Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1978 raöauglýsingar — raöauglýsingár — raöauglýsingar til sölu Keflavík Verzlunarhúsnæði — húsnæöi óskast Lítil saumastofa til sölu Upplýsingar í síma 20461 alla virka daga milli 9 og 2. Heimasímar 42962 og 42323. iðnaðarhúsnæði Til sölu verzlunarhúsnæöi á bezta staö viö Hringbraut. Stækkunarmöguleikar. Einnig gott 180 ferm iönaöarhúsnæöi viö Hátún. Stór lóö. Teikningar aö verzlunarhúsnæöi fyigja. Steinholt s/f Sími 2075 og 2797, Keflavík. Einbýlishús eða raðhús Óska eftir aö taka á leigu eöa kaupa einbýlishús eöa raöhús, 130—160 fm, helzt í Garöabæ, (Flötunum eöa Álftanesi). Húsnæöi þetta þarf aö afhendast í ágúst n.k. Upplýsingar í síma 50437, eöa eftir kl. 6 í síma 50542. í Borgarnesi eru eftirtaldar fasteignir til sölu: Einbýlishús aö Kveldúlfsgötu 4 og verzlunar/iönaöarhús aö Borgarbraut 33. Uppl. gefur Reynir M. Ásberg í símum 93-7136 og 93-7336. Ríkisútvarpið — sjónvarp óskar eftir aö taka á leigu 600—800 fermetra húsnæöi meö 3.00—3.50 m lofthæö, helst í nágrenni Sjónvarpshússins aö Laugavegi 176. Nauösynlegt er, aö auðvelt sé aö aka aö húsnæöinu, og aö þaö hafi stórar inngöngu- dyr: Steypubílar Til sölu eru tveir steypubílar, Benz, árg. 65 meö 3ja rúmmetra tunnum af Stettler og Mulder gerö ásamt ýmsum fylgihlutum. Uppl. í síma 98-1295 og 98-1933 á kvöldin. Hallgrímur Th. Björnsson Stefán Arnórsson ÞAU mistök urðu í blaðinu í gær að myndir með greinum rugluðust. Mynd af Stefáni Arnórssyni birtist með grein eftir Hallgrím Th. Björnsson og öfugt. Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Bræla á kol- mimnaimðumim BRÆLA hefur verið á kolmunna- miðunum við Færeyjar undan- farna daga, en síðari hluta dags í gær, fór veður á Færeyjamiðum batnandi og áttu skipstjórar ís- lenzku kolmunnaskipanna, sem þarna eru, von á, að hægt yrði að hefja veiðar með kvöldinu eða snemma í morgun. Vitað er að Sigurður RE var kominn með um 500 tonn í fyrrakvöld, en önnur íslenzku skipanna voru með minni afla. Börkur og Bjarni Ólafsson voru nýkomnir á miðin er brældi, en þeir voru að koma frá því að landa í Neskaupstað. Þar landaði Börkur 1100 lestum og Bjarni Ólafsson 900 lestum. . — Svar til... Framhald af bls. 35 indi. Mér hefir frá því fyrsta verið ljós vandi þessara kvenna. Ég hafði samband við hverja einustu konu sem í mjólkurbúðum unnu. Nokkrar konur vildu enga fyrir- greiðslu þiggja af hálfu félagsins. Allmargar höfðu sem betur fer fengið vinnu við sitt hæfi. Sumar töldu sig af ýmsum ástæðum ekki geta tekið þá vinnu er til boða stóð. Aðeins 3 konur hafa tekið út fullar atvinnuleysisbætur. Það hefir ræst betur úr atvinnuvanda kvennanna en ég þorði að vona. Þá vil ég geta þess að samkvæmt samningi milli Mjólkursansölunn- ar og ASB greiðir Samsalan þeim félagskonum ASB er voru 65 ára og eldri er þær hættu störfum vegna lokunar mjólkurbúðanna 30—60% launa samkvæmt 6 fl. ,* VR. Greiðölur’.'