Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAI 1978 49 Upplýsingar um lönd og lýði sem þig kynni að langa að heimsækja á bílnum þínum þegar þú færir kvíarnar út fyrir hringveginn Tyrhland Skömmu eftir að komið er yfir búlgörsku landamærin, um 80 km frá júgóslavneska bænum Nis, liggur vegurinn yfir Dragoman skarðið, sem er hið versta yfirferð- ar, fullt af nibbum á veginum og stórum holum. Sem betur fer varir þetta ástand vegarins aðeins um 15 km, en eftir það tekur við góður vegur um alla Búlgaríu. Gistihúsin í búlgörskum borgum virðast alltaf vera yfirfull, jafnvel í Sofía, og mótel virðast fleiri en hótel. Búlgarskar ferðaskrifstofur hafa lista yfir gististaðina, og þannig getur maður þó altént krækt sér í herbergi í einkaíbúð einhvers búlgara. Eftir að hafa ekið í fjóra daga t.d. frá Ostende í Hollandi, er maður loks kominn til Edirne á tyrknesku landamærunum, þaðan eru 195 km til Istanbúl og það er góður malbikaður vegur alla leið- ina. Þrennt ber sérstaklega að varast í Tyrklandi: það er að éta piparrót, sem oft er borin fram með snapsi, því þessi blanda getur hreinlega splundrað á manni hausnum; annað er að aka að næturþeli, því mörg ökutæki aka þar um Ijóslaus og tálmanir, sem settar eru upp við viðgerðastaði á vegum úti eru líka Ijóslausar; hið þriðja sem ber að varast í Tyrk- landi er bilun í bílnum. Enda þótt næstum allir tyrkneskir benzínaf- greiðslumenn eiga sér lítinn frænda, sem stundar bílaviðgerðir, þá þarf bíleigandinn samt að panta sjálfur og flytja inn frá V-Evrópu alla þá varahluti, sem nota þarf til viðgerðarinnar, ef um meiri háttar bilun á bílnum er að ræða. Þetta kostar óheyrilegt pappírsstríð, og biðtíminn eftir varahlut er sjaldan skemmri en tvær vikur! Þýzkaland Það er hægur vandi og fyrirhafn- arlítið að aka á þýzku hraðbrautun- um, Autobahnen, til allra helztu borga í Vestur-Þýzkalandi. Maður fylgir bláu og hvítu skiltunum og ekur svo viðstöðulaust, hvort sem maður er á leið frá Hamborg til Munchen eða frá belgísku landa- mærunum eða þeim hollenzku til Berlínar. Þýzku hraðbrautirnar liggja um landið þvert og endilangt. Það er engum sérstökum erfiðleik- um bundið að aka á Autobahnen, nema hvað maður gætir þess að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá þessum risavöxnu flutningabílum, sem aka allar götur milli Suður- og Norður-Evrópu, og halda sig á miðakreininni á Autobahnen í Þýzkaiandi. Hins vegar er ekki hægt að mæla beinlínis með því að aka hinar fjölfarnari Autobahnen í rökkri eða á næturþeli, nema vita alveg upp á hár, hvert ferðinni væri heitið. Þegar skipt er um akrein á Autobahnen, er viturlegt að gefa það til kynna með allgóðum fyrir- vara, því það er sannarlega ekkert spaug að ætla sér að skjótast snöggvast yfir á aðra akrein og vita svo hraðskeiðan Mercedis á hælum sér. Sóldýrkendur, sem eru á leið suður eftir í leit að betra veðri, ættu að skyggnast um eftir útskot- unum á Autobahnén, þar sem maður getur hvílt sig fyrir næsta áfanga, og einnig ættu þeir að hafa augun hjá sér og taka eftir heilsuræktarstöðvunum merktum „Trimm dich!