Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 Snurðulaus framkvæmd byggist á því að löggjöfin verði vel undirbúin í samvinnu við atvinnulífið í landinu í umræðum um skattamál er því stundum haldið fram, að atvinnu- reksturinn í landinn sé að mestu skattlaus. Að minnsta kosti greiði fjöldi fyrirtækja ranglega lítinn sem engan tekjuskatt. Slíkar fullyrðingar eru alrangar. Skattar og gjöld til hins opin- bera, önnur en bein gjöld fyrir veitta þjónustu, munu vera rúm- lega. 70 talsins hér á landi og skiluðu ríki og sveitarfélögum rúmlega 120 milljörðum króna í tekjur á síðasta ári. Af þeirri fjárhæð er tekjuskattur einstakl- inga og félaga ásamt barnabótum einungis um 12 milljarðar eða 10% og virðist skiptist milli einstakl- inga og fyrirtækja með svipuðum hætti og hlutdeild launa og hagnaður er í þjóðartekjum. Tekjuskattur virðist því hvorki vera sérstakur skattur á launa- menn né sérstakur skattur á atvinnurekstur. Tekjuskattur er þó langt því frá eini skattur atvinnurekstrar. Atvinnurekstur greiðir gjöld af starfsfólki sínu, launaskatt af launum þeirra, eignarskatt af eignum sínum, fasteígnaskatta af fasteignum, aðstöðugjald af kostn- aði, tolla, söluskatt, vörugjöld, ýmis konar gjöld til lánasjóða og þannig mætti lengi telja. Einn atvinnuvegur, verzlunin, inn- heimtir t.d. og greiðir rúmlega 50% af öllum sköttum hins opin- bera, án allra innheimtulauna og lánar jafnvel ríkissjóði t.d. sölu- skattinn mánuðum saman, áður en hann innheimtist hjá kaupanda. Atvinnureksturinn í landinu gegn- ir því undirstöðuhlutverki í tekju- öflun ríkis- og sveitarfélaga. Sumir stjórnmálamenn gera gjarnan þá kröfu, að atvinnurekst- ur greiði hærri skatta til hins opinbera en nú er. Þeir virðast þó ekki gæta þess, að margir skattar hafa þá eiginleika að ganga beint inn í útsöluverð vöru og þjónustu og lenda þannig á neytendum í hærra útsöluverði. Lendi skattarn- ir hins vegar á fyrirtækjunum sjálfum, skerða þeir fljótt getu fyrirtækja til launagreiðslna og koma þannig niður á launum starfsmanna, þar sem ekki er sennilegt, að hagnaður atvinnu- veganna beri aukna skattheimtu, án þess að atvinnuöryggi sé stefnt í hættu. Aukin skattheimta hjá atvinnufyrirtækjum lendir því á landsmönnum öllum í hærra út- söluverði vöru og þjónustu, lægri launum eða minni atvinnu, vegna þess að ónógur hagnaður réttlætir ekki til lengdar, að atvinnurekstri sé fram haldið. Mörgum virðist einnig ekki ljóst, að skattar atvinnurekstrar eins og skattar einstaklinga mið- ast við ákveðna skattstofna. Ef þessir skattstofnar eru ekki fyrir hendi, greiðist enginn skattur. Fyrirtæki, sem greiðir ekki laun, greiðir t.d. ekki launaskatt. Fyrir- tæki, sem ekki hagnast, greiðir því ekki tekjuskatt. Minni tekju- skattsgreiðslur fyrirtækja síðustu árin eru því ljósasta dæmið um þann litla hagnað, sem verið hefur í íslenzkum atvinnurekstri undan- farið. Orsakir minni hagnaðar í ís- lenzkum atvinnurekstri eru marg- ar. Verðbólgan, sem hefur verið um 40% á ári að jafnaði síðustu fimm árin, hefur hækkað stórlega allan rekstrarkostnað. Einnig hafa laun hækkað verulega. Fyrirtæki hafa og orðið fyrir niðurskurði verðhækkunarbeiðna, þannig að verðhækkanir hafa tíðum verið of litlar -og komið -of seint, en- þé- hækkað verðlag meira en þörf var