Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1978 27 Heildaraflinn 78.673 lestum minni fy rstu 4 mánuði ársins HEILDARAFLI landsmanna íyrstu íjóra mánuöi ársins varð að þessu sinni 78.673 lestum minni en á sama tima í fyrra. A tímabilinu janúar-aprfl reyndist aflinn nú vera 678.599 lestir en á sama tíma í fyrra 757.272 lestir, að því er segir í skýrslu Fiskifé- lags íslands og er það miðað við bráðabirgðatölur beggja ára. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs reyndist bátaaflinn vera 188.757 lestir en í fyrra 201.888 lestir eða 13.131 lestum meiri. Bátaafli hefur alls staðar dregist saman nema á Norðurlandi þar sem hann hefur aukist um röskar 1000 lestir og á Austfjörðum þar sem bátaaflinn jókst um 4000 þús. lestir miðað við sama tímabil í fyrra. Á svæðinu frá Vestmannaeyjum að Stykkis- hólmi hefur bátaaflinn t.d. minnk- að um 17.000 lestir. Þá kemur fram í skýrslunni að þrátt fyrir aukinn fjölda togara hefur afli togaranna minnkað fyrstu fjóra mánuðina eða um 1.709 lestir. Fyrstu fjóra mánuði síðasta árs reyndist togaraaflinn vera 77.184 lestir en er nú 75.475 lestir. Loðnuaflinn varð í vetur 468.425 lestir en í fyrravetur 548. 862 lestir eða 80.437 lestum meiri. Rækjuafli hefur hins vegar aukist úr 3.808 lestum í 4.300 lestir og spærlings- afli, þar með talinn annar afli, hefur aukist um 13.954 lestir eða .úr 1.598 lestum í 15.352 lestir. Æskulýðsráð Reykjavíkur: Afhent verðlaun í skák-, borðtennis- og og ljósmyndakeppni NÝVERIÐ voru afhent verðlaun fyrir skák-, borðtennis- og ljós- myndakeppni, sem Æskulýðsráð Reykjavíkur efndi til í samvinnu við félagasamtök í framhaldi af tómstundanámskeiðum Æsku- lýðsráðs í skólum borgarinnar. Borðtennismót efri bekkja grunnskólans var haldið í félags- miðstöðinni Fellahelli 8. apríl s.l. Mót þetta fer fram árlega að loknum tómstundanámskeiðum Æskulýðsráðs Reykjavíkur í skól- unum. Að þessu sinni mættu til leiks 18 keppnissveitir úr 14 skólum, alls 104 þátttakendur. Sigurvegari varð sveit Haga- skóla, og hlaut hún farandbikar Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Ann- að sæti skipaði sveit Réttarholts- skóla, en þriðja sveit Hlíðaskóla, og hlutu þær viðurkenningarskjöl. Mótsstjóri var Aðalsteinn Eiríksson. Skákmót gagnfræðaskólanna 1978 var haldið í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur við Grens- ásveg dagana 9.—15. og 16. apríl. 16 sveitir frá 11 skólum tóku þátt í mótinu, eða 96 þátttakendur alls. Úrslit urðu þau að Álftamýrar- skóli varð sigurvegari, og hlaut farandbikar, sem gefinn er af Kiwanisklúbbnum Esju og nú var keppt um í fyrsta sinn. í öðru sæti var sveit Langholtsskóla, en í þriðja sveit Ármúlaskóla. Þær hlutu báðar verðlaunaskjöl. Taflfélag Reykjavíkur veitti bókaverðlaun fyrir bestu afrek á 1. og 2. borði. Verðlaun fyrir 1. borð, 9 vinninga af 9 mögulegum, hlaut Jóhann Hjartarson, Álftamýrar- skóla, en á 2. borði urðu þeir jafnir Árni Á. Árnason, Álftamýrarskóla og Karl Þorsteinsson, Langholts- skóla. Æskulýðsráð Reykjavíkur og Taflfélag Reykjavíkur hafa gefið út þrjá bæklinga, „Tæknileg við- fangsefni í skák“. Fullnægjandi skil viðfangsefna í hverjum bækl- ingi færir viðkomandi skákmanni eitt stig; brons, silfur eða guil. Hér er um viðfangsefni að ræða, sem samræmt hefur verið á öllum Norðurlöndum. Það hefur reynst mjög vel til þess fallið, að glæða áhuga ungs fólks á skákíþróttinni. I vetur hafa allmargir unglingar