Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 Ibúð Sænsk hjón meö barn óska aö leigja 2ja herb. íbúö meö húsgögnum frá 15. júní til 1. ágúst. Upplýsingar í síma 84000. Johan Rönning h/f Sundaborg. ESPIGERÐI: 2ja herb. ca. 65—70 fm mjög vönduö íbúö á 1. hæö í nýju litlu sambýlishúsi. Allar innréttingar mjög vandaöar. Falleg gólfteppi og flísar á gólfum, baöherb. rúmgott, nýflísalagt. Þvottahús á hæðinni. Suöurgluggar, sér garöur. Útsýni. Verö 10,0—10,5 millj. IÐN AÐ ARHÚSNÆÐI: í smíðum viö Smiöjuveg, Kóp. Efri hæö meö góöum gluggum. Stærö samkomulag. Verö tilboö. Teikningar á skrifstofunni. Kjöreign sf. Armúla 21 R ÖANV5 wnuíu 85988*85009 logfræðingur Haraldur Magnússon viöskiptafræöingur, Siguröur Benediktsson, sölumaöur, Kvöldsími 42618. I smíöum Þrastahólar 5 herb. íbúð um 130 fm á jaröhæð. íbúöin er rúmlega fokheld. Sameign frágengin. Sér inngangur. Útb. 9.3 millj. Skipti á minni eign koma til greina. Skólabraut Parhús á tveimur hæöum meö innbyggöum bílskúr. Húsiö af- hendist fokhelt með gleri og útihuröum og tilbúiö undir málningu aö utan. Hveragerði Einbýlishús um 130 fm ásamt bílskúr til sölu eöa í sklptum fyrir íbúö í Reykjavík. Útb. 8,5 millj. Miðbraut 3ja herb. jaröhæö um 120 fm. Sér hiti, sér inngangur. Bíl- skúrsréttur. Útb. 8 millj. Hraunbær Lítil einstaklingsíbúð. Verö 4,2 millj., útb. 2,5 millj. Hverfisgata hæö og ris (parhús) í steinhúsi. Útb. 8,5 millj. Öldugata 6 herb. íbúö á tveimur hæöum. Nýjar innréttingar á efri hæö. Tvær rúmgóöar stofur meö svölum. Eldhús, wc og 1 herb. Á neðri hæð 3 herb. og baö. Sér hiti. Útb. 14 millj. Álfaskeið 4ra herb. endaíbúö í blokk um 105 fm. Suður svalir. Góðar innréttingar. Þvottaherb. á hæöinni. Útb. 9 millj. CIMAD Olicn- 91*17fl SÓLUSTJ. lárus þ valdimars ollVIAn zllDU ZIJ/U lúgm jóh þoroarson hdl Til sölu og sýnis m.a. Timburhús í Vesturborginni Eitt af eftirsóttu tímburhúsunum í vesturborginni er til sölu. Húsið er steyptur kjallari, hæö og rishæð. Járnklætt timbur. Alls 520 rúmm. Allt í ágætu standi. Hentar til margs konar starfsemi. Nú er í húsinu 6 herb. íbúð á hæð og í rishæð og 2ja herb. lítil íbúö í kjallara. Ræktuð eignarlóð. Góö rishæð á Teigunum 5 herb. um 120 fm stór sólrík, vel með farin. Kvistir á öllum herbergjum. Stórt efra ris fylgir. Verö aðeins 14,3 milljónir. Við Njálsgötu með vinnuplássi 3ja herb. hæð um 75 fm í vel byggöu járnklæddu timburhúsi. Öll endurbætt. 2 góð vinnuherbergi í kjallara (voru íbúöarherbergi). Trjágaröur. Glæsileg íbúð í háhýsi 4ra herb. um 110 fm viö Sóiheima. Ofarlega í háhýsi. Lyftur, góö fullgerö sameign. Stórfenglegt útsýni. Endaíbúð við Reynimel 4ra herb. glæsileg endaíbúö rúmir 100 fm. Góö haröviöarinnrétting. Frágengin sameign. Útsýni. Við Stórageröi eða í nágrenni Þurfum að útvega traustum kaupendum 4ra, 5 og 6 herb. íbúöir. Fjársterk félaga- samtök óska eftir nýlegu skrifstofu- húsnæði. AIMENNA FASTEIGNASAL AH LAUGAVEGI49 SÍMAR 21150-21370 • • Markús Qm Antonsson borgarfulltrúi: Neikvæður flokkur Alþýðubandalagið er flokkur neikvæðisins, sem fyrst og fremst leitast við að ná markmiðum sínum með því að ala á öfund og afbrýðisemi fólks hvers í annars garð og magna upp almenna ólund í samfélaginu. Hverjir kannast ekki við útvarpsþættina, þar sem for- sprakkar kommúnista hafa setið og stjórnað umræðum og jafnan leitt þær með neikvæðum formála og spurningum? Man einhver eftir ■viðtalinu við krakkann á Njarðar- götunni, sem var spurður: „Er ekki agalega leiðinlegt á róló?