Morgunblaðið - 26.05.1978, Page 1

Morgunblaðið - 26.05.1978, Page 1
64 SÍÐUR 107. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Carter ræðst á Kúbumenn Chicago. 25. maí. Reuter. AP. CARTER forseti sagði í dag að Kúbumenn hefðu átt mikinn þátt í að þjálfa og útbúa uppreisnarmennina sem réðust inn í Zaire frá Angola. Hann sagði á blaðamanna- fundi að þótt innrásin væri aðallega Angola að kenna heðu Kúbumenn gegnt lykil- hlutverki. Hann sagði að Kúbumenn hlýðnuðust skip- unum Rússa í Afríku. „Að kalla Kúbu hlutlaust ríki er brandari,“ sagði hann. Forsetinn kvað þingið binda svo mjög hendur sínar að Bandaríkja- menn gætu ekki gripið til kröft- ugra aðgerða þegar hættuástand skapaðist einhvers staðar í heim- inum. Þess vegna kvaðst hann ekki Framhald á bls. 20. Giscard býður til ráðstefnu New York. 25. maí. Reuter. AP. FRAKKAR hvöttu í dag þær 35 þjóðir Evrópu og Norð- ur-Ameríku sem tóku þátt í öryggisráðstefnunni í Helsinki 1975 að efna til nýrrar ráðstefnu til þess að semja áætlanir um afvopnun alla leið frá Atlantshafi til Úralfjalla. Tillaga um slíka afvopn- unarráðstefnu Evrópu kom fram í ræðu sem Valery Giscard d‘Estaing Frakk- landsforseti flutti á Allsherj- arþinginu og er liður í víðtækri franskri áætlun um að binda enda á vígbúnaðar- kapphlaupið í heiminum. Seinna sagði Giscard forseti fréttamönnum að boð yrðu send á morgun til 34 þjóða um að taka þátt í undirbúningi ráðstefnunnar. Hann taldi að unnt mundi reynast Framhald á bls. 20. Líbanir semja við skæruliða Reykjavík úr lofti, Hermenn Frakka á brott frá Kolwezi París. 25. maí. Reuter. Beirút. 25. maí. AP PALESTÍNSKI skæruliða- leiðtoginn Yasser Arafat hefur heitið líbönsku stjórn- inni því að palestínskir skæruliðar muni hafa sam- starf við friðargæzluher- menn Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon enda þótt harðlínumenn í hreyfingu hans hóti uppreisn gegn honum Hófsamir leiðtogar Frelsissam- taka Palestínu (PLO) og Salim E1 Hoss forsætisráðherra hafa gert með sér samkomulag í fimm liðum þar sem kveðið er á um slíka FRJÁLSLYNDI flokkurinn í Bretlandi tilkynnti í dag að hann mundi hætta stuðningi sínum við stjórn Verka- mannaflokksins og þar með er talið nær alveg víst að James Callaghan forsætis- ráðherra efni til þingkosn- samvinnu. Samkomulagið er talið mikilvægt skref í þá átt að draga úr hættuástandinu í Suður-Líban- on og stuðla að friðsamlegri sambúð Palestínumanna og líb- anskra stjórnvalda. Kurt Wahdheim, framkvæmda- stjóri SÞ, og yfirmenn gæzlusveita SÞ hafa áður fengið loforð frá Arafat um að skæruliðar hans verði ekki sendir á laun gegnum víglínu gæzlusveitanna inn í Suð- ur-Líbanon, en líbönsk stjórnvöld hafa svo til engin loforð fengið frá honum. Samningurinn er að dómi kunn- ugra fyrsta skrefið í átt að fullnaðar friðarsamningi þar sem Framhald á bls. 20. inga í haust, sennilega í október. Þrettán þingmenn Frjáls- lynda flokksins hafa haldið Verkamannaflokknum við völd undanfarna 15 mánuði. í dag tilkynntu þeir að þeir mundu hætta stuðningnum við stjórnina þegar yfir- FRAKKAR hófu í dag brott- flutning fallhlífahermanna Útlendingahersveitarinnar frá Kolwezi þar sem tekizt hefur að tryggja brottflutn- standandi þingi lyki og þá mun Callaghan skorta 10 þingsæti í Neðri málstof- unni til að hafa hreinan meirihluta. Ástæðan fyrir ákvörðun þing- manna Frjálslynda flokksins er sú að þeir vilja fjarlægjast stjórnina Framhald á bls. 21 ing hvítra manna frá svæð- inu í suðurhluta Zaire sem uppreisnarmenn gerðu inn- rás í. Forseti Zaire, Mobutu Sese Seko, kvartaði þó yfir því að hann hefði ekki verið hafður með í ráðum 1 sam- bandi við brottflutninginn. Og diplómatar í höfuðborg- inni Kinshasa sögðu að 150 til 300 uppreisnarmenn væru í felum skammt frá Kolwezi og þess albúnir að sækja aftur inn í bæinn þegar frönsku hermennirnir væru farnir. Franska landvarnaráðuneytið sagði að hafinn væri brottflutn- ingur fallhlífahermanna til Lubumbashi, höfuðborgar Shaba-héraðs, og þaðan yrðu þeir fluttir úr landi. Talið er að brottflutningurinn taki um 36 klukkustundir. Jafnframt var haft eftir heim- ildum í frönsku stjórninni að Frakkar hefðu lýst yfir heilshugar stuðningi á fundi æðstu manna Framhald á bls. 20. Flóðin minnka StuttKart. 25. maí. Reuter. NOKKUÐ dró úr alvarlegum flóð- um í Suðvestur-Þýzkalandi í dag og hætta á því að Rín flæddi yfir bakka sína dvínaði. Innanríkisráðuneytið í Baden-Wiirtemberg sagði að viðbún- aði vegna flóða hefði verið hætt í Stuttgart, Freiburg og Túbingen. En enn er í gildi bann frá því í gærkvöldi við allri umferð á Rín frá Sviss til Worms. Á Mannheim-svæðinu er vatns- borð Rínar enn fimm metrum fyrir ofan meðallag á þessum tíma árs. Við Neckar hækkar vatnsborð Rínar enn og mældist 8.60 metrar í kvöld. Hættumarkið er níu metrar. Frjálslyndir hætta við stuðning við CaUaghan London. 25. maí. Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.