Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1978 29 Steinunn efst hjá SFV á Reykjanesi „ÞAÐ er ákveðið mál að Stein- unn Finnbogadóttir skipar efsta sætið á lista Samtakanna í Reykjaneskjördæmi,“ sagði Sigurjón Ingi Hilaríusson kennari í Kópavogi, er Mbl. spurði hann um það mál í samtali vegna suðnings hans sjálfs við Samtök frjálslyndra og vinstri manna í komandi Alþingiskosningum. — Sigurjón Framhald af bls. 2 ágreiningur, þar sem við teljum að það eigi ekki að blanda saman landsmálapólitík og sveitar stjórnarmálum. Við tókum það meira segja fram í okkar íyrsta blaði, að menn mættu auðvitað vera áfram í sínum stjórnmála- flokkum, þannig að það á ekki að koma neinum á óvart nú og upphrópanir þess vegna eru bara vottur um málefnafátækt viðkom- andi aðila sem í bæjarmálabarátt- unni eru drukknandi menn.“ Vegna þessa máls hefur Mbl. borizt eftirfarandi frá Sigurði Helgasyni lögfræðingii „I bæjarstjórnarkosningum í Kópavogi eru nú slegin öll met í persónulegum rógi og illkvittni í garð frambjóðenda Borgara- listans. Fram,sóknarmenn eru þó leikn- astir í þessari iðju og hráskinna- leik, enda þótt annað sé látið í veðri vaka. Að þetta er hér rifjað upp er vegna fréttar í Tímanum 23. maí s.l. er heitir „I hár saman". Mun hér átt við að ég og Sigurjón Hilaríusarson efsti maður á lista Borgaralistans séum ósáttir vegna mismunandi afstöðu og þátttöku í þingframboðum við næstu Alþing- iskosningar. Varðandi frétt þessa, þá skal það tekið fram, að þeir sem standa að Borgaralistanum eru kjósendur í Kópavogi, sumir þeirra flokksbundnir. Þeir aðilar er að þessu framboði standa hafa ákveðið að vinna að bæjarmálum óháð flokkshagsmunum, þar sem hagsmunir bæjarfélagsins eiga að sitja í fyrirrúmi. Enginn flokks- bundinn þátttakandi hefur að því ég best veit sagt sig úr sínum stjórnmálaflokki. Gengið er því út frá því, að allir hafi frjálsar hendur og í þessu sambandi óviðkomandi með hvaða flokki eða lista hann vinnur við næstu Alþingiskosningar. I þessu sambandi er enginn undanskilinn á listanum. Eðlilega gildir því þessi regla bæði gagn- vart Sigurjóni og öðrum á þessum Borgaralista. Það er því algjörlega hans mál, hvort hann tekur sæti á lista Samtakanna við næstu Alþingiskosningar. í blöðum stjórnmálaflokkanna hér í bæ, svo og kom það sama mjög ósmekk- lega fram í sjónvarpsumræðum fyrir skömmu, auðvitað af fram- sóknarmanni, að við Sigurjón hefðum gert „sáttmála" um gagn- kvæman stuðning við þessar báðar kosningar þ.e. ég styddi hann í bæjarstjórnarkosningum og hann mig í Alþingiskosningum. Um slíkt hefur aldrei verið samið, sem og allir vita sem vildu. Ætti kannski umræddur atburður að vera marktæk sönnun í þessu sambandi, en því miður þá er ég viss um, að sömu öfl brugga ný launráð, trúir sinni gömlu iðju.“ — Franska herliðið Framhald af bls. 1 víðsvegar í Shaba-héraði sé farar- snið á hvítum mönnum, og í dag bárust þær fregnir að heill flokkur ítalskra námamanna hefði tekið saman föggur sínar og ætli að fara frá Zaire. Franskaiheriiðið í Kolwesi hefur — í dag gengizt fyrir umfangsmikilli leit að innrásarmönnum, sem enn eru í borginni, og mun því hafa orðið nokkuð ágengt. Starfsmenn Rauða krossins í borginni eru önnum kafnir við að grafa lík fórnarlamba innrásarliðsins, og hefur að mestu verið lokið við að fjarlægja lík af götum borgar- innar. Mobutu Sese Seko, forseti Zaire, er í París og átti þar viðræður við Giscard d'Estaing forseta og Leo Tindemans, forsætisráðherra Belgíu, í dag. Verulegur ágreining- ur er