Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1978 <£>>'■ MORöJH/-. ^ ^ kafp/nu T ! ■" I '^3 z±éí IBER- Það er örugglega nóg rafmagn á honum! Jæja, þú hefur þá loksins keypt hatt! Nei, góða mín, ég þarf ekki að vera á aukavakt í kvöld! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Ein af lexíum þeim, sem læra má við spilaborðið er hve margir leita að því, sem ekki þarf að finna. Ef til vill er þetta eðlilegt. Og því má ekki gleyma að vera tilhúinn með samúðarbros. Við gætum lent í þessu strax á næsta spili. Austur—vestur á hættu. suður gaf. Norður S. D3 H. DG74 T. K1084 L. ÁD6 Vestur S. G1096 H. 53 T. D762 L. G97 Suður S. Á52 H. ÁK10982 T. 9 L. 532 Suður var sagnhafi í fjórum hjörtum en A-V alltaf sagt pass. Ut kom spaðagosi. Drottningin var látin frá blindum, austur kónginn og suður tók meðás. Sagnhafi tók þá tvo slagi á tromp og spilaði tígulníunni á kónginn en vestur lét lágt. Austur tók með ás og spilaði spaða. Þriðja spaðann trompaði sagnhafi í borði. Fór inn á hendina með þvi að trompa tígul og svínaði síðan laufdrottningu. Austur tók á kónginn og spilið var orðið óvinn- andi. „Þrjú spil lágu vitlaust", kvart- aði suður. En við erum sjálfsagt með samúðarbros á vör. Höfum séð, að spilið var pottþétt. Suður hefði vetur gefið spaðakónginn í fyrsta slag. Austur verður þá að spila spaða eða trompi. Og í öllu falli getur suður trompað spaða í borði og tekið tromp eins og þarf. Á eftir það eitt tromp eftir í borði. Síðan má tryggja samninginn með því að spila tígulníunni frá hendinni og láta hana fara hring- inn. Austur fær á gosann en getur þá engu spilað. Ekki þýðir að spila laufi upp í gaffalinn og í spaða lætur suður lauf af hendinni og trompár í borði. Tígulásinn tromp- ar suður og spili austur lágum tígli lætur suður lauf af hendinni og vinnur spilið - sama hver á tígul ásinn. Austur. S. K874 H. 6 T. ÁG53 L. K1084 Það sem þið heyrðuð nú er ástaröskur Ijónanna! Hvaða heimtufrekja? Spyr unglingur í tilefni bréfs er var hjá Velvakanda fyrir stuttu og fjallaði um unglinga. Telur bréf- ritari hér að það sem skorti hjá þeim fullorðnu sé skilningur og að tekið sé tillit til unglinganna: „Mig langar að leggja svolítið til málanna varðandi grein er nefnd- ist Heimtufrekja unglinga og birtist í Mbl. 21. þ.m. LJ talar um frekjuna í okkur unglingunum. Hvaða frekja er þetta sem LJ talar um, höfum við unglingarnir farið fram á eitthvað? Ó, nei, við höfum ekki beðið um neitt nema skilning. Er það of mikið? Ef LJ heldur að það hafi verið einhver unglingur sem skrifaði greinina Æskulýðssjóður, þá er það hinn mesti misskilningur því að það er fullorðinn maður sem skrifaði hana. LJ talar einnig um skemmti- staði sem hafi verið ætlaðir okkur. Hvaða skemmtistaðir eru það eiginlega. Ég veit ekki um neinn nema Tónabæ og hann var reistur fyrir mörgum árum. LJ biður okkur unglinga að herða okkur upp og hætta þessu framferði og á þar sennilega við drykkjuskap. Sjálfsagt liggur þarna góður vilji á bak við, en ekki má gleyma þeirri staðreynd að ekki drekka allir unglingar. Ljóðurinn á þessum skrifum LJ er að hann talar um alla unglinga sem einn mann. Veit hann ekki hvað við erum mörg á aldrinum 13—18 ára. Við