Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 vUP <C>)' k’AFr/NU u p (í) __ GRANI göslarí Segðu mér nú> Hvar myndir þú hafa verið í dag, ef þú ekki hefðir mig, væni minn? Ég veit það sem þú veist ekki! Hvers á kirkjan að gjalda? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson l>egar varnarspiiarar neyða sagnhafa til að trompa við hvert tækifæri. sem býðst er oft hætta á, að þeir nái valdi á trompinu. Gegn þessu þarf að beita öllum tiltækum ráðum. Norður-suður voru á hættu og suður gaf. Norður S. 8 H. Á42 T. G10853 L. 10863 Vestur S. Á75 H. 85 T. K94 L. D9752 Austur S. K642 H. 763 T. 76 L. ÁKG4 Suður S. DG1093 H. KDG109 T. ÁD2 L. - Suður var sagnhafi í fjórum spöðum en austur og vestur höfðu alltaf sagt pass. Út kom lágt lauf og suður trompaði kónginn. Hann spilaði síðan spaðaþristi. Vestur tók réttilega á ásinn og lét sagnhafa trompa aftur lauf. Sagnhafi staðsetti nú spaða- kónginn á hendi austurs. Með þrjú tromp á báðum höndum sá hann þó fram á, að vinna mætti spilið lægju báðir rauðu litirnir 3—2. Suður hafði fengið tvo slagi og spilaði tíguldrottningu. Léti vestur lágt fengi suður tvo slagi á tígul og víxltrompun gæfi sex slagi til viðbótar. Vestur tók því á kónginn og spilaði laufi í þriðja sinn. Suður trompaði og staðan var þannig. „í öllu því blaðri, flaðri, smjaðri og þvaðri sem bergmálað hefur um byggð og borg undanfarnar vikur um allt sem á að gera til menningar og hagsbóta fyrir unga og aldna, sjúka, lamaða, fatlaða, fátæka og hrjáða, hefur kirkjan aldrei verið nefna né nokkur stuðningur henni til handa. Samt má segja að þar væri ekki síður þörf en til annarra félags- legra framkvæmda og stofnana í borg með tugþúsundir af kirkju- lausu fólki í kristnu landi. Raunar má segja að Reykjavík hafi nú um aldarfjórðungs skeið haft forystu meðal byggðarlaga landsins um nokkurt framlag til kirkjubygginga. Það skal þakkað. Á borgarstjórnartíma Gunnars Thoroddsens á fyrstu árum sjötta áratugar aldarinnar var þar lögð fram en milljón til slíkra fram- kvæmda, nú 28 milljónir. • Þökk þeim sem þessu ráða En líklega þætti það lítið ef um aðrar menningarstofnanir væri að ræða. Hvað mundi skóla- stjóri sem væri að taka við fræðsluhéraði segja ef honum væri sagt: Hérna eru nokkur hundruð börn, en skólann verður þú að sjá um að byggja með þrotlausu starfi næstu 30 ár. Þú færð hvorki lán í banka né nokkurn styrk frá opinberum aðilum. Raunar eru hér skólagjöld sem nema skósólavirði á hverja fjölskyldu! Þetta myndu fáir skilja. Og hver myndi vilja taka forystu um fjársöfnun fyrir skólann? Þetta er samt okkur Reykja- víkurprestum ætlað. Og þykir ekki umtalsvert — ekki einu sinni fyrir kosningar. Samt eru kirkjur byggðar fyrir dug og dáðir örfárra einstaklinga. En hvar væru skólar, sjúkrahús, öldrunarstofnanir og öryrkjaskóli án kristindóms, sem kirkjan á að boða með orðum og hugsjónum, dáðum og drenglyndi? Hvar væri kærleikur, sannleik- ur, réttlæti og frelsi, bræðralag, friður og mannréttindi án anda Krists? Kirkjan er fyrst í kær- leiksstarfinu. Norður S. - H. Á42 T. G1085 Vestur L. 10 Austur S. 75 S. K64 H. 85 H. 763 T. 94 T. 7 