Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAI 1978 Félagsstarf eldri borgara í Reykjavík Yfirlits- og sölusýning Eins og undanfarin ár, veröur efnt til yfirlits- og sölusýningar á þeim fjölbreyttu munum, sem unnir hafa veriö í félagsstarfi eldri borgara á s.l. starfsvetri aö Noröurbrún 1 og Hallveigarstööum. Sýningin veröur haldin aö Noröurbrún 1, dagana 27. og 28. maí og er opin frá klukkan 13:00 — 18:00 báöa dagana. Enginn aðgangseyrir. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Nemenda- samband Menntaskólans á Akureyri heldur HÓF AÐ HÓTEL SÖGU föstu- daginn 2. júní. Hófiö hefst meö boröhaldi kl. 19.30. □ Ræöumaöur kvöldsins: Hjörtur Pálsson, dagskrárstjóri. □ Söngur og dans til kl. 2. □ Aögöngumiðar og borðapantanir á Hótel Sögu miövikudaginn 31. maí og fimmtudaginn 1. júní frá 5—7. □ Fjölmennum! Stjórnin. B0RG * BECK Orginal kúpplingar ®naust h.t SífcwrmHTr-7^9. Sími: 82722 Búizt er við frekara blóðbaði í Kabul en þótt kommún- istastjórnin þykist nokkurn verinn föst í sessi óttast hún uppþot. I stjórnarbyltingunni 27. apríl lét helmingur lífvarða Daouds hins látna forseta lífið á tveim- ur sólarhringum og eftir lifa um 200. Lægstu tölur um þá er taldir eru hafa látið lífið eru í kringum 4000 en líka er talið að allt að 10000 af stuðningsmönn- um Daouds hafi fallið. Fótgönguliðssveitirnar í kringum Kabul, sem börðust fyrir forsetann voru fljótt yfir- bugaðar af sovézkum skrið- drekasveitum og með sprengju- árásum flughers Afgahnistan. Þegar Daoud forseti og bróðir hans Naeem neituðu að sverja herbyltingarráði hollustueið voru þrjátíu meðlimir fjölskyldu forsetans brytjaðir niður í vélbyssuskothríð. í frásögu af dauða þeirra í útvarpinu í Kabul, var fullyrt að þau hefðu barist áfram þrátt fyrir umsátr- ið. Nýja stjórnin er vinstri sinn- uð og án efa í tengslum við Búist er við því að nýju stjórnvöldin skeri upp herör gegn þessum bandamönnum Daouds og þá má reikna með þrjátíu þúsund fórnarlömbum en þótt hreinsanir nái aldrei þeirri tölu má reikna með að nokkur hundruð mannslífum verði fórnað á altari nýrrar stjórnar, sem á við svipuð baksviðsvandamál að stríða. Aðeins þrír ráðherranna eru úr hernum, hitt eru menntamenn. Fortíð Nur Mohammed Tarraki er einkennileg fyrir kommúnistaleiðtoga. Hann var blaðafulltrúi Afgahnistan í Washington á sjötta áratugn- um. Þegar hann sagði stöðu sinni lausri þar vegna óánægju með einvaldsstjórnina gerðist hann túlkur við bandaríska sendiráðið í Kabul. Hæfileikar hans þykja helzt liggja í ljóða- gerð. Hvernig nýju stjórnvöldunum tekzt að yfirvinna ættardeilur, klíkuskap og innanflokkaskoð- anaágreining, á eftir að koma í ljós. Kannski munu sovézk áhrif, gegna hlutverki sáttamiðlarans. A meðan Daopd var við fyrirskipun Daouds forseta um handtökur sjö leiðtoga komm- únistahreyfingarinnar, þ.