úr skákflokkum í tómstundastarfi í skólum glímt við þessar þrautir og leyst þær í umsjá leiðbeinenda frá Taflfélagi Reykjavíkur. í vetur hafa 23 unglingar unnið til brons- verðlauna, en 6 fengið silfur og 2 gullverðlaun. Að frumkvæði Félags áhugaljós- myndara var efnt til samkeppni um bestu mynd vetrarins meðal hópa í tómstundastarfi Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur. Félagið hefur gefið farandbikar, sem keppt er um. 1. og 2. verðlaun hlaut hópur úr Æfingaskóla Kennaraháskóla ís- lands en 3. verðlaun hópur úr félagsmiðstöðinni Bústöðum. Svavar Jónsson afhenti verð- launagrip Félags áhugaljósmynd- ara. Myndin var tekin er afhent voru verðlaun fyrir skák-, borðtennis- og ljósmyndakeppni, sem haldin var í skólum Reykjavfkur í framhaldi af tómstundanámskeiðum Æskulýðsráðs. Formaður Æskulýðsráðs Reykjavíkur, Davíð Oddsson, flytur ávarp. rnarstoð -rafmagns9ioð Arbaár ^ OraugaKietiux Vat*)s&^itub*\ ieikskúl' Tenging milli Árbæjar- og Breidholts á brú yfir Elliðaár NÆSTA stofnbrautarframkvæmd í Reykjavík verður tenging milli Árbæjar og Breiðholts á brú yfir Elliðaárnar. Borgarstjóri, Birgir ísleifur Gunnarsson, sagði á hverfafundi í Breiðholti fyrir skömmui „Það er áhugi á því að þetta verk verði á fjárhagsáætlun ársins 1979 og væntanlega verður um að ræða tveggja ára framkvæmd.“ Á þessu korti sýnir svarta línan í strikarammanum hvar tengingin kemur af Höfða- bakka, yfir Elliðaárnar og í Stekkjarbakka (fyrri áfangi) og strikalínan sýnir svo síðari áfanga framkvæmdarinnar. 110 ár frá fæðíngu séra Friðriks Friðrikssonar í DAG eru liðin 110 ár frá fæðingu sr. Friðriks Friðriksson- ar stofnanda KFUM í Reykjavík en hann var fæddur 25. maí 1868 að Hálsi í Svarfaðardal. Sam- koma helguð minningu sr. Friðr- iks verður n.k. sunnudag í húsi KFUM- og K að Amtmannsstíg kl. 20.30 og verður þar lesið úr verkum hans, sungnir söngvar hans o.fl. Séra Friðrik Friðriksson kynnt- ist starfi KFUM á námsárum sínum í Kaupmannahöfn á árun- um 1894-‘97 og tók sívaxandi þátt í því á þeim árum. Hvarf hann frá námi árið 1897 til að stofna KFUM á Islandi sem hann gerði 2. janúar Hrauneyj^foss: Fyrsti verksamning- urinn undirritaður LANDSVIRKJUN 'hefur undirritað yerksamning við verktakana ístak h.f., Miðfell h.f., Loftorku s.f., AB Skánska Cementgjuteriet og E. Phil & Sön AS um fyrsta hluta byggingavinnu Hrauneyjafossvirkjunar, sem er gröftur fyrir stöðvarhúsi og þrýstivatnspípum. Samningarnir voru undirrit- aðir 23. maí. Verktakar þessir stóðu að sameiginlegu tilboði, sem reyndist lægst þeirra tilboða, sem bárust í umræddan verkhluta. Samningur þessi er fyrsti verksamningur vegna Hrauneyjafossvirkjun- ar, og nemur samningsupp- hæðin 713.883.000 krónum. Gert er ráð fyrir að þessum verkhluta ljúki á hausti komandi. Séra Friðrik Friðriksson. Myndin er tekin f skálanum í Vatnaskógi 1899 og KFUK í apríl sama ár. Sr. Friðrik útskrifaðist frá Presta- skólanum árið 1900 og starfaði hann alla ævi að málefnum KFUM- og K og helgaði þeim alla krafta sína. Hann lézt í marz 1961 tæplega 93 ára. I dag starfa KFUM og K á 10 stöðum í Reykjavík og nágrenni og á nokkrum stöðum úti á landi. Þá reka félögin sumarbúðir á nokkr- um stöðum, m.a. í Vindáshlíð og Vatnaskógi, en þar dvaldi sr. Friðrik oft. Er starf sumarbúð- anna að hefjast um þessar mundir og fara fyrstu flokkar til dvalar um mánaðamótin næstu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.