Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 Richard Björgvinsson: X-D í Kópavogi —Prófk jör-f ramboð I Morgunblaðið 25. þ.m. ritar Guðrún Oiafsdóttir, tilvonandi hafnarstjóri í Kópavogi, sbr. sjónvarpsræðu hennar s.l. sunnu- dag, um prófkjör. Það er nú ekki í fyrsta sinn, sem það S-listafólk skrifar um próf- kjör, enda eina, aleina málið, sem það ræðir um. Það góða fólk segist vera sjálfstæðisfólk, þó ekki sé það nú allt í Sjálfstæðisflokknum. Við D-listamenn höfum ekki elt ólar við allt þeirra prófkjörstal, enda haft öðrum hnöppum að hneppa, að berjast við pólitíska andstæðinga okkar um bæjarmál í Kópavogi. Við höfum hinsvegar skýrt frá staðreyndum um próf- kjörsmál okkar og framhald þeirra en ef til vill er samt ekki úr vegi að endurtaka það nú, rétt fyrir kosningar. í opnu prófkjöri í marz s.l. náði einungis einn maður. Axel Jóns- son, bindandi kosningu, þ.e. í 1. sætið. Önnur voru raunveruieg úrslit prófkjörsins ekki, og við það bættist, að dreifing atkvæða var mjög mikil og muhur á atkvæðum milli sæta lítill. Samt var það svo, að uppstillingarnefnd gerði tillögu um, að 17 af þeim 20 mönnum. sem tóku þátt í próf- kjörinu, tækju sæti á framboðs- listanum. Tillögur hennar voru samþykktar með miklum meiri- hluta á fulltrúaráðsfundi. Á D-listanum í Kópavogi eiga sæti 14 af þessum 20, þrír hlupu yfir á S-listann, og þar eiga sæti aðeins 5 þeirra, sem þátt tóku í prófkjörinu. Prófkjörsreglur Um prófkjör gilda ákveðnar reglur. M.a. er þar skýrt, að binding kosningar í prófkjöri næði aðeins til uppstillingarnefndar, til tillögu hennar til fulltrúaráðs, ekkert annað. Fulltrúaráð hefur frjálsar hendur af prófkjöri, ef það vill. Þó hefur meira að segja uppstillingarnefnd frjálsar hendur, um að færa til í sætum 6 efstu menn í prófkjöri, jafnvel þó um svonefnda bindandi kosningu sé að ræða. Þessar reglur eru ekki neitt sérfyrirbrigði í Kópavogi, heldur gilda þær alls staðar í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins, þar sem ég þekki til. Allar breytingar, sem gerðar voru á framboði Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi, voru gerðar innan ramma þeirra reglna. scm um prófkjörið gilda. En hvers vegna þá allur þessi hávaði, sprengilisti o.s. frv.? Jú — nokkur hópur manna vildi ekki sætta sig við það framboð, sem fulltrúaráð flokksins ákvað, vildi ekki sætta sig við það, þó farið væri í einu og öllu að skv. gildandi reglum, sem bæði þeir og aðrir höfðu samþykkt löngu fyrir próf- kjörið. En til hvers er þá veríð að setja reglur, sem fólk er svo óánægt með að farið sé eftir að loknu próf- kjöri? Til hvers eru þá þessir varnaglar um bindandi kosningar, tilfærslur o.fl.? Svarið er sára einfalt, það er flokkurinn, í þessu tilfelli Sjálfstæðisflokkurinn, sem er að bjóða fram, hans er ábyrgð- in, þó prófkjör sé ein aðferð, sem höfð er til hliðsjónar við framboð. Varnaglarnir í reglunum eru líka til þess að geta forðast slys, sem vissulega geta orðið í prófkjörum sem annars staðar. Guðni og Eggert I öðru sæti í úrslitum prófkjörs okkar varð Guðni Stefánsson, hann náði ekki bindandi kosningu. Útaf honum og framboðsmálum hans hefur orðið hvað mestur úlfaþytur, en hann skipar nú efsta sæti S-listans. Uppstillingarnefnd gerði tillögu um hann í 5. sæti D-listans, baráttusætið. Hann samþykkti, að bera mætti upp hans vegna þessa tillögu í fulltrúaráði flokksins. Hann sat fund fulltrúaráðsins, þar sem tillagan var samþykkt. Hann sagði ekkert á fundinum, ekki já, ekki nei, né bað um frest til umhugsunar, hann meira að segja samþykkti listann í heild. Tveim sólarhringum seinna sendi