Morgunblaðið - 27.05.1978, Side 26

Morgunblaðið - 27.05.1978, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAI 1978 —Ovissa um úrslit kall- ar á þrotlaust starf Framhald af bls. 1 upp dagvistarstofnanir og skipu- leggja jafnframt dagvistun á einkaheimilum, svo að sem flestir foreldrar, sem þurfa og vilja, geti komið börnum sínum fyrir á slíkum stofnunum. Við höfum áhuga á að tryggja borgarhúum áfram næga orku, bæði raforku og hitaorku. — Efla atvinnulífiö i borginni og halda áfram uppbyggingu hafnarinnar. Þannig mætti áfram telja. Alls staðar hlasa verkefnin við í vax- andi borg. En þótt við höfum þessi mörgu áhugamál, gerum við okkur grein fyrir því, að hraðinn við framkvæmdirnar og það hversu fljótt okkur tekst að koma þessum hugsjónum okkar fram fer eftir fjárhag borgarinnar. Fjárhagurinn er traustur í dag og honum má ekki spilla með ótímabærum fram- kvæmdúm. En borg byggist ekki einungis á framkvæmdum og í rauninni eru það ekki þær, sem skera úr um það, hvernig lífi er lifað í borginni. Þess vegna hafa Sjálfstæðismenn lagt mikla áherzlu á mannúðiega fé- lagsmálastefnu, sem miðar að því að styðja sem flesta til sjálfsbjarg- ar. Fegrun umhverfisins og ötuli Guzman sigr- aði í forseta- kosningiinum Santo Domingo. 2fi. mai. Reuter. í DAG var tilkynnt opinber- lega í Santo Domingo að Antonio Guzman. mótfram- bjóðandi forseta landsins, hefði farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum f land- inu. en herinn stöðvaði taln- ingu atkvæða fyrir nokkru þegar sýnt var að Guzman stefndi að sigri. Tilkynningin batt enda á níu daga óvissuástand í land- inu, sem skapaðist þegar talningu var hætt, en henni var haldið áfram undanfarna daga á ineðan beðið var þess að herinn gerði upp við sig, hvort yfirmenn hans hygðust hafa úrslitin í heiðri. Hinn nýi forseti Dóminíkanska lýðveld- isins er 67 ára bóndi og jafnaðarmaður. Hann mun formlega taka við embætti forseta í ágúst nk. 14 ára fullur á stolinni skellinöðru LOGREGLAN í Árbæjarhverfi handsamaði í gærkvöldi unglings- pilt, sem ók um hverfið á skelli- nöðru. Hafði lögreglan ýmislegt við akstur drengsins að athuga, því að hann var aðeins 14 ára gamall, augafullur og auk þess á stolnu hjóli. Leiðrétting í KOSNINGAHANDBÓK, sem f.vlgdi Mbl. í gær, stóð að A-listinn á Daivík væri listi óháðra. Það er ekki rétt, heldur er A-listinn listi Alþýðuflokksins. 3201 hafði kosið utan kjörstaðar ÞEGAR Morgunblaðið hafði sam- band við Miðbæjarskólann eftir að utankjörstaðaratkvæðagreiðslu lauk í gærkvöldi hafði 3201 kosið utan kjörstaðar. Utankjörstaðar- kosning verður á sama stað í dag. stuðningur við margs konar menn- ingarstarfsemi borgaranna eru og greinar á sama meiði. Allt er þetta gott og blessað, en það, sem úr sker um velfarnað borgarasamfélagsins, eru borgar- búar sjálfir. Dugnaður þeirra og áræði, hugvit þeirra og vinnusemi og aðrir kostir borgaranna ráða úrslitum um það, hvernig til tekst um framtíð þessarar borgar. Þessa kosti hafa Reykvíkingar haft hingað til, og hin farsæla stjórn í borgarmálum hefur ekki sízt verið fólgin í því, að kostir einstakling- anna