Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 10
10 Espigerði Höfum í einkasölu glæsilega íbúð á 2. hæð í háhýsi við Espigeröi um 140 fm. 4 svefn- herb., ein til tvær stofur, eldhús, bað og WC. Þvottahús og tvennar svalir allt á sömu hæð. Harðviðarinnréttingar. Teppalagt bæði böð flísalögð. Útb. 13 til 14 millj. Hafnarfjörður 3ja herb. vönduö íbúð í 4ra íbúðahúsi við Smyrlahraun um 90 fm. Bílskúr fylgir. íbúöin er með þvottahús og búr á sömu hæö. Harðviöarinnréttingar. Teppalagt. Útb. 8,5 millj. 2ja herbergja góð íbúð a 3. hæð við Krummahóla. Útb. 6.5 til 7 millj. Álftamýri 3ja herb. íbúð á jarðhæð um 90 fm. Harðviðarinnréttingar. Útb. 7.5 til 8 millj. 3ja herbergja vönduð íbúð á 1. hæð við Jörfabakka um 90 fm. Útb. 8 til 8.5 millj. Austurberg 4ra herb. íbúð á 3. hæð. Bílskúr fylgir. íbúöin er með harðviðar- innréttingum. Vönduð eign. Útb. 10 millj. Kóngsbakki 4ra herb. íbúð á 2. hæð með þvottahúsi og búri inn af eldhúsi. Útb. 9,5 millj. Flúöasel 4ra herb. íbúð á 2. hæð um 108 fm. Svalir í suöur. Bílskýli. Útb. 9 millj. Laus samkomulag. Alftamýri 4ra herb. íbúð á 1. hæð um 110 fm. Bílskúr fylgir. Útb. 12 millj. Jörfabakki 4ra herb. íbúð á 2. hæð og að auki eitt herbergi í kjallara. Útb. 9.5 millj. Kópavogur 4ra herb. íbúð á 1. hæð viö Ásbraut um 100 fm. Svalir suður. Verð 13 millj., útb. 8,5 millj. Hagamelur. Höfum í einkasölu 5 herb. íbúð -k 1. hæð í fjórbýlishúsi ca. 120 fm. Sér hiti, sér inngangur. Verð 21 millj. Útb. 14 millj. j smíðum raðhús við Flúðasel í Breiöholti II. Skrifstofu- og verzlunarhús- næði viö Suöurlandsbraut 30 í Reykjavík. Selsf t.b. undir tréverk og málningu. i faSTEIBWIB AUSTURSTRÆTI 10 A 5 HÆÐ Sfmi 24850 cg 21970. Sigrún Guömundsdóttir Lögg. fasteignasali. Heima: 38157. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1978 Andrés Kristjansson ÍSLENZKIR KAUPFÉLAGSSTJÓRAR 1882-1977. 171 bls. Bókaforl. Odds Björnssonar. Akureyri 1978. KAUPFÉLAGSSTJÓRATAL er góð viðbót við önnur slík »töl« sem út hafa komið á undanförn- um árum. »Kaupfélagsstjórar þeir, sem taldir eru í riti þessu, eru alls 319,« segir Andrés Kristjánsson í formála. Fyrsta kaupfélagið var stofnað 1882 og næstu áratugina voru stofnuð kaupfélög hringinn um landið. í wo aém íslenskir kaupfélagsstjórar 1882-1977 Andrés Knstjénsson tók saman verja tómstundum að vild, óáreitt af forvitni annarra. Þess vegna kann maður að hverfa frá kaupfélagsstjórastöðu í fimm hundruð manna þorpi og gerast múrari eða húsasmiður á Reykjavíkursvæðinu — slíks finnast dæmi í þessum ævi- skrám. Hitt er svo bæði at- hyglisvert og líkast til einnig verðugt rannóknarefni fyrir félagsfræðinga — um það má lesa víða í þessari bók — hversu sumir menn þveitast frá einum stað til annars, frá einu starfi til annars, virðist aldrei verða neitt við hendur fast og aldrei una sér stundinni lengur á sama stað. Á hringsóli sínu urn landið drepa Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON eigi nú tvær! Sumir geta ekki um nöfn né fæðingardag barna sinna, segja aðeins »tvö börn« eða »fjögur börn« og hefur höfundur tekið það gott og gilt. Og svo maður fetti fingur út í Það fæst í kaupfélaginu bókinni eru því fáeinir menn fæddir um og fyrir miðja nítjándu öld. En þar sem talið nær nánast til dagsins í dag ber líka nokkuð á ungum mönnum; hinir yngstu eru fæddir eftir 1950. Éin kona er í hópnum — kaupfélögin stjórnast því af karlveldi, mest. Annars er þetta sundurleitur flokkur. Þarna eru fáeinir menn þekktir af stjórn- málasviðinu, framsóknarmenn! Mjög fáir hafa orðið þjóðkunnir vegna annars konar umsvifa. Því hafi kaupfélagsstjórar látið að sér kveða utan síns daglega verkahrings og á landsvísu hefur það verið í pólitíkinni — sem þingmenn og ráðherrar eða sem pólitískt skipaðir embættis- menn. Elstu kaupfélagsstjór- arnir koma beint úr bændastétt. Og enn í dag sýnast flestir kaupfélagsstjórar koma úr dreifbýlinu, sveitum eða smá- þorpum. Verslunarmenntun hinna fyrstu hefur verið stopul, þeir hafa haft brjóstvitið að leiðarljósi. En eftir að Sám- vionuskólimr