Morgunblaðið - 23.05.1978, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978
Þjóðleikhuskorinn.
Ummæli Garðars Cortez skóla-
stjóra Söngskólans í Reykjavík á
öftustu blaðsíðu í söngskrá VIII-
stigs tónleika nemenda Söng-
skólans í Reykjavík gætu valdið
misskilningi, og leiðréttast því hér
með.
1) Cortez segir um „Islenska
óperu": „Þykir mér tilhlýðilegt að
kynna þetta fyrirtæki lítillega og
undirbúa þannig jarðveginn fyrir
íslenska óperustarfsemi".
Upplýst skal, að íslensk óperu-
starfsemi hefur verið í Þjóðleik-
húsinu frá stofnun þess og var
einmitt óperan sem Cortez ætlar
að flytja, La Travíata eftir Verdi,
annað óperuverkefni Þjóðleik-
hússins undir stjórn dr. Victors
Urbancic og sungin af Þjóðleik-
húskórnum, ásamt einsöngvurum.
2) Cortez segir síðar orðrétt á
sömu blaðSíðu: „óperuflutningur í
Þjóðleikhúsinu hafði legið niðri
um árabil þar til o.s.frv." Til þess
að hnekkja þessum leiða mis-
skilningi þykir rétt að birta hér á
eftir lista yfir allar þær óperur,
óperettur og söngleiki, er Þjóð-
leikhúsið hefur flutt frá stofnun
þess og til þessa dags. Því þess ber
að gæta að hafa jafnan í huga við
samningu ritverks það er sannara
rejfnist.
Operur, óperettur og stærri
söngleikir í Þjóðleikhúsinu.
1950 Brúðkaup Fígarós, Gestal.
frá Svíþjóð. 1951 Rígólettó. 1952
Leðurblakan. 1953
Österbottningar Gestal. frá
Finnlandi. 1953 La Traviata. 1954
Nitouch. 1954—55 Cavalleria
Rusticana og I Pagliacci. 1956
Káta ekkjan. 1956—57 Töfraflaut-
an. 1957 Sumar í Tyrol. 1957 Tosca.
1957 Cosi fan tutte Gestal. frá
Wiesbadenásamt ísl. kórfólki.
.1957—58 Kysstu mig Kata.
1958—59 Rakarinn í Sevilla. 1959
Betlistúdentinn. 1960 Rigoletto.
1960 Selda brúðurinn Gestal. frá
Tékkóslóv. ásamt ísl. kórfólki o.fl.
1960—61 Don Pasquale. 1961
Sígaunabaróninn. 1962 My Fair
Lady. 1963 II Trovatore 1964
Sardasfurstinnan. 1965 Madame
Butterfly. 1966 Ævintýri Hoff-
manns. 1966—67 Marta. 1968
Brosandi land. 1969 Fiðlarinn á
Þakinu. 1969—70 Brúðkaup
Figaros. 1970 Albert Herring
Gestal. frá Skotlandi. The Turn of
the Screw Gestal. frá Skotlandi.
1971 Zorba. 1972 Oklahoma. 1972
Draumur á Jónsmessunótt Gestal.
frá Skotlandi. 1973 Kabarett.
Ia73—74 Leðurblakan. 1974
Þrymskviða. 1975—76 Carmen.
1977 Helena fagra. 1978 Káta
ekkjan.
Með bestu framtíðaróskum og
einlægum vinarkveðjum
Þorsteinn Sveinsson
formður Þjóðleikhúskórsins
Ólína Björnsdóttir
sjötíu og fimm ára
Þorsteinn Sveinsson, formaður Þjóðleikhússkórsins:
Er íslenzk óperu-
starfsemi nýmæli?
I dag, 23. maí 1978, er merkur
borgari Sauðárkrókskaupstaðar 75
ára, Ólína Björnsdóttir, húsfreyja
að Aðalgötu 5, Sauðárkróki. Vel
hefði sæmt og raunar verið skylt
að senda Ólínu myndarlega
afmæliskveðju, en seint tók ég við
mér og í þessu greinarkorni ætla
ég því ekki að rekja ævi né
ættarsögu Ólínu, aðeins grípa
tækifærið til þess að árna henni
heilla og þakka henni vinsemdina,
sem aldrei hefur brugðizt frá
fyrstu kynnum, og nú eru orðin
löng.
Ólínu Ingibjörg heitir hún fullu
nafni, en við nefnum hana gjarnan
Ólínu í bakaríinu og undir því heiti
er hún víða þekkt. Hún er
Skeflungur, en svo nefnum við
okkur, sem eigum rót og uppvöxt
í Skefilsstaðahreppi á Laxárdal og
Skaga austanverðu. Og á þingstað
hreppsins, Skefilsstöðum, fæddist
Ólína 23. maí 1903 næstyngst
fjögurra barna Björns bónda
Ólafssonar og konu hans Guðrún-
ar Björnsdóttur.
Ólína er að Skíðastaðaætt,
forstandsmenn eru flestir Skíð-
ungar og vart bregzt þeim dugur.
