Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAI 1978 Iina- «| pdijlteíikii Pér ir S. Gudbergsson Rúna Gfsladöttir Franklín og spottararnir Hinn frægi bandariski stjórnmálamaður og vísindamað- ur, Benjamín Franklín, var eitt sinn á ferð f París. t»ar var gert gys að honum fyrir það, að hann varði Biblíuna. Hann iangaði því til að vita, hve margir af þeim, sem hæddust að Bibliunni, hefðu hugmynd um, hvað í henni stæði. Eitt sinn sagði hann kunningjum sínum frá því, að hann hefði komist yfir handrit af mjög gamalli sveitasögu, sem sér fyndist mjög falleg. Kvaðst hann langa til að heyra þeirra álit á henni. Því næst las hann upp fyrir þá alla Rutar-bók úr Biblíunni. Áheyrendurnir urðu stórhrifnir og báðu hver eftir annan um handritið til útgáfu. „Það hefur margoft verið prentað,“ svaraði hann. „Það er í Biblíunni.“ Það var ekki laust við, að hinir háu herrar yrðu sneyptir. Til hvers notum við vatnið? BR.I5C Flestum þykir sjálfsagt að hafa vatn í húsum og verksmiðjum. Við hugsum varla um það lengur, að vatn er mjög dýrmætt í mörgum löndum heims. Sums staðar verður fólk að láta sér nægja fáeina lítra á sólahring á hvern íbúa, en víða í iðnaðarlöndum notar fólk milli tvö og þrjú hundruð lítra á sólahring á hvern íbúa. Bandarísk könnum hefur leitt í ljós til hvers við notum vatnið aðallega. Um 41 prósent fer til niðurskolunar á salernum. Um 37 prósent fer til þvotta og snyrtingar (ef menn eru hreinlátir á annað borð!). Rétt 6 prósent eru notuð í eldhúsum, um 5 prósent til drykkjar. Um 3 prósent eru notuð til vökvunar í görðum, og aðeins um eitt prósent notað til þess að hreinsa bílana! TröUabamið á Krákueyju Frainlialdssaga IV settur í gang og báturinn siglir frá iandi áður en Melker átti von á. Hann ákveður fyrst að stökkva um borð, en sér þá að það muni ekki takast, svo að hann hættir við. En hann heldur enn í staurinn, sem hann leysti landfestarnar af og við hreyfinguna renna hendur hans til í takinu, svo að hann steypist ofan í öldurnar. Og þegar hann honum skýtur upp, er hann bæði holdvotur og ofsareið- ur. En augnabliki síðar verður honum ljóst, hve aðstæðurnar eru broslegar, og þá hlær hann hátt og hvellt. Síðan syndir hann upp í fjöruna og skríður á land. Brúðkaupinu seinkar aðeins örlítið, þó að Melker þyrfti að fara heim aftur og skipta um föt áður en báturinn gæti haldið frá. Og því situr hann nú í jakka- fötum, en ekki kjólfötum í kirkjunni og fylgist með því, þegar Malín og Pétur heita hvort öðru ævilangri tryggð. Orgelhljómarnir fylla kirkjuna og sálma- söngurinn ómar, og jafnvel þótt Stínu verði á að pissa á gólfið á meðan á athöfn- inni stendur, skerðir það ekki gleðina. Og um kvöldið er svo haldin brúðkaupsveizla á Krákueyju. Nú líða þrjú eða fjögur ár. Pétur og Malín hafa eignazt barn, yndislega litla telpu, sem er kölluð Skella. Þegar hún kemur í heimsókn til afa síns, hvíla allra augu á henni, og Stína og Skotta mega ekki af henpi sjá. Þær langar að leika sér með hana, mata hana og þvo henni. En Palli lítur Skellu öfundaraugum, því að telpukornið fær að hegða sér eins og henni sýnist. Og ef hún brýtur bolla, segir enginn aukatekið áminningarorð. Maíln verður að faðma að sér bróður sinn og gera honum ljóst, að hún hefur ekki gleymt honum, jafnvel þótt Skella sé henni efst í huga. „Litla tröllabarnið mitt er ekki alltaf hlýðið,“ segir Malín í huggunarskyni. Stína heyrir það og spyr undrandi: „Er hún tröllabarn?" „Já, segir Malín brosandi, „það sérðu vel sjálf, er það ekki?