Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvœmdaatjóri Haraldur Sveinason. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Tvísýnar kosningar Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri minnti borgarbúa á það í útvarpsumræðum um borgarmái Reykjavíkur að úrslit borgar- stjórnarkosninganna, sem fram fara á sunnudaginn kemur eru mjög tvísýn. þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið mikinn kosningasigur fyrir 4 árum. Þá hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 9 borgarfulltrúa kjörna og meira en helming greiddra atkvæða í Reykjavík. Vera má, að einhverjir kjósendur segi sem svo, að þessi sigur Sjáifstæðisflokksins fyrir 4 árum hafi verið svo mikill, að flokkurinn sé öruggur um að halda meirihluta sínum í Reykjavík nú, þótt ekki hljóti hann jafn góða kosningu og þá. En í slíkri afstöðu felst hættulegt andvaraleysi. Sjálfstæðisflokkurinn vann góðan kosningasigur og hlaut 9 borgarfulltrúa kjörna í borgarstjórnarkosningunum 1962. Þess vegna má vera, að bæði flokksmenn og aðrir stuðningsmenn borgarstjórnarmeiri- hlutans hafi ekki gætt að sér í kosningunum 4 árum seinna, 1966, en þá munaöi mjög litlu, að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn í borgarstjórn. Þess vegna er full ástæða til að undirstrika aðvörunarorð borgarstjóra í útvarpinu. Kosningarnar á sunnudaginn eru tvísýnar og „meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn verður ekki tryggður, nema allir sem vilja veita okkur brautargengi leggist á eitt“, eins og borgarstjóri komst að orði í fyrrakvöld. Kosið um borgarstjóra Með því að styðja meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur vita kjósendur að hverju þeir ganga og hvað þeir eru að kjósa. Reykvískir kjósendur þekkja meirihluta borgarstjórnar af verkum hans. Borgarbúar vita einnig hvern þeir kjósa sem borgarstjóra, þegar þeir styðja D-listann í kosningunum á sunnudaginn. Birgir ísl. Gunnarsson hefur verið borgarstjóri Reykjavíkur í nær 6 ár. Hann hefur reynzt farsæll og traustur í starfi og nýtur vinsælda meðal borgarbúa. Hann verður borgarstjóri áfram, ef meirihluti sjálfstæðismanna verður tryggður. Hins vegar hafa borgarbúar enga hugmynd um, hvern þeir kjósa yfir sig sem borgarstjóra, ef þeir veita minnihlutaflokkunum brautargengi í kosningunum. Því hefur verið fleygt af hálfu talsmanna minnihlutaflokkanna, að þeir muni auglýsa eftir borgarstjóra og að borgarstjóri eigi að vera hlutiaus embættismaður. Ekki mundi reykvískum kjósendum líka það vel, að í hinu veigamikla embætti borgarstjóra Reykjavíkur sæti hlutlaus embættismaður, sem bæri enga pólitíska ábyrgð gagnvart kjósendum í borginni og þyrfti þess vegna ekki að hafa það hugfast í störfum sínum frá degi til dags, frá mánuði til mánaðar og frá ári til árs, að hann ætti eftir að standa kjósendum reikningsskap gerða sinna. Ekki mundi reykvískum kjósendum heldur líka það vel að kjósa yfir sig þrjá borgarstjóra, einn úr hverjum minnihlutaflokkanna, því að sú yrði niðurstaðan, ef sjálfstæðismenn misstu meirihluta sinn. Minnihlutaflokkarnir núverandi gætu ekki komið sér saman um borgarstjóraefni. Þess vegna yrðu þrír borgarstjórar skipaðir í Reykjavík ef þeir næðu meirihluta. Sá þríhöfða þurs mundi ekki reynast Reykjavík og Reykvíkingum vel. Þess vegna er ekki aðeins tekizt á um stefnumörk í borgarmálum heldur einnig um oddvita borgarinnar, borgarstjórann í Reykjavík í kosningunum. Með því 'að kjósa D-listann kjósa menn Birgi ísleif Gunnarsson sem borgarstjóra. Víkjum burt sósíalisma og vinstri stjórn Talsmenn Aiþýðubandalagsins hafa gert tilkall til forystu fyrir nýjum meirihluta í borgarstjórn. Þeir hafa jafnframt lýst því yfir, að þeir hyggist koma á sósíaiisma í Reykjavík. Einn af borgarfulltrúum Alþýðubandalagsins og frambjóðandi í þessum kosningum hefur tekið fram, að ekki sé ætlunin að slátra allri einkastarfsemi strax. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Alþýðuflokkurinn mundi hafa þrek eða styrk til þess að standa gegn áformum Alþýðubandalagsins um sósíalisma í Reykjavík. Með því að styðja áframhaldandi meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur eru kjósendur að koma í veg fyrir, að sósíalismi og vinstri stjórn haldi innreið sína í höfuðborgina. Með því að styðja meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn í kosningunum á sunnudaginn kemur eru kjósendur að koma í veg fyrir, að sams konar öngþveiti og upplausn skapist í höfuðborginni á næstu 4 árum og skapaðist á vettvangi landsmála á þriggja ára stjórnarferli vinstri stjórnarinnar 1971—74. Sú reynsla er Reykvíkingum enn í svo fersku minni, að hún ætti verða víti til varnaðar. Reykvíkingar vilja ekki sósíalisma og vinstri stjórn í höfuðborginni, en til þess að koma í veg fyrir það þurfa