Þessar eigindir Skíðastaðaættar á
Ólína Björnsdóttir í ríkum mæli,
skörungsskapur hennar og dugn-
aður er með fádæmum. Dagsverk
hennar er orðið mikið og enn lætur
hún ekki deigan síga. Á gest-
kvæmu heimili hennar hefur
margur notið góðra stund og
veitinga og margir munu með mér
minnast í dag þeirra með þakklát-
um huga. Ólína er tvígift, fyrri
maður hennar Snæbjörn
Sigurðsson, bakarameistari, and-
aðist 1932 og síðar giftist hún
Guðjóni Sigurðssyni bakara-
meistara. Börn eignaðist hún níu
og eru 7 á lífi.
Fyrr á árum var rekin nokkur
greiðasala í bakaríinu á Sauðár-
króki og veitti Ólína henni for-
stöðu ásamt mönnum sínum. Að
því leyti heldur þessi greiðasala
áfram að þá er „góða veizlu gjöra
Rafverktakar:
Fagna nýrri verðlagslöggjöf og
hvetja til raunhæfs verðlagseftirlits
NÝVERIÐ var haldinn aðalfundur
Félags löggiltra rafverktaka og
meðal umræðuefna á fundinum
voru ýmis hagsmunamál rafverk-
taka. Fundurinn samþykkti álykt-
un þar sem fagnað er nýrri
verðlagslöggjöf en þeim tilmælum
er jafnframt beint til stjórnvalda
að á grundvelli hinnar nýju
löggjafar verði komið á fót raun-
hæfu verðlagseftirliti byggðu á
þekkingu en úrelt vinnubrögð
hafta og vanþekkingar verði lögð
niður. Hvatti fundurinn í því
sambandi til þess að kannanir,
sem gerðar hafa verið á rekstri
fyrirtækja í nokkrum starfsgrein-
um, verði notaðar til viðmiðunar
en ekki.látnar rykfalla í skápum
viðkomandi embætta. Ennfremur
hvetur fundurinn til meiri al-
mennrar fræðslu um verðmyndun
og viðskiptahætti til að fyrir-
byggja hleypidóma og tortryggni
gagnvart viðskiptum.
I annarri ályktun fundarins er
þeim tilmælum beint til fjármála-
ráðherra og annarra opinberra
aðila að beir láti fara fram
athugun á raunverulegu og endan-
legu verði tilboðsverka og tryggi
að slíkar upplýsingar séu hand-
bærar fyrir viðkomandi aðila í
verklok til að tryggja að útboð séu
ekki viðhöfð í blekkingarskyni
og/eða til að sýnast.
Þá lýsti fundurinn yfir
eindregnum stuðningi við íslenzk-
an skipaiðnað og vakti athygli á
því að þróun framleiðslu og
viðgerða skipa á íslandi er mikil-
vægari en stuðningur við uppbygg-
ingu erlendra skipasmíða sem
viðgengist hefur um áraraðir.
Stjórn félagsins var endurkjörin
en hana skipa: Gunnar Guðmunds-
son formaður, Hannes Vigfússon
varaformaður, Guðjón Á. Ottósson
ritari, Þórarinn Helgason gjald-
keri og Böðvar Valtýsson með-
stjórnandi.
skal“ og efnt er til mannfagnaðar,
er Ólínu falið að sjá um veizlukost-
inn, og nær allar erfisdrykkjur á
Sauðárkróki annast hún og er sú
framkvæmd öll með viðurkennd-
um myndarbrag.
Ólína Björnsdóttir hefur verið
og er mikil húsmóðir og „matmóð-
ir“. En mest og bezt hefur hún
verið móðir börnum sínum og
verið þeim í einu og öllu til
fyrirmyndar í manndómi, ráðdeild
og fyrirhyggju. Eigi alllítið hefur
Ólína Björnsdóttir starfað að
félagsmálum, þrátt fyrir allt
annríki annað og nú er hún
formaður í sjálfstæðisfélagi
kvenna á Sauðárkróki. Hún hefur
alla tíð verið einarður stuðnings-
maður Sjálfstæðisflokksins og það
eru menn á borð við hana, sem
hafa gert þann flokk að því
áhrifavaldi í íslenzkum stjórnmál-
um sem hann er. Ólína
Björnsdóttir er einörð kona,
feimulaust segir hún hug sinn um
allt, er henni sýnist til ófremdar
horfa og við vinir hennar misskilj-
um ekki hreinskilni hennar og
hreinskipti. Hún er vinur, sem til
vamms segir og gerir það af góðum
hug velvildar. Gerir það af því að
hún þolir ekki ódyggðir og læpu-
skap og hún hefur sannarlega efni
á að segja okkur til syndanna,
hvað allan ónytjungshátt varðar,
svo víðsfjarri allt hugleysi er
henni sjálfri, geði hennar og gerð.
Víst óskum við þess að fá enn sem
lengst að njóta starfa hennar og
samferða. Slíkir menn sem Ólína
Björnsdóttir eru mannbótamenn
og þeir setja svip á samtíð og sögu.
Og að lokinni dagsönn snúa þeir
heim með sæmd í fylgd þakkar- og
blessunaróska. Enn og aftur þökk
Ólínu og lifðu heil.
Sr. Gunnar Gíslason.
D-listinn boðar til framboösfundar þriðjudag-
inn 23. maí kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu
Hamraborg 1, 3. hæö.
Framsöguræður og fyrirspurnir.
Fundarstjóri Stefnir Helgason.
Allir velkomnir.
Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi.