Morgunblaðið - 27.05.1978, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978
17
BLÖM
VIKUNNAR
UMSJÓN: ÁB.
Sifjarlykill
(Primula veris)
Prímúluættkvíslin sem hér
á landi gengur undir nafninú
LYKLAR er talin ná yfir
rösklega 800 tegundir af
margvíslegustu gerðum sem
eiga heimkynni sín víða um
heim.
SIPJARLYKILLINN (P.
veris) sem að þessu sinni er
til umfjöllunar má telja með
svokölluðum vorprímúlum.
Upphaflega náði hann engum
sérstökum vinsældum sem
garðplanta en með kynblönd-
un við aðrar tegundir náðust
fram blendingar fleiri en tölu
verði á komið né nöfnum
nefndir, og breytilegir eru
órækan vott. Hann hefur m.a.
verið kenndur við Sankti-Pét-
ur og Maríu guðsmóður,
sumsstaðar jafnvel hreinlega
nefndur „himnaríkislykill" og
spunnist hafa um hann sagn-
ir (sbr. „Lítil saga um lykla“
í Garðyrkjuritinu 1971).
Hann er gömul lækningajurt
og þótti, meðhöndlaður á
ýmsan hátt, vera margra
meina bót og jafnvel-notaður
sem fegrunarlyf, — einnig
hafður til heimilisnota sem
hvert annað grænmeti, — en
sá tími er nú löngu liðinn.
Sifjarlykli má fjölga með
skiptingu sem og fjölmörgum
Sifjarlykill —
þeir hvað alla gerð snertir, lit
og blómstærð.
Sifjarlykillinn er að upp-
runa til með ljósgul blóm með
dökkgulan botn. Leggurinn er
allhár og blómin sitja í kippu
á enda hans. Þetta eru
fallegir og glaðlegir vorboðar
en auk þess mestu hörkutól
sem standa vel af sér vorhret
og aðrar veðurfarslegar
uppákomur. Þá má nefna
blendinga með fjólublá blóm
og stutta blómstilka, blóm-
sæla með afbrigðum, sem
gæddir eru sömu eiginleikum
hvað harðfengi snertir og
einnig eru „elatior“-afbrigðin
frábær að þessu leyti. Öðru
máli gegnir um hin litfögru
skrautlegu mjög kynbættu
afbrigði, þau lifa sjaldan
lengi þó að til séu undantekn-
ingar, en svo falleg eru þau
og elskuleg að þau eru
sannarlega þess virði að
rækta sér til augnayndis.
Sifjarlykillinn hefur verið
mjög dáður öldum saman og
bera nöfnin sem honum hafa
verið gefin víða um lönd þess
Primula veris
öðrum prímúlutegundum. En
vitanlega er mest spennandi
að sá til þeirra og er þá
auðveldast að sá að hausti til
í sólreit.
Þess skal gætt að nota nýtt
fræ því það hefur lítið
geymsluþol. 1 apríl/maí þeg-
ar smáplönturnar eru komn-
ar með 3—4 blöð má dreifi-
planta þeim en best er að
rækta þær í reit allt fyrsta
árið. Smáplöntunum skal
dreifplanta með ca 10 sm.
millibili, og gróðursetja
þannig að stærstu plönturnar
séu í miðju beði en minnki og
lækki til hliðanna. Með því
móti fá þær besta birtu.
Áríðandi er að skyggja reit-
inn fyrst í stað, t.d. með
striga eða rimlum. Þegar
plönturnar fara að stálpast
þarf að opna reitinn og herða
plönturnar smám saman og
fjarlægja loks alveg glugg-
ana. Næsta vetur má þekja
reitinn með hrísi eða gisnum
hlerum þar til hlýna tekur á
ný.
Ums.
ingenierskoleme
í Esbjerg og Sönderborg
útskrifa:
byggingatæknifræðinga
rafmagnstæknifræðinga
véltæknifræðinga
í Esbjerg eru útskrifaöir
byggingatæknifræöingar,
í Sönderberg,
rafmagnstæknifræðingar og
véltæknifræöingar. 1)
Tækninámið tekur 3 ár.
Sértu faglærður
(minnst 2 ár) í bygginga- og raflögnum eöa í járn- og málmiönaöi og hafir námsþekkingu
samsvarandi gagnfræöaprófi eöa UTF veröur þú fyrst aö taka 1 árs undirbúningsnámskeið
fyrir tækniskólann.
þú ert stærðfræðistúdent eða HF
Ef
meö námsbraut í stæröfræöi og eðlisfræöi veröur þú fyrst aö taka 1 árs verkleft sérnám.
2)
Kennsfuáriö hefst í ágúst.
Viö söstoöum meö ánægju meö eller upplýsinger um sögsng, framkvæmd,
námseöstoö, húsnæöi, námsefni, atvinnumöguleika o.fl.
Hringið eöa skrifið eftir náneri upplýsingum eöa komiö og heimsækiö okkur.
1) Nám á fyrsta ári er unnt að stunda eftir eigin vali í Esbjerg eða Sönderborg.
2) Verkskóli fyrir pessa starfspjálfun er í Esbjerg og Sönderborg. í Haderslev og
Sönderborg, fyrir raftæknisviö, og i Sönderborg fyrir váltæknisviö.
Esbjerg Teknikum
Ole Römers Vej
6700 Esbjerg
(05) 127666
ingeniorskoleme
Sönderborg Teknikum
Voldgade 5,
6400 Sönderborg,
(04) 425550
Gisli Jónsson & Co. h.f.
Sundaborg. Sími 86644.