milli Mobutus og stjórnar Tindemans vegna þróunarinnar í Shaba-héraði síðustu daga, en Zaire-stjórn þykir framganga Belga þar hafa verið slæleg. Meðal annars hefur stjórnin í Kinshasa fyrirskipað sendimönnum sínum erlendis að forðast öll samskipti við fulltrúa Belgíu, einkum og sér í lagi þó Henri Simonet utanríkis- ráðherra. Að loknum fundinum með Tindemans í dag var Mobutu að því spurður hvort samkomulag- ið væri að batna, og svaraði hann því til að „allt væri í lagi“, en vildi ekki ræða málið frekar. Fregnin um Parísar-för Tindemans kom á óvart og er hún talin vera til marks um það hvað Belgum sé mikið í mun að bæta samskiptin við stjórn Mobutus eftir atburðina að undanförnu. Tindemans lagði til í þingræðu í Brússel í kvöld að komið yrði á fót sérstakri afrískri öryggissveit, sem nyti stuðnings Efnahagsbandalagsins, og ætti öryggissveitin að hafa það hlut- verk fyrst og fremst að tryggja öryggi Evrópumanna, sem væru við störf í ríkjum Afríku. Þessi tillaga Tindemans þykir lítt traustvekjandi, þar sem Efna- hagsbandalagið hefur ekki verið bendlað við hernaðarleg umsvif. Sagði K.B. Andersen, utanríkis- málaráðherra Dana, sem um þessar mundir er formaður fram- kvæmdanefndar EBE, í kvöld að tillaga þessi væri í ósamræmi við hlutverk bandalagsins. — Rændu 45 skólabörnum Framhald af bls. 1 mennirnir hafi náð bifreiðinni á sitt vald í gærkvöld þar sem hún stóð við tjörn eina í námunda við borgina Cheb, en barnahópurinn sat þar rétt hjá og snæddi nesti sitt. Mannræn- ingjarnir miðuðu byssum á börnin, sem voru á skólaferðalagi, og þvinguðu þau til að fara inn í bílinn. Að því búnu var ekið til Múhl- bach-landamærastöðvarinnar þar sem mannræningjarnir settu tékk- neskum landamæravörðum úrslita- kosti og kröfðust þess að fá að fara með bifreiðina yfir til Vestur-Þýzka- lands. Talsmaður v-þýzku lögregl- unnar segir að fjölmennt herlið hafi umkringt langferðabílinn og að brynvarin bifreið hafi lokað veginum yfir landamærin. Benda fregnir til þess að fresturinn, sem mannræn- ingjarnir settu í upphafi, hafi liðið án þess að til tíðinda drægi, en síðan hafi tékkneska herliðið ákveðið að láta til skarar skriða. Morgunblaðið óskar ^ftir blaðburðarf ólki Austurbær: Sjafnargata Ingólfsstræti. Vesturbær Lynghagi Upplýsingar í síma 35408 Æ > Sjálfboðaliðar á kjördag D-listann vantar fólk til margvíslegra sjálfboöa- starfa á kjördag. Sérstaklega vantar fólk til starfa sem fulltrúar listans í kjördeildum auk margvíslegra annarra starfa. Þeir sem vilja leggja D-listanum liö meö starfskröftum sínum á kjördag, 28. maí næstkomandi, hringi vinsamiegast í síma: 86216—82900. Skráning sjálfboðaliða fer einnig fram á skrifstofum hverfafélaganna. I 1 l-listinn vörubflar Höfum fyrirliggjandi Ford vörubíla 5 og 8 tonna, hlassþungi. Hagstætt verö. SVEINN EGILSSON HF FORD FORD HUSINU SKCIFUNN117 SÍMI 85100 Odýrir rennibekkir é Hagur h.f., Smiöjuvegur 30, Kópavogi — Sími 76100. ^ í'X'.UCa... Reknetaskipstjórar Nýtt frá Véltak h/f Á síöustu reknetavertíö sannaöi kúlublökkin ágæti sitt meö eftirfarandi: • Sparar tíma þegar mikiö aflast. • Minnkar álag á áhöfnina. • Síldin kremst minna. • Komið meö betri afla aö landi. Sendiö gömlu blökkina til breytingar sem fyrst. Véltak h/f er í fararbroddi í búnaöi reknetaskipa. HáÞrýstivökvaÞjónusta, Járnsmíði, Rennismíði, Framleiösla, VELAVERKST ÆÐIÐ G2 H Í13, VÉLTAK P Hvaleyrarbraut 3, Hafnarfirði. Símar 54315 50236 í ) ffioa Tf5.tc>fbii*ioq ►ffjé oauaiKi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.