Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1978 Kristján Ragnarsson: Innstæða er ekki til fyrir þessum útgjöldum „MEÐ útgáfu bráðabirgðalag- anna leggur ríkisstjórnin á atvinnureksturinn að greiða á ný óskertar verðlagsbætur á dagvinnulaun til alls þorra launafólks, til nær allra sem starfa í framleiðslugreinunum sjávarútvegi og iðnaði," sagði Kristján Ragnarsson formaður samninganefndar Vinnuveit- endasambands Islands. „Horfið er frá því að takmarka verðbæt- ur við hæð heildartekna og í þess stað miðað við dagvinnu- tekjur og er þar gengið til móts við kröfur verkalýðshreyfingar- innar um að yfirvinnutekjur hindri ekki að fólk fái verðbóta- auka. Verðbætur eru hækkaðar um þrjú þúsund krónur fyrir hvert vísitölustig eða um rúm 30%. Sérstök ákvæði eru í lögunum um að tekjur í bónus- vinnu til dæmis í frystihúsunum og framleiðsluiðnaði rýri ekki rétt verkafólks til verðbótaauka og er það einnig grundvallar- breyting frá fyrri lögum. Þessar breytingar koma til með að valda atvinnurekendum verulegum útgjöldum til viðbót- ar við þá 10% kauphækkun sem hvort sem er hefði komið 1. júní nk. Ég leyfi mér að fullyrða að innstæða er ekki fyrir þessum útgjöldum og mun því þessi hækkun leiða til enn frekari rýrnunar á verðgildi gjaldmið- ilsins. Ekki verður á móti mælt að hér er um launajöfnunar- stefnu að ræða sem virk gæti orðið ef hún yrði viðurkennd í verki af viðsemjendum. Vinnu- veitendur munu hér eftir sem hingað til fara að lögum og greiða þær verðbætur sem lög ákveða en gera sér grein fyrir því að atvinnuöryggi er stefnt í hættu. Verkalýðshreyfingin hefur á undanförnum árum gert þá kröfu að laun fyrir átta stunda vinnu væru lífvænleg eins og það hefur verið orðað á kröfu- spjöldum verkalýðshreyfingar- innar. Þessi aðgerð nú er sú merkilegasta að mínu mati sem gerð hefur verið til þess að mæta þessari kröfugerð. Hins vegar virðist verkalýðshreyfing- in bregðast svo við þegar orðið er við þessu aðalstefnumáli hennar að gera meginmál úr alls kyns álögum er koma á dag- vinnutekjur.“ Pétur Sigurðsson: Útfærslan á álaginu skipt- ir öllu máli „Þessi lög kveða miklu skýrar á um það að álag skuli ekki koma á eftir-, næturvinnu og bónus heldur en lögin frá í marz, en þótt þau gerðu ekki ráð fyrir því þá hefur það verið praktiser- að hér á Vestfjörðum og mér er næst að halda um allt land. Ef þessi lög þýða það að við missum þetta atriði þá óskun við áreiðanlega frekar eftir þvi að búa við skerðinguna frá í marz, heldur en taka á okkur þessi nýju lög. Ef hins vegar atvinnurekendur praktisera álagið áfram á eftir-, og nætur- vinnu og bónus þá er ég að öðru leyti reiðubúinn til að skoða þessi nýju lög með jákvæðu hugarfari," sagði Pétur Sigurðs- son forseti Alþýðusambands Vestfjarða. Pétur sagði í gærkvöldi að hann væri nú ekki meira en svo búinn að skilja þessi bráða- birgðalög. „Ég veit ekki við hvað á að líkjá orðalaginu á þessu. En vissulega er þetta einfald- að í reglugerðinni þar sem segir að álagið eigi ekki að koma nema á dagvinnuna, ekki á eftirvinnu, ekki á næturvinnu og ekki bónus. Verði þetta skýra orðalag tekið bókstaflega sýnist mér að það mundi breyta þeim launum, sem við þó höfum haft og lækka þau, þannig að frekar held ég að við viljum þá búa áfram við skerðinguna frá í marz óbreytta. Það hefur nefnilega verið svo, að þótt lögin frá í marz gerðu ekki ráð fyrir álagi á eftirvinnu, næturvinnu og bónus, þá hefur reyndin orðið sú, að álagshlut- fallið á dagvinnuna hefur verið reiknuð áfram á eftirvinnu, næturvinnu og bónus. Hér á Vestfjörðum má segja - að fólk í frystihúsum hafi megintekjur sínar af bónus- vinnu og í öðrum atvinnugrein- um hafi fólk um helming tekna sinna af yfirvinnu, þannig að ef þessi nýju lög