þessar' greiðast ■_ _______________ ____________ mánaðarlega og lýkur þegar 70 ára aldursmarki er náð. Þá minnist samstarfsnefndin á það í umræddri grein að ég hafi ekki mætt á fundi sem nefndin hélt í Austurbæjarbíói. Ég hafði nú hugsað mér að mæta á þeim fundi og gera grein fyrir mínum sjónarmiðum, þetta var Lilju og öðrum nefndarmönnum fullkunn- ugt um. En stuttu áður en fundurinn hófst hringdi Lilja til mín, vafalaust fyrir hönd nefndar- innar, og tilkynnti mér með sinni alkunnu kurteisi að ákveðið væri að ég fengi ekki að taka til máls á fundinum. Ég hafði þá ekki löngun til að sitja fund með fólki sem varnaði mér máls. Hvað hefir svo Lilja og hennar nefnd gert til lausnar þeim vanda sem félagskonur áttu við að glíma? Ekki neitt. Hitt má fullyrða að þeirra verk og þeirra áróður innan féiagsins hafi orðið félagskonum til ills. Ef til vill var áhugi samstarfsnefndarinnar fyrir hag mjólkurbúðakvenna ekki eins mik- ill og orð þeirra gáfu til kynna. Umræðum um þetta mál er lokið frá minni hálfu. Hallveig Einarsdóttir, formaður ASB. — Yfir 2000 Framhald af bls. 13 tungumálum, stærðfræði og bók- færslu, saumum, postulínsmáln- ingu, myndvefnaði o.fl. Og þar er völ á námskeiði í ættfræði, píanó- námskeiði, námskeiði um fæðuval og megrun, hjálp í viðlögum o.s. frv. Kennsla í Námsflokkunum fer mest fram að kvöldinu, en einnig síðdegis þar sem nemendur geta ' kbftfið'þl*f vlð/en'ihögbldikáÞ'tH ■ þess hafa opnast í Miðbæjar- skólanum. Síðdegisnámskeið eru líka í Fellahelli og þar var gerð tilraun til að hafa barnagæslu í vetur. En kennslustaðir eru einnig úti í fjarlægum hverfum frá Miðbæjarskólanum, svo sem í Breiðholtsskóla, Laugarlækjar- skóla, Hlíðaskóla og Fellahelli. Konur eru sem fyrr segir í meirihluta í námi í Námsflokkun- um, hlutföllin t.d. í almennu tómstundanámi 1/3 karlar og 1/3 konur í grunnskóladeild. Skv. upplýsingum skólastjórans, Guð- rúnar Halldórsdóttur, er hægt að skipa konum í 3 hópa: 1) þær sem búa sig undir lífsstörfin, 2) þær sem gegna uppeldishlutverki, 3) þær sem hafa lokið við uppeldis- hlutverkin eða eru í þann mund að Ijúka því. — íþróttir Framhald af bls. 46. (PSV), Rob Rensenbrink (Ander- lecht), Dick Nanninga (Roda) og Harry Lubse (PSV). Sami kjarni hjá Pólverjum 22MANNA hópur Pólverja hefur verið ákveðinn og tílkynntur og eru í þeim félagsskap níu þeirra leikmanna sem' tryggðu liðinu 3. sætið í V-Þýzkalandi árið 1974, er þeir sigruöu Brasilíu 1—0. Þessir þaulsætnu kappar eru þeir Tomaschevsky markvörður, varnarmennirnir Szynamovsky, Gorgon og Smuda, tengiliðirnir Deyna og Kasperczak og framherj- arnir Lubansky, Szarmach og marka- kóngur HM—1974, Lato. Aðrir leik- menn er náð hlutu fyrir augum þjálfarans voru þessir: Markverðir: Kostrzewa og Kukla. Varnarmenn: Maculewich, Rudy, Justek og Wojcicki. Tengiliöir: Nawalka, Boniek, Maszaler og Kaupcewich. Framherjar: Kusto, Iwan og Mazur. Gestgjafarnir hafa einnig valið ARGENTÍNUMENN hafa einnig valið sinn 22ja manna hóp, enda fer nú hver að verða síðastur aö fram- kvæma slíkt. f hópnum eru aðeins þrír leikmenn sem voru með í Þýskalandi 1974, þeir Fillol, Kempes og Houseman. Yngsti maðurinn í hópnum er Tarrantini, 22 ára, og öldungurinn í liðinu er Omar Larossa sem er þrítugur. Hópurinn er þannig skipaður: Markveröir: Ubaldo Fillol, Hector Baily og Ricardo De La Colpe. Varnarmenn: Jorge Olguin, Ruben Pagnanini, Luis Galvan, Daniel