“ Þegar Stína og Skotta eru á heimleið skömmu síðar, segir Stína: „Mér datt alltaf í hug, að Skella væri ekki venjulegt barn. Og tröllabörn geta verið hættu- leg .. “ I húsi Melkers ríkir gleði og kæti, meðan Malín er í heimsókn með Skellu litlu. Pétur er bundinn við vinnu sína í borginni, og er því ekki með þeim. En hann ætlar að koma seinna. Þeim hjónum hafði tekizt þrátt fyrir allt að fá íbúð í borginni. Dag einn þarf Malín að fara til kaupmannsins að sækja matvörur, en á meðan á Melker að gæta Skellu. Stína og Skotta fylgjast með öllu. Alltaf er eitthvað að ger- ast, því að jafn erfitt er að hafa hemil á Skellu eins og heilum poka af maurum. Og í brúnum augum hennar er alltaf stríðnisglampi. Fyrst tekur hún skeiðina sína og skellir nokkrum myndarlegum grautarslettum framan í afa sinn, og á eftir þeytir hún diskinum með afganginum í gólfið. „0, nei, nei,“ stynur Melker, „ég er orðinn of gamall í svona leik.“ Smátt og smátt tekst Skellu að koma öllu af borð- inu ofan á gólfið, og hún skemmtir sér vel, einkum þegar hávaðinn er hvað mest- ur. „Nei, hættu nú, þetta endar með ósköpum," segir Melker ávítandi. „Stína, Skotta! Hlaupið fyrir mig út og sækið Malín. Segið henni að flýta sér, ef hún vill, að ég haldi lífi!“ „Ertu veikur?" spyr Stína. „Ekki beinlínis, þetta er ofreynsla," svarar Melker aumlega. „Sjáðu, Sekla er holdvot af grautarslettum. Ég verð að finna á hana þurran fatnað." Stína og Skotta fara, og Melker hleypur upp stigann til að sækja föt á Skellu í svefnherbergið. Skella notar tækifærið á meðan og rennir sér af stólnum ofan á gólfið. Síðan heldur hún í rannsóknarleið- angur um húsið. Hún fer úr borðstofunni í dagstofuna og þaðan fram í forstofu. Loks fer hún fram í eldhúsið og inn í búrið. Þegar Melker kemur aftur með fötin, er Skella hvergi sýnileg. Skyldi hún hafa hlaupið til skógar? „Skella!“ „Skella!“ kallar Melker. „Hvar ertu? Komdu strax úr felustaðnum! Komdu, ég ætla að flengja þig.“ Melker fer út og leitar kringum húsið. Hann kemur inn aftur og leitar í öllum herbergjum og stofum, en hann kemur hvergi auga á litla tröllabarnið. „Skella, Skella," vælir hann. „Komdu, ég er hættur við að flengja þig.“ Melker kemur fram í eld- hús, og loks finnur hann Skellu. Hún stendur inni í búrinu með stóra sultu- krukku fyrir framan sig. Hindberjasulta, namm, namm! Hún stingur litlum hnefunum á kaf ofan í rauða leðjuna og sleikir þá síðan af góðri lyst. Og mikill hluti sultunnar límist á hana sjálfa og föt hennar. Melker verður skelfingu lostinn, þegar hann sér Skellu alla ataða einhverju rauðu. „Ó, hamingjan góða! Skellu blæðir!" kallar hann. „Hún er öll ötuð blóði! Hjálp! Hjálp!“ Hann kemst að raun um, að bezt muni vera að ná í móður telpunnar þegar í stað, og þýtur því af stað út. í sömu andrá koma Skotta og Stína inn. Þær líta á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.