Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 42 Sveinn Björnsson iðnverkfrseðingur hefur verið varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins f Reykjavík tvö undangengin kjörtfmabil. Þar hefur Sveinn m.a. átt sæti f umferðarnefnd, stjórn Innkaupastofnunar Reykjavfkurborgar og er nú formaður stjórnarnefndar veitustofnana og stjórnar Strætisvagna Reykjavfkur. Sveinn skipar nú 17. sæti á framboðsiista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar f kosningunum n.k. sunnudag. Morgunblaðið ræddi við hann fyrir skömmu og fer viðtalið hér á eftir. Hvað viltu segja um æskuárin? Ég er fæddur í Reykjavík 23. júlí 1926. Foreldrar mínir voru Þórunn Haildórs- dóttir frá Kotmúla í Fljótshlíð og Björn Benediktsson frá Akurhúsum í Garði. Þau eru bæði látin fyrir mörgum árum. Um æskuárin er svo sem fátt að segja. Gekk í Miðbæjarskólann og var á sumrum hjá föðurbróður mínum Þorláki Benediktssyni í Akurhúsum. Þar kynntist maður bæði heyskap og saltfiski á ungum aldri, enda þótti sjálfsagt að krakkar strituðu við hlið þeirra fullorðnu. Þorlák- ur stendur mér mjög lifandi fyrir hugskotssjónum. Hann var annálaður fyrir snyrtimennsku og reglusemi, sívinn- andi og var allt í öllu í Garðinum, samfara margvíslegum atvinnurekstri. Hann gerði miklar kröfur til iðni og ástundunar, en mestar til sjálfs sín. Hann var sannur sjálfstæðismaður að skapgerð og lét verkin tala. En svo maður snúi sér aftur að heimahögunum, þá var Reykjavík ekki orðin sú glæsta höfuðborg, sem hún er í dag og lífið allt einfaldara í sniðum. Til dæmis þekkti ég flesta bíla í bænum eftir númerum. Á þessum árum átti ég heima á Skólavörðustígnum. Þótt lífið væri fábrotið var alltaf nóg að gera við frístundirnar í góðum félagsskap. Ég æfði fótbolta í Víking, var í skátafélaginu Erni, fór á skíði niður á Arnarhól, synti oft í gömlu sundlaugunum. Við krakkarn- ir á „stígnum" héldum íþróttamót, svo var teflt og spilað o.m.fl. Tvisvar átti ég þess kost að vera í íþróttaskó'a Sigurjóns Péturssonar á Álafossi. Þegar brezka hernámsliðið kom hingað 10. maí 1940, er maður orðinn 14 ára og nú tekur heimsmyndin óðum að breytast, ekki sízt í augum krakka á fermingar- aldri, sem kominn er í gagnfræðaskóla. Eftir að ég fór að fylgjast með störfum bróður míns frá 7—8 ára aldri, fann ég og vissi, að hugur hans beindist allur að því, að láta til sín taka í sambandi við gerð og viðhald veiðarfæra. Þegar á árinu 1933 reisti hann fyrsta hús hér á landi, sem ætlað var til þessara hluta. Hann hafði af vanefnum ráðist í þessa framkvæmd með áhugann einn og viljann að veganesti. Hann var sívakandi fyrir hvers konar nýjungum og framförum í veiðitækni. Mikill fjöldi netagerðar- manna lærðu sitt fag af honum, enda var þetta umfangsmikill rekstur, ekki sízt á miklum síldarárum, þegar útibú þurfti að hafa á 3—4 stöðum norðanlands. Smátt og smátt fór ég að taka þátt í þessu með föður rnihum og starfaði m.a. ein tvö sumur á Siglufirði. Faðir minn var alla tíð sjálfstæðismaður. Og hvernig átti annað að vera? Svarið er fólgið í frásögninni hér á undan. Án þess að hann prédikaði nokkurn tímann pólitík fyrir mér, hlaut ég að draga mínar ályktanir og lærdóm af lífi og starfi hans. Sú saga var mér geðfelld og þess vegna er ég sjálfstæðismaður. Svo kemur framhaldsnámið? Ég innritaðist í 3. bekk M.R. haustið 1942 og lauk prófi úr stærðfræðideild með 100. árgangi skólans 1946. Næsta vetur á eftir var ég í háskólanum hér heima, en hóf nám í iðnverkfræði við Illinois Institute of Technology í Chicago 1947 og lauk prófi þar 1951. í hverju er iðnaðar- verkfræði fólgin? Grunnmenntunin er hin sama og vélaverkfræði, en þar við bætizt rekstrar- hagfræði, skipulagstækni og stjórnun. Dæmigerð verkefni iðnaðarverkfræðinga eru hagkvæmnisathuganir vegna nýrra íyrirtækja: Skipulagning verksmiðja, r agræðingaraðgerðir og framleiðnirann- sóknir svo eitthvað sé nefnt. Hvað tekur svo við að námi loknu? Það má segja að þá gerist margt í senn. Eiginkonan Helga Gröndal kemur inn í spilið 1952 og svo tekur fjölskyldan að stækka. Börnin eru fimm á aldrinum 12—25 ára og barnabörnin tvö. Við Helga erum sömu skoðunar í pólitíkinni. Hún hefur tekið virkan þátt í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins, svo oft á tíðum Rætt við Svein Björnsson vara- borgarfulltrúa sem skipar 17. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks til borgarstjórnar- kosninganna: leiðist umræðan að stjórnmálum á heimilinu, jafnvel svo að krökkunum, sem eftir eru heima, þykir nóg um. En í reynd er þetta umræða um borgar- og landsmál, sem þau hafa í aðra röndina áhuga á að setja sig inn í. Fyrst í stað eftir heimkomuna starfaði ég við nýstofnaða netaverksmiðju, sem faðir minn kom á fót, en 1953 þegar Iðnaðarmálastofnun íslands var sett á fót, var ég beðinn um að koma til starfs þar og stóðst ekki þá freistinguna. Fannst mér þarna vera um óska vettvang að ræða fyrir nýbakaðan iðnaðarverkfræð- ing. Þykir mér ekki úr vegi að rifja lítils háttar upp aðdragandann að stofnun hennar. „... Það var á árinu 1952, að iðnaðarmálanefnd, sem skipuö var af Samgöngumálaráðuneytinu skilaði tillög- um sínum, sem leiddu til stofnunar Iðnaðarmálastofnunarinnar. Þar sagði m.a. að lagt væri til, að komið yrði á fót stofnun til eflingar iðnþróun í landinu með þríþættu starfssviði: 1) Að láta í té þjónustu, er stefni að aukinni tæknilegri aðstoð, bættum vinnubrögðum og hagnýt- ingu erlendra nýjunga á sviði iðnaðar. 2) að vera bækistöð fyrir eftirlit með vörugæðum iðnaðarvara. 3) að hafa á hendi skýrslusöfnun um íslenzka iðnaðar- framleiðslu og afköst í íslenzkum iðnaði. I upphafi annaðist Iðnaðarmálanefnd reksturinn og réð til sín starfsfólk eins og ég sagði áður. En auk mín voru verkfræðingarnir Bragi heitinn Ólafsson og Hallgrímur Björnsson ráðnir og var Bragi ráðinn framkvæmdastjóri. Hann lét svo af því starfi fljótlega eða 1955 og tók ég þá við starfi framkvæmdastjóra, sem ég gegni enn þann dag í dag. Fram til ársins 1965 var stofnunin til húsa í Iðnskólanum, en þá fluttist hún í núverandi húsnæði við Skipholt 37. Þess má og geta að í húsakynnum stofnunar- innar í dag hefur einnig aðsetur Verk- stjórnarfræðslan, sem starfrækt er af okkur en á vegum iðnaðarráðuneytisins svo og Stjórnunarfélag íslands, en ég var einn af aðalstofnendum þess félags. Frá fyrstu tíð hefur tæknileg aðstoð og upplýsingastarfsemi verið einn af horn- steinum stofnunarinnar, enda þótt oft hafi reynst erfitt að rækja þetta hlutverk vegna skorts á sérkunnáttumönnum. Meðal verkefna okkar gegnum árin hefur verið samning og útgáfa íslenzkra staðla. Þá má einnig nefna tæknibókasafn, kvikmyndasafn, tímaritið „Iðnaðarmál" o.fl. Á árinu 1971 er nafni stofnunarinnar síðan breytt í það sem það er í dag, þ.e. Iðnþróunarstofnun íslands. Eitt af verk- efnum okkar nú eru rannsóknir á jarðefnaiðnaði. Það er gert í samstarfi við ýmsa aðila m.a. úti á landi. Sérstaklega hefur verið fengist við rannsóknir á perlusteini, vikri og basalti. Samkvæmt þessum nýju lögum er hlutverk stofnunarinnar að vinna að tækniþróun og aukinni framleiðni í íslenzkum iðnaði með því að veita iðnaðinum sem heild, einstökum greinum hans og iðnaðarfyrirtækjum sérhæfða þjónustu á sviði tækni- og stjórnunar- mála og stuðla að hagkvæmari nýtingu íslenzkra auðlinda til iðnaðar. Stofnun- inni er einnig heimilt að aðstoða aðila, sem þörf hafa fyrir þá sérþekkingu, sem stofnunin hefur yfir að ráða. En hlutverki sínu á stofnunin að gegna m.a. með því að vinna að ráðgjöf og fræðslu, öflun og dreifingu upplýsinga, hagnýtum rann- Framhald á bls. 62. Fjölskyldan heima í Grundarlandi, f.v. Björn, 17 ára, Helga 12 ára, húsmóðirin Helga, Sveinn og Benedikt sem er tvíhurabróðir Helgu. Á myndina vantar Þórunni sem er við nám í Noregi og Halldóru. „Sjalfsagt þotti að krakkar strituðu við hlið hinna fullorðnu“ Verða ekki þáttaskil í starfs- semi ykkar, þegar nú er búið að samþykkja á Alþingi frumvarp um Iðntæknistofn- un4slands? Jú, það má segja það. Kjarni þess frumvarps er að stefnt er að því að sameina tvær tæknistofnanir iðnaðarins, þ.e. Iðnþróunarstofnun Islands og Rann- sóknarstofnun iðnaðarins í Keldnaholti. Hugmyndin bak við frumvarpið er að hér rísi stofnun sambærileg við svonefnd „Teknologisk institut" á hinum norður- löndunum. Það eru áratugagamlar stofn- anir, sem hafa með.höndum fræðslu og leiðbeiningastarf og þjónustu fyrir iðnað- inn, prófanir og tilraunir ýmis konar. Eins og ástandið er hjá okkur í dag er ekki hægt, hvorki mannaflans vegna né fjárhagslega að veita iðnaðinum þá fjölbreyttu þjónustu á faglegum grund- velli, sem hann hefur þörf á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.