var stofnaður lá ' leið flestra gegnum hann. Flest- ir hafa farið beint til starfa við kaupfélög er skólartámi lauk en fáeinir þó bætt við verslunar- námi erlendis. Ljóst er að kaupfélagsstjórar eru ekki allir jafnþaulsætnir í starfi. Stærstu kaupfélögunum helst best á framkvæmdastjór- um sínum, þeir hverfa ógjarnan frá starfi nema til enn meiri umsvifa; t.d. situr nú í Kea á Akureyri þriðji kaupfélagsstjór- inn frá 1923. Hins vegar virðast kaupfélagsstjórastöður í smá- plássum með lítil verslunar- svæði í kringum sig síður en svo freista til ævilangrar setu. Þar eru mannaskipti tíðari og kröfur um starfsmenntun og reynslu víða í lágmarki. Og störf þau, sem menn taka að sér í skiptum fyrir slíkar stöður, benda ekki til að hvarvetna sé eftirsóknar- vert að vera kaupfélagsstjóri. Þá er auðséð að skammtíma- ráðningar eru nú algengari en fyrrum; menn sátu mun lengur í stöðum sínum í gamla daga; sumir áratugum saman. Sú var tíðin að kaupfélagsstjórastöð- unni fylgdi nokkur virðing sem var að hluta til erfð frá faktorsstöðunni þar áður: kaup- félagsstjórinn var mikill maður og ábyrgur á sínum stað, að minnsta kosti áttu bændur ekki undir annan meir að sækja. Og væri hann dugandi í starfi og laginn að koma fram við fólk urðu ekki aðrir vinsælli né þekktari í héraði. Slíkum manni var oft'-lyft" upp í þingsæti án þess hann þyrfti mikið fyrir því að hafa og var slíkt vitaskuld auðveldara í þann tíð er Fram- sóknarflokkurinn átti allt að helmingi allra þingsæta á að skipa. Þá hljómaði sætt í munni að vera höfðingi í sínu héraði. Sú tíð er liðin. Fyrirmannasnið og heldrimennska er ekki sá partur af lífsgæðadraumi nú- tímans sem áður var. Þvert á móti sækist nú margur eftir háum tekjum án þess að þurfa að axla þá ábyrgð og þau óþægindi sem því fylgir að vera þekktur maður. Fólk metur meir að geta lifað lífinu ótruflað og að mega' þeir niður fæti í kaupfélögunum en standa þar ekki lengur við en annars staðar. Margur hefur því gegnt kaupfélagsstjórastarfi í eitt til tvö ár en síðan axlað sín skinn og horfið til annarra starfa. En hvað skal svo segja um þessa bók sem heimildarrit? Hvernig hefur til tekist að safna saman og samræma þær upplýsingar sem ritinu er ætlað að miðla og geyma? Að ýmsu leyti vel, að öðru leyti miður. Sá sem tekur að sér samning rits af þessu tagi verður að vera natinn fræðimaður vegna þeirra sem látnir eru en eftirgangssamur við hina sem enn eru lífs. Þá meginkröfu verður að gera til svona rits að allir standi jafnir, birtar séu sams konar upplýsingar um alla sem þar er á annað borð getið. Svo er ekki hér. Um suma er það að segja að rakin munu flest ef ekki öll þau störf sem þeir hafa gegnt um ævina ásamt persónulegu æviágripi, þar með töldu nafni og uppruna maka, nöfnum barna og starfsheitum þeirra ef þau eru uppkomin. Aðrir láta geta um sum störf sín, ekki önnur: maður hverfur t.d. frá starfi fyrir tíu, fimmtán árum, síðan ekki söguna meir! Hvað hefur hann aðhafst síðan? Ýmsir hafa átt fleiri en einn maka og er þá oftast getið um orsökina (dauða eða skilnað) en ekki alltaf. Þess finnast dæmi að getið sé um konu eitt og konu tvö með þess konar orðalagi að engu er líkara en umræddur maður hafi bætt við sig konu og einstakt atriði — höfundur segir um ritstörf Guðmundar G. Bárðarsonar: »Fjöldi ritgerða um ísl. jarðfræði í ísl og erl. blöð og tímarit, einnig um dýralíf og gróður.« Man ég ekki rétt að Guðmundur hafi líka sent frá sér bók — jarðfræði þá sem lengi var kennd í skólum og mun þá vafalaust hafa verið fyrsta jarðfræðin á íslensku? Muni ég þetta rétt hefði höfundur þurft að tíunda það því ritaskrá íslenskra kaupfélagsstjóra er hvorki svo löng né fjölskrúðug að hún megi við skerðingum. Þá segir um Guðmund G. Bárðarson að hann hafi verið »sæmdur prófessorsnafnbót 1903« — tuttugu og þriggja ára! Getur það verið rétt? - Ég segi þetta -ekkf vegna þess ,að þetta séu í sjálfu sér meginatriði heldur vegna hins að fólk treystir svona uppslátt- arritum, treystir því sem van- talið er allt eins og hinu sem talið er. En