Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 Borgarstjóri svarar... Tekið er á móti fyrirspurnum i síma 10100 kl. 10-12 mánudaga til föstudags Ólokið íþróttasvæðum Guðjón Óskarsson, Snælandi 1: Hvers vegna er ekki lokið við þá íþróttavelli sem lokið var við að ræsa fram árið 1976 og eru í austanverðum Fossvogsdal? Framkvæmdir við Víkingsvöll Iljörleifur Þórðarson, . Hellulandi 5: íþróttafélaginu Víkingi var úthlutað svæði fyrir nokkru og vildi borgin sjá um framkvæmd- ir á því. Var auglýst eftir tilboðum í verkið 1974 og átti að ljúka framkvæmdum 1978. Nú er komið árið 1978 og ekki hefur verið nema rétt hafizt handa. Hvenær verður framkvæmdum lokið? svör, Iþróttasvæðinu í austanverð- um Fossvogsdal var ekki úthluta til Knattspyrnufélagsins Vík- ings, en borgaryfirvöld hafa hins vegar heitið félaginu for- gangsrétti til æfinga á svæðinu. Árið 1974 var boðin út jöfnun svæðisins og framræsing þess og var það verk þá unniö. Ekki hefur verið á áætlun, að heildar- framkvæmdum við íþróttasvæð- ið lyki á þessu ári. Hins vegar skal á það bent, að Víkingur lét gera grasvöll á svæði sínu við Hæðargarð og hefur borgarsjóð- ur styrkt og lánað til þeirra framkvæmda 80% af kostnaði. Iþróttaráð gerir tillögu um skiptingu framkvæmdafjár borgarinnar til íþróttamála. Hefur verið talið á liðnum árum að aðrar framkvæmdir verði að hafa forgang innan ramma fjárveitinga. Haldið verður áfram undirbúningi gerð íþróttasvæðis í Fossvogi, en tímasett áætlun um fram- kvæmdir liggur ekki fyrir. Úðun á vegum borgarinnar? Þorbjörg Agnarsdóttir, Granaskjóli 40: Við sem þurfum að sjá um garða okkar látum yfirleitt úða þá árlega, en það getur stundum reynst óþarfi, þ.e. ef það er ekki gert nógu snemma. Þeir sem stunda úðun bera því við að geta ekki haft í eigu sinni þau dýru tæki sem þarf til úðunar. Er hægt að gera ráð fyrir að borgin standi fyrir svona þjónustu þar sem einstaklingar gera það varh skv. þessum rökum? SVAR, Ekki er annað vitað en margir aðilar stundi úðun garða í Reykjavík. Hefur því ekki komið til tals að borgarsjóður stæði fyrir slíkum rekstri. Sundnámskeið í Breiðholti? Hrefna Kristbergsdóttir, Blöndubakka 18: Væri ekki hægt að hafa sundnámskeið hér við Breið- hoitsskóla þar sem sundlaugin er til staðar? Námskeið eru í efra Breiðholti en þangað er erfitt að senda 6 ára börn héðan úr Breiðholti I og Seljahverfinu. SVAR, Rétt er að taka fram, að sundnámskeið er ekki haldið í öllum sundlaugum sem eru í skólum borgarinnar. Það var mat fræðslustjóra og íþrótta- fulltrúa að ekki væri nauðsyn að halda sundnámskeið í Breið- holtsskóla, en námskeiðið í sundlaug Fjölbrautaskólans myndi anna eftirspurn fyrir Breiðholtshverfin. Uomi í ljós að svo er ekki verður málið endurskoðað. Hvar er skautasvæðið? Kristín Sigurðardóttir, Austurbrún 2: 1) Hvernig er með loforðin um skautasvæði í Laugardalnum? Vantar e.t.v. þrsstihóp til að koma málinu í höfn? Mér hefur skilizt að sá staður sem skauta- aðstaðan átti að vera á verði tekinn undir enn einn sparkvöll- inn. Er það rétt og hvenær má þá vænta efnda loforðanna með skautaaðstöðuna. 