á, ef eðlileg hækkun hefði orðið strax. Það er þó von okkar, að ný lög um verðlag, samkeppni og óréttmæta viðskiptahætti muni breyta þessu ástandi til betri vegar. Einn af okkar þingmönnum, Ragnar Arnalds, öðrum þing- mönnum fremur, á sérstakar þakkir skilið fyrir að vekja athygli alþjóðar á því, hversu litlum hagnaði atvinnuvegirnir hafa skil- að vegna erfiðs árferðis síðustu árin, þrátt fyrir mikil umsvif. Einn galli á hans málflutningi hefur þó verið sá, að geta þess ekki nægilega, að stærstur hluti skatt- greiðslna fyrirtækja er í formi óbeinna skatta, sem verða að greiðast óháð afkomu fyrirtækja, hvort sem fyrirtæki hafa til þess tekjur eða ekki. Skattheimtuaðferðir sem þessar eru þjóðinni allri stórvarasamar, og sýna einungis, að Alþingi og sveitarstjórnir hafa ekki ávallt nægan- skilning á því, að atvinnu- Hjalti Geir Kristjánsson vegirnir eru undirstaða atvinnu og lífskjara í þessu landi. Sú undir- staða verður að vera traust, ef vel á að fara. Við Islendingar verðum að fara að temja okkur, að gera ekki þær skattheimtukröfur á hendur at- vinnurekstri, hvernig sem árar, að atvinnurekstur verði mun veikari hér en erlendis og geti því ekki skapað landsmönnum sambærileg laun og lífskjör og þar þekkjast. Því miður bendir margt til, að sú sé orðin raunin hér á landi. Af þeirri braut verðum við að snúa, og afnema þá óbeinu skatta, sem nú eru innheimtir í atvinnurekstri. Verzlanaráðið hefur ávallt talið lög um tekju- og eignaskatt með mikilvægustu löggjöf, sem snertir atvinnurekstur. Verzlunarráðið hefur því lagt kapp á, að vera ávallt reiðubúið að sinna fyrirhug- uðum breytingum á þessari lög- gjöf, þannig að þær mættu þjóna sem Sezt atvinnulífinu í landinu sem heild. Það er því ánægjuefni, að við skulum nú vera hér saman komin til að ræða nýja löggjöf um - tekju- og eignarskatt; sem við væntum, að verði spor fram á við. Þegar fjárhags- og viðskipta- nefnd N.d. Alþingis sendi Verzlun- arráðinu fyrra frumvarpið um tekju- og eignarskatt til umsagnar í árslok 1976, hlaut það mjög ítarlega umfjöllun á vegum ráðs- ins. Skattanefnd ráðsins fjallaði um frumvarpið á fjölda funda og samdi drög að umsögn um frum- varpið, sem voru rædd á ráðstefnu á vegum ráðsins í janúar í fyrra. Auk þess vann skrifstofa ráðsins mikið að þessu máli. Niðurstaðan var ítarleg umsögn, sem Alþingi var send í byrjun febrúar 1977. Var sú umsögn bæði kynnt þing- mönnum og öðrum samtökum atvinnuveganna og myndaði grundvöllinn að umfjöllun þeirra um málið. Er líða tók að páskum nú í vor var ljóst, að skattafrumvarpið yrði lagt fram að nýju með ýmsum breytingum, einkum hvað snertir einstaklinga. Fulltrúar Verzlunar- ráðsins áttu því fundi með forsæt- isráðherra, fjármálaráðherra, þingmönnum og þeim aðilum, sem unnu að gerð frumvarpsins til þess að ítreka nauðsynlegar umbætur á frumvarpinu varðandi atvinnu- rekstur. I þeim viðræðum lagði Verzlunarráðið höfuð áherzlu á, að eftirtalin sjö atriði yrðu útfærð í frumvarpinu: 1. Varasjóður. Verzlunarráðið vildi halda gildandi reglum um varasjóð. Einnig var það mótfallið framkominni hugmynd um fjár- festingarsjóð, eins og hún var þá útfærð. 