Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 1
48 SflDUR 106. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bráðabírgðalög ríkisstjórnarínnar: Full vísitala á 122 þúsund kr. daglaun Um 26 þús. kr. hækk- un lægstu mánaðar- launa um mánaðamótin RIKISSTJÓRNIN setti í gær bráðabirgðalög um breytingu á lögum nr. 3 frá 17. febrúar 1978 um ráðstafanir í efnahagsmálum. Breytingin tekur til annarrar greinar laganna og tekur gildi frá og með 1. júní næstkomandi. Með lögunum eru skerðingarákvæði laganna frá því í febrúar rýmkuð þannig, að óskert vísitala greiðist á dagvinnulaun upp að 122.000 krónum á mánuði miðað við maílaun og sama tala á öll laun umfram það, 15.616 krónur, unz því marki er náð að hlutfall vísitölunnar er helmingur þess, sem hún hækkaði _um. Það mark eru mánaðarlaunin 244.000 krónur. A það greiðist hálf vísitala 6,4%, og á öll iaun umfram þá fjárhæð. Taki menn dæmi um mann, sem var með dagvinnulaun 115 þúsund krónur í desember síðastliðnum, þá er kauptaxti hans nú í maímán- uði tæplega 122 þúsund krónur, en tekjur hans eru rúmlega 124 Tékkóslóvakía: Rændu 45 skólabörn- um-voru yfírbugadir Mílnchen, 24. maí. AP TÉKKNESKA landamæralögregl- an skaut í morgun á langíerðabil þar sem 45 skólabörn voru á valdi þriggja mannræningja. Kröfðust mannræningjarnir þess að fá að fara með gísla sína yfir landamærin til Vestur-Þýzkalands. í skotárás- inni féll einn mannræningi, en hinir tveir særðust, og horfði vestur-þýzka lögreglan á hvar þeir voru fluttir á brott í sjúkrabfl. Telpa, sem í langferðabílnum var, særðist einnig, en meiðsli hennar eru ekki alvarlegs eðlis. Óstaðfestar fregnir herma að Framhald á bls. 29. þúsund krónur, því að hann fær verðbótaviðauka samkvæmt febrú- arlögunum. Því hefur hann nú tæplega 124 þúsund krónúr. Laun þessa manns hefðu hækkað um rúmlega 12 þúsund krónur og orðið tæpar 137 þúsund krónur í júní, samkvæmt febrúarlögunum, en með bráðabirgðalögunum hækka launin í nær 144 þúsund krónur, þ.e.a.s. þau hækka um nálægt 19 þúsund krónur frá maílaunum og verða þannig um 7 þúsund krónum hærri en ella. Þessar 7 þúsundir fær hann til viðbótar vegna bráðabirgðalaganna. Þessi sama krónutala, 19 þúsund krónur, helzt upp í nálægt 170 þúsund króna dagvinnutekjur mið- að við maílaun. Sé miðað við desemberlaunin er hækkunin, sem gengur upp úr, um 28.500 krónur Framhald á bls 28. Áhöfninni skilað Vínarborg, 24. maí. AP. FIMM manna áhöfn austurrísku herþyrlunnar, sem í gær villtist yfir landamærin til Tékkóslóvakíu, var skilað í dag, en tékknesk hernaðar- yfirvöld hafa enn farkost þeirra í sinni vörzlu. Vafasamt er talið að Tékkar skili þyrlunni fyrr en að lokinni nákvæmri athugun á tækni- búnaði hennar. Þessa dagana er stúdentar að útskrifast frá hinum ýmsu menntastofnunum. Þessar hýru stúlkur voru meðal þeirra, sem útskrifuðust frá Menntaskólanum við Sund í gær. Þær sáu ástæðu til að setja upp sparibrosið, enda höfðu þær náð langþráðum áfanga. _ Ljósm. RAX. I * ' Franska herliðið fær- ir út kvíamar í Zaire Kunshasa-Kolwesi, 24. maí AP. Reuter. FRANSKT herlið hefur tekið sér stöðu í bæjunum Mlikasi og Lubumashi í Shaha-héraði, að því er haft er eftir áreiðanlegum heimildum. og er tilgangurinn sá að friða Evrópubúa. sem þar dveljast. Mikill ótti hefur gripið um sig