Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 3 Ragnar Jónsson: Ég er bjartsýnn á úrslit borgarstjómarkosning- anna. SíÖustu viðbrögð stjómar Geirs Hallgríms- sonar eru spor í rétta átt og það þarfaðfylgja þeim eftir meöfestu og sanngimi. Hér er rétt afstað farið: að leyfa þjóðinni að raeða sjálfan rauða þráðinn í verðbólguaðgerðunum, en þær em hið eina raunhæfa um margra ára skeið, sem komið hefurfram hjá stjómvöldum i þessari voðalegu dýrtiðarþróun, sem við höfum þurft að takast á við. Stjórn Reykjavikurborgar orkar ekki tvimælis hjá borgumnum. Hvar sem maður hittirfólk er einhugur um, að borginni sé vel stjórnað og ekki hafðar blekkingar iframmi. Sannleikurinn er sá, að undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg orðið að leggja gmndvöllinn að nágrannasveitarfélögunum, sem eru á Stór-Reykjavíkursvæðinu og þannig átt ómetanlegan þátt i því menningarsamfélagi, sem hér er. Það hefur sýnt sig, að Reykjavíkurborg er í góðum höndum ungs og dugmikils borgarstjóra, Birgis ísl. Gunnarssonar, sem hefur haftforystu um ótrúlega uppbyggingu og glæsilega í borginni á síðustu ámm. Glöggt er gests augað Þaðfór ekkifram hjá mér, að Erró hafði orð á því, þegar hann kom til Reykjavikur eftir nokkuð langa útivist, hvað allt hefði breytzt til hins betra og nefndi í því sambandi umhverfi Miklatúns og Kjarvalsstaði — þó að honum hafi aftur á móti blöskrað verðbólgan. En með síðustu aðgerðum ríkisstjómar Geirs Hallgrímssonar hefur verið snúizt til varnar með þeim hætti, að það er mér að skapi. Ég trúi ekki öðm en íslendingar meti enn sem fyrr það sem vel er gert — og þá ekki sízt kjósendur i Reykjavik BARA BUXUR EKKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.