breyta praktiser- ingunni varðandi álagið þá missir fólk hér verulegan hlut og það getur ekki gengið, því að þetta fólk er engan veginn hægt að nefna hátekjufólk." Guðmundur J. Guðmundsson: Á vissum svið- um eru lögin til bóta en öðrum ranglát „ÉG GET í sjálfu sér ekki gefið neinar yfirlýsingar fyrir Verka- mannasambandið um þessi bráðabirgðalög. Þau þarf að ræða og kanna á breiðum grundvelli," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka- mannasambands Islands í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Á vissum sviðum eru lögin til bóta, en á öðrum ferlega ranglát," sagðist Guðmundur geta sagt sem sitt persónulega mat á þeim. Guðmundur J. Guðmundsson kvað lögin vera ákaflega fjarri því að uppfylla þær kröfur og vonir, sem Verkamannasam- bandið gerði sér um samninga. Guðmundur taldi fyrst upp kosti laganna og sagði: „Það sem er til verulegra bóta í þessum lögum er að upphæðin er hækkuð og þau ná til fleiri. í öðru lagi er það kostur að þeir, sem eru á þessum tæplega 122 þúsundum, búa ekki við skert daglaun, þrátt fyrir yfirvinnu, eins og gömlu ákvæðin gerðu. Þá verð ég að segja að ég sakna þess að ríkisstjórnin skuli ekki gefa út jafnhliða eitthvað um aldraða og öryrkja, sem margir hverjir eru á þessu launasviði. Þetta nær til sumra, en ekki annarra. Engu að síður eru lögin að þessu tvennu leyti til bóta.“ — Til baga er, sagði Guð- mundur, — Að þessi upphæð er of lág, sem miðað er við, 115 þúsund þúsund krónur miðað við 1. desember með áorðnum hækkunum. I tilboði Verka- mannasambandsins var rætt um 130 þúsund, sem orðnar eru um 145 þúsund krónur með fullri vísitölu. Þar er einnig óskert yfirvinnukaup, hvort sem er eftir-, nætur-, eða helgidaga- vinna — eins óskert vaktaálög. í tillögunni er jafnframt rætt um tímamælda bónusvinnu. Lögin gera ekki ráð fyrir að bónusinn skerði dagvinnuna hjá verkafólki. Þau eru hins vegar óglögg hvað snertir iðnaðar- menn, en manni skilst að bónusinn þar, uppmælingin eða akkorðið skerði dagvinnuna. Þar er gerður greinarmunur á. Hins vegar er bónusinn skertur, hann er ekki reiknaður út frá tíma- vinnunni, heldur annarri tölu. Tekur bónusinn ekkert í sig annað en grunnkaupshækkun- ina 1. júní og hálfa vísitöluna. Á bónusnum er því veruleg skerð- ing og gera þeir þar alvarlega villu. Siðan kvað Guðmundur mjög alvarlegt mál að binda þetta við dagvinnu eina — álag á nætur- vinnu fer í 61,6% úr 80% og eftir vinnan úr 40% í 25,7% og ef svo heldur áfram þá fer næturvinnan í 50% og eftirvinn- an í um 19%. Þetta kvað Guðmundur alvarlegt mál og kvað hann komið allharkalega við fólk í almennum verkalýðs- félögum. Meðal landverkafólks kvað hann verkamenn vinna lengstan vinnutíma allra. Hluti þessa fólks fær einnig bónus, sem er verulega skertur og ennfremur skerðast allar ald- urshækkanir og þrengjast. Sama kvað hann að segja um vaktavinnu og svona kvað hann mætti lengi telja. Orlof er ekki greitt af verðbótaauka, lífeyr- irssjóður er ekki greiddur held- ur nema hálfur. „Allt er þetta ákaflega fjarri kröfum okkar,“ sagði Guðmund- ur. „Það er mín skoðun að atvinnurekendur hafi slitið samningaviðræðunum, ekki vegna þess að þeim hafi ofboðið kröfur Verkamannasambands- ins, heldur vegna þess að þeir hafa treyst á það að ríkisvaldið kæmi með þessa leið.