á.m. Tarrakis hafi leitt til þess að gripið var til skjótra aðgerða. Herinn hefur líklega átt von á hvað til stóð og var því viðbúinn að grípa til skjótra aðgerða. Byltingunni sjálfri var hins vegar stjórnað af tveimur gamalreyndum samsærismönn- um. Abdul Qadir offursta og Mohammed Aslam ofursta og yfirmanni skriðdrekasveitanna. Þeir björguðu nýju leiðtogunum frá bráðum bana og hlutu ráðherraembætti að launum. Ef styrkleiki og tímaáætlun byltingarinnar kom á óvart þá gerði blóðbaðið það ekki síður. Skriðdrekaflökin umhverfis forsetahöllina og tættar fram- hliðar nálægra bygginga bera þess vott hvað átt hefur sér stað og að her Daouds reyndi að verjast. Niðurstöður eru augljóslega þær að mið-Asíu stjórnmálin eru gerbreytt. Iranskeisari hef- ur eignast víðsjárverðan ná- granna, Pakistanir verða að enduríhuga tengsl sín við Kabul Mið-Asíu stjórnmál gerbreytt eftir byltinguna í Kabul Moskvu. Nýji forsetinn, opinber- lega titlaður forsætisráðherra og yfirmaður ríkisins, heitir Nur Mohammed Tarraki, fyrr- um aðalritari Chalq komm- únistahreyfingarinnar. Ráðherrarnir allir, tuttugu talsins, eru flestir flokksbræður nýja forsetans eða tilheyra andstöðuflokknum Parcham, þótt allur skoðanaágreiningur virðist hafa verið kveðinn í kútinn. Samkvæmt undirtektum borgara í Kabul hafa þeir ekkert á móti nýju stjórnvöldunum. Meðan Daoud var við völd ríkti algert einræði í landinu. Stjórnmál í þessu mið-Asíu ríki hafa yfirleitt oltið á ágrein- ingi milli ættflokka og einstakl- inga í stað hægri og vinstri afla. Daoud forseti komst til valda 1973 eftir að hann hafi steypt mági sínum konunginum af stóli. Hann kom bæði vinuÁi sínum og vandamönnum í áhrifastöður. stjórnvölinn, lék enginn efi á því að herinn var þjálfaður af Rússum, sem einnig sáu um vopnabúnaðinn. Stjórnmála- stefna Daouds var í svipuðum dúr og tíðkast austan Evrópu- tjaldsins. Og Tarraki er enn háðari Rússum. Allt bendir til að Sovétstjórn hafi staðið á bak við stjórnar- byltinguna. Það sýna meðal annars tíðar ferðir út og inn í sendiráðið sovézka í Kabul á meðan á byltingunni stóð. Áreiðanlegar heimildir segja frá því hvernig hersveitir í Afghanistan voru sérþjálfaðar af sovézkum sérfræðingum. Fæstir trúa jafnframt að sprengjuárásin á forsetahöllina hafi verið framkvæmd af inn- lendum flugmönnum. Ef sovézka sendiráðið skipu- lagði byltinguna ekki, studdi það hana alla vega um leið og hún brauzt út. Flestum kom þó á óvart hvaða tími var valinn til hennar en líkur benda til að og Bandaríkin hafa nú orðið vitni að því hvernig sovézk áhrif tengja anga sína stöðugt nær Indlandshafi og Persaflóa. Stærstu breytingarnar eiga enn eftir að líta dagsins ljós. Sovétríkin, Kúba, Búlgaría og Indland voru fyrst til að viður- kenna nýju stjórnina í Kabul og Bretland sem Bandaríkin eru heldur ekki í vafa um styrkleik hennar. En vissulega tekur það tíma fyrir nýju stjórnina að festa sig í sessi áður en hún hefur róttækar breytingar. Sú Kabul er Daoud stjórnaði er með mjög evrópskum brag, konur ganga ekki með blæjur á götunum eins og í nærliggjandi múhameðstrúarlöndum. Göturnar eru upplýstar af ljósa- skiltum næturklúbba og verzl- ana, sem þekkist t.d. ekki í Pakistan. Um þessar mundir er borgin enn hálf lömuð en ýmsir óttast að rólegheitin haldist ekki mjög lengi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.