Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 SIGRÍÐUR Ásgeirsdóttir er fædd 14. aprfl 1927. dóttir hjónanna Elínar Hafstein og Ásgeirs Þorsteinssonar verkfræðings. Hún varð stúdent frá Verzlunarskóla íslands 1946, las sfðan læknisfræði f eitt ár, en hætti þá námi. Sigrfður vann úti f nokkur ár, en eftir að hún gifti sig sá hún um heimilið, allt fram til ársins 1965, að hún dreif sig í lagadeiid Háskóla fslands, þaðan sem hún útskrifaðist sem cand. jur 1971. Sfðan hefur Sigríður unnið að lögfræðistörfum, jafnframt þvf sem hún hefur sinnt féiagsstörfum, ásamt heimilisstörfum. Börn Sigrfðar og Hafsteins Baldvinssonar lögfræðings eru þrjú og heita Ásgeir Hannes, Baldvin og Elfn. E 99“ l g er fædd á loftinu í Laugavegsapóteki og þar átti ég heima fyrstu tvö ár . ævi minnar. Síðan fluttist I ég með foreldrum mínum I að Fjölnisvegi 12, en þar hafði faðir minn byggt hús og við Fjölnisveginn hef ég átt heima nær allt mitt líf, að undanskildum fjórum árum, sem við hjónin áttum heima í Hafnarfirði. Sem sagt; ég er austurbæingur i húð og hár, þótt vesturbæingar standi að mér í báðar ættir. Það má kannski segja að mitt mottó sé barna- og fjölskylduvernd og það af eðlilegum ástæðum. Með þeirri kynslóð sem ég hef lifað, hefur svo margt breytzt, fjölskyldan er alltaf að minnka. Pabbi var einn af 7 systkinum og mamma ein af 10 systkinum. Enn lifa 6 af systkinum móður minnar, þ.e. börnum Hannesar Hafstein, og eru þau á aldrinum 65—84 ára, en 3 systkini pabba eru enn á lífi. Frá systrum mömmu hef ég heyrt margar og skemmtilegar sögur. Þær áttu vafalaust skemmtilega en erfiða æsku, þar sem afi var alla tíð á kafi í stjórnmálunum. Þær systur standa ávallt fyrir mér sem, „the gay twenties". Systur pabba voru mikið fyrir íþróttir og ein var um tíma sunddrottning Islands." — Hvar hófst þú þína skólagöngu? „Ég hóf mína skólagöngu hjá Isaki Jónssyni, en hann rak skóla hér skammt frá heimili mínu. Fór síðan í Austurbæjar- barnaskóla í einn vetur. Eftir barnaskóla- veturinn, fór ég í æfingadeild Kennaraskól- ans, sem lá beint við, þar sem deildin var staðsett aðeins steinsnar frá heimili mínu. Að loknu námi í æfingadeildinni fór ég í Verzlunarskólann, og lauk þaöan stúdents- prófi árið 1946. Nú, ég dreif mig í Háskólann strax árið eftir og skellti mér í læknisfræði af einhverjum ástæðum. Þann vetur, sem ég var við nám þar, lauk ég prófi í verklegri efnafræði. Sjálf átti ég ekki von á að hafa staðist prófið og hirti ekki um að ná í mína einkunn fyrr en pabbi hafði hitt prófessor Trausta Einarsson á götu og hafði hann þá spurt pabba hvort ég ætlaði ekki að ná í einkunnina." — Hvað tók við eftir þennan vetur í Háskóianum? „Það kom langt hlé frá námi. Ég fékk starf á auglýsingadeild Morgunblaðsins, en þá var blaðið til húsa í Isafoldarhúsunum, og hafði ég ákaflega gaman að starfinu þarna. Hér eru Hafstcinn og Sigríður með tvö barnabarnanna. Hafsteinn situr undir Ingunni Hafdfsi Hauksdóttur og Sigríður heldur á nöfnu sinni Ásgeirsdóttur. Rætt við Sigríói Ásgeirsdóttur 16. mann á iista Sjálfstæöis- fiokksins f-eitt meðlag fyrr en ýrskurður liggur fyrir. g vil benda á að þótt við höfum það almennt gott á íslandi, þá er til fólk sem á reglulega erfitt eins og t.d. margar einstæðar mæður, enda hafa meðlags- greiðslur tiltölulega dregist aftur úr. Félagsmálastofnun Reykjavíkur gerir margt gott, en við verðum að stefna að því að hægt verði að aðstoða þessar einstæðu mæður það mikið, að þær geti valið um, hvort þær vinni úti eða verið heima hjá börnunum. Að mínu mati á Reykjavíkur- borg að marka stefnuna í þessum málum, þannig að það sem borgin geri verði fyrirmynd annarra staða á landinu. En það er hægt að styðja við bakið á þessu fólki á margvíslegan annan hátt, t.d. með breyttri skattapólitík. Við þurfum að gera Reykjavík að borg fjölskyldunnar fyrst og fremst, stofnanir, hvort sem þær eru fyrir börn eða aldraða geta aldrei komið í stað heilbrigðs fjölskyldulífs." — Hver var ástæðan fyrir því að þú fórst út í borgarmálapólitíkina? „Fyrir