hafa fengið að njóta sín. Borgarsamfélagið hefur eflt þá og styrkt, en ekki orðið þeim til tálmunar og því síður til niður- dreps. Það hefur verið gæfa Reykjavík- ur, að stjórnendur borggrinnar hafa aldrei viljað ráðskast með öll málefni borgaranna að hætti vinstri manna. Þess vegna hefur frumkvæði og kraftur einstakl- ingsins notið sín betur hér en víða annars staðar. Skutu tvo landa- mæraverði Vín. 2fi. maí. Reuter. AP. TVEIR Austurríkismenn ruddust í dag yfir landamæri V-Þýzkalands og Austurríkis og tóku traustataki bíl austurríks landamæravarðar. Þegar aðrir landamæraverðir hugðust hafa hendur í hári mann- anna skutu þeir á verðina og létu tveir þeirra lífið. Mannanna tveggja er nú leitað um allt Austurríki, en talið er að hér séu á ferðinni glæpamenn, sem lög- reglan hefur verið á höttunum eftir um nokkurt skeið. Kosníngaald- ur lækkaður í Danmörku Kaupmannahöfn. 2fi. mai. Reuter. DANSKA þjóðþingið sam- þykkti í dag með yfirgnæfandi meirihluta atkva>ða að la'kka kosningarétt í landinu í 18 ár. Aður en ákvörðun þessi getur komið til framkvæmda verður að fara fram þjóðaratkvæða- greiðsla í landinu um málið. — Zambía Framhald af bls. 21 féllu í innrásinni. Annars staðar í Shaba héraði er nú mjög erfitt samkomulag með hvítum mönnum og hermönnum Zairestjórnar og hafa herménn stjórnarinnar farið um rænandi og ruplandi í bústöðum hvítra manna að því er flóttamenn herma. Hefur fjöldi hvítra manna flúið úr héraðinu með eigur sínar vegna ásælni hermannanna. Belgár í þessum—hópi' hafa- sagzt ekki mundu snúa aftur fyrr en þeim væri séð fyrir vernd, sem aðrir en stjórnarhermenn veiti. Þróunarmálaráðherra Belgíu, Lucien Outers, sagði í dag, að atburðirnir í Kolwezi mættu ekki hafa áhrif á þróunaraðstoð Belgíu við Zaire. Hann sagði, að þann lærdóm mætti draga af atburðun- um, að nauðsynlegt væri fyrir Evrópumenn, sem þar byggju, að geta haft beint fjarskiptasamband við Evrópulönd, svo að hægt væri að liðsinna þeim þegar í stað, ef þess þyrfti með. — Hjónalífeyrir Framhald af bls. 48 aldri verður upphæðin 48.172 krónur, frá 69 ára aldri 53.748 krónur, frá 70 ára aldri 59.287 krónur, frá 71 árs aldri 66.590 krónur, frá 72 ára aldri 74.176 krónur á mánuði. Hjónalífeyrir er 90% af tvöföld- um lífeyri einstaklinga. Hjónalíf- eyrir verður samkvæmt því 79.920 krónur. Tekjutrygging einstakl- inga verður 39.706 krónur og ásamt 67 ára lífeyri 84.106 krónur. Tekjutrygging hjóna verður 71.471 króna og ásamt 67 ára lífeyri beggja 151.391 króna. Barnalífeyrir verður 22.719 krónur, heimilisuppbót 13.800 krónur, vasapeningar, samkvæmt 50. grein almannatryggingalag- anna, verða 10.350 krónur og mæðralaun með einu barni verða 3.895 krónur, tveimur börnum 21.143 krónur og þremur börnum 42.282. Ekkjulífeyrir til ekkna á aldrin- um 60 til 66 ára er 44.400 krónur, ekkjubætur, 6. mánaða, eru 55.632 krónur, og ekkjubætur 12 mánaða eru 41.716 krónur. Fæðingarstyrk- ur verður 51.721 króna og fæðing- arkostnaður 22.648 krónur. Þá verða sjúkradagpeningar fyrir þá sem eru heima, 17 ára og eldri, 1.894 krónur á dag og með hverju barni 515 krónur á