Pall- arella, Daniel Killer(l), Alberto Tar- antini og Muguel Oviedo. Tengiliðir: Osvaldo Arieles, Omar Larrossa, Americo Gallego, Ruben Galvan, Daniel Vallencia, Ricardo Villa og Norberto Alonso. Framherjar: Rene Houseman, Daniel Bertoni, Leopoldo Luque, Mario Kempes og Oscar Oritz. Leikir Argentínu að undanförnu benda til þess, að þeir verði sterkir er á hólminn er komið, auk þess leika þeir á heimavelli og er slíkt venjulega Þurtðt á'mefuritím. Afmæliskveðja: Kristján Finnbogason frá Litlabæ áttræður Skötufjörðurinn var numinn af sonum Gunnbjarnar Ulfssonar kráku, Gunnsteini og Halldóri og mun byggð hafa haldizt í firðinum óslitið til þessa dags. Löngum mun þó svo hafa verið, að lífsbaráttan var þar hörð nokkuð og landnytjar ekki sambærilegar við þau pláss er frjósömust þykja og hið græna gróðurbelti er á sumrum prýðir fjörðinn ekki ýkja breitt á köflum. En sjórinn var sá Vitaðsgjafi er ekki brást og í hann munu Skötfirðingar hafa sótt björg sína að verulegu leyti alla tíð — einnig á dögum Kristjáns Finnbogasonar á Litlabæ — nú á Hvítanesi er áttræður varð annan dag hvíta- sunnu síðastl. Hann fæddist á Litlabæ 15. maí 1898, sonur hjónanna Finnboga Péturssonar og k.h. Soffíu Þorsteinsdóttur, er þar höfðu búið í nokkur ár, frumbýlingar, ólst þar upp í glaðværum systkinahópi, tók þar við búi 1930 ásamt konu sinni Guðbjörgu Jensdóttur, ættaðri af Snæfjallaströnd og þar bjuggu þau til ársins 1969, að þau fluttust að Hvítanesi í skjól sonar síns, Kristjáns, er þar býr ásamt konu sinni Sigríði Hafliðadóttur. Snemma sigldi Kristján út á Skötufjörðinn, í fyrstu með föður sínum eða öðrum eldri mönnum en þar kom að hann þurfti ekki annarra við og fór einn að veiðum ef honum þótti svo við horfa. Faðir hans var annáluð skytta og tók sonurinn í arf þann aðal hvers veiðimanns að hitta það sem miðað var á. Fékkst hann með frábærum árangri lengi við eyð- ingu refa og minks og hneig margur vargurinn í valinn fyrir skoti Kristjáns. Hann varð fyrir slysi á veiðum í apríl 1973 og varð að taka af honum handlegg, en þrátt fyrir það fékkst hann enn um hríð við eyðingu minks, þótt með öðrum hætti væri en fyrr. Jafnan bjó hann snotru búi og snyrtilegu til lands, þótt veiði- mennskan ætti í honum sín sterku ítök og fer nú óðum fækkandi slíkum búendum er hvorttveggja stunda jöfnum höndum. Kristján er með vissum hætti síðasti — eða í hópi síðustu — fulltrúa þessara búskaparhátta um leið og hann er hinn síðasti sinnar kynslóðar í Skötufirði. Þaðan fer hann ekki úr því sem komið er fyrr en lagt verður upp að lokum. Hamingjumaður er áttræður. Þeim hjónum varð 5 barna auðið er öll eru á lífi og hafa stofnað heimili, öll hin mannvænlegustu og eru afkomendur hans margir orðnir. Hressilegur er Kristján í tali og létt yfir honum jafnan. Hann hefur ætíð haft gaman af vísum og kveðskap og söngmaður er hann góður. Ég þakka honum góð kynni. Mínar beztu kveðjur að Hvítanesi. Lifðu heill! Sr. Baldur Vilhelmsson, Vatnsfirði v. Djúp. •njþnuruóuU Ta ncá/oí yab .(toaaiccú! Jl.vi EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU \l(.LYSIN(.A- SÍ.MINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.