“ eða eitthvað í þeim dúr? Sami spyrjandi var að reyna að fá það staðfest fyrir nokkru, að það hefði alltaf verið hryllilega erfitt og leiðinlegt að vera barn í Reykjavík. Viðmælandinn var ekki alveg með á því. Málþipur kommúnista á borð við þennan umrædda spyril eru víða á ferli og sá fræjum óánægjunnar, hvar sem jarðvegur virðist fyrir hendi. Heilir hópar manna hafa komið upp á tiltölulega skömmum tíma og virðast ekki hafa annað fyrir stafni en að telja fólki trú um að því líði bölvanlega ilia. Útvarp og sjónvarp verða tæpast opnuð án þess að yfir okkur dynji áróður af þessu tagi. Neikvæðið og yfirmáta leiðinlegt lífsviðhorf eru vöru- merki þeirra, sem tekið hafa að sér að flytja þjóðinni boðskap komm- únistanna með þessum hætti, og svo yfirgengileg er áráttan orðin, að útvarp og sjónvarp gjalda þess stórlega að því leyti, að venjulegt fólk nennir ekki lengur að hlusta á þetta dómadagskjaftæði, leitar sér að aðrum viðfangsefnum og slekkur á ríkisfjölmiðlunum. Það er víða rifjað upp þessa dagana, að 10 ár eru síðan stúdentar skóku máttarstoðir franska lýðveldisins svo að undir tók víða um álfur.Eflaust hafa atburðirnir í París skotið ein- hverjum afturhaldsmanninum í franska skólakerfinu skelk í bringu og gert skipulag uppfræðsl- unnar þar í landi nútímalegra og frjálslegra en áður var. Stjórn- málamenn í sumum löndum hafa einnig haft ástæðu til að taka hátíðlega þá áminningu, sem í stúdentaóeiðunum fólst. En hvað um ísland? Hið nýja- gildismat, sem hóf innreið sína um þær mundir samkvæmt annálum hinna „ungu byltingarmanna," hvar er það niðurkomið? Hér á Islandi sjást fá merki þess nema helzt í hugarórum nokkurra kommúnista, sem hafa verið að læra arkitektúr eða samfélags- fræði af einhverju tagi í útlöndum og eru nýkomnir heim frá námi. Sennilega hafa þeir farið hluta af leiðinni heim í strætó eða á hjóli og kannski með geit í eftirdragi. Afturhvarfinu til náttúrunnar, sem hefur verið eitt megininntak hins nýja gildismats, sér sem betur fer fá sem engin dæmi hér á landi. Eitthvað hefur aftur á móti örlað á þeim í Kristjaníu í Kaupmannahöfn og þar halda menn líka geitur. Eitt sinn heyrði ég ungan fulltrúa Kristjaníu í borgarstjórn Kaupmannahafnar segja frá því á ráðstefnu, hvað það væri mikil- vægt að rjúfa ekki lífskeðjuna og nota þess vegna geitaskít til áburðar í staðinn fyrir þrífosfat eða einhvern annan tilbúinn óþverra. Hljómskálagarðurinn er kannski sízt verri tilraunareitur fyrir slíkt afturhvarf til fortíðar- innar en grasblettirnir í Kristjan- íu. Það er mikið af „gömlum húsum með sál“ í öðrum eldri hverfum Kaupmannahafnar. Sums staðar eru líka í skjóli notalegra trjá- runna og mislitra blóma að húsabaki þessi „upprunalegu og manneskjulegu" útináðhús, sem borgarstjórnaríhaldið í Reykjavík er gjörsamlega búið að afmá úr vitund Reykjavíkurbarna og vit- um. Ekki telst til tíðinda þótt í „Gömlum vinalegum húsum“ í Kaupmannahöfn sé engin aðstaða til að fara í bað og almenningsbað- hús