráð. Ég varð ánægður yfir því háa hlutfalli sem ég fékk. — Um það eru ekki allir á einu máli hvort afstaðan til þjóðmála grípi inn í borgarstjórnarkosningabaráttu? — Ég tel það engum vafa undirorpið. Það hefur alltaf verið svo að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur fengið langtum minna atkvæðamagn í borgarstjórnar- kosningum, þegar hann hefur verið í ríkisstjórn. Mér er enn í minni hversu mjóu munaði árið 1966, þegar Viðreisn- arstjórnin sat að völdum. Þá misstum við níunda manninn og ekki munaði nema um 280 atkvæðum að sá áttundi færi sömu leiðina. Fjórum árum síðar munaði ekki nema um 480 atkvæðum að við misstum meirihlutann. Því er baráttan afar tvísýn núna og það væri óraunsætt að gera sér ekki grein fyrir því að landsmálapólitíkin hefur þarna mikil áhrif. Auðvitað ættu menn að hafa ábyrgðartilfinningu til að greina þarna á milli. Og ég vona að sem flestir geri það, þar sem menn geta síðan tjáð sig um landsmálin fáeinum vikum síðar. — Fyrir nokkrum árum mátti kenna ákaflega finnanlega vinstri sveiflu meðal ungs fólks bæði hér og annars staðar. Heldurðu að hún sé enn á ferð. — Nei, vinstri sveiflan, sem var vissulega miklu meiri en finnanleg, hún var ráðandi hjá stórum hluta ungs fólks er augsýnilega liðin hjá. Viðhorf þess hefur gerbreyzt. Það örlar meira að segja á því að hægri sveifla sé hafin, að minnsta kosti meðal skólafólks. Hvort þessi breyttu pólitísku viðhorf ná til fólks sem er búið að fá kosningarétt, skal ósagt látið. — Menn hafa spurt upp á síðkastið: Hvar er græna byltingin? — Já, það hefur ekki farið framhjá mér. Áætlunin sem gerð var og skyldi ná fram til ársins 1983 var fyrsta tilraun sem var gerð til að fella saman i eina heildarmynd áætlun um umhverfi og útivistarsvæði. Sú áætlun sem stefnt var að því að koma í framkvæmd 1974—78 hefur staðist í meginatriðum, nema í því sem er nefnt í áætluninni „Gangstígar milli hverfa". Það hefur orðið fyrir niðurskurðinum eins og ýmislegt fleira. En grænu svæðin eru víða inni í íbúðahverfum. Ég veit að fólk kann að meta þaó sem ég geri “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.