hann skeyti um, að hann tæki ekki sæti á listanum. En hvers vegna vildi upp- stillingarnefnd og fulltrúaráð færa Guðna Stefánsson úr 2. í 5. sæti listans? Guðni Stefánsson hafði gengið í Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi fyrir rúmu ári. Hann hafði aldrei tekið til máls á neinum flokksfundi, aldrei látið neitt frá sér fara í blaði flokksins, aldrei yfirleitt látið í ljós skoðun sína á neinu, hvorki einu né neinu. Hann var nýkominn úr öðrum stjórnmálaflokki, Samtökunum. Hann var á framboðslista þeirra 1970, hann var meðmælandi I-list- ans í Kópavogi 1974, Framsóknar og Samtakanna. Hann hafði enga reynslu í störfum að bæjarmálum. Batnandi mönnum er bezt að lifa, en fulltrúaráðsmenn vildu ekki taka ábyrgð á því að setja Guðna Stefánsson í 2. sæti á framboðslista flokksins, ekki beint í slíka forystu fyrir flokkinn, sem 2. sætið óneitanlega er. Mann, sem þeir vissu lítið sem ekkert um nema eitt. Hann sagði sig úr Samtökunum haustið 1972. Hvers vegna? Jú — hann var að mót- mæla því, að bæjarfulltrúi Sam- takanna, frú Hulda Jakobsdóttir, gengi inn í meirihlutasamstarf með bæjarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins, til þess að tryggja framgang lagningar hitaveitu í Kópavogi og fleiri góðra mála, sem þá voru á döfinni. En hvers vegna þurfti bæjarfulltrúa Samtakanna í meirihlutasamstarfið? Eggert Steinsen, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, sagði sig úr þessum meirihiuta vegna þess, að hann var á móti hitaveitumálinu. bað er von, að þessir tveir menn, Guðni Stefánsson og Egg- ert Steinsen, maðurinn sem gert hefur Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi hvað mestan óleik, séu nú saman á framboðslista í 1. og Kaffísöludagur í Innri-Njarðvík Sunnudaginn 28. maí verður guöspjónusta í Innri-Njarðvíkur- kirkju. Séra Ólafur Oddur Jónsson prestur í Keflavík prédikar í fjar- verju sóknarprestsins séra Páls Þórðarsonar. Kirkjukór Keflavíkur syngur og Siguróli Geirsson leikur á orgelið. Kl. 3 hefst svo hinn árlegi kaffisölu- dagur hjá Systrafélagskonum kirkj- unnar. Kaffisöludagurinn er til minn- ingar um fyrstu skóflustunguna aö safnaðarheimilinu vorið 1970 og einnig til minningar um að minnis- merki Jóns Thorkelis skólameistara var afhjúpaö á þessum degi áriö 1965. Öllum ágóöa af kaffisölunni veröur varið til byggingar dagheimilis í Innri-Njarðvík. Myndin er af kirkjunni í Innri-Njarðvík. -x- 'j> 2. sæti á móti Sjálfstæðisflokkn- um og D-lista hans. Þeir. virðast eiga ýmislegt sameiginlegt. Það er heldur ekkert undarlegt, að þessir menn höfnuðu öllum viðræðum um hugsanlegar sættir og sameiningu þessara tveggja framboða. Ástæðan er mjög ein- föld. Þeir vildu það ekki, vildu það aldrei. Þeir og aðrir, sem að þessu framboði standa, voru alltaf harð- ákveðnir í að bjóða fram sérlista, prófkjörið og Guðni Stefánsson voru aðeins þægilegt tiléfni og verkfæri til þess. Um mitt eigið framboð við þessar aðstæður þarf ég ekki að fara mörgum orðum. Ég hafði ákeðið að hætta í bæjarstjórn, en þar hef ég átt sæti í 4 ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Til þessa lágu ekki pólitískar ástæður, heldur persónulegar. Eftir áskoranir mik- ils fjölda sjálfstæðismanna í Kópavogi, bæði úr uppstillingar- nefnd og annarra, lét ég loks tilleiðast, mér þvert um geð vegna fyrri ákvörðunar, að gefa kost á mér til setu á framboðslistanum, en þó því aðeins, að verulegur meirihluti fulltrúaráðsins óskaði eftir því. Á fundi ráðsins létu þrír fjórðu (75%) ráðsins þá ósk í ljós, þá treysti ég mér ekki lengur að standa gegn þessum óskum. Ég legg óhræddur verk mín