borgarbúar hvar í flokki sem þeir annars standa, að koma tii liðs við sjálfstæðismenn í þessum borgarstjórnarkosningum. Formenn stjómarand- stöduflokkanna um bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar MORGUNBLAÐIÐ leitaði í gær umsagna formanna stjórnarandstöðuflokk- anna þriggja á Alþingi, Benedikts Gröndals, Magnúsar Torfa ólafssonar og Lúðvíks Jósepssonar, um bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar. Svör þeirra fara hér á eftir* Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins; Sjálfsagt að meta kjara- bætur tíl hinna lægstlaimuðu Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, sagði: „Mér kemur fyrst til hugar, að ef þetta er hægt núna, var það þá ekki hægt, þegar ríkisstjórnin knúði lög í gegnum þingið. Hefði þá ekki mátt spara sér allmikil átök og sundrungu í þjóðfélaginu. Ég tel sjálfsagt að meta engu að síður þær kjarabætur, sem lægst launaða fólkið fær með þessari breytingu, en á hinn bóginn er fjarri því að allar kröfur verkalýðshreyfingarinn- ar séu uppfylltar og með lægra launaða fólkið skapast aukið misræmi á milli dagvinnu, eftir- og helgidagavinnu, sem fyrr eða síðar verður óhjákvæmilegt að leiðrétta." Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins: Lögin draga úr kjaraskerð- ingunni hjá láglaunafólki með dagvinnutekjur einar LÚÐVÍK Jósepsson. formaður Alþýðubandalags- ins, sagði: „Mér sýnist að þessi bráðabirgðalög séu sett af tveimur megin ástæðum. I fyrsta lagi tel ég að hér sé á ferðinni greinileg kosningahræðsla hjá stjórnarflokkunum. Þeim lýst ekki á blikuna í sambandi við það, sem þeir hafa gert í þessum málum með lögunum frá því í febrúar. í öðru lagi þá er ríkisvaldið þarna að láta undan þeim þungu afleiðingum, sem eru af þeim aðgerðum, sem verkalýðshreyfingin hefur gripið til, því að það er enginn vafi á því að um þungar afleiðingar er að ræða í reksturskostnaði margra fyrirtækja. Þetta eru ástæðurnar. Það er rétt, að þessi lög dragi talsvert verulega úr kjaraskerðingunni, sem fólust í lögunum frá því í febrúar, einkum hjá þeim, sem eru á lágum launum og vinna eingöngu dagvinnu. Hins vegar sýnist mér að kjaraskerðingin verði áfram allveruleg hjá þeim fjölmennu hópum láglauna- fólks, sem t.d. vinna í fiskvinnslu, vegna þess að þeir hópar vinna svo mikla eftir-, nætur- og helgidagavinnu að stór hluti af heildarkaupi þeirra lendir áfram í vísitöluskerðingunni. Áfram verður því allveruleg kjaraskerðing hjá þeim, sem eru í láglaunaflokkum, en þannig stendur á um. Um þessi lög vil ég segja, að mér sýnist að í þeim felist allmikil viðurkenning á því að lögin frá því í febrúar fái ekki staðizt og eru ekki sanngjörn og tilraun til þess að ná þarna samkomulagi. En það er mín skoðun, að þessi vandi, sem þarna er um að ræða, verði ekki leystur með bráðabirgðalögum eða lagasetningu, heldur á þarna að verða um kaupgjaldssamning að ræða, sem eigi að standa við. Um það, hverjar verði svo afleiðingarnar af þessari löggjöf, skal ég ekkert um segja. Ég hef ekki aðstöðu til þess að dæma um það, hvað verkalýðshreyfingin og launþegasamtökin í landinu gera, en það er þó enginn vafi á því að þarna hefur orðið á umtalsverð breyting, en þó er greinilegt að enn ber allmikið á milli krafna verkalýðsfélaganna og þess sem felst í þessum nýju lögum. Meginniðurstaða mín er sú, að það á að knýja fram að um þessi mál sé samið, en það á ekki að reyna að leysa þetta með löggjöf, því að það mun ekki takast." Magnús Torfi Ólafsson, formaður SFV: Hef ði verið nær að hugsa sitt ráð betur í vetur Magnús Torfi Ólafsson, formaður Samtaka ráð betur í vetur, þegar hún fór af stað með þessi frjálslyndra og vinstri manna, sagði: lög, heldur en þurfa að hræra í þeim til þess að „Ríkisstjórninni hefði verið nær að hugsa sitt reyna að kaupa sér frið rétt fyrir kosningarnar." Framkvæmdir við stólalyft- una í BláfjöHum hefjast 1 júní Á FUNDI Bláfjallaneíndar í gær kom fram að stólalyftan, sem setja á upp í sumar, væri íarin af stað frá Austurríki. Á fundinum var ákveðið að hefja framkvæmdir við uppsetningu á möstrum og endastöðvum, sem gera á hér, í byrjun júnímánaðar. Og á lyftan að vera fullhúin í september. Stólalyftan er um 700 m löng og liggur úr Kóngsgili og upp á brúnir og getur flutt 1000 manns á klukkutíma. Undirstöðurnar undir möstrin eru 8 eða 9 talsins. Eftir miðjan júnímánuð kemur maður frá Dobblemayerfyrir- tækinu, til að hafa eftirlit með uppsetningu lyftunnar. Hákon Ólafsson verkfræðing- ur hefur í vetur unnið að snjómælingum á fyrirhuguðum lyftustæðum í Bláfjöllum, í Eldborgargili, Kóngsgili og Suðurgilinu og víða og gerði grein fyrir þeim á fundinum. Var að sögn Elínar Pálmadóttur, formanns nefndarinnar, ákveðið að hann héldi slíkum mælingum áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.