látum nú staðar numið við aðfinnslur, vitanlega liggur hér ærið starf að baki og að mörgu leyti þakkarvert. Og Bókaforlag Odds Björnssonar hefur ekki látið sitt eftir liggja heldur gert bókina vel og nýtískulega úr garði. Kaupfélagið hefur verið svo snar og daglegur þáttur í lífi fjölda manna á þessari öld að telja má líklegt að margur vilji eiga þessa bók tiltæka í hillum sínum. Ekki spillir að birtar eru allstórar myndir af öllum þess- um máttarstólpum samvinnu- hreyfingarinnar íslensku — að einungis einum frátöldum._____ Mary Bruce Sharon Nú fer í verra, eins og stundum er sagt, því að Mary Bruce Sharon, sem nú á verk á sýningu í ameríska bókasafninu, er þess háttar málari, sem raunverulega ekkert hugtak nær yfir á íslenskri tungu. Þeir, sem tala erlend mál, kalla þessa tegund listafólks þá prímitivu. en ég held að þetta alþjóða hugtak sé óþýðandi á það mál, er skáldin sögðu eitt sinn um, að hefði á hraðbergi orð yfir allt, sem er hugsað á jörðu. Sumir hafa v.iljað nefna þetta listafólk alþýðu- málara, upprunalega og ólærða. Ekkert af þessu nær þeirri merk- ingu, sem fellst í prímitivur, og því ætla ég að notfæra mér það úrræði að sinni að nota hugtakið prímitív- ur og geri enga kröfu til að það festist í málinu. Svo allur sé varinn góður, biðst ég vægðar fyrir að menga mitt eigið mál. En á stundum verður að gera það, sem er ef til vill ekki ágætt, en samt það gott, að það nær tilgangi sínum, enda er það markmiðið. Mary Bruce Sharon er sem sagt prímitívur málari, sem a gamals aldri fer að mála æskuminningar sínar. Tengdasonur hennar er lærður málari og gefur henni liti og léreft. Örvar hana til að tjá sig á myndrænan hátt, og það endar með því, að þau halda sýningu saman og gömlu konunni verður þá að orði: Tengdasonur minn er hinn raunverulegi listmálari, en ég mála mér aðeins til ánægju. I þessari litlu setningu má ef til vill finna meiri sannleik en margir gera sér grein fyrir í fyrstu. Mary Bruce Sharon virðist hafa haft hæfileika til margs annars, en að skapa myndlist. Hún þótti vera efni í óperusöngkonu, er hún var í skóla, en á þeim tímum þótti það ekki sæma fyrir fyrirfólk að syngja í leikhúsum. Hún var rómaður kokkur, og útsaumur hennar þótti í sérflokki. Allar þessar upplýsingar hef ég úr ágætri sýningarskrá, er fylgir þessari sýningu, sem hefur verið víða á ferð að undanförnu á vegum amerískra sendiráða hér og þar. Kona sú, sem hefur orðið þekktust allra prímitívra málara, mun vera hin gamalkunna Grandma Moses, sem mikið var talað um í eina tíð. Ég sá hér á árunum nokkur af verkum hennar og hafði ánægju af. En ég held, að ég geti vel sagt það hér og nú, að ég hafði ekki minni ánægju af þeim verkum, sem nú hanga á veggjum bókasafnsins ameríska. Mary Bruce Sharon er sérstaklega aðlaðandi málari og aðdáunin og Mynúllst eftir VALTÝ PÉTURSSON ástin á liðinni æsku hennar skilar sér ágætlega til þeirrar atómaldar, sem nú ríkir. Kentucky er því miður eitt þeirra ríkja, sem ég þekki ekkert til í Bandaríkjunum, en mér er tjáð, að þessi sýning túlki sérlega vel hinn aðlaðandi anda, sem mun vera einkennandi fyrir „The Blue Grass State“. Eitt vil ég leggja áherslu á í þessum fáu línum en það er, hve jöfn þessi verk eru að listrænum gæðum, að mínum dómi. Það er hvergi að finna leiðinleg mistök, eða annað það sem verkar óekta. Þarna eru yfir þrjátíu málverk, og öll með tölu hafa þau sérlega fína meðferð í litum, en sjón listakonunnar er prímitív út í fingurgóma, ef svo mætti að orði komast. Það er ástæðulaust að fara að tíunda þessi listaverk hér, en mér fannst sérstaklega skemmtilegt að fá að sjá þau. Það er sagt frá því í sýningarskrá, að gamla konan hafi spurt, eftir að franskur gagnrýn- andi hafði líkt henni við Matisse: „Er heiður að því?“ Þessi litla frásögn segir einnig nokkuð um hvernig prímitívt listafólk hugsar. Mary Bruce Sharon sagðist aðeins mála sér til ánægju, betur verður henni ekki líst, og þar með þeim verkum er nú eru til sýnis í ameríska bókasafninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.