Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 13 Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði: „Það bezta fyrir Hafnarfjörð” einkunnarorðin á geysifjöl- mennum kosningafundi „FRAMFARIR — uppbygging — það bezta fyrir Hafnarfjörð" voru einkunnarorð geysifjöl- menns kosningafundar sem sjálfstæðismenn í Hafnarfirði héldu í fyrrakvöld í Hafnar- fjarðarbíói um bæjarmálefnin. Á fundinum fluttu ávörp þau Árni Grétar Finnsson, Eggert Isaksson, Ellert Borgar Þor- valdsson, Guðmundur Guð- mundsson, Hildur Haraldsdóttir og Stefán Jónsson. Fundarstjóri var Oliver Steinn, en Sveinn Þ. Guðbjartsson setti fundinn. Auk ávarpanna voru skemmtiatriði, þar sem m.a. sungu hjónin Sieglinde Kahmann og Sigurður Björnsson við undirleik þeirra Carls Billich og Jóns Mýrdals. Þá komu félagarnir Halli og Laddi fram. Eins og áður getur voru flutt sex ávörp og m.a. fram eftirfar- andi í þeim: Árni Grétar Finnssom „Framfarir hafa verið mjög stórstígar hér í Hafnarfirði á seinni árum. — Sem dæmi um þetta má nefna að samkvæmt nýgerðri könnun þá er 60% alls íbúðarhúsnæðis í Harfnarfirði innan við 15 ára gamalt, þ.e. sex af hverjum tíu íbúðum bæjarins eru byggðar á þeim tíma þegar Sjálfstæðisflokkurinn er lengst af í forystu í bæjarmálum. — Málefnastaða okkar sjálfstæðis- manna er svo sterk að hún veldur andstæðingum okkar verulegum vandræðum og í örvæntingu sinni hefur minni- hlutinn verið að reyna að eigna sér flest okkar verk og fram- kvæmdir, sagt sem svo að þeir hafi verið búnir að ákveða þetta á s.l. kjörtímabili þegar þeir voru í meirihluta. Til að hnekkja þessum fullyrðingum nefni ég t.d. að hitaveitumálið var tafið í 3 ár meðan vinstrimenn voru í meirihluta og komst ekki til framkvæmda fyrr á s.l. kjörtímabili undir forystu okkar sjálfstæðismanna. Alþýðu- flokksmenn í bæjarstjórninni voru alfarið á móti samningum við Reykjavíkurborg þess efnis að Hitaveita Reykjavíkur myndi leggja hér hitaveitu og sjá okkur fyrir heitu vatni,'en vildu þess í stað að rafhitun húsa yrði tekin upp, sem er mun óhag- stæðara fyrir íbúa. Þá get ég nefnt byggingu verkamannabú- staða sem lokið var við á þessu kjörtímabili. Það var okkar tillaga þegar við vorum í minni- hluta, sem síðan komst loks í framkvæmd á þessu kjörtíma- bili þegar sjálfstæðismenn tóku við forystunni. Áður höfðu vinstrimennirnir dregið þetta mál endalaust þó svo að það hafi verið samþykkt í bæjarstjórn- inni. — Þá er það merkilegt að vinstri mennirnir þakka sér jafnvel mál sem þeir hafa greitt atkvæði gegn, því er það ljóst að þeir eru bezt „geymdir" í minni- hluta. — „Þeir lofa, sjálfstæðis- menn framkvæma." Eggert ísaksson, Það vekur nokkra furðu almennings hversu andstæðingar okkar eru linir í gagnrýni á okkur, en það er að sjálfsögðu vegna þess að svo vel hefur tekist til á s.l. kjörtímabili. Þeir hafa fengið að sýna getu sína hér á árunum áður en þeim tókst vægast sagt ekki vel upp og það vita þeir vel sjálfir. Þeirra einasti mál- flutningur er að eigna sér vverk okkar sjálfstæðismanna. Ég fullyrði að aldrei hefur Hafnar- firði verið jafn vel stjórnað og undir stjórn sjálfstæðismanna. Þá er margra ára draumur okkar að verða að veruleika, þ.e. varanlegt slitlag á