2) Hjólreiðar eru taldar hollar og góðar og hvenær verður gert eitthvað til að vernda þá sem vilja hjóla skv. áætlun er talað var um einu sinni? I Morgun- blaðinu á miðvikudag var talað um að tryggja öryggi hesta- manna í umferðinni. Hafa þeir einhvern forgang framyfir hjól- reiðamenn? SVÖR, Fyrir nokkrum árum fór fram útboð á gerð vélfrysts skauta- svells, en tilboð þóttu mjög óhagstæð ákvað borgarráð að hafna þeim öllum. Síðan hafa önnur verkefni á sviði íþrótta- mála verið látin ganga fyrir, en ég vonast til að unnt verði að vinna að gerð skautasvæðisins á næsta kjörtímabili. Misskilning- ur er að stað þeim, sem skauta- svellið á að vera á, hafi verið ráðsafað til annarra nota. 2. Sá þáttur áætlunar um umhverfi og útivist frá 1974, sem mest hefur orðið fyrir niðurskurði vegna verðbólgunn- ar, er gerð stígakerfis, bæði til göngu og hjólreiða. I endurskoð- aðri framkvæmdaáætlun fyrir árin 1978—1983 er áætlað að verja samtals 520 millj. kr. úr borgarsjóði til þessa stígakerfis. Vegna tilvitnunar fyrirspyrj- anda í umræður um öryggi hestamanna í umferðinni er rétt að taka fram, að ályktun borgarstjórnar um gerð ganga undir Suðurlandsveg var beint til samgönruráðherra enda um þjóðveg að ræða og ættu göngin því að vera kostuð af ríkissjóði. Vantar bekki Gunnlaug Jóhannsdóttir, Hátúni 10 B: Hvers vegna var skipt um biðskýli hjá SVR? Ég mæli fyrir munn margra hér í Öryrkja- handalagshúsunum þegar spurt er um þetta því hér er margt gamalt fólk, fatlað á ýmsan hátt sem þykir gott og nauðsynlegt að sitja á bekk meðan beðið er eftir vagni. Við vonumst eftir góðri úrlausn. Valgerður Sæmundsdóttir, Hátúni 10 B: Aðeins spurning um hvort settir verða aftur bekkir í skýli SVR og hvort ekki mætti fjölga bekkjum á almannafæri? SVÖR, Þegar stjórn S.V.R. tók ákvörðun um að festa kaup á hagkvæmari og skjólbetri bið- skýlum lá fyrir líkan og upp- drættir, sem sýndi bekki í skýlunum. Vegna mistaka fylgdu bekkir ekki skýlunum og voru þá gerðar ráðstafanir til úrbóta, og þessa dagana mun framleiðandi einmitt vera að afhenda bekkina og því aðeins dagsspursmál þangað til þeir verða settir upp. Hvað á að gera við svæðið Garðar Siggeirsson, Safamýri 69: Hvað á að gera við það opna svæði sem er bak við verzlunar- miðstöðina Miðbæ, þ.e. svæðið við húsin nr. 81—95 við Safa- mýri? Kirsten Friðriksdóttir, Safamýri 81: í 29. gr. byggingarsamþykktar Reykjavíkurborgar, útg. 1965, segir að lóðarhafa sé skylt að gera fullnægjandi ráðstafanir til þess að yfirborðsvatn af lóð hans valdi ekki tjóni eða óþæg- indum á grannlóð eða gangstétt. Þess vegna langar mig til að spyrja, hvort ekki sé nokkur leið að borgin geti ræst fram svæðið milli Safamýri 81 og 95. SVÖR, Fallið er frá fyrri áformum um að hafa þarna leikvöll og þarf því að taka svæðið til betri ræktunar. Þar munu vera þrjú niðurföll, sem hafa verið stífluð, en verða nú aftur gerð virk. Hvenær byggt í Selásnum? Kristín Þ. Þórarinsdóttir, Skipasundi 60: Hvenær er gert ráð fyrir að lóðir í Selásnum, þ.e. minni einbýlishúsalóðirnar í Fjarðar- ási verði tilbúnar til að hefja á þeim byggingarframkvæmdir? SVAR, Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar haustið 1979. Illa tilhöfð lóð Amalía Jónsdóttir, Laugavegi 157: Lóðin nr. 159 við Laugaveg er mjög illa tilhöfð eftir að hús sem á henni var, var rifið niður. Þarna er mold og grjót og óþrifnaður í bleytu. Því er ekki gengið frá þessari lóð, sem er í eigu borgarinnar og er svona í hjarta borgarinnar nánast, en þarna mætti setja grasfræ eða ganga betur frá á einhvern hátt. SVAR, Þessi ábending verður tekin til greina. Hvar verða vagnstjórar? Kristinn Hraunfjörð, Blómvöllum við Nesveg: Okkur hefur verið tjáð að ekki verði aðstaða fyrir vagnstjóra í nýja biðskýlinu á Hlemmi. Hvar eiga þeir að vera eftir að húsið nr. 115 við Hverfisgötu