Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1978 37 Árni Helgason: íþróttir og eitur- nautnir ÁFENGI og íþróttir fara aldrei saman. Það er reynsla allra alda og þeir sem ætla sér einhvern frama á vettvangi íþrótta taka þetta með í reikninginn ef þeir hugsa og starfa raunhæft. Enda gefur það auga leið að allt eitur, í hverri mynd sem er, hlýtur að hafa neikvæð áhrif. Því kemur mér þetta í hug að ég las um það í Vísi að einn keppenda í handknattleik hefði verið svo „fyrirhyggjusamur" að hafa áfengi með sér á mótsstað til að fagna sigri (og auðvitað að drekkja sorgunum ef um tap hefði verið að ræða). Þetta er eitt dæmið um hvað margt fer miður í þjóðfélagi okkar. Ekki er tekið fram, enda feimnis- mál að tala um, hvernig menn, bæði háir og lágir, umhverfast við áfengisneyslu enda breytir það eitur persónpleikanum. Er það ekki orðið rannsóknarefni fyrir þá sem veita fé til íþróttastarfsemi hvernig fyrirsvarsmenn haga sér og hverjar fyrirmyndir þeir eru? Eg minnist þess að héðan fóru einu sinni unglingar í nágranna- byggð til að keppa í íþróttum. Á eftir var boðið upp á áfengi og lítið annað. Þetta þótti þeim viðeigandi sem fyrir móttöku stóðu. Gleðilegt var því að sjá um daginn flokk sem keppti í búningum með vígorðinu: Við reykjum ekki. Þessi ungmenni vita hvað eiturnautnir eru. Þeim sé þökk. Mættum við sjá fleiri búninga íþróttamanna með víg- orðum gegn fleiri fíkniefnum. Hér hefir þessi fallegi og bjarti hópur markað stefnu. Það fer ekki milli mála að landið okkar góða verður aldrei frjálst meðan eitrið fjötrar unga sem aldna og fær að leika lausum hala og feyskja þjóðstofninn. Frelsið felst ekki í því að leggja fyrir þegnana snörur sem alltof margir festast í og losna ekki úr. Hið sanna frelsi felst í kjörorðinu forna: Heilbrigð sál í hraustum líkama. Þetta skildi íþróttahreyf- ingin í byrjun og hún veit þessi sannindi enn í dag. Því betur sem hún vinnur í anda þessara orða þeim mun meiri verður árangur- inn. Heill þeim íþróttamönnum sem hafna þeim lífsháttum sem brjóta það niður sem iðkun hollra íþrótta byggir upp. Blessun fylgi störfum þeirra öllum. Árni Helgason. / „A mörkunum,, í vasabroti PRENTHÚSIÐ S.F. hefur sent frá sér fyrstu bókina í nýjum vasa- brots-bókaflokki, „Svarta Serían". I bókaflokkinn munu verða valdar úrvals sögur eingöngu og allt sjálfstæðar bækur. Ætlunin er að með útkomu þessa bókaflokks verði fólki gefinn kostur á að fá keyptar bækur í vasabroti á verði sem er mun lægra en á bókum sem bundnar eru á hefðbundinn hátt. Þessi fyrsta bók, „Á mörkun- um“, eftir Terje Stigen, gerist í Noregi á stríðstímum. Sagan er um flótta tveggja ungmenna undan ógnum nasista í síðari heimstyrjöld. Sagan lýsir vel miskunnarleysi og ofbeldi þessara hörmungarára og er geysispenn- andi frá upphafi. Bókin kom út innbundin fyrir síðustu jól í takmörkuðu upplagi. Milljón í verðlaun Skilafrestur í ritgeröasamkeppni Sambands íslenzkra samvinnufélaga hefur veriö framiengdur til 15. júní nk. Ritgeröarefniö er: Samvinnuhreyf- ingin á Islandi — hlutverk hennar og starfsemi. Verölaunin nema alls einni milljón króna. Öllu æskufólki á aldrinum 14—20 ára er boöin þátttaka. Nánari upplýsingar veittar á Fræöslu- deild Sambandsins, Suöurlandsbraut 32, sími 81255. Samvinnan. Bifreiðar á kjördag D-listann vantar fjölda bifreiöa til aksturs frá hinum ýmsu bifreiöastöðvum D-listans á kjördag. Frambjóöendur heita á stuöningsmenn listans aö breögast vel viö og leggja listanum liö m.a. meö því aö skrá sig til aksturs á kjördag 28. maí næstkomandi. Vinsamlegast hringiö í síma: 86216—82900. Skráning bifreiöa og sjálfboöaliöa fer einnig fram á skrifstofum hverfafélaganna. ---------------------------> I l -listinn „Nú erum við búin að fá okkur Philips litsjónvarpstæki, og ég get sagt þér það, að ég var búinn að ganga hús úr húsi að kíkja á litinn hjá kunningjunum, áður en ég skellti mér á Philips. Sko, maður þarf að geta borið saman, til þess að geta áttað sig á því hvað maður vill. Svo heyrir maður, að þetta sé allt sama tóbakið, að þetta sé allt eins en það er nú öðru nær ... Við vitum að Philips stendur fram- arlega í tækninni, nú, og svo sér maður það, sem maður sér. Litimir eru svo eðlilegir að maður hefði bara ekki trúað þessu. PHILIPS litsjónvarpstæki með eðlilegum litum. Blessaðu líttu til okkar í kvöld og taktu konuna og krakkana með. Ég vil endilega að þið sjáið í okkar tæki áður en þið ákveðið hvað þið ætlið að kaupa. Geriði það ... Jónereinnaf okkar bestu sölumönnum samt vinnur hann allsekki hjáokkur Hann notar hvert tækifæri til að segja kunningjunum frá því, hvað Philips litsjónvarpstækið hans sé frábært. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.