í bæjarstjórn Kópavogs og fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi undir dóm sjálfstæðismanna og annarra kjósenda. Þrátt fyrir einlæga viðleitni Morgunblaðsins og forystu Sjálf- stæðisflokksins til þess að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi sem mest og bezt, þá munu kjósendur í Kópavogi svara því á verðugan hátt á sunnudaginn kemur með X-D. Sýnishorn af kjörseðli við borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 28. maí 1978 A LISTI ALÞÝÐUFLOKKSINS B LISTI FRAMSÓKNARFLOKKSINS Xd LISTI S JÁLFST Æ.ÐISFLOKKSINS G LISTI ALÞÝÐUBANDALAGSINS 1. Björgvin Guðmundsson 1. Kristján Benediktsson 1. Birgir ísl. Gunnarsson 1. Sigurjón Pétursson 2. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir 2. Gerður Steinþórsdóttir 2. Ólafur B. Thors 2. Adda Bára Sigfúsdóttir 3. Sigurður E. Guðmundsson 3. Eiríkur Tómasson 3. Albert Guðmundsson 3. Þór Vlgfússon 4. Helga Kristín Möller 4. Valdimar K. Jónsson 4. Davíð Oddsson 4. Guðrún Helgadóttir 5. Bjarni P. Magnússon 5. Jónas Guðmundsson 5. Magnús L. Sveinsson 5. Guðmundur Þ. Jónsson 6. Þórunn Valdimarsdóttir 6. Helgi Hjálmarsson 6. Páll Gíslason 6. Sigurður G. Tómasson 7. Snorri Guðmundsson 7. Björk Jónsdóttir 7. Markús Örn Antonsson 7. Guðrún Ágústsdóttir 8. Þorsteinn Eggertsson 8. Páil R. Magnússon 8. Elín Pálmsdóttir 8. Þorbjörn Broddason 9. Gunnar Eyjólfsson 9. Kristinn Björnsson 9. Sigurjón Á. Fjeldsted 9. Álfheiður Ingadóttir 10. Skjöldur Þorgrimsson 10. Tómas Jónsson 10. Ragnar Júlíusson 10. Sigurður Harðarson 11. Anna Kristbjörnsdóttir 11. Þóra Þorleifsdóttir 11. Hilmar Guðlaugsson 11. Kristvin Kristinsson 12. Marías Sveinsson 12. Ómar Kristjánsson 12. Bessi Jóhannsdóttir 12. Ragna Ólafsdóttir 13. Birgir Þorvaldsson 13. Guðrún Björnsdóttir 13. Margrét S. Einarsdóttir 13. Gísli Þ. Sigurðsson 14. Ingibjörg Gissurardóttir 14. Pálmi Ásmundsson 14. Sveinn Björnsson 14. Ester Jónsdóttir 15. Jón Otti Jónsson 15. Hlynur Sigtryggsson 15. Hulda Valtýsdóttir 15. Þorbjörn Guðmundsson 16. Sonja Berg 16. Skúli Skúlason 16. Sigríður Ásgeirsdóttir 18. Guðmundur Bjarnleifsson 17. Viggó Sigurðsson 17. Rúnar Guðmundsson 17. Sveinn Björnsson 17. Stefanía Harðardóttir 18. Ágúst Guðmundsson 18. Guðmundur Valdimarsson 18. Valgarð Briem 18. Gunnar Árnason 19. Siguroddur Magnússon 19. Ólafur S. Sveinsson 19. Skúli Möller 19. Jón Ragnarsson 20. Thorvald Imsland 20. Sigurður Haraldsson 20. Þuríður Pálsdóttir 20. Steinunn Jóhannesdóttir 21. Ómar Morthens 21. Sigurjón Harðarson 21. Gústaf B. Einarsson 21. Jón Hannesson 22. Jarþrúður Karlsdóttir 22. Sigríður Jóhannsdóttir 22. Þórunn Gestsdóttir 22. Hallgrímur G. Magnússon 23. Örn Stefánsson 23. Baldvin Einarsson 23. Jóhannes Proppé 23. Stefanía Traustadóttir 24. Sverrir Bjarnason 24. Sigrún Jónsdóttir 24 Guðmundur Hallvarðsson 24. Hjálmar Jónsson 25. Kristín Árnadóttir 25. Þráinn Karlsson 25. Björgvin Björgvinsson 25. Anna S. Hróðmarsdóttir 26. Guðlaugur G. Jónsson 23. Magnús Stefánsson 26. Sigurður E. Haraldsson 26. Vilberg Sigurjónsson 27. Ásgerður Bjarnadóttir 27. Þorsteinn Eiríksson 27. Anna Guðmundsdóttir 27. Hermann Aðalsteinsson 23. Valgarður Magnússon Egill Sigurgeirsson 28. Gunnar J. Friðriksson 28. Margrét Björnsdóttir 29. Kári Ingvarsson 29. Guðmundur Sveinsson 29. Úlfar Þórðarson 29. Tryggvi Emilsson 30. Eggert G. Þorsteinsson 33. Dóra Guðbjartsdóttir 30. Geir Hallgrímsson 30. Guðmundur Vigfússon Rannig lítur kjörseðillinn út, þegar D-listinn — listi Sjálfstæðisflokksins — hefur verið kosinn með því að krossa fyrir framan D.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.