Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 27 Torfi B. Tómasson: Sex listar — tveir valkostir Nú þegar kjósendur í Kópavogi ganga aö kjörborðinu í bæjar- stjórnarkosningum, hafa þeir sex lista til að velja á milli og kann margur að álíta það erfitt. En við nánari athugun er ekki svo. Stærstu flokkarnir í Kópavogi eru Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðubandalagið og það er ljóst að ekki verður myndaður starfhæfur meirihluti án þátttöku annars flokksins. Þess vegna er vissara fyrir kjósendur að skoða hug sinn gaumgæfilega áður en þeir ganga til kosninga. Kópavogsbúar verða að gera það upp við sig hvort þeir vilja að það verði stefna Sjálfstæð- isflokksins, sem ræður í næstu bæjarstjórn, eða stefna Alþýðu- bandalagsins. Það er á milli stefnu þessara tveggja flokka, sem velja þarf. Atkvæði sem greidd eru Alþýðu- flokknum eða Framsókn hafa engin áhrif í þessu sambandi því að þótt heitustu óskir þeirra rætist um fjölgun fulltrúa í bæjarstjórn munu þessir flokkar ekki geta myndað meirihluta án samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eða Alþýðubandalagið. Hinir tveir listarnir, sem í kjöri eru, verði einnig að flokkast með Alþýðuflokknum og Framsókn. Kjósendur verða að muna að ef þeir vilja tryggja stefnu Sjálf- stæðisflokksins geta þeir ekki greitt þeim atkvæði sitt. Efstu menn þessara lista voru báðir tengdir I-listanum í síðustu bæjar- stjórnarkosningum, annar (Sigur- jón Ingi) í framboði, en hinn (Guðni Stefánsson) sem meðmæl- andi. Þeir kjósendur, sem vilja að stefna Sjálfstæðisflokksins verði ráðandi næsta kjörtímabil, geta ekki búizt við því að þessir tveir menn stuðli að þeirri stefnu. , Eg vona því að Kópavogsbúar geri sér grein fyrir þessum stað- reyndum og sjái að þó að listarnir séu sex í kosningunum á sunnu- daginn, þá eru valkostirnir aðeins tveir. Kjósum því LMistann. Skúli Sigurðsson: Kópavogur á sér bjarta framtíð FRÁ ÞVÍ fyrir átta árum, eða þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við stjórn bæjarins, hefur orðið gjörbylting á öllum sviðum. Má segja, að Kópavogur hafi fengið eins konar andlitslyftingu. Félags- menningar- æsku- og íþróttamál blómstra, mikið hefur áunnizt í gatnamálum og síðast en ekki sízt hefur Kópavogur þróazt úr því að vera eins konar svefnbær í bæ athafna og framleiðni. Kópavogur er í dag einn aðaliðnaðarbær landsins, með 110 iðnfyrirtæki af ýmsu tagi. Þrátt fyrir að mikið hafi áunnizt má hvergi slaka á. Iþróttafólk þarf mikinn stuðning frá bæjarfélaginu og er ég viss um, að fjárhæðir, sem renna til þess málaflokks, muni ávaxtast vel. Ég veit að ungir Kópavogsbúar taka undir þau orð með mér. Trú fólks á bæjarfélagið hefur aukizt gífur- lega og er það ekki sízt að þakka störfum bæjarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins, sem hafa í hvívetna rækt störf sín af mikilli kostgæfni. Kópavogsbúar! Látið ekki augnabliks frumhlaup fárra manna hafa áhrif á hug ykkar, munið það, að sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér. Veit ég, að enginn góður Kópavogsbúi vill þá sundrungu og óstjórn, sem hér var á tímum vinstri flokkanna. Stöndum vörð um þá hugsjón Sjálfstæðisflokksins, að einstakl- ingurinn fái notið sín, verndum frelsi og framfarir, styðjum það bezta sem völ er á. Styðjum D-listann. setjið X við D-ið, sigur D-listans er sigur fólksins. Sigurður syng- ur þrjátíu lög ÍSLENSKIR tónar hafa nýlega endurútgefið á tveimur hæggengum hljómplötum þrjátíu lög, sem Sig- urður Ólafsson sönginn á litlar plötur á árunum 1952—57. Á þessari nýju útgáfu er fyrst og fremst að finna dægurlög eftir íslenzka höfunda en einnig nokkur einsöngslög. Helztu hljómsveitarstjórar, sem sáu um undirleik hjá Sigurði, er Carl Billich, Bjarni Böðvarsson og Jan Morávek. í nokkrum lögum syngja aðrir söngvarar með Sigurði svo sem Soffía Karlsdóttir, Sigurveig Hjaltested, María Markan, Alfreð Clausen og Ragnar Bjarnason. Sturlaugur Þorsteinsson skrifar: X-Sí Kópavogi Fróðlegt er að skoða þann „málefnalega" flutning, sem ein- kennir svokallaða sjálfstæðis- menn, sem bjóða fram í bæjar- stjórnarkosningum 28. maí í Kópa- vogi undir merki D-listans. Ein- kenni ættu öllum að vera ljós, og hafa þau gjarnan flokkast undir hið virðulega hugtak „skítkast". Ljótt er að þurfa að elta uppi tittlingaskít sem fellur frá þeim Richard Björgvinssyni og félögum, en nauðsynlegt getur það reynst vegna hins sérstaka andrúmslofts, sem alltaf skapast fyrir kosningar. Það sem ofangreindir finna S-lista mönnum helst til foráttu er, að efstu menn listans hafa á einhvern hátt leyft sér að hafa aðrar skoðanir en þeim sjálfum þóknast. Málflutningi D-Iistamanna má skipta í tvennt: 1. Áróður vegna þess, að Guðni Stefánsson, efsti maður S-listans, var í framboði fyrir Samtökin fyrir 8 árum. 2. Áróður vegna afstöðu Eggerts Steinsen til eignaraðildar hitaveit- unnár í Kópavogi. Á aróðri þessum hafa D-lista- menn klifað sýknt og heilagt. Samkvæmt kenningum þessara manna, má enginn úr öðrum flokkum ganga yfir í raðir sjálf- stæðismanna. M.ö.o. menn verða að fæðast inn í Sjálfstæðisflokk- inn! (Vert er að veita athygli, að aldrei er minnst á að Stefnir Helgason, sjöundi maður D-list- ans, gekk úr samkrulli við Finn- boga Rút og síðan úr Alþýðu- flokknum yfir í Sjálfstæðisflokk- inn, enda honum til hróss frekar en hneisu). Áróðursmeistarar D-listans vita auðvitað, að Eggert Steinsen vildi fá hitaveitu í Kópavog. Glæpurinn var sá, að hann vildi fá hana með öðrum hætti en reyndin varð. Ég vil leyfa mér að benda þeim eindregnum tilmælum til Kópa- vogsbúa, að varast þann málflutn- ing sem D-listamenn hafa viðhaft. Þá segja Kópavogsbúar X-S á sunnudaginn kemur. Sturlaugur Þorsteinsson AUGLÝSINGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Adalstræti 6 sími 25810 Sér tilboð Útborgun aöeins kr. 79 þúsund eftirstöövar greiöist á 8 mánuðum þ.e. 20 þúsund á mánuöi auk vaxta. Vörumarkaðurinn hf. Armúli 1a — Sími 86117 - TiSOU Y WH HH SYiMOii Electrolux 1 árs ábyrgð Electrolux þjónusta. Hagstæð greiðslu- kjör.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.