Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1978 99 p abbi lét skrifa mig í KR daginn sem ég fæddist og hét ég þá einfaldlega Óskírður Björnsson í félagaskránni. Það er því ekkert skrítið að ég skuli hafa verið að stússast í íþróttum alveg frá því ég man eftir mér,“ sagði Sveinn Björnsson kaupmaður í Skósölunni og varaborgarfulltrúi í Reykjavík í spjalli við Morgunblaðið. Við komandi kosningar skipar Sveinn 14. sætið á lista sjálfstæðismanna. Á síðasta kjörtimabili fói borgarstjórn Sveini forystu í íþróttamálum með því að skipa hann formann íþróttaráðs Reykjavfkurborgar og er því eðlilegt að f samtalinu verði fyrst og fremst fjallað um íþróttir og útilff f höfuðborginni ásamt því að spjallað verður við Svein um lff hans og störf. Sveinn Björnsson er rétt tæp- lega fimmtugur að aldri, fædd- ur í Reykjavík og eru foreldrar hans Ingibjörg Sveinsdóttir ættuð af Snæfellsnesi og Björn Jónsson kaupmaður og framkvæmda- stjóri Tónlistarfélagsins í Reykjavík. Sveinn lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1947 og fljótlega eftir að hann lauk námi gerðist hann starfsmaður Tónlistar- félagsins og var m.a. framkvæmdastjóri Tríopólíbíós til 1954 er hann stofnaði Skósöluna að Laugavegi 1, sem hann hefur rekið síðan. Sveinn er kvæntur Ragnheiði Thorsteinsson og eiga þau 4 börn. Þau búa að Leifsgötu 27. Ambassador KR í Austurbænum — Ég er fæddur í vesturbænum nánar tiltekið á Bræðraborgarstígnum og bjó þar fram yfir tvítugt, segir Sveinn. En þegar ég gifti mig flutti ég í austurbæinn og ég man að það urðu vini mínum Erlendi 0. Péturssyni mikil vonbrigði að KR-ingur fæddur og uppalinn í Vestur- bænum skyldi taka upp á þeim fjanda að flytja í austurbæinn. Var Érlendur heitinn oft að tala um þetta en svo datt honum það snallræði í hug, að KR væri orðið svo mikið stórveldi í íþróttum að félagið þyrfti að eiga ambassador í austurbænum og tók Érlendur nú gleði sína aftur. — Ég átti ákaflega skemmtileg upp- vaxtarár í vesturbænum. Krakkar áttu óteljandi möguleika í leik á þeim árum, meiri möguleika en í dag ef íþróttaað- staðan er undanskilin. Hún ein hefur stórbatnað. Þegar ég var að alast upp lékum við krakkarnir okkur mikið við höfnina, í fjörunum, í slippnum og eitt helsta gamanið var að ganga mjóa grandann út í Örfirisey. Einnig fórum við í langar ferðir út á Seltjarnarnes og þótti okkur þetta miklar vegalengdir í þá daga. Við strákarnir lékum okkur auðvitað mikið í fótbolta og þá oftast í húsasund- um. Kom þá oft fyrir að við brutum rúður eða spörkuðum boltanum inn í einhvern kálgarðinn og var þá boltinn stundum tekinn af okkur. Huseby sparkaði markanna á milli — Líklega hef ég verið 7—8 ára þegar ég byrjaði að æfa knattspyrnu. Það kom aldrei annað til greina en að ég æfði með KR. Faðir minn hafði orðið íslands- meistari með KR 1919 og hann var í stjórn félagsins. Ég æfði knattspyrnu og handbolta í nokkur ár og mér er minnisstætt að við strákarnir spiluðum yfirleitt leikina á velli við Hringbraut ekki langt frá Melavellinum. Ekki man ég nú sérstaklega eftir því hverjir voru mest áberandi í piltaknattspyrnunni á þessum árum. Þó man ég vel eftir honum Gunnari Huseby því hann vann það afrek sem unglingur að sparka boltanum markanna á milli og vakti það að vonum mikla aðdáun okkar strákanna. Siðan fór ég að stunda frjálsar íþróttir með KR og í þeirri grein keppti ég í nokkur ár, aðallega í 400 metra hlaupi. Aðstaðan var nú ekkert sérstök á þessum árum en samt eignuðumst við frjálsíþróttamenn í fremstu röð eins og allir vita. Ég er hræddur um að ekki þýddi að bjóða sama peninginn aftur og aftur og kom það sér oft vel fyrir okkur auralitla piltana. íþróttirnar helsta áhugamálið — Nú hefur þú ekki aldeilis setið auðum höndum í íþróttahreyfingunni eftir að þú hættir sjálfur