“ — skiltum. Þetta eru staðir þar sem hægt er að stanza og gera ýmsar líkamsæfingar á rimlum og hringjum og hreinsa bílrykið úr lungunum. Benzínstöðv- ar eru merktar með góðum fyrir- vara með „T“ og kaffihús og veitingahús með „R“. Það er skynsamlegast að taka stefnuna beint á miðbæinn í öllum stærri þýzkum borgum; miðbærinn er merktur greinilega með skiltum og örvum „Stadtmitte". Þar er auð- veldast að leggja bifreiðinni nálægt aðaltorginu, annaðhvort við stöðu- mæli eða þá á margra hæða bílastæða-húsum. Fyrir umferða- brot getur maður átt á hættu að verða sektaður á staðnum og krafinn um allt að 5200 króna (40 DM) greiðsla í sekt. Hafa ber tryggingarskírteini bifreiðarinnar, ökuskírteinið og vegabréfið ávallt við höndina, því að vegalögreglan á það oft til að stöðva bílana og spyrja um þessa pappíra. Þýzka vegalögreglan er kurteis í fram- komu en mjög nákvæm í starfi, og lögreglumönnunum getur skotið upp á hinum ólíklegustu stöðum eins og á einhverjum hliðarvegi langt uppi í sveit. Ef maður er gripinn af lögreglunni fyrir eitt- hvað brot en hefur ekki handbær þýzk mörk, þá er yfirleitt hægt að skipta erlendri mynt á næstu járnbrautarstöð, ef svo vill til, að bankar eru lokaðir. Gjaldeyrissöl- urnar á járnbrautastöðvunum opna kl 7 á morgnana og hafa a.m.k. opið til 8 á kvöldin. Umferð, sem kemur frá hægri hefur réttinn alls staðar, nema þegar ekið er inn á hrað- brautirnar, og á hringtorgum hafa þeir réttinn, sem eru að koma inn á torgið eða hringkeyrsluna, en þeir sem eru þar fyrir hafa biðskyldu, nema annað sé tekið fram. Það ber að aka fram úr sporvögnum og rafknúnum strætisvögnum hægra megin. Vegabréfsáritun með ferða- leyfi til Berlínar er veitt á sérstök- um eftirlitsstöðvum við landamæri Vestur- og Austur-Þýzkalands og kostar 10 mörk fyrir ferðina fram og aftur. Það ber enga nauðsyn til að aka um sömu eftirlitsstöð yfir landamærin á leiðinni til baka. Ef maður er á leið til einhvers staðar í Vestur-Þýzkalandi, þá verður að geta þess, að venjulegir þjóðvegir eru merktir með svörtu númeri á gulum ferningi, og þetta reynast oftast skemmtilegri leiðir og fjöl- breyttari heldur en hraðbrautirnar, og maður er ekki svo mikið seinni í förum á þessum ágætu vegum. í útjaðri Evrópu Eftir því sem hraðbrautirnar teygjast lengra suður og austur á bóginn, fer að verða hæpið að tala um Grikkland og Tyrkland sem fjarlæg lönd, heldur verður nú á dögum fremur að skoða þau sem nýja og ferska viðbót við sumar- lönd hins bílvædda ferðalangs frá Vestur-Evrópu. Hraðbrautirnar eru nú komnar þvert í gegnum Evrópu: frá Jótlandi eða hollenzku ströndinni er ekið um Þýzkaland, Austurríki og eftir endilangri Júgóslavíu allt ttil bæjarins Nis, en þar er beygt til vinstri, ef fara á til Tyrklands, en ekið beint af augum áfram, ef halda skal til Grikklands. I Júgóslavíu ber eingöngu að nota hraðbrautina, autoput, því hún er einasta beina leiðin suð-austur. Ástand þessarar hraðbrautar fer eftir því, hve gamall sá kafli er, sem ekið er á í það og það skiptið, og hvenær síðast var gert við holubollana eftir hina gríðarþungu langleiða-vörubíla. Á júgóslav- nesku hraðbrautinni eru hraðatak- mörk, sem haft er allstrangt eftirlit með að sé fylgt. Það eru lögreglu- menn í felum bak við tré, sem sjá um þetta eftirlit með hraðanum. Ákærubókin þeirra er á mörgum tungumálum, svo enginn sleppur svo auðveldlega við að skilja upphæð sektarinnar. Frá handavinnusýningu eldri Reykvíkinga á liðnu ári. Félagsstarf eldri Reykvíkinga: Fjölbreytt og list- ræn föndursýning FÉLAGSSTARF eldri