Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1978 Að efnissöfnun og efnisvali hafa unnið: Árni Sigfússon, Ólafur H. Sverrisson og Kjartan Gunnarsson. Utlitshugmyndir: Kristján Hjaltason. Að skemmte sjálfnm sér en ekki Bakknsi V I li 01 COL- OMBO r A Vatna- jðkli að er vitað mál að meirihluti unglinga á aldrinum 16 til 20 ára hefur einhvern tíma bragðað áfengi. Þessi einkennilega efnablanda sem gerir suma illa viðureignar, aðra móðursjúka og enn aðra bleiju- börn, á sér langa sögu. Þess- vegna ættu menn að hafa lært af óförum sínum í viðureign við áfengið. Fyrstu árin hjá einstakl- ingi, Þegar áfengi er haft um hönd, geta vissulega verið ánægjuleg, rétt eins og hjá manni sem kann að skemmta sér án áfengis. Hinsvegar er sorglegt að hugsa til Þess hóps sem síðar mun missa tökin á áfengi. Sá hópur er alltof stór. Hann er svo stór að ef áfengissjúklingar á heimilum eða í strætinu væru teknir sem öryrkjar, Þá fylltu peir vissulega stærsta öryrkjahópinn. Þá er líka víst að allir vildu höndum saman taka til hjálpar pessum öryrkjum. En margir eru Þeir, sem halda Þeirri falshug- mynd á lofti, aö áfengi megi nota sem eitthvert gult á fínum sam- komum. Það er sá hópur sem sífellt treöur niður Það starf sem bindindishreyfingar vinna, hæöa Þær og segja Þaer ekki vera í takt viö tímann. Sem betur fer er hlutí ungs fólks sem skilur Þörf fræðslu í Þessum efnum og vill leggja lið sitt í baráttunni gegn áfengi. Þar á meöal eru íslenskir Ungtemplarar. í skýrslu Æskulýösráðs Reykja- víkur og æskulýðsfél. í Reykjavík, Fellahellí 25/2 1978 má glöggt sjá j hverju starfsemi ÍUT er fólgin. ÍUT starfar fyrir ungt fólk á aldrinum 13—23 ára. Er petta dálítiö breytilegt eftir félögum en pau eru Þrjú hér á Reykjavíkur- svæðinu. Miöa félög Þessi að pví að unglingarnir skemmti sér án vímugjafa og starfi að pví að fræða aðra um skaösemi notkun- ar Þeirra. Eru Því stsrfandi nefndir um mál Þessi sem öllum eru opnar. Eins og áður segir er stefnt að Því með starfseminni aö unglingarnir skemmti sér án vímugjafa og er Það mat margra, að hvergi sé meira stuð en á meöal ungtemplara. Sumir eiga erfitt með að stíga fyrsta skrefið, að vera skemmtilegir allsgáðir. En pegar peir smáerfiðleikar eru yfirstignir hefst hið mesta fjör. Þá pykir mörgum heilbrigðum gam- an að pví að rísa snemma upp á sunnudagsmorgni, skokka hress- ir yfir til kunningjanna, sem sofa úr sér vímu gærkvöldsins dasaðir með svima og velgju, og hrista Þá framúr meö hávaða og látum. Hvorum hópnum tilheyrir pú? Skrifstofa islenskra Ungtempl- ara er að Fríkirkjuvegi 11, (Þar sem Æskulýðsráð er) og er hún opin alla virka daga frá 16—19. Þar færðu allar upplýsingar. ÁS. Yfirskriftin er einkennileg en þó tilvalin aö lýsa því hugviti og þreki sem menn öðiast af skátastarfi. Við hittum nefnilega aö máli Einar Þór Strand, 18 ára sveitar- foringja sem starfað hefur af kappi í Árbæjarhverfi. Viö hófum máls á því að spyrja Einar í hverju skátastarfið væri fólgið. „Meiningin er að gera unglinga aö nýtum þjóðfélagsþegnum og skaga þeim eitthvert tómstunda- starf, “ svarar Einar. „Þetta hljómar nú ansi háti'ölega, en hvernig tekst að framfylgja þessu?“ „Jú, allir erum við breyskir en þetta er okkar stefnumið og um þetta á skátastarfið aö snúast. “ „í fögum um grunnskóla er nú mjög svipað ákvæði um að gera þjóðfélagsþegna nýta, en varla er sömu aðferðum beitt?“ „Nei, skátastarfið á raunverulega að byggja á krökkunum sjáifum, en svo fer þaö auðvitað eftir foringj- unum hvernig til tekst. “ „Hvernig fer skátastarfiö fram?“ „Einu sinni í viku eru haldnir almennir ftokksfundir en i flokkun- um eru vanalega 7—10 manns. Um helgar er oft farið í dagsferðir eða útilegu. Stundum erþað flokkurinn einn eða þá öll sveitin. Við höldum svo einu sinni í mánuöi sveitarfund. “ „Það er víst sjaldgæft aö hægt sé aö halda félagsfund einu sinni í viku í okkar kæra landi, svo þiö hljótið aö ræða um merkileg mál...?