Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 Rafmagnsveita Reykjavíkur: Starfsmönnum hefur fækk- að þrátt fyrir aukin umsvif Stefnt að enn frekari einföldun gjaldskrár og innheimtu „UMFANGSMIKLAR framkvæmdir haía verið við veitukeríi Rafmagnsveitunnar á undanförnum fjórum árum og hafa verið lagðar í þær 2.776 milljónir króna og í ár verður framkvæmt fyrir 1123 milljónir,“ sagði Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri í Reykjavík í samtali við Mbl. í gær. „I>á hefur gjaldskrá Rafmagnsveitunnar fyrir raforku verið endurskoðuð og einfölduð og aflestur mæla og öll gagnavinnsla, sem lýtur að innheimtu raforkugjalda, hefur verið endurskipulögð.“ Rafmagnsveita Reykjavíkur er eignaraðili að Landsvirkjun og hækkaði eignarhluti hennar á árunum 1974 — 77 um 5,7 milljarða króna. Þrátt fyrir aukin umsvif, hefur starfsmönnum fækkað úr 260 árið 1974 í 249 árið 1977 en allt frá árinu 1972 hefur fyrirtækið notað kaupaukakerfi, sem Aðalsteinn sagði að hefði bæði orðið til sparnaðar fyrír fyrirtækið og hækkað kaup starfsmanna. Hefur notkun kaupaukakerfisins vaxið mjög hratt hlutfallslega. Aðalsteinn sagði að fram- kvæmdum við veitukerfið mætti skipta í tvo höfuðþætti; annars vegar til að tryggja nægan að- flutning á orku inn á orkuveitu- svæði Rafmagnsveitunnar og hinna einstöku borgarhverfa og hins vegar að leggja dreifikerfi i nýjum borgarhlutum og endur- bæta gamla kerfishluta. Fyrsti hluti 132 kW aðveitukérf- is var tekinn í notkun 1974 en þá lauk lagningu 132 kV jarðstrengs og sæstrengs frá Korpu undir Úlfarsfelli að Aðveitustöð 3 á horni Kringlumýrarbrautar og Borgartúns. I framhaldi af því var ný aðveitustöð reist við Korpu, lögð háspennulína þaðan að Reykj- um og ný aðveitustöð tekin í notkun við dælustöð Hitaveitu Reykjavikur að Reykjum. Ný dreifikerfi voru lögð í nýju hverfin í Fossvogi, Ártúnshöfða, Breið- holti og víðar og umfangsmiklar endurbætur gerðar á veitukerfum í gömlum hverfum. Rekstrar- öryggi hefur aukizt og rekstrar- truflunum fækkað verulega eða úr 1293 árið 1974 í 878 árið 1977. Skrípaleikur til Norðurlanda Sjónvarpsleikritið Skrfpaleik- ur eftir Gísla J. Ástþórsson, sem sjónvarpið mun frumsýna áður en langt um iíður. hefur verið valið til sýninga á öllum hinum Norðurlöndunum. Nokkur önnur íslenzk leikrit hafa áður verið valin til sýninga á hinum Norðurlöndum sem liður í samstarfi hinna norrænu sjón- varpsstöðva varðandi dagskrár- efni, t.d. Postulín Odds Björnsson- ar, Keramik Jökuls Jakobssonar, Lögreglusamþykkt Agnars Þórðarsonar, Vér morðingjar Guðmundar Kambans, svo nokkur séu nefnd. Miklar framkvæmdir hafa verið við Elliðaárstöðina; Elliðavatns- stífla var endurbyggð á árinu 1977 og gamla stíflan, sem orðin var ótrygg, verður rifin á þessu ári. Ný þrýstivatnspípa verður lögð á árinu frá Árbæjarstíflu að stöð- inni, — en gömlu pípurnar voru orðnar ónýtar. Verður að því búnu unnt að nýta að fullu vélaafl stöðvarinnar til raforkuvinnslu. Framkvæmdir eru hafnar við aðveitustöð við Barónsstíg og á þeim að Ijúka í haust svo og lagningu strengs frá Borgartúni að Barónsstíg. Framkvæmdaáætl- un við aukningu veitukerfisins í ár hljóðar upp á 965 milljónir króna og áætlaður kostnaður við að ljúka framkvæmdum við Elliðaárnar er 158 milljónir króna. Síðan verður framkvæmdum haldið áfram við þetta kerfi frá Barónsstíg vestur í bæ og aðveitustöð byggð við Meistaravelli og einnig verður 132 kV aðveita lögð frá Barónsstíg að aðalspennistöðinni við Elliðaár. Framhald á bls. 21 r Hlíf heimilar losun á bensíni Á FUNDI trúnaðarmannaráði Verkamannafélagsins Hlífar í gær var samþykkt að heimila Olíufélaginu h.f. losun á bensíni úr sovézka olíuskipinu m.s. Pobeta í Hafnarfirði. Hallgrímur Pétursson, for- maður Hlífar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann vildi taka sérstaklega fram, að þessi ákvörðun trúnaðarmannaráðsins væri í engum tengslum við setningu bráðabirgðalaga ríkisstjórnar- innar í launamálum. Hins vegar hafi trúnaðarmannaráðið talið rétt að endurskoða af- stöðu sína, eftir að ljóst var orðið meirihluti farmsins yrði losaður annars staðar. Snorri Jónsson, varaforseti ASÍ; Næstu dagar skera úr um framvinduna SNORRI Jónsson, varaforseti Alþýðusambands íslands, sagði. er Mbl. spurði hann um bráða- birgðalögin. að kjaramál ættu að ganga þannig fyrir sig, að þau væru afgreidd milli aðila