Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 Tómas Tómasson skipar efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Kefiavík til bæjar- stjórnarkosninganna á sunnu- daginn, en hann hefur verið bæjarfulltrúi í 16 ár. Hann var fyrst kjörinn 1954 og hefur setið len^st af' síðan þá. verið í bæjarráði og síðustu 8 árin verið forseti bæjarstjórnar. Mbl. átti samtal við Tómas um málefni Keflavikur og var hann fyrst inntur eftir hvert væri aðalverk- efnið um þessar mundirt „Þegar um það er spurt hvert sé helzta verkefnið hygg ég að framkvæmdir við Hitaveitu Suð- urnesja verði þar tvímælalaust efstar á blaði. Hitaveitan er sameign sveitarfélaganna á Suður- nesjum og ríkissjóðs. Allar fram- kvæmdir við þessa stórvirkjun, sem er einstök í sinni röð þar sem hér er virkjað háhitasvæði, hafa gengið að mestu eftir áætlun. Hitaveitan var formlega tekin í notkun 6. nóv. ‘76 þegar fyrsta húsið í Grindavík var tengt og hinn 19. jan. ‘78 var fyrsta húsið í Keflavík tengt hitaveitunni. Nú eru um 360 íbúðir tengdar og nýtur því fimmtungur íbúa Keflavíkur hennar. Áætlað er að lokið verði við lagningu dreifikerfisins hér í bæ síðast á þessu ári. — Þrátt fyrir talsverðan stofn- kostnað húseigenda vegna teng- ingar við hitaveituna þá held ég að allir ljúki upp einum munni um að hér sé um að ræða eitt stærsta hagsmunamál og mestu og raun- hæfustu kjarabót okkar Suður- nesjamanna, og þar fyrir utan eru slíkar framkvæmdir stórmikil- vægar þjóðhagslega. Tómas sagði ennfremur að leyfi hefði fengist til að virkja afgangs- orku varmaveitunnar til fram- leiðslu rafmagns sem orkuverið notaði sjálft, allt að tveimur megavöttum og hefði þegar verið virkjaður tæpur helmingur henn- ar. — Það hefur verið talað minna um þessa virkjun okkar í fjölmiðl- un en Kröfluvirkjun, auðvitað vegna þess að allt hefur gengið án áfalla hér og því ekki tilefni til árása, sagði Tómas. Samstarf sveitarfélaganna Um skeið hefur verið samstarf milli sveitarfélaganna á Suður- nesjum og sagði Tómas að sam- starfið um hitaveituna væri merk- ur áfangi á þessu samstarfi: — Samstarfið hófst með bygg- ingu sjúkrahúss hér í Keflavík. Húsið hafði risið af grunni fyrir árið 1940 en tók ekki til starfa fyrr en um áramótin 1954—1955. Loka- spretturinn var unninn að frum- kvæði sjálfstæðismanna en þeir komust einmitt í meirihlutaað- stöðu í bæjarstjórn í kosningum í janúar 1954. Tómas nefndi að í byggingu væri 1300 fermetra viðbygging við sjúkrahúsið er hýsa skal fæðingar- deild, eldhús og þjónustuaðstöðu og mun sjúkrarúmum fjölga um 20. Aðrir þættir í samstarfinu eru heilsugæzlustöð er tók til starfa 1975, bygging dvalarheimilis fyrir aldraða, uppbygging framhalds- skólakerfisins, sameiginlegar brunavarnir og næsta verkefni á þessum vettvangi væri bygging sorpeyðingarstöðvar, en það mál er á samningastigi. — Það er ekki nokkur vafi á því, sagði Tómas, að svo margþætt og mikilvægt samstarf svo margra sveitarfélaga er einsdæmi hér á landi. Við sjálfstæðismenn leggj- um á það mikla áherzlu að samstarfið verði enn eflt og aukið þar sem hagkvæmt má telja, en hins vegar beri nauðsyn til að endurskipuleggja það vegna sívax- andi umsvifa, enda setur þetta samstarf í ríkum mæli svip sinn á stjórn bæjar- og hreppsmála hér á Suðurnesjum. Gatnagerð og umhverfismál Hver er staðan í gatnagerðar- málum í Keflavík? — Eitt af fyrstu verkefnum þess meirihluta í stjórn bæjarins sem sjálfstæðismenn stóðu að 1954 var að hefja varanlega gatnagerð. Strax næsta ár var fyrsta gatan, aðalgata bæjarins, lögð varanlegu slitlagi. Síðan hefur verið haldið áfram á þessari braut og nú er um 67% gatnakerfisins með varanlegu slitlagi. Þó ber að hafa það í huga að s.l. tvö ár var dregið verulega úr framkvæmdahraða vegna þess að vitað var um stórkostlegt jarðrask vegna hitaveitunnar og óvenju mikil viðhaldsvinna myndi verða á götunum þess vegna. — Á liðnu ári hefur verið unnið markvisst eftir áætlun um viðhald eldri gatna í kjölfar hitaveitu- framkvæmda svo og lagningu slitlags á nýjar götur, en hins vegar hefur verið sinnt bráðnauð- synlegu viðhaldi gatna á þeim svæðum það sem framkvæmdir hitaveitunar eru ekki byrjaðar. Framhaldsmenntun í heimahögum Næst er vikið að skólamálum og Tómas hefur orðið: — í skólamálum hefur verið gert stórátak hér á síðustu árum. Eg nefni viðbyggingu við barna- skólann, stór gagnfræðaskóli hefur verið reistur og eru því húsnæðismál grunnskólanna í sjálfu sér í nokkuð góðu lagi. Hins vegar hefur byggðin dreifst þannig að nauðsynlegt er að hefja byggingu barnaskóla í nýju hverfi, Heiðabyggð, sem er í byggingu núna. — Fyrir sérstaka atorku Ingólfs Halldórssonar, þá skólastjóra, var reist hér á mettíma eigið húsnæði fyrir Iðnskóla Suðurnesja. Á grunni hans og í því sama húsi var svo fyrir tveimur árum stofnaður Fjölbrautaskóli Suðurnesja og útskrifaði hann fyrstu stúdentana í vor leið. Fyrir þremur vikum var hafin bygging nýrrar hæðar ofan á húsið og er ætlunin að sú hæð verði tekin í notkun næsta haust. Bætir hún verulega húsnæðisað- stöðu skólans og leggja verður áherzlu á áframhaldandi uppbygg- ingu skólans svo að hann verði sem mest sjálfum sér nógur. Tómas sagði Fjölbrautaskólann vera einn ávaxta samstarfs sveit- arfélaganna og með honum hefði mikill hluti framhaldsmenntunar unglinga verið fluttur heim. Ríkis- sjóður greiðir 60% byggingar- kostnaðar skólans, en sveitar- sjóðirnir afganginn sem skiptist eftir fólksfjölda. Ný hverfi íbúar íKeflavík eru nú um 6500 og sagði Tómas að þeim hefði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.