verður rifið, en eftir því sem okkur hefur skilizt á það að hverfa. SVAR, Ekki er talið fyrirsjáanlegt í næstu 5—10 ár, að Hverfisgata 115 verði rifið. I áningarstaðn- um á Hlemmi er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir vagnstjóra þegar og ef á þarf að halda og leigumálar um verzlunarrými eru því hafðir til atutts tíma. Skyggir hann á? Sigurbjörg Ármannsdóttir, Vesturbergi 120: 1) Verður svæðið norðan við Fjölbrautaskólann ófrágengið allt til ársins 1982 er lokið á að vera framkvæmdum við hann? 2) Verður þriðja bygging skólans jafnumfangsmikil fyrri byggingunum og því nær fjöi- býlishusunum við Vesturberg og hindrar e.t.v. útsýn og byrgir fyrir sólu þar? SVÖR. 1. Ráðgert er að reisa tvær álmur til viðbótar suð-vestan við núverandi skólahúsnæði svo og tengiálmu, sem tengir saman allar fjórar álmur skólans sam- síða Austurberg. Á þessu bygg- ingarsvæði hefur ekki verið gert ráð fyrir frekari lóðarfrágangi áður en framkvæmdir hefjast. Gengið verður frá þeim hlutá Ióðarinnar, sem snýr að Hóla- brekkuskóla og Vesturbergi sumarið 1979 eftir að byggingarframkvæmdum við D- álmu er lokið. 2. Framangreindar tvær álm- ur Fjölbrautaskólans verða styttri og minni umfangs en þær sem fyrir eru. Stærsta húsið verður D-álman. Ekki er talið að þær byggingar, sem eftir eru muni spilla fyrir útsýni eða sólarbirtu íbúanna við Vestur- berg. Hávaði frá umferð Kári Forberg, Eskihlíð 22: Mikill hávaði stafar frá um- ferð um Reykjanesbrautina hér við Eskihlíð og spyrja má hvort ekki sé hægt að takmarka umferð stórra bíla og e.t.v. skellinaðra kl. 22—01 á kvöldin og svo aftur snemma á morgn- ana? Hægt væri að beina umferðinni eftir Kringlumýrar- braut og Miklubraut á meðan. SVAR, Ég fæ ekki séð að unnt sé að verða við þessari ábendingu. Vandamálið yrði aðeins flutt milli gatna. Vantar akstursleið Sigríður Hjartar, Langagerði 19: Á horni Langagerðis og Réttarholtsvegar er leikskóli. Ekki er aksturleið að skólanum þannig að foreldrar verða að skilja við bíla sína við gatna- mótin. Þarna er mikil umferð og því óþægilegt bæði fyrir foreldr- ana og börnin að komast ekki nær leikskólanum. ahvenær verður opnuð leið að skólanum á sama hátt og er við verzlan- irnar litlu neðar á Réttarholts- veginum? SVAR, Mál þetta er einmitt til meðferðar og úrlausnar hjá umferðardeild og er þess að vænta að tillaga um lausn liggi fljótlega fyrir. Erfið aðkoma Lilja Þórðardóttir, Grettisgötu 79: Er ekki hægt að breyta bíastæðunum við Stjörnubíó á einhvern hátt, því bílar sem standa við stöðumæla hér norð- an húsa við Grettisgötuna úti- loka stundum að sorphreins- unarmenn komist að til að taka rusl. Eru bílar stundum svo nærri hliðum inn í garðana við húsin að þeir loka aðkomunni. SVAR. Þessi umkvörtun hefur ekki borizt áður til umferðardeildar og t.d. ekki frá þeim, sem starfa við sorphreinsun. Umferðar- deild verður því beðin um að kanna málið. Fer hún í gang? Sveinn Sveinsson, Sólvallagötu 3: Mig langar aðeins að varpa því fram hvort og þá hvenær við fáum aftur að sjá klukkuna á torginu aftur fara í gang? Það er slæmt að horfa uppá hana í svo slæmu ásigkomulagi. SVAR, Á sínum tíma fékk Magnús Kjaran, stórkaupmaður, leyfi til að setja upp þessa klukku á Lækjartorgi. Klukkan er nú í eigu erfingja Magnúsar. Rætt hefur verið nokkrum sinnum við fulltrúa eigenda um ástand klukkunnar og standa nú yfir viðræður um framtíð hennar á þessum stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.