Morgunblaðið - 23.05.1978, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978
Markvörðurinn
Þar sem leikreglur í knattspyrnu leyfa
aðeins einum manni í hvoru liði að handleika
knöttinn, verðum við að notfæra okkur það
til hins ýtrasta. Fyrsti eiginleiki allra
markvarða verður því aö vera sá að geta
gripið og handleikiö knöttinn, sama úr
hvaða átt hann kemur. Auk þess verða
markmenn að vera fimir, snöggir, hugrakkir
og með góða dómgreind til þess að geta
verið fljótir að taka skjótar ákvarðanir.
Markmaðurinn er sá leikmaður sem er í
afar litlu sambandi við liðið í heild.
Samherjar hans veita honum einnig sáralitla
raunverulega aðstoð. En hlutverk
markvarðarins er eitt af aðalhlutverkum
leiksins, og ef þú hyggst verða góður
markvörður, verður þú að leggja hart að þér
sjálfur til að ná því takmarki að ákvarðanir
þínar og athafnir veröi ósjálfráðar.
Meginhlutverk markvarðar eru einkum
fjögur:
í. Kljást við skot á markið.
2. Kljást viö fyrirgjafir.
3. Aðstoða / hjálpa vörninni.
4. Koma knetti í leik, (útspörk, útköst
o.þ.h.).
1. Kljást við skot á markið — knöttur
gripinn eða sleginn frá markinu.
Það fyrsta sem markvörður verður að
gera sér grein fyrir áður en hann ver skot,
er hvort hann ætlar sér að grípa knöttinn
eða slá (kýla) hann frá markinu. Versta sem
nokkur markvörður getur gert er aö yfirgefa
markiö án þess að handsama knöttinn eöa
kýla hann af hættusvæðinu.
Almennt séð ber markverði að hafa
eftirfarandi í huga þegar skotið er í átt að
marki hans:
a) Að líkaminn sé fyrir aftan knöttinn.
Athugið myndir er sýna hvernig knöttur
ergripinn.
b) þegar skot er varið og eða knöttur er
gripinn, aö báðar hendur séu notaöar.
c) Til að draga úr krafti skots þess er
markvörður ætlar sér að grípa, þarf hann
að vera afslappaður og gefa eftir með
líkamanum, höndunum eða hvoru
tveggja.
d) Aö augun séu höfð á knettinum eins lengi
og unnt er.
e) Þegar markvörður hefur möguleika á aö
fara út á móti skoti eða út í fyrirgjöf, er
hreyfing í átt til knattarins besta leiðin.
Knöttur gripinn
Eins og áður hefur verið um rætt, þarf
markvörður aö vera fær um að grípa knött,
hvernig svo sem hann kemur og þá jafnt
rúllandi knetti sem háa bolta. Þegar unnt er
eiga hendurnar að vera aðeins fyrir aftan
knöttinn og um leið og hald hefur verið haft
á honum skal knötturinn dreginn niður í
fangið, einkum þegar á sama tíma er hætta
á ásókn mótherja. Athugið myndir 81 og um
áðurnefnd atriði.
a) Knöttur gripinn með kropi á annað hnéð
er hentug aðferð þegar flughæð knattarins
er rétt yfir vellinum og aðstæður mjög
Knatt-
spyrnu
þættir
Janus Gu<Maiu$sson tók sanian
erfiðar eða skotið er mjög fast. Á mynd
82 sjáum við þetta atriði.
b) Knettir sem ekki rúlla með jörðinni, en
eru u.þ.b. í mjaðmarhæð, grípa flestir
markverðir á þann hátt að þeir standa í
uppréttri stöðu með fætur saman. Beri
nauðsyn til beygja þeir sig í mjöðmum og
undirbúa á þann hátt „holuna“ sem
knötturinn á að falla í. Athugið mynd 83
um áðurnefnt atriði.
c) Sé flughæð knattar í brjósthæð eða
meira, er knötturinn gripinn á þann hátt að
markmaður stendur uþpréttur en svolítið
í hnipri. Hendur hans snúa í skotátt og vita
lófar í sömu átt. Sjá mynd 84 um áðurnefnt
atriði.
d) Mynd 85 sýnir okkur annað afbrigði af
því hvernig grípa má rúllandi knetti.