prófkjör 1974 var ég hvött til að taka þátt i þvi og gerði það fúslega. Ég gerði mér þá hins vegar ekki ljóst í hverju borgarstjórnarstarfið er fólgið, en þetta starf er miklu meira en maður heldur, fyrir fram. Þau 4 ár sem ég hef nú starfað sem varaborgarfulltrúi hafa verið lærdómsrík. Maður hefur séð hve þáttur borgarstarfs- manna er mikill við undirbúning og framkvæmd mála. Starfsfólk borgarinnar er að mínu mati úrvalsfólk, og valinn maður í hverju rúmi. Þegar ég byrjaði í þessu ati var ég uppfull af barnaverndarmálum o.fl., en eftir því sem hef kynnst betur hinum ýmsu málaflokkum finnst mér skipulags- málin einkar athyglisverð. Sjálf er ég varamaður í skipulagsnefnd. Það hvílir mikil ábyrgð á herðum skipulagsnefndar, samþykktir hennar ráða miklu hvernig til tekst með skipulag nýrra hverfa, niðurröðun verkefna o.fl. verkefni skipulagsnefndar er m.a. að sjá um að gamli bærinn tæmist ekki Dreif mig í lögfræóina að mér fannst karl mennirnir ekki taka Arið 1954 giftist ég manninum mínum Hafsteini Baldvinssyni lögfræðingi og stofnuðum við heimili á Barónsstíg 43 og þá foru börnin að koma og heimilisstörfin sátu í fyrirrúmi. Hafsteinn var ráðinn bæjarstjóri í Hafnarfirði 1%2 og fluttumst við þá þangað og bjuggum þar í 4 ár eða eitt kjörtímabil, fram til 1966. Það var þá fyrst sem ég fór að fá áhuga á stjórnmálum. Þarna fór ég að kynnast hinum ýmsu vandamálum sem steðja að hverju bæjarfélagi og því má segja að það hafi verið í gegnum starf Hafsteins, sem áhugi minn á stjórnmálum vaknaði. — Hvernig kunnirðu við Hafnarfjarðar- árin? „Það var gott að vera í Hafnarfirði. Við bjuggum á fallegum stað undir Hamrinum. Þegar við fluttum í Hafnarfjröð var raunverulega ein gata í miðbænum þ.e. Strandgatan, en á árunum sem við vorum þarna, var Fjarðargatan lögð, og hún bjargaði tilveru miðbæjarinp í Hafnarfirði. Það var einnig mikill spenningur er bygging álversins var í undirbúningi. Það voru margir staðir sem vildu fá þetta mikla iðjuver, en að lokum varð Hafnarfjröður hlutskarpastur. Það má segja að við höfum átt við eitt vandamál að stríða þann tíma, sem við bjuggum í Hafnarfirði. Við áttum þá nefnilega hund. Fólki fannst það fjári ósvífið að bæjarstjórinn skyldi leyfa sér að eiga hund, þar sem hundahald var bannað í bænum á þessum tíma.“ — Hvenær dreifst þú þig í lögfræðinám- ið? „Ég dreif mig ekki í lögfræðinga fyrr en 1965, þá orðin 38 ára gömul. Yngsta barnið var þá orðið 8 ára og mér fannst ég vera orðin hálf einmana. Eins og ég gat um áðan var ég farin að hafa mikinn áhuga á félagsmálum og stjórnmálum á þessum tíma. Sérstaklega hafði ég áhuga á meiri velferð barna, sem voru farin að afvegaleiðast. Ég hafði ýmsar hugmyndir á lofti t.d. í sambandi við Krísuvík, sem mér fannst upplagður staður sem heimavistarskóli fyrir börn sem áttu mark á við hegðunarvandamál að etja. Hins vegar fannst mér karlmennirnir ekki taka mark á mér, aöeins hiusta á mig af kurteisi, og því ákvað ég að drífa mig í lögfræðinám, í þeirri von, að meira mark yrði tekið á mér. Hafsteinn spurði hvað ég væri að gera í þetta langa nám, en ég sagði einfaldlega að ég ætlaði að reka lögfræðiskrifstofu fyrir konur, sem gætu ekki borgað og þetta hefur sannast á mig að nokkru leyti, þar sem ég hef verið með ráðgefandi lögfræðiþjónustu fyrir mæðrastyrksnefnd og Félag einstæðra foreldra, en þetta er þjónusta sem veitt er ókeypis." — Voru ekki mikil viðbrigði að fara í erfitt skólanám eftir svona langt hlé? „Mér fannst einfaldlega dýrlegt að vera komin í skóla á nýjan leik eftir öll þessi ár. Ég fór í skólann með góðri samvizku, þar sem börnin voru orðin það stálpuð og því fannst mér ég ekki vera að svíkjast um. Þegar öllum skildist að mér var alvara að stunda námið eftir beztu getu, þá stóð ekki á hjálpinni. Vissulega var þetta mikið álag á meðan á því stóð, en það hafa allir gott af að leggja svolítið á sig. Þá fannst mér það ákaflega gaman hversu krakkarnir í minni deild tóku mér vel. Það var aldrei litið á aldursmuninn og mér fannst