L. D9 Suður S. DG109 H. KD T. Á2 L. - L. 4 Tromphjónin tóku tvo næstu slagina. Tígull á gosann var dýrmæt innkoma í borðið og í hjartaásinn lét sagnhafi tígulás- inn af hendinni. Þá voru þrír tígulslagir tilbúnir í borðinu — nóg til að vinna spilið. MAÐURINN A BEKKNUM Framhaidssaya ehir Georges Siinenon Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaói 50 — Nú, hann taldi skynsam- legra að láta það kyrrt liggja. Hún hefur megnustu fyrirlitn- ingu á fólki sem gengur hús úr húsi til að selja eitthvað, hvort sem það eru ryksugur eða líftryggingar. Eí hún hefði komist að því að eiginmaður hennar fengist við þvílíkt starf hefði henni fundist það óskap- lega auðmýkjandi og hún hefði gert út af við hann. Og að ég nú ekki tali um systur hennar. — Móðir yðar tekur mikið mark á áliti systra sinna. — Hún er alltaf að reyna að vera jafnoki þeirra. — Trúðuð þér því sem faðir yðar sagði að hann væri sölu- maður hjá tryggingafyrirtæki? — Já, á þeirri stundu. — Og síðar? — Þá var ég ekki eins viss í minni sök. — Hvers vegna? - í fyrsta lagi vegna þess hann vann fyrir svo ofboðsíega mikium peningum. - Nú? — Ég veit náttúriega ekki hvað þér kallið mikið. En nokkrum mánuðum síðar kunngcrði hann að hann hefði verið skipaður aðstoðarfor- stjóri hjá Kaplan og hefði fengið eina launahækkunina enn. Ég man enn þrasið sem þetta kom af stað. Mamma vildi að þessi nýi titill yrði settur inn á nafnskírteinið hans. Ilún hafði aldrei getað þolað „lager- verkstjóra" titilinn. Hann sagði það væri ekki ástæða til að hugsa um svo hégómloga hluti. — Ég býst við þið feðginin hafi litið hvort á annað? — Já. þegar hann var viss um að mamma sæi ekki til, deplaði hann augunum. Á morgnana stakk hann stundum að mér peningaseðli. — Til að þér þegðuð? - Nei, ég geri ráð fyrir honum hafi þótt skemmtilegt að geta gaukað að mér pening- um. — Þér sögðust stöku sinnum hafa snætt hádegisverð með honum? — Það er rétt. Við komum okkur saman um það frammi í forstofu í hálfum hljóðum áður en hann fór. Svo lét.hann mig velja dýrustu réttina og stakk stundum upp á því að við færum í bíó. — Var hann þá í brúnu skónum? — Bara einu sinni. Þá spurði ég hann hvar hann hefði skóskipti og hann sagöi að vegna starfs síns væri hann tilneyddur að hafa herbergi í horginni. — Lét hann yður fá heimilis- fangið? — Ekki þá. Þetta tók allt sinn tíma. — Voruð þér þá með pilti? — Nei. — Hvenær kynntust þér Al- bert Jorisse? Hún hvorki roðnaði né stam- aði. Ilún hafði einnig vitað að slík spurning yrði borin fram. — Það eru fjórir eða fimm mánuðir síðan. — Elskið þér hann? — Við ætlum að fara burt saman. — Og gifta ykkur? — Já, þegar hann hefur aldur til. Ilann er bara nítján ára og getur ckki gift sig nema með samþykki foreldra sinna. — Neita þau að gefa sam- þykki sitt? — Þau myndu ábyggilega gera það. — Hvers vegna? — Af því að hann hefur enga stöðu. Foreldrar hans hugsa ekki um annað. Þau eru eins og mamma. — Hvert hafið þið hugsað ykkur að fara? — Til Suður-Ameríku. Ég hef þegar sótt um vegabréfs- áritun. — Hafið þér peninga? ~ Ég á dálítið. Ég íæ að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.