Athugið þá vel að hafa fætur saman.
Góðir markmenn geta gripið og haldið
knetti undir svo til öllun þkringumstæðum
og þó svo að stundum sé nauðsynlegt að
kýla knött frá marki, eru þeir markveröir
sem grípa vel mest virtir af framherjum, sem
og öðrum leikmönnum.
Knetti ýtt yfir
þverslána eða
framhjá stöngunum
Flestir markmenn kjósa að nota lófann
eöa fingurna til þessa verks. Á þennan hátt
er möguleikinn á að sty ra k ettinum yfir
slána eða framhjá stöngunum mestur.
Hnefinn er stundum notaður, en sökum
lögunar hans er meiri hætta á aö mistök
komi fyrir. Mynd 86 sýnir okkur markmann
ýta knetti yfir slána og bægja hættunni frá.
Knöttur sleginn (kýldur)
frá markinu
Þegar unnt er ætti markmaður að nota
báöa hnefana samtímis viö þaö aö slá knött
frá markinu. Þetta gefur stærri og flatari
frásláttarflöt og einnig verður slátturinn
öruggari og nákvæmari. Mynd 87 sýnir
okkur lögun handa þegar knöttur er kýldur
frá marki. Reynt skal að slá knöttinn hátt
upp og langt út á völlinn (kantana).
loka markinu
Markmaður verður að hafa það hugfast,
að til þess að verja skot á markið, er besta
leiðin aö minnka stærö þess hlutar sem
sóknarmaður andstæðinganna verður að
skjóta á. Jafnvel með því aö stíga eitt til tvö
skref fram fyrir marklínuna, minnkar
markmaður stærð þess svæðis sem and-
stæðingurinn getur skotið á.
Fyrir sóknarmenn er heldur fátt eins
eyðileggjandi og að sjá vel hugsaða
sendingu fram hjá meðverðinum eða inn
fyrir oakvörðinn, örugglega tekna af
útsjónarsömum markverði í útjaðri víta-
teigsins.
Markvöröur gegn sóknarmanni
sem komist hefur inn
fyrir vörnina
Stundum komast markverðir í þá að-
stöðu, að vörn liðs hans hefur algjörlega
verið. brotin á bak aftur og mótherji kemst
einn inn fyrir vörnina með knöttinn.
Markmaður verður þá að koma út á móti
honum og loka markinu enn betur með því
að þrengja skotmarkið ennþá meira. Mynd
88 á að sýna okkur, að með því að fara út
úr markinu lokum við því mun betur en ef
við stöndum á marklínunni.
Þegar farið er út á móti leikmanni
andstæðinganna, ætti markvörður að hafa
eftirfarandi atriði í huga:
a) Fara strax út á móti, en hafa vald á
aðgerðum sínum.
b) Vera í góðu jafnvægi — fleygja sér ekki
áður en skotið er.
c) Fleygja sér þversum niður fyrir skotið.
Mynd 89
á eftir knetti
Fyrir kemur að markverðir þurfa að
fleygja sér á eftir knöttum sem eru utan
seilingar handa þeirra. Þetta skeður oft,
jafnvel þó að staða markmanns fyrir skotið
hafi verið hárrétt.
Viðbragðsstaöa markvarðarins (fætur
örlítið sundur, hnén bogin, olnbogar bognir
fyrir framan efri hluta líkamans og lófar snúa
fram og niður), er í þessum tilfellum mjög
mikilvæg. Athugið myndir 89 og 90.
Þegar knötturinn er mjög langt frá
markverði, er nauðsynlegt fyrir hann að taka
hliðarskref sem þá eru tekin þvert á stefnu
knattarins. Hliðarskref þessi geta verið
mismörg, eftir fjarlægð knattarins frá
markmanni, en síðasta hliðarskrefið áður en
hann fleygir sér er lengra en hin og stokkið
er upp af fætinum um leið.
Aðferð þessi á við, hvort sem knettirnir
koma háir, meðalháir eða rúllandi eftir
jörðinni.