Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 Kópavogur: Upphitaður grasvöll- ur gefur góða raun Fullkomið íþróttahús í byggingu EINN fullkomnasti íþróttavöll- ur landsins var tekinn í notkun í Kópavogi fyrir um tveimur árum. Hér er um að ræða upphitaðan grasvöll, sem er nýjung hér á landi, með hluta af fyrirhuKaðri áhorfenda- stúlku og auk þess búningsað- stöðu fyrir tvö keppnislið (í knattspyrnu) og herbergjum fyrir dómara og vallarvörð. Sá hluti fyrirhugaðrar áhorfenda- stúku. sem fullgerður er. rúm- ar um 500 manns og er V* hluti þess sem endanlega verður. Verkþættir. sem eftir eru. auk þess að fullgera áhorfcnda- stúku, eru m.a. aðkeyrsla að vellinum. hílastæði o.fl. í sum- ar verður unnið að snyrtiað- stöðu undir áhorfendastúku. Upphitaður grasvöllur er nýjung hér á landi, þótt slíkir" vellir hafi víða verið gerðir erlendis og gefið góða raun. Þar hefur einkum verið um rafhitun að ræða, en einnig varmavatnshitun cins og í Kópavogi. Að sögn bæjarverk- fræðings í Kópavogi hefur þessi hitun reynzt mjög vel. 25 mm plaströr, sem heita vatnið fer um. liggja á 30 sm dýpi. Nýtt cr afrennslisvatn frá nærliggjandi húsum að hluta til. en einnig, fyrst um sinn, vatn beint frá hitaveitu. Völlur- inn er ekki nýttur vetrarmán- uði, en þó er haldið 5° hita, til varnar frosti. Þetta veldur því að völlurinn er mun fyrr tiltækur til nota á vorin, þegar fullum hita er hleypt á. Það er stærstur ávinningur hitunar- innar. í Kópavogi, er fullkomið íþróttahús með félagsaðstöðu í byggingu við Digranesskóla sem fyrst og fremst er hugsað fyrir þann skóla og Víghóla- skóla, en verður jafnframt nýtt af fþróttafélögum bæjarins. Vonir standa til að taka megi hluta þessa mannvirkis í notk- un haustið 1979, en íþróttahús- ið verður fokheld á þessu sumri. r Urskurður Hæstaréttar: ATHUGASEMD frá Magnúsi Erlendssyni, forseta bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi Vegna blaðaskrifa undanfarna daga um sölu fasteignarinnar Vesturgötu 28, Rvík, óskar Magnús Erlendsson forseti bæjar- stjórnar Seltjarnarness að koma á framfæri eftirfarandi. Báðum fulltrúum vinstri manná í bæjarstjórn var fullkunnugt um fasteignamat hússins Vesturgata 28, þegar það var selt, enda höfðu þeir í höndum þá þegar í maí 1977 endurskoðaða reikninga gjafa- sjóðsins fyrir liðið starfsár, ásamt athugasemd lögg. endurskoðanda um hið nýja fasteignamat. Þrátt fyrir að þeir báðir í maí 1977 — áður en kaupsamningur var undir- ritaður hefðu verið bæði upplýstir um söluverðstilboð og nafn væntanlegs kaupanda, gerðu þeir aldrei eina einustu athugasemd í bæjarstjórn um sölu þessa. Það er ekki fyrr en í kosningablöðum þeirra, nærri ári síðar, sem reynt er að gera málið tortryggilegt. Ef þetta er ekki ódrengileg Magnús Erlendsson kosningabomba, þá veit ég ekki hvað það á að kallast. Hvað varðar rekstur þessa gjafasjóðs fyrir mína tíð í stjórn sjóðsins er ekki mitt mál. Því óska ég aðeins eftir við saksóknara ríkisins að mannorð mitt og æra veröi hreinsuð fyrir dómi af þeim ógeðfelldu ásökunum sem á mig persónulega eru bornar. Ný frímerki í tilefni af 50 ára innan- landsflugi HINN 21. næsta mánaðar koma út hjá Póst- og símamálastofnun- inni tvö ný frímerki í tilefni af 50 ára innanlandsflugi á íslandi. Frímerki þessi eru að verðgildi 60 og 100 krónur og eru þau marglit. Þröstur Magnússon teiknaði merkin, en stærð þeirra er 26 sinnum 33.6 mm. I fréttatilkynningu frá Póst- og símamálastofnuninni segir að þau frímerki sem nú komi út eigi að sýna annars vegar nýjustu gerð þeirrar flugvélar, sem nú er notuð til flutnings innanlands (Fokker Friendship), og hins vegar flugvél- ar af þeirri gerð (Junkers) sem notaðar voru fyrir hálfri öld, og á því merki sé einnig mynd af dr. Alexander Jóhannessyni. Alexand- er var forgöngumaður að stofnun Flugfélags íslands 1. maí 1928, formaður þess og framkvæmda- stjóri og fyrir hans tilstilli voru hafnar á íslandi