vinnu- markaðarins. Hér væri þó um lagfæringu á lögunum að ræða, sem falið hefðu 1 sér mikla Dregid • í dag er lokaátakið. • Drætti verður ekki frestað og því eru síðustu forvöð að gera skil á heimsendum miðum. • Með happdrættinu er reynt að gera Sjálfstæðisflokknum og fé- lagssamtökum hans kleift að standa straum af þeim kostnaði, sem kosningarnar hafa í för með sér. Þess er því vænst, að allt Sjálfstæðisfólk tryggi með öflug- um stuðningi góðan árangur þess- arar fjáröflunar. • Afgreiðsla happdrættisins er í Sjálfstæðishúsinu, Háaleitisbraut 1 og verður hún opin til kl. 23 í kvöld. Síminn er 82900 og geta þeir hringt í hann, sem óska eftir að láta sækja greiðslu á miðum, sem hafa borist. kjaraskerðingu. Að öðru leyti kvað hann nýju bráðabirgðalögin stórgölluð í sambandi við skerð- ingu á yfirvinnu og álögum. Hann sagði að meira að segja starfsaldurshækkanir þrengdust við lögin. Um framhaldið og framþróun- ina eftir bráðabirgðalögin kvaðst Snorri ekkert geta sagt um. Samt kvaðst hann hafa þann grun, að almenn reiði væri svo mikil út í yfirvinnuskerðinguna, að fólk vildi ógjarnan vinna yfirvinnu. Þetta kvað hann vera sitt persónulega mat á þessu. Næstu dagar myndu skera nánar úr um þessi mál, þegar félögin tækju lögin fyrir. Hann kvað Verkamannasamband- ið verða með sambandsstjórnar- fund og formannafund á þriðju- dag, þar sem lögin verða á dagskrá, og önnur landssambönd yrðu með stjórnarfundi um og eftir helgina. Óbreytt líðan MAÐURINN, sem slasaðist lífs- hættulega þegar hann varð fyrir strætisvagni ofarlega á Laugavegi á miðvikudaginn, liggur enn lífs- hættulega slasaður á gjörgæzlu- deild Borgarspítalans. Líðan hans var óBreytt í gær, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Hækkaði stiómimar- kostnaðinn TEKJUSKATTAR Reykvík- inga eru samtals 7.544,9 mill- jónir króna og langstærsti tekjustofn Reykjavíkurborgar. Fasteignagjöldin nema 1.812,0 milljónum. Tekjuskatturinn er 51,1% af tekjum borgarinnar, en fasteignagjöldin 12,3% eða samtals þessir tveir liðir 63,4% af tekjum borgarinnar. í sjónvarpsumræðu um borgarmál, hélt einn af fram- bjóðendum Framsóknarflokks- ins, því fram að allar þessar tekjur borgarinnar af tekju- skatti og fasteignagjöldum færu um 1552% í stjórn borgarinnar. Stjórn borgarinnar kostar núna á liðnu ári 566,4 milljónir króna og er aðeins 3.8% af heildarút- gjöldum Reykjavíkurborgar. Heildartekjur borgarinnar af tekjuskatti og fasteignagjöldum nema því 9.356.9 milljónum króna og er stjórnunarkostnað- ur Reykjavíkurborgar því 6% af þessum liðum tveimur. Fram- bjóðandinn hefur því í mál- flutningi sínum tekizt að hækka stjórnunarkostnað borgarinnar um hvorki meira né minna en 1.552%. Nýstúdentar brautskráðir frá Verzlunarskóla Islands. Ljósm. Mbl. Verzlunarskóla íslands slitið; 100 stúdentar brautskráðir í GÆR voru brautskráðir frá Verzlunarskóla fslands 100 stú- dentar við hátíðlega athöfn í hátíðarsal skólans. í upphafi gerði skólastjórinn, dr. Jón Gísla- son, grein fyrir skólastarfinu sl. vetur en í lærdómsdeild skólans voru samtals 203 nemendur, þar af eitt hundrað í sjötta bekk. Að þeim stúdentum meðtöldum, sem hrautskráðir voru í gær, hafa alls verið brautskráðir frá Verzlunar skólanum 1129 stúdentar. Úrslit á stúdentsprófi urðu þau að fyrstu einkunn hlutu 43, aðra einkunn 48 og þriðju einkunn 8. Efstur á stúdentsprófi að þessu sinni var Ólafur K. Ólafs Runólfs- son, sem hlaut fyrstu einkunn, 8,82. Önnur var Sigrún Birna Halldórsdóttir með fyrstu eink- unn, 8,78, og þriðji Þorsteinn G. Ólafs Runólfsson með fyrstu einkunn, 8,73. Þess má geta að þeir Ólafur og Þorsteinn eru tvíbura- bræður. Þessir nemendur voru allir í hagfræðideild en frá mála- Framhald á bls. 21 8 listar í Reykjavík YFIRKJÖRNEFND vegna al- þingiskosninganna í Reykjavík kom saman í gær ásamt fulltrú- um flokkanna, sem í framboði eru í höfuðborginni, og var þar fjallað um framhoðslistana. Alls bárust framboð frá átta stjórn- málasamtökum — Alþýðuflokkn um, Alþýðubandalaginu, Fram- sóknarflokknum, Sjálfstæðis- flokknum og Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, sem buðu fram í síðustu kosning- um og fengu þingmenn kjörna, svo og frá Fylkingunni, Komm- únistaflokki íslands og Stjórn- málaflokknum. Gömlu flokkarnir halda allir sínum listabókstöfum í Reykjavík Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.