2. Fyrningar. Verzlunarráðið vildi færa upphaflegt kaup- og kostnað- arverð eigna til verðlags hvers árs og fyrna af því verði miðað við æskilegan nýtingartíma eigna í atvinnurekstri. Niðurlagsverð mátti nema 5% af upphaflegu verði en söluhagnaður, þ.e. (sölu- verð + bókfært verð) mátti þá verða skattskyldur. Kaupverð áhalda og tækja allt að krónum 500.000 vildum við gjaldfæra á kaupári. 3. Vörubirgðir. Vörunotkun vild- um við leiðrétta um þá verðlags- breytingu á vörubirgðum í árs- byrjun, sem orðið hefur á árinu. Reglur um 30% afskrift birgða myndu þá falla niður, en birgða- varasjóður yrði hluti af hreinni eign. 4. Niðurfærsla skulda. Afskrift vafasamra skulda yrði heimil við mat áviðskiptakröfum eða almenn 5% niðurfærsla þeirra heimiluð árlega. 5. Arðsúthlutun. Úthlutun arðs vildum við heimila án takmörkun- ar. Úthlutaður arður yrði því frádráttarbær í rekstri en skatt- skyldur hjá viðtakanda með sömu skilmálum og vextir af sparifé. 6. Tap. Verzlunarráðið taldi, að tap ætti að vera frádráttarbært frá tekjum fyrri eða síðari ára að jöfnu. Annað mismunaði fyrir- tækjum. 7. Jöfnunarhlutabréf. Útgáfa skattfrjálsra jöfnunarhlutabréfa vildi Verzlunarráðið heimila mið- að við árlega breytingu á hreinni eign, sem yrði samhliða endurmati eigna. Jafnframt þyrfti eignar- skattur atvinnurekstrar að verða hinn sami og hjá einstaklingum, ef ekki væri talið fært að fella hann alfarið niður. í heild má segja, að þessar tillögur Verzlunarráðsins hafi mætt skilningi stjórnvalda, og vil við þetta tækifæri þakka fjár- málaráðherra og ráðuneyti hans það samstarf og þær breytingar sem á komust milli aðila, áður en frumvarpið fékk endanlega af- greiðslu Alþingis. Hugmyndin um fjárfestingarsjóð var lögð til hliðar og varasjóði haldið óbreytt- um. Fyrningarreglum var gjör- breytt, að mestu eins og Verzlun- arráðið lagði til, ef frá er talið ákvæðið um skerðingu fyrninga vegna skulda og uppfærsla áður- fenginna fyrninga. Einnig var gjaldfærsla kaupverðs minni tækja og áhalda hækkuð úr 50.000 krónum í fyrra frumvarpi í 200.000 krónur nú. Tillaga Verzlunarráðsins um meðferð vörubirgða var ekki tekin til greina, en matsregla vöru- birgða var þó mjög lagfærð frá fyrra frumvarpi, þar sem 30% niðurfærsla nær til fleiri atriða og ákvæði um, að vörur skuli komnar í hús, var fellt niður. Almenn afskrift vafasamra skulda var ekki heimiluð, en 5% niðurfærsla á viðskiptakröfum gegnir svipuðu hlutverki. Reglur um úthlutun arðs hafa enn ekki verið lagfærðar nægilega. Til þess að hlutabréf geti staðið nokkuð jafnt að vígi og spariskír- teini ríkissjóðs þarf 7,5% arður að vera frádráttarbær í atvinnu- rekstri og skattfrjáls hjá viðtak- anda, en hlutabréf eignarskatts- frjáls, svo að jöfnunarhlutabréf verði almennt gefin út. Þegar sagt var frá þessari hugmynd í síðasta Fréttabréfi ráðsins, slæddust inn nokkrar meinlegar ritvillur, svo að hugmyndin misskildist, og vildi ég leiðrétta það hér. Hér er um þýðingarmikið mál að ræða í þeim tilgangi að skapa áhuga almenn- ings til að leggja og ávaxta fjármuni sína í atvinnurekstri, eins og tíðkast erlendis. Það náðist hins vegar fram, að jöfnunar- hlutabréf megi gefa út miðað við endurmat eigna í árslok 1978, en síðar samkvæmt verðlagsbreyting- um. Einnig var eignarskatti fyrir- tækja breytt frá fyrra frumvarpi og hlutfallið haft hið samá fyrir einstaklinga og atvinnurekstur. Það náðist hins vegar ekki fram, að