dag. Sjúkrapeningar fyrir þá, sem eru í sjúkrahúsi verða þannig að fyrir fyrirvinnu heimilis greiðist 1.263 krónur, fyrir aðra en 17 ára og eldri 631 króna og með hverju barni 407 krónur á dag. Dagpeningar sl'ysatrygginga fyrir einstaklinga eldri en 17 ára verða 2.397 krónur á dag og með hverju barni 515 krónur á dag. —10 manna nefnd Framhald af bls. 23 kynni ekki góðri lukku að stýra þegar embættismenn í „kanselíi" færu að búa til launataxta, sem erfitt væri að túlka. Hins vegar væru síðari lögin skárri en hin fyrri hvað varðar verkamanna- taxtana, þótt þau í raun væru árás á kjör fólksins. Karl Steinar Guðnason, varafor- maður Verkamannasambandsins, tók undir það, að lögin væru ekki verri en hin fyrri, en í eðli sínu væru þau eins, þótt þau væru þagstæðari láglaunafólki, hin síð- ari. Talað hefði verið um frumskóg samninga fyrir lagasetninguna en hún hefði þétt frumskóginn til muna. Bónusvinna hefði t.d. verið atvinnurekendum ódýrari í fisk- vinnslu. Samt væri bónusinn ekki tekinn inn í og skertur. Hann kvað lögin dæmd til að mistakast, m.a. af því að þau væru samin af kunnáttuleysi. Þá var á blaðamannafundinum rætt nokkuð um útflutningsbann- ið, en Verkamannasambandið hef- ur boðað til formannaráðstefnu á' þriðjudag til þess að fjalla um aðgerðir sambandsins. Þar sögðu þeir félagar að afstaða yrði tekin til aðgerða. -Bent var á fullyrðing- ar Hagstofu íslands um, að útflutningsbannið virtist ekki hafa haft nokkur veruleg áhrif í apríl- mánuði, þegar vöruskiptajöfnuður hefði verið hagstæður. Guðmundur J. Guðmundsson kvað vöruskiptajöfnuð hafa verið hagstæðan vegna þess að útflutn- rngur hefði verið gífurlegur fram- an af aprílmánuði, er fiskvinnslu- fyrirtækin hefðu frétt af væntan- legu útflutningsbanni. Því væri útkoman í apríl svona. Þá tók til máls Óskar Vigfússon, formaður Sjómannaféiags Islands og talaði um kjör sjómanna. Óskar sagði, að á hverjum tíma hefði fiskverð fylgt launaþróun í land- inu og ef það gerði það ékki, yrði hlutur sjómanna fyrir^borð borinn. Við síðustu fiskverðsákvörðun kvað hann lágma'rkstrygginguna hafa tekið á sig launahækkanir, sem félagar í ASI hefðu fengið, en hækkaði fiskverð erlendis færi mismunurinn jafnan í sjóði,, en ekki til sjómannanna. Frá síðast- liðnu hausti kvað hann sjómenn eiga inni um 20% hækkun fisk- verðs, þrátt fyrir þær hækkanir, sem fengizt hefðu fram. Er þessi mismunur vegna áfangahækkana launafólks. Við síðustu fiskverðs- hækkun fengu sjómenn aðeins 13%, þegar þeir áttu að fá 19%, og það væri ekki í samræmi við kaupgjald í landinu. Hann kvað nú standa yfir átöþ r Verðlagsráði sjávarútvegsins, þar sem fisk- kaupendur hefðu lýst því að þeir þyldu enga hækkun. Hann kvað ríkisstjórnina hafa farið þess á leit, að þetta fiskverðsmál yrði leyst að loknum kosningum. Það kvað Óskar sjómenn ekki mundu taka í mál; fiskverð yrði að ákvarðast áður en ríkisstjórnin færi frá og það „skal liggja fyrir 1. júní,“ sagði Óskar Vigfússon. Þá kom það fram á blaðamanna- fundinum, að það fólk, sem bezt færi út úr lögum ríkisstjórnarinn- ar, væru félagar í Verkamanna- sambandi