“ Alþýðusamband Islands: Mikið vantar á að lögin komi til móts við kröfur samtakanna ALÞÝÐUSAMBAND fslands sendi í gær frá sér fréttatilkynn- ingu með ályktun, sem miðstjórn ASÍ og 10-manna nefnd sam- handsins samþykktu einróma á fundi sínum í gær um bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar. Ályktunin er svohljóðandii „Kjaraskerðingarlögin í febrúar höfðu þann yfirlýsta tilgang að stemma stigu við óðaverðbólgunni. Hvernig hefur til tekist? Síðustu þrjá mánuðina fyrir lagasetning- una hækkaði verðlag um 11,4%. Fyrstu þrjá mámiðins á gftir vsr verðlagshækkunin enn meiri, 11,6%, sem samsvarar 55% verðlagshækkun á heilu ári. Verðbólgan hefur þannig farið langt fram úr því sem ríkisstjórn- in gerði ráð fyrir í yfirlýsingum sínum, óðaverðbólgan hefur stig- magnast. Þannig er ljóst að lagasmíð þessi og aðrar ráðstafan- ir stjórnvalda hafa ekki dregið úr verðbólgunni. Það sem gerst hefur er, að kaupmáttur tekna launa- fólks hefur verið skertur. Þegar í haust varaði verkalýðs- hreyfingin ríkisstjórnina við því að rifta gerðum kjarasamningum. Viðvörunum var í engu sinnt og kjarasamningum rift, þrátt fyrir að þjóðartekjur höfðu aukist umfram það sem ráð var fyrir gert, þegar samið var á síðastliðnu sumri. Verkalýðshreyfingin mótmælti þessari ranglátu og tilefnislausu lagasteningu með tveggja daga mótmælaaðgerðum 1. og 2. mars. Síðari hluta marsmánaðar áttu fulltrúar ASÍ nokkra viðræðu- fundi með atvinnurekendum. Atvinnurekendur neituðu alfarið að ganga til nokkurra samninga um bætur fyrir kjaraskerðinguna og skutu sér á bak við ríkisstjórn- ina og sögðust á fundi 31. mars ætla að ganga á fund hennar til Knoo oA n n n lnnnn n mnlinn Pf+ín pvuu uu iiiiuu iuuoii u inuiiiíu. ui tu það heyrðist ekki frá þeim í heilan mánuð. Þorri aðildarfélaga Verka- mannasambandsins boðaði til út- flutningsbanns um miðjan apríl, jafnframt því sem Verkamanna- sambandið óskaði eftir sérstökum viðræðum við atvinnurekendur, m.a. með tilliti til þeirra yfir- lýsinga ráðamanna að þeir teldu að bæta ætti þeim láglaunuðu kjaráskerðinguna. I þeim viðræð- um sem fram fóru, komu atvinnu- rekendur í engu til móts við neinar af kröfum sambandsins. Viðræðunum var vísað til sátta- semjara án þess að viðhorf at- vinnurekenda breyttist. í síðustu viku virtist rofa til og atvinnu- rekendur lýstu sig reiðubúna til efnislegrar umræðu. Verkamanna- sambandið gaf þá ákveðið tilboð þar sem miðað var við óskert kjör láglaunafólks. Atvinnurekendur svöruðu með því að slíta viðræðun- um við Verkamannasambandið og ASI. Viðræðuslitin standa greini- lega í beinu sambandi við hin nýju lög ríkisstjórnarinnar. Vegna gagnaðgerða verkalýðs- hreyfingarinnar og ótta við að óánægja launafólks komi fram í komandi kosningum, hefur ríkis- stjórnin nú ákveðið að hopa um sinn, með því að setja bráða- V| 1 rrrA O 1 f\rr onm }ífí)l/wvn 1 n «-»«-» lftn«n ooiii iii.iiii<ga iugu xvjui skerði ngarlögin. Bráðabi rgðalögin eru breyting á annarri grein laganna um verðbótaviðauka til láglaunafólks, en sú grein var illframkvæmanleg og skilaði í reynd nær engu, sem sjá má af því að Eimskipafélags íslands, sem fór eftir lögum, greiðir 18—20 milljónir króna á viku í vinnulaun til verkafólks, og af þeirri upphæð er verðbótaauki 12—14 þúsund krónur, eða 0,7 þúsundustu (0,7 pro mill). Bráðabirgðalögin veita nokkra hækkun á dagvinnulaun. Hækkun- in kemur hins vegar ekki á neina yfirvinnu, en eins og kunnugt er hafa verkamenn og iðnaðarmenn um þriðjung tekna sinna af yfirvinnu. Með lögunum eru yfir- vinnuálög láglaunafólks skert þannig, að 1. júní verður t.d. næturvinnuálag fiskvinnslufólks skv. lögunum 61,6% í stað 80% og eftirvinnuálag 25,7% í stað 40%. 