meðal hvítra manna í Zaire síðan innrásarlið gekk berscrksgang í Kolwesi á dögun- um, en talið er að alls séu um 30 Mengistu rak sendiherra Kúbu og S-Yemens úr landi-segir Die Welt Nairobi, 24. maí Reuter FULLTRÚAR erlendra ríkja staðfcstu í Addis Abeba í dag, að sendihcrrar Kúbu og Suður-Yem- ens hefðu nýlega farið frá borg- inni í fússi og væri ástæðan ágreiningur við herforingja- stjórn Mengistus. Die Welt, hið virta v-þýzka stórblað, heldur því fram að Mengistu hafi vísað sendiherrunum úr landi þegar þeir hafi orðið uppvfsir að því að reyna að smygla eþiopískum stjórnmálamanni, inn í landið, en sá hefur verið í útlegð að undanförnu. Segir Die Welt að ástæðan fyrir ágreiningi þessum sé sú, að Kúbustjórn og fleiri kommúnistastjórnir, sem hafa látið sér annt um stjórn Mengist- us, hafi nú hug á því að koma á „marxískri stjórn óbreyttra borg- ara“ í stað herforingjastjórnar- innar, sem þar er við völd. Negede Gobeze var einn helzti leiðtogi vinstri sinnaðra afla í Eþíópíu þar til herforingjastjórnin stöðvaði stjórnmálastarfsemi í fyrra. Allt bendir til að tilgangur Eþíópíu-ferðar hans nú hafi verið sá að stofna nýjan verkamanna- flokk með fulltingi Kúbumanna og Sovéta og leggja drög að friðar- samningum í Erítreu þar sem aðskilnaðarsinnar hafa háð stríð s.l. 17 ár, en tvær helztu hreyf- ingar aðskilnaðarsinna hafa feng- ið margháttaðan stuðning frá Framhald á bls 28. þúsund hvítir menn í landinu um þessar mundir. Enn er ástandið í Kolwesi ótryggt mjög og hefur í dag komið nokkrum sinnúm til átaka milli franskra hermanna og innrásar- manna, en flóttafólk er nú tekið að snúa aftur til borgarinnar þrátt fyrir ömurlegt ástand þar. Hætta er mikil á drepsóttum, auk þess sem borgin er að heita má matarlaus. Þeir Kolwesi-búar, sem nú eru á heimleið, eru flestir öreigar, sem þrátt fyrir allt gera sér vonir um að borgin sé öruggari staður en nágrenni hennar þar sem innrásarmenn eru enn á kreiki. I Kolwesi óttast menn mjög að innrásarliðið frá Angóla snúi aftur á næstunni, en gefið hefur verið í skyn að helmingur belgíska liðsins, sem kom á vettvang eftir innrásina, en er nú snúinn aftur til Brússel, kunni að snúa aftur til Zaire næstu daga. Fullyrt er að í Kolwesi hafi átt sér stað mögnuðustu fjöldamorð á hvítum mönnum í Afríku. Talið hefur verið að þar hafi um 200 hvítir menn fallið fyrir innrásar- liðinu, og að tala fallinna blökku- manna sé um það bil helmingi hærri. Tölur þessar eru mjög á reiki, og samkvæmt nýjustu upplýsingum má ætla að hvítu fórnarlömbin séu ekki nema 120 talsins. Fregnir berast nú af því að Framhald á bls. 29. Tók skrif- stofu Finn- air í Moskvu á sitt vald Moskvu, 24. maí. AP. VOPNAÐUR maður ruddist inn í skrifstofu Finnair—flugfélagsins í miöborg Moskvu f dag, og hélt Þar tveimur starfsmönnum í gíslingu í rúma klukkustund. Tókst aö yfir- buga hann og handtaka. Maöurinn, sem aö sögn starfs- manna Finnair talaöi „lélega rússnesku“, kraföist þess aö honum yröi fengin til umráöa farþegaþota og kvaöst hann ekkert láta uppi um ákvörðunarstað sinn fyrr en eftir aö þotan væri lögö af stað frá Moskvu. Tass—fréttastofan birti í kvöld fregn þar sem fram kom aö maðurinn væri sovézkur borgari, sem lögreglan heföi leitaö aö undanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.