séu hin „félagslega úrlausn" í hreinlætismálum og hollustuhátt- um. Því er þetta rifjað upp, að Alþýðubandalagsmenn ýmsir hafa með miklum fyrirgangi hampað útlendum skipu%agsmönnum, m.a. frá Kaupmannahöfn, sem þykjast hafa ráð undir rifi hverju og ætia að segja okkur Reykvík- i'ngum fyrir verkum un hvernig uppbygging þessarar borgar eigi að vera. Heil borgarhverfi í Kaupmanna- höfn hafa staðið óhögguð áratug- um ef ekki öldum saman. En þar standa menn líka frammi fyrir þeirri spurningu, hve miklu skuli fórnað af viðurkenndum þægind- um samtímans, sem ekki verður við komið í gömlum húsum nema með endurbyggingu. Afturhvarfs- menn Alþýðubandalagsins vilja ekki muna þetta. En það er rétt að minna þá á, að öld almenningsbað- húsa er liðin í Reykjavík og fólk hefur flutt þá aðstöðu inn á heimili sín, hver fyrir sig. Menn mega ekki láta tízkumál- in, sem kommarnir eru að búa til í málefnafátækt sinni, glepja sér sýn. Þeirra tilgangur er sá einn að reyna með öllum ráðum að koma af stað óánægju og hleypa öllu í uppnám. Þegar verið er að slá tölu á hópinn sem fylgir þeim úr röðum unga fólksins, mega menn ekki gleyma meirihlutanum, sem hefur fyrir löngu séð í gegnum áróðurs- brögðin og hafnar alfarið 19. aldar kenningum sem algildum sannind- um líðandi stundar. jþað gerir hinn yfirgnæfandi meirihluti ungs fólks, sem framtíð borgarinnar og landsins alls byggist á. Duglegt, sístarfandi fólk sem ræðst í ný og ný verkefni og vill nýta sér tækifærin, sem frjálst þjóðfélag okkar býður upp á. Hvort sem það er íbúð, bíll eða sjálfstæður atvinnurekstöur. Hvað þetta snertir hafa engar breytingar orðið síðan 1968. Hið gamla gildismat, sem við höfum aðhyllzt hér um áratugaskeið, er enn í fullum heiðri haft hjá þorra ungs fólks á íslandi. Mosfellssveit Höfum til sölu 141 fm fokhelt einbýlishús viö Barrholt 35 fm. bílskúr. Húsiö er til afhendingar strax HÚSEIGNIR VB.TUSUNDM 0_ eWi jm jmj jm iiMiasMOðlur i Kristinn Þórhallsson sölum. Skarphéðinn Þórisson hdl. > c Bifreiðar á kjördag D-listann vantar fjölda bifreiða til aksturs frá hinum ýmsu bifreiðastöðvum D-listans á kjördag. Frambjóðendur heita á stuðningsmenn listans aö breðgast vel við og leggja listanum lið m.a. með því að skrá sig til aksturs á kjördag 28. maí næstkomandi. Vinsamlegast hringiö í síma: 86216—82900. Skráning bifreiöa og sjálfboöaliða fer einnig fram á skrifstofum hverfafélaganna. 11-lisfinn Reknir úr réttarsaln- um í Tórinó rórínó, Ostia, 24. maí. AP. FORSPRÖKKUM Rauðu hcr- deildarinnar, Curcio, Ferrari og Ognibcnem var í dag vísað út úr réttarsalnum í Tórínó eftir að þeir höfðu haft í hótunum við vitni og ausið yfir það skömmum og fúkyrðum. „Vertu viss, við gleymum þér ekki,“ æpti Ognibene að Beria d'Argentine dómara, sem sat í vitnastúkunni, um leið og hann var leiddur út úr réttarsalnum ásamt félögum sín- um. Kennsla lá niðri í barnaskólum í bænum Ostia í dag, en í bænum hefur gripið um sig mikill ótti eftir að sú saga komst á kreik að Rauða herdeildin hefði hótað að ræna 50 skólabörnum í bænum. Lögreglan hefur lýst því yfir að þetta séu staðlausir stafir, en nú er rann- sakað hverjir komið hafi þessum orðrómi á kreik. AlKiI.ÝSINIiASÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.