Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1978 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaamdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aöalstrœti 6, sími 10100. Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. é ménuói innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakió. Höggvið á hnútinn Ríkisstjórnin hefur höggvið í þann hnút, sem myndazt hefur í kjaramálum landsmanna síðustu mánuði vegna afstöðu verkalýðssamtakanna til efnahagsaðgerða ríkisstjórnar og Alþingis í febrúarmánuði. Með bráða- birgðalögum þeim, sem ríkisstjórnin gaf út í gær, er komið svo myndarlega til móts við sjónarmið þeirra, sem töldu, að vísitöluskerðingin hefði ekki átt að ná til hinna lægstlaunuðu, að ekki er lengur stætt á því að halda uppi frekari mótmælaaðgerðum. Bráðabirgðalögin gera ráð fyrir því, að fullar verðbætur komi nú á dagvinnulaun, sem nema um 122 þúsund krónum á mánuði, sem er nálægt hinum almenna fiskvinnslutaxta. Bótahlutfallið lækkar síðan smám saman en kemst ekki niður í hálfar bætur fyrr en við um 240 þúsund króna mánaðarlaun. Þá er réttur til verðbótaviðauka nú miðaður við dagvinnulaun í stað heildarlauna áður en það þýðir, að réttur til þessara verðbóta skerðist ekki, þótt launþegi hafi yfirvinnutekjur eða kaupauka, þegar unnið er eftir bónuskerfi verkafólks eða iðnverkafólks. Fyrir launþega á dagvinnutöxtum þýða þessi bráða- birgðalög um 7000 krónum hærri laun á mánuði en ella og hafi verkafólk yfirvinnutekjur eða bónustekjur getur munurinn orðið 10—12 þúsund krónur á mánuði. Hins vegar breyta þessi bráðabirgðalög engu fyrir þá, sem hafa hærri tekjur. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið í dag, að bráðabirgðalögin séu sett til þess að bæta kjör hinna lægstlaunuðu og fylgja fram stefnu launajöfnunar í trausti þess, að það stuðli að lausn þeirra vinnudeilna, sem staðið hafa yfir í vetur. Forsætisráðherra tekur skýrt fram, að verkalýðssamtökin hafi enga skuldbindingu gefið um, að þau mundu falla frá mótmælaaðgerðum en hann segir jafnframt, að lögin séu sett í trausti þess að launþegasamtökin meti og virði raunverulega launajöfnunarstefnu. Þegar áður en bráðabirgðalögin voru sett mátti heyra raddir um það úr herbúðum stjórnarandstæðinga, að setning þeirra mundi jafngilda undanhaldi ríkisstjórnar- innar. Þetta er mikill misskilningur. Sú ríkisstjórn, sem hefur kjark og þrek til þess að gera ráðstafanir sem miða að því að tryggja vinnufrið og bæta kjör þeirra, sem við bágastan hag búa í velmegunarþjóðfélagi okkar, er ekki á undanhaldi. Sú ríkisstjórn er í sókn. En það er eftirtektarvert, eins og forsætisráðherra raunar víkur að í viðtalinu við Morgunblaðið í dag, að á annan veginn kvarta forystumenn launþegasamtaka yfir því, að ríkisstjórnin taki ekki nægilegt tillit til sjónarmiða þeirra, en á hinn veginn tala þeir um undanhald, ef það er gert. Slíkt tal er verkalýðsleiðtogum ekki til sóma. Raunar er hyggilegt fyrir þá að hlusta eftir röddum hinna almennu félagsmanna verkalýðshreyfingarinnar. Þá munu þeir áreiðanlega komast að raun um, að það er vilji, ósk og von meginþorra launþega, að með þessum bráðabirgðalögum sé lokið þeim ófriði og þeirri röskun, sem ríkt hefur á