Islands, Iðjufélögunum, verzlunarmannafélögunum og fé- lögum í Sókn. Þó skertist vakta- álag Sóknarkvenna úr 33% í 29,6% og væri það talsverður hlutur tekna kvennanna. — Brynjólfur áttræður... Framhald af bls. 2 sig í hlé frá stjórnmálastarfinu og snúa sér í ríkari mæli að heim- speki. Liggja eftir hann fimm rit á þessu sviði en einnig hefur úrval stjórnmálaræða hans komið út á prenti. Brynjólfur var kvæntur Hallfríði Jónasdóttur en hún er látin. Brynjólfur Bjarnason dvelst nú hjá dóttur sinni í Kaupmanna- höfn. Einar Olgeirsson ritar um Brynjólf áttræðan í Þjóðviljanum í gær og segir þar m.a.: „Það var fyrir þrábeiðni mína að Brynjólfur tók að sér menntamálaráðuneytið í Nýsköpunarstjórninni, því ekkert var fjær huga hans en ýmislegt sem laut að ráðherradómi. En mikil gæfa var það fyrir ísland, ekki aðeins að eignast einhvern allra bezta og víðsýnasta mennta- málaráðherra, sem ísland hefur átt, heldur og hitt að einmitt hann og Ólafur Thors fundu í þeirri ríkisstjórn hvor annan — ekki sízt í „húmornum" — og leysu með ágætum margan þann vanda, ekki sízt í kaupgjaldsmálum, sem hefði getað orðið þeirri stjórn að fótakefli áður en bandaríski hnef- inn grandaði þeirri vinsælustu og gifturíkustu stjórn, sem Island hefur átt. — Og ekkert Kalt stríð áratugi á eftir megnaði að kæla þá vináttu er tókst þá með þeim Ólafi og Brynjólfi — og væru þeirra viðskipti efni í undraverðustu. frásögn í íslenzkri stjórnmála- sögu.“________ ________ r — Ibúar Setbergslands Framhald af bls. 22. þess að taka sig inn á kjörskrá þar með dómi. Steingrímur Gautúr Kristjánsson héraðsdómari í Hafnarfirði fékk málið til dóms- meðferðar, og féll dómur hans á þann veg að umræddir kjósendur skyldu vera á kjörskrá í Hafnar- firði. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar og fór málflutningur fram á fimmtudag og dómur féll í gær. Dómur Hæstaréttar hljóðar svo: „Ár 1978, föstudaginn 26. maí, var í Hæstarétti í málinu nr. 105/1978: Sigurður Gíslason gegn bæjarstjórn Garðakaupstaðar uppkveðinn svohljóðandi dómur: Mál þetta dæma hæstaréttar- dómararnir Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfason. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 25. maí 1978. Hann krefst þess, að stefnda verði dæmt skylt að taka nafn áfrýjanda á kjörskrá þá í Garðakaupstað, er gildir við bæjarstjórnarkosningar, sém fram eiga að fara 28. maí 1978. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. I ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 34/1978 um breytingu á lögum nr. 46/1971 um lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðarkaupstaðar felst, að áfrýjandi skuli vera á kjörskrá í Hafnarfirði við bæjarstjórnar- kosningar 28. maí 1978. Lög þessi voru staðfest af forseta Islands 12. s.m. og birt í A deild Stjórnartíð- inda 18. s.m. í 3. gr. laganna segir, að þau öðlist þegar gildi. Áfrýjandi er á kjörskrá í Hafnarfirði. Að svo vöxnu ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður“ Lögmaður stefnenda var Ingi R. Helgason hrl. en lögmaður Garða- kaupstaðar var Benedikt Sveins- son hrl. —Umfangsmikill undirbúningur Framhald af bls. 