Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
ÍOIOOKL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
• Munum horfnar
stjörnur
„Birta dags og vors breiðist
um himinn. Skuggar vetrar draga
sig í hlé. Dagar lengjast, nætur
styttast.
Á sl. vetri nutum við mikillar
birtu og heiðríkju. Kvöld eftir
kvöld blasti við okkur stjörnuhim-
inninn skreyttur þúsundum ljósa.
Allir sem vildu gátu notið þeirrar
dýrðar, sem þar var að sjá.
Nú lýsast nætur og daufar
stjörnur hverfa sjónum okkar,
þótt heiður sé himinn. Þær hafa
kvatt, að þessu sinni, og við
verðum að bíða þess að þær birtist
aftur að hausti. Aðeins fáeinar
björtustu stjörnur himins eru enn
sjáanlegar.
En þótt stjörnur hafi horfið
sjónum okkur um sinn, fyrir birtu
sumars, þá mun hugur okkar leita
til þeirra eftir sem áður. Því vita
skyldum við, að í óendanlegum
stjörnuheimi er uppspretta allra
krafta, allrar fegurðar og allrar
göfgi-
Frá æðri íbúum stjarnanna
berst okkur lífsfylling og gleði,
sem gerir okkur fært að standast
erfiðleika lífsins.
Allir þyrftu að vita um þann
lífskraft, sem frá stjörnubúum
stafar, ogreyna að bæta þau
skilyrði, sem til staðar þurfa að
vera til móttöku æðri lífgeislunar.
Ingvar Agnarsson.“
Bréfritari segir að hér sjáist
allmikill fjöldi fjarlægra stjarna
og víst megi telja að mörgum
þeirra fyigi rcikisstjörnur þar
sem mannlíf þróist.
Þessir hringdu . . .
• Hreinsa þarf
betur
Vesturbæinguri
— Að mínu viti hefur við-
gengist of mikill sóðaskapur í
borginni og er það sjálfsagt allra
sök, borgaranna jafnt sem þeirra
sem eiga að sjá um alla hreinsun.
Það er ekki nóg að vélhreinsa
göturnar, því það nær einungis til
göturæsanna, en óþrifnaður er
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í
Leipzig í A-Þýzkalandi kom þessi
staða upp í skák þeirra Rjgo,
Ungverjalandi, sem hafði hvítt og
átti leik, og Espigs, A-Þýzkalandi.
24. Hf6! - Bxb3 25. Hxg6+ -
Kh8 (Eða 25. ... Kh7 26. Hg7+ -
Kh8 27. Hh7+! og mátar) 26. Bg7+
- Kg8 27. Bxe5+ - fxg6 28.
Dxg6+ — Kf8 29. Bg7+ og svartur
gafst upp. Eftir 29. ... Kg8 30.
Bh6+ verður hann mát. Ungverjinn
Tompa varð sigurvegari á mótinu,
hann hlaut 7 vinninga af 11
mögulegum. Fast á hæla honum
með 6'/2 v. fylgdu síðan A-Þjóð-
verjarnir Hennings og Knaak.
samt sem áður eftir á götunum.
Það nýjasta í þessum efnum er
hundaskítur og það er eiginlega
hámarkið. Að einhverjir, sem
leyfa sér að vera með hunda þar
sem það er þó bannað, skuli í
ofanálag leyfa sér að láta þá ganga
lausa og gera þarfir sínar hér og
þar. Ég veit vel að sóðaskapurinn
er ekki hvað minnstur vegna
óþrifnaðar borgarbúa og hirðu-
leysis þeirra og þarf að gera
eitthvað róttækt til að gerð verði
ærleg bragarbót í umgengnisvenj-
um okkar, en það þarf líka t.d. að
hreinsa betur gangstéttir.
• Leiðrétting
Nafnaruglingur varð hjá Vel-
vakanda um helgina þar sem kona
var að þakka fyrir ferð til
Mallorka. Sú sem hringdi heitir
Guðrún Ólafsdóttir en ekki Gerður
og er beiðst velvirðingar- á mis-
herminu. Jafnframt féll niður
nafn eins fararstjóranna sem
þakkað var fyrir góða umhyggju,
en þeir voru: Lára, Anna og Björg.
HOGNI HREKKVISI
? — ? — ??
Utankjörstaðakosning
U tank jörstaðaskrif stof a
Sjálfstæðisflokksins er Valhöll,
Háaleitisbraut 1 - Símar 84751, 84302, 84037.
Sjálfstaeðisfólk! Vinsamlega látið skrifstofuna vita
um alla kjósendur, sem verða ekki heima á kjördegi.
Utankjörstaðakosning fer fram í Miðbæjarskólanum
alla virka daga kl. 10—12,14—18 og 20—22.
Sunnudaga kl. 14—18.
CATERPILLAR
Til sölu
qcc p
hjólaskófla
árgerð
1974
VÉLADEILD
HEKLA HF
Loogavegi 170-172, - Simi 21240
Cotefpilar, Cot og CB «ru skrdnett vorumerki
SIMCA 1100 er einn duglegasti litli fimm manna
fólksbíllinn á landinu, sem eyðir 7,56 1. á 100 km.
SIMCA 1100 kemst vegi sem vegleysur, enda
framhjóladrifmn bíll, búinn öryggispönnum
undir vél, gírkassa og benzíngeymi oger u.þ.b. 21 cm.
undir lægsta punkt.
Þetta er bíllinn sem þú ert að leita að, ekki satt?
Haftð samband við okkur strax í dag.