Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1978 41 fclk f fréttum + Nýjasta vinkona Mick Jaggers heitir Jerry Hall. Hún hefur alla tíð vitað hvað hún vill. Og þegar hún var lítil sagðist hún ætla að verða ríkasta, þekktasta og fal- legasta sýningarstúlkan í heimin- um. Hún ætlaði sér sem sagt að verða heimsfræg. Og með tak- markalausum sjálfsaga og dugn- aði hefur henni tekist það. Hún er svo sannarlega rík, árstekjur hennar eru rúmlega 150.000 pund (rúml. 70 milljónir ísl. króna), og þó er ferill hennar sem sýningar- stúlku svo til rétt að byrja. Hún er falleg á sinn sérstaka og gáskafulla hátt og fræg fyrir það m.a. að vera vinkona frægra hljómlistarmanna og leikara. Eftir því sem kunnugir segja virðist samband þeirra Mick Jaggers vera meira en stundar- gaman. Jerry Hall er 21 árs gömul og tæplega 2 metrar á hæð. Móður hennar finnst auður hennar og frægð hafa komið helst til hratt. En segir jafnframt að hún sé nægilega gömul og vel gefin til að kunna fótum sínum forráð. — Jerry gekk afar vel í skóla og lauk skyldunámi tveim árum fyrr en flestir gera. í uppeldi hennar var jákvætt hugarfar ætíð efst á blaði og henni var kennt að ef maður legði nógu hart að sér þá tækist manni það sem maður ætlaði sér. Þegar skólanámi lauk ákvað hún að láta drauminn um sýningarstarfið rætast og með aðstoð foreldra sinna fór hún til Parísar aðeins 15 ára gömul. En sá draumur stóð ekki lengi, nokkrum mánuðum seinna skrifuðu foreldrar hennar henni og sögðu henni að koma heim til Texas. Þar var henni frekar fálega tekið af tízku- sýninga-mönnum. Þeir sögðu hana allt of hávaxna, og að karlmönnum í Texas líkaði ekki að vera minni en kvenmaðurinn. Þess vegna sögðu þeir henni að fara eitthvað annað eða fá sér annað starf. Þá ákvað hún að freista gæfunnar í New York, en þar gekk henni engu betur. Þegar hún var 17 ára ákvað hún að fara aftur til Parísar og þá í fylgd með tvíburasystur sinni. í þetta skipti gekk allt eins og í sögu. Hún komst í kynni við fólk, sem hafði rétt sambönd og eftir 2 ár í borg tískunnar var Jerry meðal 5 frægustu tískusýningastúlkna Evrópu. Myndir af henni höfðu þá birst á forsíðum blaða eins og Cosmopolitan, Vogue og Gentel- men's Quarterly. Það var forsíðu- mynd í Vogue, sem vakti athygli söngvarans Bryan Ferry á Jerry Hall. Hún var stúlkan sem hann vildi að prýddi plötuumslagið utan um nýjustu plötu hans. En hún varð meira en það. Þau bjuggu saman frá þeirri stundu þar til fyrir nokkrum mánuðum þegar samband hennar og Mick Jaggers hófst. Tilboðin streyma til hennar, en hún hafnar þeim öllum jafnóðum og þau berast. Síðr.n hún kynntist Mick Jagger hefur hún ekkert unnið, hún ferðast með honum og skemmtir sér. En þó hún vinni ekkert sóar hún ekki fjármunum sínum. Hún hefur fjárfest í verðbréfum og nýlega keypti hún sér búgarð í Texas, þar sem hún stundar hrossarækt. Einn af draumum hennar er að kaupa búgarða handa öllum systrum sínum (hún á 4) og hún vill að allir búgarðarnir eigi lönd saman. Móðir hennar segist ekki vita hvort þau Jerry og Mick ætli sér að ganga í hjónaband. En vin- kona Jerrys, söngkonan Grace Jones, segir að Jerry þurfi mikla ástúð og athygli, þessa stundina sé hún ástfangin af Mick Jagger og ætli sér að giftast honum. Og að hún sé vön að fá það sem hún ætli sér. nálar BUÐIN SKIPHOLTI 19 R. SÍMI 29800 (5 LÍNUR) 27 ÁR Í FARARBRODDI Aðalfundur félagsins verður haldinn í húsi Slysavarnafélags íslands, Grandagaröi, í kvöld kl. 21.00. Fundarefni: 1. Skýrsla formanns. 2. Lagabreytingar. 3. Innritun nýrra félaga. 4. Stjórnarkjör. 5. Kynnt hugmynd um keppni hraðbáta umhverfis ísland. 6. Önnur mál. Látið fundarboðið berast og takiö með ykkur gesti. Allir sportbátaunnendur velkomnir. Fjölmennum Stjórnin TÍsku- sýning Föstudag kl. 12.30—13.30. Sýningin, sem verður i Blómasal Hótels Loftleiða er haldin á vegum Rammagerðarinnar, íslensks Heimilisiðn- aðar og Hótels Loftleiða Sýndir verða sérstakir skartgripir og nýjustu gerðir fatn- aðar, sem unnin er úr íslenskum ullar- og skinnvörum Módelsamtökin sýna. Hinir vinsælu réttir kalda borðsins á boðstólum. Verið velkomin. HOTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.