2 komin, segir talvan, hvert næsti fulltrúi hefði farið, ef fulltrúar hefðu verið fleiri. Miðað er við að kosningasjón- varp verði til klukkan 03, en þá verður aðstaðan metin og séð til hver framvindan verður. Verði þá t.d. stutt í úrslit í tvísýnni talningu í stóru sveitarfélagi, verður haldið áfram. Þá munu forystumenn flokkanna koma fram í sjónvarpssal, efstu menn listanna eftir að fyrstu tölur hafa birtzt og síðan undir lokin koma forystumenn 5 stærstu stjórn- málaflokkanna til umræðna í sjónvarpinu um niðurstöðurnar. Fréttamenn munu á kosninga- daginn fara út á land, í einn kaupstað í hverjum landsfjórðungi og ræða við kjósendur. Þeir fréttamenn, sem verða á faralds- fæti um landið verða að þessu sinni þær Sigrún Stefánsdóttir og Sonja Diegó. Þá verður beint sjónvarp frá talningu í Austur- bæjarskólanum, þar sem Helgi E. Helgason verður fulltrúi sjón- varpsins á staðnum. Hefur sjón- varpið fengið að láni tæki frá norska sjónvarpinu til þess að unnt sé að senda út beint þaðan. Þá verður inn á milli sjónvarpað uppfyllingarefni, kaupstaðakynn- ingar, þar sem rakin verður í stuttu máli saga viðkomandi kaupstaðar og hvernig bæjarfull- trúar skiptust á síðasta kjörtíma- bili. Ennfremur verður sjónvarpað léttri tónlist inn á milli, sem fengin er úr gömlum dagskráratr- iðum. Kári Jónasson, fréttamaður hjá útvarpinu kvað Þorkel Helgason dósent og stærðfræðidoktor verða aðalstjórnanda háskólatölvunnar, sem útvarpið hefði fengið til liðs við sig um kosningaspár. Þorkeli til aðstoðar verður Helgi Jónsson. Talvan spáir í talin atkvæði á grundvelli síðustu kosninga um það hvernig úrslitin verða. Fyrst reiknar hún út fulltrúatöluna éftir töldum atkvæðum, en gerir síöan spá, þar sem hún byggir á kjörsókn og áður þekktri hegðan staðreynda í talningu. Þá brýtur hún upp fylgið, milli stjórn og stjórnarandstöðu og telur saman, hve þessir tveir hópar hafa fengið mörg atkvæði, hve marga fulltrúa á landinu öllu og ennfremur í kauptpnum. Er allt tekið með og hafa starfsmenn útvarpsins skipt blönduðu listunum niður eftir beztu sannfæringu til þess að fá þessi skil skýr. Þá gefur talvan upp á landsvísu, hve mikiö fylgi, hver flokkur hefur fengið, þannig að hlustendur eigi tækifæri til að átta sig á fylgi flokkanna og breytingum frá 1974, hve marga fulltrúa hver flokkur hefur fengið, hvort hann hefur bætt við sig eða tapað o.s.frv. Þá verður stúdíó útvarpsins í beinu sambandi við háskólatölvuna og birtast útreikn- ingar hennar á skermi í stúdíóinu, sem á að gera fréttamönnum auðveldara að komá meö niður- stöður tölvunnar þegar í stað. Morgunblaðið spurði í gær Þorkel Helgason, hver heföi verið þróun spánna við síðustu kosning- ar, hve mikið frávik hafi verið á fyrstu spá miðað við endanleg úrslit kosninganna. Þorkell kvaðst ekki geta svarað þessu, þar sem bruni hafi orðið í Reiknistofnun Háskólans í september síðastliðn- um. Um íkveikju hafi verið að ræða og þar hefðu farizt öll þessi gögn. Hins vegar kvað hartn prógram kosningaspánna hafa bjargazt og því unnt að nota það að nýju nú.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.