reglubundnar póst- og farþegaflugferðir, að því er segir í fréttatilkynningunni. Næsthæsta meðal- einkunn við MR K-listamenn í Sand- gerði þorðu ekki að mæta á framboðsfundi Af þeim, sem gengust undir vorpróf stóðust athugasemdalaust 68.4%, 22.1% þurftu að endurtaka próf, en 9.5% féllu. Eru þetta svo til nákvæmlega sömu hundraðstöl- ur og í fyrra. Endurtekningarpróf fóru svo fram í fyrradag og í gær og eftir þau er niðurstaðan sú, að af þeim, sem tóku vorpróf, hafa alls 464 staðizt próf, eða 86,7% en 65 eða 12,2% hafa fallið. Nokkrir eiga ólokið prófi. Nokkrir 5. bekkingar, sem höfðu meðaltals- einkunn yfir 8.0 í bóklegum greinum um jól og sömu einkunn eða hærri í árseinkunn, og lýta- lausa tímasókn að auki, fengu að sleppa vorprófum. Alls kenndu 59 kennarar við skólann, 39 fastakennarar og 20 stundakennarar. ÞEIR sem skipa K-listaframhoð í Miðneshreppi — Sandgerði og telja sig óháða og alþýðuflokks- menn hafa staðið fyrir mikilli undirróðurs- og áróðursstarfsemi undanfarna mánuði. og þá að því er virðist mikið frekar á menn en málefni. Hins vegar brast kjarkinn, þegar á átti að herða og þeim var boðið til sameiginlegs framboðs- fundar, sem frambjóðendur hinna listanna buðu þeim til. Tilkynntu þeir eftir þriggja sólarhringa umhugsunarfrest, að þeir sæju ekki ástæðu til að mæta á sameiginlegum framboðsfundi. Sem sagt þorðu ekki að mæta mótframbjóðendum sínum á fram- boðsfundi til umræðu um málefni byggðarlagsins. Hvað segja Miðnesingar um slík „mikilmenni"? Sýnið það í verki með því að kjósa D-listann á sunnudaginn kemur. Jón Júlíusson, Sandgerði. MENNTASKÓLINN í Reykjavík hrautskráði í gær 148 stúdenta og voru 62 úr máladeild fornmála og nýmála, 39 úr eðlisfræðideild og 47 úr náttúrufræðideild. Hæstu cinkunn þeirra stúdenta, sem útskrifuðust í gær, fékk Ágúst Lúðvíksson. ágætiseinkunn 9,46. og er það jafnframt næsthæsta meðaleinkunn, sem tekin hefur verið í skólanum eftir tugaskala, og sú langhæsta eftir að farið var að gefa i heilum og hálfum. Aðrir nemendur, sem hlutu háar einkunnir á stúdentsprófi, voru Skúli Sigurðsson, 9,52, Finnur Sveinbjörnsson, 9,41, og Sigrún Þorgeirsdóttir, 9,25. Alls gengu undir vorpróf í skólanum 535 nemendur, 135 í 5. bekk, 168 í 4. bekk og 232 í 3. bekk. Menntaskólinn í Reykjavík brautskráði í gær 148 stúdenta. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. að kjósa ILESTIRÉTTUR dæmdi í gær í máli íbúa í Setbergslandi í Hafnarfirði. sem hafði gert þá dómkröfu að verða færður inn á kjörskrá í Garðabæ vegna bæjar stjórnarkosninganna á morgun. en nál þetta varðar 69 kjósendur í þessu sama íbúðarhverfi. Féll dómur Hæstaréttar á þá lund. að kjósandinn skuli vera á kjörskrá í Hafnarfirði. en ekki Garðabæ. og samkvæmt þessu verða hinir kjósendurnir 68 einnig á kjör- skrá í Hafnarfirði. Málavextir eru þeir, að í vetur tókust samningar milli Hafnar- fjarðar og Garðabæjar um landa- í Hafnarfirði skipti og samkvæmt samningnum fékk Hafnarfjörður hluta af Set- bergslandi, sem á var talsverð byggð. Urðu íbúar þessa svæðis Hafnfirðingar eftir breytinguna, en voru áður Garðbæingar. Þar sem um var að ræða breytingu á lögsagnarumdæmum Hafnarfjarðar og Garðabæjar þurfti að flytja lagafrumvarp á Alþingi þess efnis, og var það þar samþykkt i vor og birt í Stjórnar- tíðindum 18. maí. Áður en lögin voru birt rann út frestur fyrir Hafnarfjarðarbæ og Garðabæ að ganga frá kjörskrám. Var nú nokkur vandi á höndum, þar sem búið var að samþykkja lögin á Alþingi, en ekki búið að birta þau. Varð niöurstaða bæjarstjórnanna sú, að íbúar Setbergslands voru settir á kjörskrá í Hafnafirði, enda íbúar hans samkvæmt nýju lögun- um. Þrír íbúar í Setbergslandi, sem vildu kjósa í Garðabæ í þessum kosningum, tóku sig nú til og kusu utankjörstaðar og stefndu jafn- framt bæjarstjórn Garðabæjar til Framhald á bls. 26. Ibúar Setbergslands eiga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.