keppni? — Nei, íþróttirnar hafa alla tíð verið mitt helsta áhugamál og þeim tíma, sem ég hef í þær varið bæði sem iðkandi og félagsmálamaður, hefur verið vel varið að mínum dómi. Og annað mikilvægt vil ég nefna en það er að í gegnum íþróttirnar hef ég eignast flesta mína beztu og traustustu vini. Um félagsmálastörfin er það að segja að ég hefi verið í stjórnum KR síðan 1944. Lengst hef ég verið í hússtjórn félagsins eða í 26 ár og er enn og í aðalstjórn hætti ég fyrir tveimur árum, og hafði þá setið þar samfleytt í 25 ár. 1 framkvæmdastjórn íþróttasam- bands íslands hef ég verið síðan 1962 og varaforseti síðan 1970. — En hvað varð til þess að þú fórst út í borgarmálapólitíkina? Sveinn Björnsson á nýja frjálsíþrótta- vellinum í Laugardalnum, sem senn verður tilbúinn. I tunnunum er tartan- efnið, sem lagt verður á hlaupabrautirn- ar á næstu dögum. Ljósm. Mbl. RAX. Rabbað við Svein Björnsson vara- borgarfulltiúa um íþróttir og fleira. byggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík síðustu fjögur árin. Uppbyggingin í Laugardalnum helsta málið — Hvað hefur verið efst á baugi í íþróttamálum á s.l. fjórum árum? — Sá draumur er nú að rætast að fullkominn frjálsíþróttavöllur rísi í höfuðborginni. Þessi völlur er í Laugar- dalnum, en uppbyggingin þar hefur verið aðalverkefnið í íþróttamálum í Reykjavík undanfarin ár. Éinmitt þessa dagana er verið að leggja tartanefni á hlaupabraut- ir hins nýja vallar og þar verður komið upp sjálfvirkum tímatökutækjum og öðrum 1. flokks búnaði. Þessi völlur mun kosta tilbúinn með öllum búnaði á annað hundrað milljónir króna. Þá hefur allt íþróttasvæðið í Laugardal verið girt á síðustu árum og þar hafa verið teknar í notkun nýjar grasflatir og einn nýr knattspyrnuvöllur. Endurbætur hafa verið gerðar á aðalleikvanginum og næsta sumar verður þriðji grasvöllurinn tekinn í notkun í Laugardalnum. Þá er þess ógetið að fullkominn kastvöllur hefur verið gerður í Laugardal. Ýmsir hafa spurt að því hvers vegna tartanefnið er ekki sett á hlaupabrautirnar á aðalvellin- um. Astæðan er sú, að fyrr eða síðar skemur að þvi að gervigras verður sett á aðalleikvanginn í Laugardal og þá verður ekki hægt að halda þar frjálsíþróttamót lengur því ekki má henda neinum kastáhöldum inn á völlinn svo sem kúlu, kringlu og spjóti. Ragnheiður og Sveinn á heimili sínu með synina Svein (t.v.) og Geir. Sveinn heldur á dótturdóttur sinni Áslaugu Óskarsdóttur. Ljósm. Mbl. Król. , Pabbi lét skrifa mig í KR daginn sem ég fæddist" íþróttafólki nú til dags upp á þá aðstöðu, sem boðið var uppá í gamla daga. Það þótti t.d. geysileg framför þegar heitt ker var sett upp í búningsklefanum á Melavellinum. Þá var ekki komin þangað hitaveita og heitt vatn fékkst ekki í kerið nema stungið væri 25 eyringi í gashylki, sem hitaði vatnið. Það var þó bót í máli að hylkið var oft bilað, svo nota mátti — Ég var beðinn að gefa'kost á mér í prófkjör fyrir kosningarnar 1974. Ég var nú ekki ókunnur pólitíkini því ég hafði setið í stjórn Landsmálafélagsins Varðar frá 1953 og þar af í þrjú ár verið formaður félagsins. Nú útkoman varð sú úr prófkjörinu að ég var í 13. sæti á lista sjálfstæðismanna og hef verið vara- borgarfulltrúi síðan. .v, .««« „ úiú.wio.. * — Hvert hefur verið þitt aðal svið í málefnum borgarinnar? — Borgarstjórnin fól mér forystu í íþróttaráði Reykjavíkurborgar og má segja að þetta verkefni hafi fallið undir mitt sérsvið. Það hefur verið ákaflega ánægjulegt að starfa að íþróttamálefnum höfuðborgarinnar og áframhaldandi upp- Stærsta íþróttahús Reykjavíkur verður í mjóddinni — Þú minntist á gervigras. Hvaða stórframkvæmdir aðrar eru á dagskránni næstu árin? — í því sambandi má nefna, að aj ihhCA j .. Fxamhald á bli«,28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.