sem helmingurinn af deildinni væri á svipuðum aldri og ég, þ.e. á fertugsaldri. Þegar ég fór í Háskólann höfðu aðeins tvær konur sem ég veit um farið í Háskólanám á mínum aldri. Þetta er hins vegar orðið algengt nú og ég held því fram, að konur eigi að Ijúka sínu barnauppeldi áður en þær fara í langskólanám. Ég vil líka að börnin séu eins mikið í heimahúsum og hægt er. Eftir að börnin eru farin að stálpast finnst mér hins vegar sjálfsagt að mér“ konan fari í eitthvert nám eða starf, því annars veit konan vart hvað hún á að gera af sér og einnig tapast dýrmætur vinnu- kraftur fyrir þjóðfélagið. — Hvenær fórstu svo að snúa þér að félags- og stjórnmálum fyrir alvöru? „Þegar ég bjó í Hafnarfirði tók ég nokkurn þátt í pólitísku starfi. Félagsmálin eru að ég held eðlislæg í minni ætt, t.d. laðaði Maren móðir Péturs Havsteen langafa míns að sér umrenninga og fékk að lokum sérstakt hús til að hafa fyrir þá, en það er nú önnur saga. Þegar ég flyt til Reykjavíkur 1966 er ég á kafi í námi allt til ársins 1971. Að því loknu fór ég strax að vinna á skrifstofunni hjá Hafsteini, fyrst sem fulltrúi og síðan sem héraðsdómslög- maður eftir að ég fékk lögmannsréttindi og núna munum við vera þrjár konur, sem störfum sem málafærslumenn. Aðrar konur, sem lokið hafa lögfræðinámi, hafa flestar farið til starfa í embættismannakerfinu. Annars er það svo að almenn málafærslu- störf eru gífurlega erfið, og mér liggur við að segja að þau séu karlmannsstarf, hvað sem öllum kvenréttindamálum líður. Núna standa málin þannig hjá mér, að ég læt almenn lögfræðistörf sitja mikið á hakanum, og starfa mest fyrir Mæðra- styrksnefnd og Félag einstæðra foreldra. Það er í gegnum starf mitt hjá þessum samtökum, sem ég tek helzt að mér almenn mál eins og t.d. barnsfaðernismál." Er ekki erfitt að eiga við barnsfaðernis- mál? „Þessi mál geta oft á tíðum verið ákaflega erfið, — kerfið er svo seinvirkt. Það kemur fyrir að börn eru orðin 2-3 ára þegar þau eru feðruð. Það er erfitt fyrir mæður að standa í svona málum, því að þær fá ekki af fólki og nú er reynt að fjölga fólki þar með fjölgun íbúða. Ennfremur hef ég starfað í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur og ég tel að við eigum að hlúa vel að þeirri stofnun. Það er rætt um mikið tap á strætisvögnum, sem meðal annars stafar af því, að verðlagsyfirvöld hafa ekki heimilað okkur að hækka fargjöldin. Hins vegar vil ég fremur kalla þetta niðurgreiðslur og ég hallast meir og meir að því að þær séu réttlætanlegar, þar sem við þurfum að fá sem flest fólk til að nota strætisvagnana á þessari bilaöld, að því er augljós hagur. — Nú ert þú formaður stjórnar Dýra- spítalans, hvernig gengur rekstur hans um þessar mundir? „Ég er búin að vera formaður í tæpt ár og á þessum tíma hefur ýmislegt áunnist. Meðal annars hefur fengist ráðinn aðstoðar dýralæknir til starfa með Brynjólfi Sand- holt héraðsdýralækni sem hefur það í för með sér, að Brynjólfur mun koma til samstarfs við spítalann. Starfið við dýra- spítalann er ákaflega jákvætt og þakklátt, enda er til svo mikið af dýravinum. Frá áramótum höfum við rekið hjálpar- stöð á dýraspítalanum, svokallaða skyndi- hjálp. Þá höfum við tekið dýr til geymslu og umönnunar. Þrátt fyrir það að við höfum ekki tekið neina þóknun fyrir þetta starf, nema hvað gjald er tekið vegna geymslu á dýrum, þá hefur rekstur spítalans staðið undir sér, einfaldlega vegna þess hve fólk hefur verið óspart á að færa spítalanum gjafir. Eins og er, starfa tvær stúlkur við spítalann." — Ef við vendum okkar kvæði í kross. Hvernig notar þú helzt frístundirnar? „Sjálf hef ég ekkert sérstakt tómstunda- starf, nema hvað mér finnst gaman að sinna barnabörnunum eftir beztu getu. Þá eigum við hjónin ásamt öðrum sumarbústað að Húsafelli og þar finnst mér stórkostlegt að vera, ekki síst á haustin og veturna. Ennfremur hef ég notað frístundirnar til að skreppa til Nígeríu, þar sem Hafsteinn maður minn starfar rnikið um þessar mundir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.