Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1978 25 „Að knnna að notfæra sér þaö, sem í boði er” Á kosningahátíd ungra Sjálf- stæðismanna hittum við borg- arfulltrúan Davíð Oddsson að máli. Meiníngin var að fá við hann viðtal, uótt ekki væri umhverfið hið besta til íhugun- ar, glymjandi Brimklóartónlist og kátt fólk allt í kring. En Davíð hélt ró sinni og fannst víst lítið að bessum stað, til Þess aö brjóta atvinnumál skólafólks til mergjar. „Hvað mun borgin ráðgera að hafa mikinn fjölda skólafólks í starfi hjá sér í sumar?“ „Starfid er tvípætt. Fyrir 14 og 15 ára aldurshópinn er starfræktur Vinnuskóli par sem fram fer bæði nám og vinna, eins og nafnió segir. Ungl- ingarnir fara í ýmis fyrirtæki og fá par fræóslu. Pessum hóp areiöum vió 60% af Dagsbrún- arkaupi í 14 og 15 ára aldurs- flokki og auk pess kaupauka eöa bónus fyrir pá duglegu, allt aö 15%. Um eldri hópinn er ekki gott aö segja par sem skólum er ekki enn lokið en við erum undirbúnir til að taka við talsverðum fjölda.“ „Hver eru helstu störf sem unglingarnir vinna?“ „Aðallega er pað upp- græðsla, gatnaviðgerðir, gang- stéttalagnir, garðasnyrting o.fl. o.fl.“ „Hver er kostnaður borgar- innar við Þessa starfsemi?" „Varðandi vinnuskólann eru áætlaðar 83 milljónir í sumar en með eldri hópinn er allt óvíst eins og ég sagði áðan.“ „Hvernig iíst Þér annars á atvinnuhorfur skólafólks almennt séð? „Ja, hvað borgina snertir pá getum við fullnægt eftirspurn en viö bíðum eftir pví að skólum Ijúki svo unnt sé að kanna pörfina fyrir atvinnu." „Hvaö munu margir geta starfað í vinnuskólanum?“ „Það munu vera um 1100 manns.“ „Eru einhverjar nýjar hug- myndir á döfinni um störf fyrir skólafólk?" „Starfsemi unglinga á vegum Reykjavíkurborgar er komin i nokkuð fast form og par sem við getum fullnægt eftirspurn- inni hefur ekki pótt nauðsyn- legt að leita inn á nýjar brautir. Aukist eftirspurnin höfum við næg verkefni. “ Við lögðum leið okkar inn í Vogaskóla, einn af grunnskólum höfuðborgarinnar til þess að fræðast ofurlítið um félagslífið þar. Það er galsi í nemendum, enda síðasti kennsludagur þegar gestinn bar að garöi. í skóla þessum eru nú um 460 nemendur en á áratugnum 1960—70 komst fjöld- inn mest yfir 1600 nemendur. Vogahverfiö er eitt þeirra hverfa sem ekki hefur fengið nægan hreyfanleika fólksflutninga til þess að hæfileg endurnýjun eigi sér stað á gunnskólastigi. Líklega er það helsta vandamáliö, að þaðan vill enginn flytja og ellin er Ijúf í Vogunum. Því hefur nemendum fækkað svo mjög. Engu að síður er þarna haldið uppi mjög virku félagslífi og virðist engu brfeyta með fjöldann, því þegar skólinn var sem fjölmennastur var einnig virkt félagslíf. Skólastjóri viö skólann er Helgi Þorláksson. Formaður nemendafélagsins þetta árið er Ester Sigurðardóttir í 9. bekk og varaformaöur Þóröur Bogason í 8. bekk grunnskólans. Við vildum taka Þórð tali eftir að hann hafði þvegið af sér súkkulaöiklínu, afleiðingu snúöa- og mjólkur- sölunnar, sem nokkrir athafna- menn halda til haga í löngu frímínútunum. Nú, viðfundum ÞÓRÐUR okkur afkima cg að því loknu spuröum við Þórö um tilhögun félagslífsins. „Hjá okkur eru vikulega höfð svokölluð „opin hús“ þar sem krakkarnir geta veriö í borö- tennis, teflt, spilað, verið á diskóteki og svo auövitað bara rabbað saman. Einn kennari hefur svo yfirumsjón með Þessu." „Er eitthvað meira í gangi en „opið hús“? „Já, já, við höfum haldið dans- leiki með glimrandi diskómúsík á um Þriggja vikna fresti. Þar eru tveir kennarar við gæslu og Þessi böll hafa öll tekist mjög vel“. „Hefur borið á áfengisneyslu eöa áhrifum á þessum kvöldum?" „í heildina hefur Það ekki veriö,“ svarar Þórður „... en í Þessum skóla, eins og öörum er ákveðinn hópur sem vill ekki sætta sig við settar reglur en sem betur fer er pað bara lítill hópur. Nú, við höfum einnig farið í bekkjarferðalög sem hafa tekist frábærlega". „Hverju er að þakka svo grósku- mikið félagslíf?“ „Ja, Það kemur nú margt Þar inn í. Skólayfirvöld hafa sýnt okkur í Þessu mikiö frjálsræði og Þolinmæði enda er árangurinn ánægja nemenda með félags- lífiö“. „Hversu mikið vinniö þið sjálf við félagsstörfin?" „Nú, við sjáum alveg um „opið hús“. Þar er kennarinn nokkurs konar gæslumaöur á eigum skól- ans og sama má segja um böllin. Við sjáum alveg um uppsetningu, dyragæslu, sælgætissölu og frágang eftir þessar samkomur, en til skúringanna eru ráðnar sérstakar „skúríngameyjar". „Telur þú að þessi starfsemi sé nægjanleg fyrir unglingana á Voga- skólasvæðinu?“ „Já, ég tel Það að mestu. Þessi starfsemi í skólanum er kappnóg fyrir Þá sem eru í annarri starfsemi eins og t.d. skátunum eöa ÍÞróttafélögum. Hinsvegar mætti kannski fyrir Þá sem eru ekki í neinni æskulýðsstarfsemi, og vilja láta mata sig eins og ósjálfbjarga börn, hafa „opið hús“ tvisvar í viku. En til Þess skortir peninga. Viö skulum líka hafa Það í huga, aö Þá væri aðsókn mun minni, Því miklum meirihluta finnst Þetta vera hæfilegt eins og Það er.“ „Hvað er þá þetta svokallaða vandamál á hallærisplaninu?" „Aö mínu mati er þad ekkert vandamál. Þessir krakkar Þarna eru mikill minnihluti, sem sætta sig ekki við reglurnar sem gilda á skólaskemmtunum og t.d. í Tónabæ. Þau hafa ekkert annað áhugamál. Helsta sportið er í pví að ungpiurnar fái far hjá blikk- dósatöffurum.“ „Jæja, aö lokum Þóröur: Telur þú að það sé nægilega mikiö um að vera fyrir krakka á aldrinum 13—16ára?“ „Já, Þaö tel ég alveg hiklaust, listin er hinsvegar aö kunna að notfæra sér það“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.