1. desember yrði næturvinnuálagið um 50% og eftirvinnuálagið tæp- lega 20%. Yfirvinnuálög hátekju- fólks haldast óbreytt hlutfallslega. Aldurshækkanir, starfsþjálfunar- hækkanir og önnur sérálög skerðast. Kaupauki vegna bónus verður reiknaður út frá skertum taxta. Ennfrekari skerðing kemur á tekjur þeirra sem vinna við akvæðisvinnu sern ekki er tnna- mæld. Atvinnurekendur slitu samningaviðræðum til þess að gefa ríkisstjórninni færi á setningu bráðabirgðalaga. Með þessu og stöðugri lagasetningu er gengið þvert á tvímælalausan, lagalegan rétt verkalýðssamtak- anna til samningsgerðar um kaup og kjör. Mikið vantar á að bráðabirgðalögin komi til móts við kröfur samtakanna um óskertan kaupmátt samninganna. Kjaraskerðingunni og þessari aðför að samningsrétti samtak- anna mótmæla verkalýðssamtök- in, um leið og þau lýsa því yfir að þau muni sækja samningslegan rétt sinn og velja þær bar- áttuaðferðir sem þeim henta." — Bætum kjör Framhald af bls. 48 sem staðið hafa yfir að undan- förnu. — Ur því að hægt er að greiða láglaunafólki hærri laun nú að mati ríkisstjórnarinnar, hvers vegna var það ekki hægt í febrúar? — Auðvitað hafa þessi bráða- birgðalög aukinn launakostnað í för með sér fyrir atvinnurekst- urinn í landinu, og hann telur sig ekki hafa neitt afgangs til þess að standa undir auknum tilkostnaði. En lögin eru samt sem áður sett vegna þess að metið var, að kostnaðarauki af ófriði á vinnumarkaðnum yrði meiri en bráðabirgðalögin hafa í för með sér og afleiðingarnar afdrifaríkari fyrir efnahagsmál landsmanna. — Því hefur verið haldið fram, að setning þessara bráða- birgðalaga tákni undanhald ríkisstjórnarinnar. — Við höfum leitast við að taka tillit til þeirrar gagnrýni, sem sett hefur verið fram á efnahagslögin frá því í vetur. Sú gagnrýni var einkum í. því fólgin, að vísitöluskerðing ætti ekki að ná til lægstlaunaða fólksins og ennfremur að miða ætti við kauptaxta en ekki heildarlaun. Viðmiðun launa hefur eins og áður er komið fram verið hækkuð úr 88 þúsund krónum á mánuði í yfir 120 þúsund krónur á mánuði en auk þess er aðeins miðað við dag- vinnulaun í stað heildarlauna. Það var ekki unnt að ganga svo langt ‘að miða við kauptaxta alfarið, því að þá hefði kaup- hækkunin farið upp úr launa- kerfinu og gagnast hátekju- mönnum ekki síður eða jafnvel betur. Ég vil undirstrika, að það skiptir ekki máli, hvort rætt er um undanhald af hálfu ríkis- stjórnarinnar, ef lagasetningin nær þeim tilgangi sínum að bæta hag hinna lægstlaunuðu og trýggja ótruflaðan atvinnu- rekstur í landinu. En á hitt má benda, að það er einkennilegt að annað tveggja er ríkisstjórnin sökuð um að taka ekki tillit til launþegasamtaka og hafa ekki nægilegt samráð við þau, en þegar tillit er tekið til gagnrýni þeirra þá er hrópað um undan- hald. — Hver verða áhrif bráða- birgðalaganna á efnahagslífið? — Verðbólgan hjaðnar ekjíi eins mikið og að var stefnt. Viðskiptajöfnuðurinn kann að verða lakari en gert var ráð fyrir við lagasetningu í vetur en þá gerðum við ráð fyrir afgangi. Atvinnuöryggið er ekki jafn tryggt vegna þess að ekki er útilokað að um einhvern sam- drátt í atvinnurekstri verði að ræða en hins vegar eru kjör hinna lægstlaunuðu betur tryggð en áður og launajöfnun- arstefnu fylgt fast eftir. — Hefur verkalýðshreyfingin gefið fyrirheit um að hætta mótmælaaðgerðum vegna efna- hagsaðgerðanna? — Nei, en hins vegar er það ljóst, að þessi bráðabirgðalög eru gefin út í trausti þess, að launþegasamtökin meti og virði raunverulega launajöfnunar- stefnu. Viðbrögð þeirra munu sýna, hvort forsvarsmönnum launþegasamtaka er alvara, Konror toIoA or iim oft hspf5* Viör t'*'&•'** i,%****'' --“J"* láglaunafólks eða hvort há- tekjustefnan á svo miklu Tylgi að fagna innan raða þeirra, að þeir vilji halda áfram ófriði á vinnumarkaði og atvinnuröskun í þágu hinna hærra launuðu, en það bætir ekki hag hinna lægstlaunuðu. Hér hefur ríkis- stjórnin komið til móts við gagnrýnendur sína, sagði Geir Hallgrímsson forsætisráðherra að lokum, — og öðru verður ekki trúað en að menn geti mætzt og sætzt. Við verðum að halda friðinn. AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 2R«rgunl>labib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.