Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 21
Landleiðir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 53 Strætisvagna- ferðir um Norður- bæ í Hafnarfirði í DAG, föstudag 26. maí munu Hafnarfjarðarvagnar Landleiða byrja að aka um Norðurbæ og vestasta hluta gamla bæjarins í Hafnarfirði. bessi hverfi munu þannig fá strætisvagnatengingu við öll önnur hverfi Hafnar fjarðar samtímis sem þjónusta batnar fyrir þá sem búa f þessum hverfum og þurfa að fara til Reykjavíkur eða annarra bæja. í höfuðatriðum er hér um hliðstæða þjónustuaukningu að ræða og gerð var í suður- og austurhluta Hafnarfjarðar á s.l. hausti, og sem mælst hefir mjög vel fyrir. Nú munu sömu vagnar og þá voru látnir fara Álfaskeið og Hringbraut í annarri ' leiðinni, einnig fara gegnum Norðurbæinn, um Hjallabraut og Vesturgötu (í stað Reykjavíkurvegar áður). Einnig mun aukavagn fara um Norðurbæinn vegna fólks sem þarf að fara til vinnu um kl. 07.30 og 08.30 á morgnana. Samtals verða 29 ferðir um Norðurbæ á virkum dögum 15 á leið til suðurs og 14 á leið til norðurs, og myndast þannig hring- tenging við öll önnur hverfi Hafnarfjarðar á klukkutímafresti í hvora átt, frá því um kl. 13.00 til 0.30 á kvöldin, auk morgunferð- anna, sem áður er getið. Um helgar, laugardaga, sunnu- daga og hátíðisdaga, munu allir vagnar aka frá morgni til kvölds um Norðurbæ og hringinn um önnur hverfi, tveir vagnar á klukkustund, hvor á móti öðrum. Ferðir um Norðurbæ verða framvegis samkvæmt eftirfarandi áætlun: Trésmiðafélag Rvíkur mótmæl- ir hugmyndum um skerðingu vísitölunnar AÐALFUNDUR Trésmiðafélags Reykjavíkur samþykkti eftir farandi ályktun samhljóðai „Aðalfundur Trésmiðafélags Reykjavíkur, haldinn að Hall- veigarstíg 1, fimmtudaginn 11. maí 1978, mótmælir harðlega kaupránslögum ríkisstjórnarinnar Vagnar á leið til Reykjavfkur um kl.i 07.35 08.35 12.55 13.55 14.55 15.55 16.55 17.55 18.55 19.55 20.35 21.35 22.35 23.35 24.35 Laugardaga, sunnudaga og hátíðisdaga 5 mín. yfir heilan tíma. Vagnar á leið í Miðbæ, Hvaleyr arholt, Hringbraut, Álfaskeið og til Reykjavíkur, um kl.i 07.17 08.17 12.47 13.57 14.57 15.57 16.57 17.57 18.57 19.57 20.47 21.47 22.47 23.47 24.47 Laugardaga , sunnudaga og hátíðisdaga 47 mín.' yfir heilan tíma. Fjórar nýjar biðstöðvar koma til aukningar við leiðarkerfið. Af þeim eru þrjár í Norðurbænum og ein nálægt gatnamótum Vestur- götu og Krosseyrarvegar. Vegna breytingarinnar fækkar ferðum verulega við eina biðstöð þ.e.a.s. Sjónarhól við Reykjavíkurveg og um helgar fellur sú stöð alveg út þar sem allir vagnar aka þá hina nýju hringleið. Sérstaklega skal bent á að framvegis aka vagnar á hálftíma fresti á laugardögum, eins og á sunnudögum ög hátíðisdögum að undanförnu, þar sem allir vagnar aka þá hringinn frá ki. 07.00 að morgni mun ferðum fjölga um Hringbraut og Álfaskeið, en hins- vegar fækkar ferðum síðdegis á laugardögum um Miðbæinn. Nýjar áætlanir um ferðir fást í vögnunum. Rétt er að benda fólki á, að vegna mikilla gatnagerðarfram- kvæmda í Hafnarfirði m.a. á strætisvagnaleiðum geta vagnarn- ir á köflum þurft að víkja af þeim götum og er þá ávallt leitast við að fara næstu götur eftir því sem við verður komið á hverjum tíma. frá febrúar s.l. og hugmyndum hennar um verulega skerðingu kaupgjaldsvísitölunnar með því að taka óbeina skatta út úr vísitöl- unni og hugmyndum um breyting- ar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, þar sem m.a. verk- fallsrétturinn yrði verulega skert- ur. Það er því augljóst, verði þessi ríkisstjórn áfram við völd að loknum kosningum í vor, að hún stefnir á rýrnandi kaupmátt launa og skerðingu á rétti verkafólks. Því er það skylda launafólks í komandi kosningum aö veita stjórnarflokkunum ekki brautar- Levis LEVI’S EÐA EKKERT Varist eftirlikingar LEVI’S SNIÐ í BLÁU DENIM OG FLAUELI Snið sem við eigum á lager Laugavegi 37 og 89. 521 Símar 12861/10353. 752 Okkar vinsælasta gallabuxnasmið, beinar skálmar (22 tommur) í bláu gallabuxnaefni (denim) einnig í flaueli, dökkbrúnu. Verð kr. 9950.- Nýja kvensniðið frá LEVI‘S beinar skálmar (20 tommur) í denim og flaueli, drapplitaðar og beinhvítar. Verð kr. 9950.- Barnonúmer 6-8-10-12-14 Levis stœrða tafla í tommum mitti 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 34 skrefsidd 36 skrefsidd Vinsamlegast krossið við stærð og lit sem þið óskið eftir. Við sendum strax, meða birgðir endast. Kosningahappdrætti Sjálfstæðisflokksins Dregið í kvöld Nú verða allir að vera með. Drætti ekki frestað Afgreiðslan er í sjálfstæðishúsinu Háaleitisbraut 1, sími 82900. Greiðsla sótt heim ef óskað er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.