allar götur. Ef stefna okkar sjálfstæðis- manna hefði fengið að ráða, hefði þegar á árinu 1958 verið samið við Reykjavíkurborg um hitaveitulögn hér, en þver- girðingsháttur þáverandi meiri- hluta kom í veg fyrir að svo yrði. Þar var pólitískur ávinningur Alþýðuflokks og kommúnista settur ofar hag bæjarbúa. Ellert Borgar Þorvaldssoni „Freskur andblær hefur farið hér yfir bæinn hin seinni ár þannig að hér er nú mun betra að lifa en áður, er það ekki sízt að þakka góðri stjórn sjálfstæð- ismanna í bæjarstjórn. — Gagn- rýni minnihlutans að þessu sinni hljómar í mínum eyrum fremur hjáróma og innantóm, því þær miklu framkvæmdir sem hér hafa átt sér stað eru einföld sönnun þess hve vel hefur tekist til. — Það mál sem ég tel að taka verði taki á næsta kjörtímabili eru félags- og æskulýðsmál. Þar má nefna að fullgerð verði félagsheimilis- álman við íþróttahúsið og ég tel að nauðsynlegt sé að nýta skólahúsnæði mun betur en gert hefur verið hingað til. Nú þegar sett hafa verið lög þess efnis að sveitarfélögum eins og Hafnar- firði er gefinn kostur á að vera sérstakt fræðsluumdæmi, ætti að skapast hér aðstaða fyrir frjálslegri mótun fræðslumála en er í dag, þ.e. að gera þau manneskjulegri." llildur Haraldsdóttir, í ræðu Hildar kom fram að hún telur að manneskjan og frelsið eigi að vera ofar öllu. Stefna beri eindregið á móti auknúm ríkis- afskiptum og vernda þannig frelsi og sjálfstæði sveitarfélag- anna sem bezt. Þá kom fram hjá Hildi að reynslan sýndi það svo ekki væri um að villast að bezt væri hægt að treysta sjálfstæð- ismönnum fyrir öruggri stjórn fjármála bæjarins, en bæjar- sjóður væri sameiginlegur vasi allra bæjarbúa. Stefán Jónssoni Stefán rakti í ræðu sinni gang mála í bæjar- stjórn fram til ársins 1962 og sýndi fram á það óhemju reiðileysi sem ríkt hefði í málefnum bæjarins og þar á meðal í fjármálum bæjarsjóðs. Það mætti segja að undir forystu sjálfstæðismamna hefði verið komist hjá opinberu eftir- liti með fjárreiðum bæjarins. Þá sagði Stefán Hafnarfjarðarbæ algerlega óþekkjanlegan nú frá því sem verið hefði í valdatíð vinstrimanna. Fundarstjórinn, Oliver Steinn Jóhannsson sleit fundinum með hvatningarræðu til fundar- manna um að vinna að alefli að sigri Sjálfstæðisflokksins í bæj- arstjórnarkosningunum. Hann sagði, að nú væri fyrst og fremst verið að kjósa um bæjarmál, en í Alþingiskosningum fengju menn tækifæri til að láta í ljós álit sitt á stefnu og störfum ríkisstjórnarinnar, sem hann gagnrýndi. Húsfyllir var á fundinum og mikill hugur í mönnum að vinna að glæsileg- um sigri Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði á sunnudaginn kemur. Luxemborg er friösæll töfrandi ferðamanna- staóur, mótaöur af frönskum og þýskum menningaráhrifum - þar sameinast franska glaðlyndið og þýska nákvæmnin. Þar sem landið er lítið, er stutt að skjótast til ýmissa stórborga í nágrannalöndunum. Þannig er 25 mínútna akstur til borgarinnar Trier í Þýskalandi og klukkustundar akstur til Koblenz, sem stendur þar sem frægustu fljóta- héruö Evrópu sameinast, á mótum Mosel og Rínar. Luxemborg — einn fjölmargra staða í áætlunarflugi okkar. FLUGFÉLAG LOFTLEIBIR /SLAJVDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.