“ „ Vissulega, “ segir Einar djúpum raddtón. „ Unnið er að ýmsum verkefnum. Þar má nefna störf að „ áföngunum “ sem viö köllum en þá verða menn að geta leyst hinar margvíslegustu þrautir sem gagn- legt er að kunna íþjóðfélaginu. . . Nú svo er það léttmeti s.s. fánagerð, knattsþyrna og þannig gæti ég víst talið lengi áfram. Þetta er fastastarfið en svo er oft sem farið er íýmist gaman með krökkunum, eins og að „rekja slóð“ þar sem krakkarnir leika nokkurs konar Colombo. “ Svo bætir Einar við, „en yfirleitt ískárri klæðnaði. “ „Hverjir eru helstu erfiöleikar sem þú telur að skátastarfið eigi við að glíma innbyrðis?" „Okkur vantar fleiri foringja" svarar Einar, „því tímahrak er talsvert hjá eldri krökkum vegna skólastarfsins. “ „Nú hefur þú lýst hér starfi unglinga sem skortir tíma til athafna. En hvað er þá umrætt hallærisplansvandamál?" „Kannski er það fólk sem hefur ekkert við að vera annars staöar og fólk kemur vegna þess aö eitthvað er um að vera, þar sem fjölmiölar útblása þetta. Ég held að þetta sé tilbúið vandamál. “ (Hér ætti venjulegt viðtal að enda en þar sem framhaldið sýnir vel þá sjálfsbjargarviöleitni og kraft sem skátum fylgir skal áfram haldið). „Jæja, Einar ég þyrfti að fá mynd af þér úr skátastarfinu." „Ja, það er nú það — líklega veröur það erfitt, því ég tek allar skátamyndir sjálfur... Jú annars þetta hlýtur að bjargast. “ „Má ég þá ekki koma viö hjá þér annað kvöld?“ „Ja, ég ætlaði nú á Vatnajökul, “ (þetta er sagt eins og spyrjandi ætlaöi í bíó). „Jú þetta hlýtur að bjargast. “ Svo kvöddumst við með virktum. HEIMDALLAR Starfið hjá Heimdalli undanfarnar vikur hefur einkennst af undirbúningi borgarstjórnarkosninganna á sunnudaginn. Heimdall- ur gekkst, í samvinnu við yngri frambjóöendur flokksins, fyrir tveim kosningahátíðum, sem öllum nýjum kjósendum í höfuðborginni var boðið að sækja. Þessar hátíöar voru á Hótel Sögu og í Sigtúni. Þær tókust afar vel. Voru vel sóttar ekki sízt sú í Sigtúni þar sem komu um 1000 manns sem allir skemmtu sér konunglega. Verðskuldaða athygli vakti fjöldasöngur samkomugesta sem borgarstjórinn Birgir ísleifur Gunnarsson spilaði undir við á rafmagnsorgel með Brimkló. Auk þess að bjóöa til þessara hátíða hafa ungir Sjálfstæðismenn í Reykjavík gefiö út blaðiö „Borgin okkar“ sem hefur verið sent öllum nýjum kjósendum í borginni. Við vonum að þessi kynning á viðhorfum okkar hvetji ungt fólk, sem nú kýs í fyrsta skipti til þess aö kynna sér borgarmálin vandlega áður en það greiðir atkvæði. AF STARFSEMI FÉLAGSGJÖLD HEIMDALLAR Fyrir nokkru síöan voru sendir út gíróseölar til allra félaga í Heimdalli til innheimtu á félagsgjaldi þessa starfsárs. Félagsgjaldið er kr. 1000. Enn á fjöldi félaga eftir aö greiða gjaldiö. Þeir eru hvattir til að gera það tafarlaust. Félagsstarfið og kosningabaráttan kostar fé og það fé verðum við félagsmenn að leggja fram. Það gerir enginn annar. Þess vegna, ef þú átt enn eftir að greiða, greiddu þá strax í dag! NOTUM RÉTTINN 28. MAÍ Um 6500 Reykvíkingar á aldrinum 20—24 ára munu í fyrsta skipti taka þátt í borgarstjórnarkosningum á sunnudaginn kemur. Þetta er stór hópur og hefur úrslita áhrif á niðurstöðu kosninganna. Kosningarétturinn er mikilvægasti réttur borgara lýðræöisríkja. Nauðsynlegt er að nota hann og vera þannig virkur þátttakandi í mótun framtíðarinnar. Þau sjónarmið, sem stundum heyrast hjá ungu fólki, aö stjórnmál séu leiöinleg, stjórnmálaflokkar gamaldags og stjórnmálamenn allir eins og allir spiltir, eru hættulegustu óvinir lýðræðisins. Ef menn telja að stjórnmál séu leiöinleg og flokkar og stjórnmálamenn ómögulegir þá er aöeins til ein leið.: Að taka þátt í stjórnmálastarfi, að breyta því sem þér finnst fara miður. Ein aðferð til þess er að taka þátt í kosningum en að sitja heima er ieið strútsins, sem stingur höfðinu í sandinn til að hann sjái ekki hættuna. Verum ekki hrædd viö að taka ákvörðun. Við, sem viljum að á íslandi verði áfram lýðræðislegt og mannúðlegt stjórnarfar megum ekki sitja heima. Við hvert um sig getum ráðið úrslitum um það hverjir stjórni borginni okkar næstu fjögur árin. Ungt fólk í Reykjavík hefur margt sýnt að það treysti vel núverandi forystumönnum meirihlutans í borgarstjórn. Til þess að tryggja aö sundurlyndis fjandinn haldi ekki innreið sína í höfuðborgina er aðeins ein leið. Gerum góða borg betri, X—D.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.