erum nærri 20% af þjóðinni. Mér finnst allt í lagi að hjálpa öldruðum og í alla staði nauðsyn- legt, en hvernig væri að fara áð taka tillit til okkar. MAÐURINN Á BEKKNUM ~zz^z:::;r 49 ég hef heyrt þau orð oft í uppvexti mínum. — En þrátt fyrir það kom faðir yðar heim mánuð hvcrn t með launin sín? — Nú. hann taldi skynsam- legra að láta það kyrrt liggja. Hún hefur megnustu fyrirlitn- ingu á fólki sem gengur hús úr húsi til að selja eitthvað, hvort sem það eru ryksugur eða liftryggingar. Ef hún hefði komist að þvf að eiginmaður hcnnar fengist við þvílíkt starf hefði henni fundist það óskaplega auðmýkjandi og hún hefði gert út af við hann. Og að ég nú ekki tali um systur hennar. — Móðir yðar tekur mikið mark á óliti systra sinna. — Hún cr alltaf að reyna að vera jafnoki þeirra. — Trúðuð þér því sem faðir yðar sagði að hann væri sölu- maður hjá tryggingafyrirtæki? — Já. á þeirri stundu. — Og síðar? — Þá var ég ekki eins viss í minni sök. — Hvers vegna? — í fyrsta lagi vcgna þess hann vann fyrir svo ofboðslega miklum peningum. - Nú? — Ég veit náttúrlega ekki hvað þér kallið mikið. En nokkrum mánuðum síðar kunngerði hann að hann hefði verið skipaður aðstoðarfor- stjóri hjá Kaplan og hefði fengið eina launahækkunina enn. Ég man cnn þrasið sem þetta kom af stað. Mamma vildi að þessi nýi titill yrði settur inn á nafnskírteinið hans. Hún hafði aldrei getað þolað „lager verkstjóra“ titilinn. Hann sagði það væri ekki ástæða til að hugsa um svo hégómlega hluti. — Ég býst við þið feðginin hafi litið hvort á annað? — Já. þegar hann var viss um að mamma sæi ekki tii. deplaði hann augunum. Á morgnana stakk hann stundum að mér pcningaseðli. — Til að þér þegðuð? — Já. ég furðaði mig mjög á því. Ég beið eftir því að hann kæmi einhvern tíma tómhent- ur. Nei, ekki aldeilis. Og einn daginn sagði hann mömmu að nú hefði hann „krafizt“ launa- hækkunar og fengið hana. — Hvenær var það? — Töluvert löngu seinna. Um sumarið. í ágúst. held ég. — Og af því dróguð þér þá áiyktum að hann hefði fengið nýja vinnu? — Já. Ég vildi vita hver hún var og elti hann aítur. En hann hafði enga vinnu. Hann gekk um, settist iiðru hverju á bekk. Þá datt mér í hug að kannski hefði hann frí þennan dag og elti hann aftur nokkru síðar. Þá sá hann mig hvar hann sat á bekk. Hann náfölnaði, hugs- aði sig cilítið um en reis á fætur og «vo til mín. / — Komst hann að því að þér hefðuð elt hann? — Nei, ég held ekki. Hann hefur sjálfsagt búizt við að það væri tilviljun að ég var þarna. Svo drukkum við saman kaffi og hann sagði mér um sig. — Hvað sagði hann þá? — Að fyrirtækið Kaplan hefði verið lagt niður og hann hefði verið atvinnulaus en hann hefði ákveðið að nefna það ekki við mömmu til að gera hana ekki órólega. Hann hcfði verið svo viss um sér tækist að fá aðra atvinnu. — Var hann í ljósbrúnu skónum þennan dag? — Nei, ekki þcnnan dag. Svo bætti hann því við að það hefði allt verið erfiðara en hann hefði búizt við, en nú gengi allt betur, hann ynni í trygginga- fyrirtæki og vinnutími hans væri mjög þægilegur og hann réði honum nánast sjálfur. — Hvcrs vegna sagði hann þá ekki móður yðar frá þessu þó?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.