tap yrði frádráttarbært frá tekjum fyrri og síðari ára. Megin- reglan verður nú sú, að tap skuli fært á varasjóð, ef hægt er, en sé síðan frádráttarbært frá tekjum. Verzlunarráðið fylgdist náið með afgreiðslu frumvarpsins á Alþingi og kom á framfæri ýmsum ábendingum, sem sumar hverjar voru teknar til greina. Fyrningar- hlutföll voru t.d. hækkuð á skipum og vélum og tækjum, tekjufærsla söluhagnaðar vegna skuldabréfa var rýmkuð, kaup á líftryggingu varð frádráttarbært eins og nú er, þó lægri fjárhæð, og skatthlutfátl lögaðila lækkaði úr 48% í 45%. Af öðrum mikilvægum breyting- um má nefna, ákvæði um samruna sameignarfélaga við hlutafélög eða breytingu í hlutafélag án skattskyldu. í þessum nýju skattalögum felast ýmsar breytingar, sem eru nýjung í lögum. Verzlunarráðið mun því þurfa að framkvæma ýmsar athuganir á lögunum nú í sumar, svo að hægt verði að gera þær lagfæringar á lögunum, sem nauðsynlegar kunna að verða, áður en lögin taka gildi. Þó er strax ljóst að fjögur atriði þurfa sér- stakrar athugunar við: 1. Nauðsynlegt er að meta skuldaviðurkenningar til núvirðis á söludegi vegna þess, að nafnverð þessara bréfa er mun hærra vegna óraunhæfra vaxta, sem býr til óraunverulegan söluhagnað, sem verður skattskyldur. 2. Þá virðist eðlilegt að íbúðar- húsnæði, sem notað er til tekjuöfl- unar í atvinnurekstri verði fyrn- anlegt, líkt og aðrar svipaðar eignir. 3. Einnig væri afar æskilegt að breyta skattaiögunum, svo að þau torveldi ekki þátttöku almennings í atvinnurekstri. Til þess að svo sé ekki, þurfa hlutabréf að standa jafnfætis spariskírteinum ríkis- sjóðs, þ.e. hlutabréf verði eignar- skattsfrjáls og arður af þeim, 7,5% frádráttarbær hjá fyrirtækinu, og skattfrjáls hjá viðtakanda innan þeirra upphæðarmarka, sem eru í lögunum. Ef við teljum hins vegar nauðsynlegt vegna þeirra erlendu félaga, sem hér kunna að starfa, að skattleggja arðinn að fullu í atvinnurekstrinum, verður að auka frádráttarbæran arð hjá viðtakanda, sem því nemur. 4. í fjórða lagi vildi ég nefna mótvirðisreikning fyrninga, sem þarf sérstakrar athugunar við. Þegar reikningurinn kemst í fram- kvæmd mun hann skerða fyrning- ar og safna upp fjárhæðum til tekjufærslu síðar. Það er því full ástæða til að fella þetta ákvæði niður. Virðist óþarfi að íslenzk fyrirtæki búi við óhagstæðari reglur að þessu leyti, en keppi- nautar þeirra erlendis, en t.d. í Englandi má gjaldfæra lausafé á kaupári, burtséð frá því hvernig það er fjármagnað. Eins og ég minntist á hér áðan, mun Verzlunarráðið framkvæma athuganir á þessum nýju skatta- lögum nú í sumar. Er Verzlunar- ráðið reiðubúið til samstarfs við fulltrúa fjármálaráðuneytisins í þeim efnum. Einnig vill Verzlun- arráðið bjóða upp á samvinnu við samningu frumvarps til laga um staðgreiðslu opinberra gjalda og um virðisaukaskatt, sem Verzlun- arráðið leggur áherzlu á að komist á í ársbyrjun 1980. Væri mjög æskilegt, að góð samvinna gæti skapazt milli opinberra aðila og atvinnulífsins í þessum málum strax í upphafi, því að snurðulaus framkvæmd þessara laga byggist á því, að þessi löggjöf verði vel undirbúin í samvinnu við atvinnu- lífið í landinu. Ræða Hjalta Geirs Kristjánssonar formanns Verzlunarráðs á fundi ráðsins um skattamál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.