borgara í Reykjavík, sem er á vegum Félagsmálastofnunar Reykja- víkur, hefur auglýst yfirlits- og sölusýningu á þeim fjölbreyttu munum, sem unnir hafa verið í félagsstarfi eldri borgara á sl. starfsvetri. Sýningin verður haldin að Norðurbrún 1 dag- ana 27. og 28. maí og verður opin frá kl. 13—18 e.h. báða dagana. Þarna getur að li'ta margan frábæran muninn sem vitnar um frjóan hug og listrænt handbragð hinna öldnu borgarbúa. Félagsstarf eldri borgara í Reykjavík hafði aðsetur á tveimur stöðum í borginni á sl. vetri, að Hallveigarstöðum tvo daga í viku og að Norðurbrún 1 fimm daga vikunnar. Föndur- starf hinna öldnu var hið fjölbreyttasta. Að Norðurbrún 1 voru þrír salir til afnota. Smíðastofa, vel búin, sem nýtt var bæði af konum og körlum. Þar var kenndur útskurður í bein og tré og afraksturinn var sérstæð og listræn framleiðsla, margs konar. I öðrum sal var lögð stund á leirmunagerð og smelti. Þar er brennsluofn fyrir hvort tveggja. Þar er kennt tauþrykk, bast- og tágavinna, teikning og málun, leðurvinna, skerma- og skrautmunagerð o.fl. í þriðja salnum er fjölbreytt handavinna: saumaskapur, út- saumur, hekl, flos, gimb, teppa- gerð (gólfteppi og veggteppi), ofið, unnið úr ísl. steinum og m. fl. I tveimur af þessum aðalsöl- um verður yfirlitssýning á þessari fjölbreyttu og athyglis- verðu framleiðslu eldri borgara. I hliðarsal er svo sölusýning. Heildarágóði af sölusýningunni rennur óskiptur til framleið- enda munanna. Stefnt er að því að setja upp sýningarkassa að Norðurbrún 1 og þar með að samfelldri sýningu og sölu framleiðslunnar — í þágu hinna öldnu. Geirþrúður Hildur Bernhöft, ellimálafulltrúi Reykjavíkur- borgar, sem Mbl. leitaði upp- lýsinga hjá um þessa sýningu, sagði kunnan handavinnukenn- ara hafa sagt um sams konar sýningu á sl. ári, að hún væri fegursta og fjölbreyttasta sýning handavinnu, er hann hefði nokkru sinni séð. Þetta er í sjálfu sér ekkert undarlegt, sagði Geirþrúður Hildur. Þarna koma fram listrænir hæfileikar, sem hafa blundað með fólki, en ekki fengið tækifæri til að koma fram fyrr en nú, við listsköpun á efri árum. Ekki er að efa að þessi sýning vekur forvitni margra og undrun og aðdáun þeirra, er gefa sér tíma til að heimsækja sýr.inguna. Geirþrúður Hildur drap á nokkra aðra þætti í félagsstarfi aldraðra í Reykjavík. Auk fönduraðstöðu væri hinu aldna fólki boðið upp á margs konar þjónustu: handsnyrtingu, fót- snyrtingu, sameiginlegar leik- húsferðir, trimm við þess hæfi, bókaútvegun frá borgarbóka- safni, margs konar klúbbstarf- semi (m.a. skák- og frímerkja- klúbba), skák- og tungumála- kenhslu, kvikmyndasýningar, fræðsluerindi. Fjöldinn allur af reykvískum skemmtikröftum sækir heim samkomur félags- starfs aldraðra og skemmtir endurgjaldslaust. Og dansað er undantekningarlaust einu sinni í mánuði. I undirbúningi er og sú nýjung að bjóða upp á hádegisverð, bæði að Norður brún 1 og Furugerði. Geirþrúður Hildur sagði að það yrði að koma fram, að þetta félagsmálastarf byggðist að hluta til að sjálfboðastarfi, einkum frá kvenfélögum safnað anna í Reykjavík og Rauða krossinum. Hún sagði og gjarn- an mætti minna á að ellilífeyris- þegar fengju 50% afslátt hjá leikhúsum borgarinnar (geg framvísun nafnskírteinis) og 25% afslátt í innanlandsflugi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.