vinnumarkaðnum undanfarna mánuði. Morgunblaðið hefur hvað eftir annað hvatt til sáttagerðar milli ríkisstjórnar, verkalýðs og vinnuveitenda. Ríkisstjórnin hefur nú gengið á undan með góðu fordæmi. Nú reynir á þroska og skynsemi verkalýðsleiðtoga. Haldi þeir áfram mótmælaaðgerðum sinum er það ekki í þágu láglaunafólks innan verkalýðssamtakanna heldur í þágu hátekjumanna. Almenningur í landinu mun ekki hafa nokkra samúð með slíkri afstöðu. „Öðru verður ekki trúað en að menn geti mætzt og sætzt", segir Geir Hallgrímsson forsætisráðherra í Morgunblaðinu í dag. „Við verðum að halda friðinn." Undir þau orð mun þorri allra landsmanna taka. (Jtisundlaug nýs sundstaðar í Breiðholti III verður tckin í notkun síðar á þessu ári. Verður laugarþróin 25x12‘/2 m og út úr henni gengur smáralöguð vaðlaug fyrir börn. Framkvæmdir vid Jrótta- svæðið í Suður-M jódd haf nar á næsta ári Útisundlaug í Breiðholti HI í notkun síðar á þessu ári MARGVÍSLEGRI aðstöðu fyrir íþrótta- og æskulýðsstarfsemi hefur á síðustu árum verið komið upp í Breiðholtshverfum. Á árinu 1974 var tekin í notkun félagsmiðstöð fyrir Fella- og Hólahverfi, Fellahellir. íþrótta- hús eru við Breiðholtsskóla og Fellaskóla og gerður hefur verið malarvöllur ásamt hlaupabraut- um í Breiðholti III og eru þar áhorfendastæði fyrir 3000 manns. Þá er þegar búið að taka í notkun kennslulaug í nýjum sundstað í Breiðholti III og útisundlaug verður tilbúin síðar á þessu ári. Á næsta ári er ráðgert að hefja framkvæmdir við nýtt íþróttasvæði í Suð- ur-Mjódd í Breiðholti en það svæði verður byggt upp af ÍR. Að loknum framkvæmdum við félagsmiðstöðvar í Árbæjar- hverfi og við Sæviðarsund er ráðgert að hefja framkvæmdir við tvær félagsmiðstöðvar í Breiðholti. Verður önnur þeirra nálægt Seljaskóla í Breiðholti II en hin í Mjóddinni í Breiðholti I. Að undanförnu hefur verið unnið að byggingu nýs sund- staðar í Breiðholti III og hefur kennslulaug þar þegar verið tekin í notkun. Seinna á þessu ári verður útisundlaug þar tekin í notkun en stærð laugarþróar- innar er 25x12% m og út úr henni gengur smáralöguð vað- laug fyrir börn. Þá er búið að hanna íþróttahús, sem verða á með sal 22,0x44,0 m og nokkru áhorfendarými, og er ætlunin að það rísi í Breiðholti III en ráðgert er að framkvæmdir við það hefjist innan tíðar. Borgar- ráð hefur nýverið samþykkt að tillögu íþróttaráðs að gefa Iþróttafélagi Reykjavíkur kost á landsvæði í Suður-Mjódd, en þar á að öðru leyti að koma fjöl- breytt íþróttaaðstaða fyrir Breiðholtshverfin. Skipulagn- ingu svæðisins verður lokið á næsta ári og er ætlun að að fyrstu framkvæmdir hefjist það sama ár með framkvæmdum við stóran knattspyrnuvöll. Einnig er ráðgert að þarna komi íþróttahús 50x70 metrar, sem hýsa á 3 handboltavelli og sundlaug. Fyrsta skemmtiferðaskipið FYRSTA skemmtiferðaskip- ið kom til Reykjavíkur árla í gærmorgun og í hinu fegursta veðri, þótt ótrúlegt sé. Britania heitir skipið en er samt skráð í Grikklandi, og er með um 700 farþega, aðallega Þjóðverja og Hol- lendinga. Það fór aftur frá Reykjavík í gærkvöldi eftir að farþegarnir höfðu brugðið sér í land og farið í útsýnis- ferðir, ýmist út fyrir borgina eða innan bæjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.