Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978
+ Faöir okkar, tengdataöir og bróöir.
JÓN MARINÓ JÓNSSON,
Bólstaöahlíö 64,
andaöist á Vítilstaöaspítala, 25. maí.
Ólöl Jónsdóttir, Jón Kristjánsson,
Ómar Jónsson, Olga Jónsdóttir,
Héöinn Jónsson.
+
Konan mín og móöir okkar,
SIGÞRÚOUR HELGADÓTTIR,
er látin.
Jaröarförin veröur auglýst síöar.
Ingimar Guömundsson og börn.
REYNIR BJARNA-
SON — MINNMG
Sólin er farin að skína eftir
óralanna hvíld og lífið virðist
skujíKalaust. Hjá karlfuglunum
kallar ljósið fram starfsemi ótal
kirtla, sem senda boð um nýtt
tilhugalíf. Fuglarnir hafa sungið
látlaust í allan dag. Þrösturinn
fyrir Mitan gluggann fékk sér
ánamaðk í nefið.
I ríki náttúrunnar eru svipting-
ar lífs og dauða sjálfsagðar.
Hringrásir efnisins eru óstöðvandi
og tilgangur þeirra viðhald lífsins.
Við, fávísir mennirnir, verðum
hins vegar alltaf að leita orsaka,
sp.vrja okkur sjálfa áleitinna
spurninga, án þess að fá skynsam-
legt svar. Þrátt fyrir stutt kynni,
er það svo, að þeir, sem við
göngum lífsleiðina með eru oft
miklir örlagavaldar eða þá okkur
kærir, og hvarf þeirra vekur
söknuð, þótt langt sé liðið frá
hinztu fundum. Þótt æviferill
minn hafi beinst inn á brautir
lífsins, minnast þó enn fleiri
manns, sem talaði og hlustaði á
fávísa unglinga, líkt og þau væru
fullgildir þegnar í þessum fall-
valta heimi. Sízt grunaði okkur, að
æviferill hans yrði á enda að sex
árum liðnum.
Öldurnar eru smáar í dag og
klappa laust á grjótið. Fíflarnir
sprungu út í nótt. Á morgun
getum við leikið okkur í þanginu
og fundið krossfiska og ígulker. Nú
fer að vora við Flóann.
Við þökkum fyrir kynnin.
F.h. 5. bekkjar T, MR.
1971-1972,
gamall nemandi.
+
Eiginkona mín,
KRISTÍN BJÓRNSDÓTTIR,
húslreyja í Lundi,
lézt i Borgarspítalanum aö morgni 26. maí.
Goir G. Gunnlaugsson.
t
Eiginmaöur minn og faöir,
ÓSKAR EGGERTSSON,
Bræöratungu 15,
lézt aö heimili sinu 26. maí.
Guðrún Einarsdóttir
og synir.
+
Eiginkona mín,
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR,
Ijósmóöir,
Vestmannaeyjum,
andaöist á Borgarstpítalanum 22. maí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 30. maí kl. 10.30.
Fyrir hönd barna og annarra ættingja,
Magnús Ágústsson.
+
Útför föður okkar,
KRISTJANS PALSSONAR,
Suöurlandsbraut 99,
verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. maí klukkan 10.30.
Börnin.
+
Moöir okkar, tengdamoöir og amma,
JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Sólvallagötu 45
verður jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 29. maí kl. 15.00.
Birgir G. Frímannsson Valdís Blöndal
Höröur Frimannsson Hanna S. Blöndal
Ólafur Frímannsson Guðlaug Runólfsdóttir
Fríða Kristín Frímannsdóttir Páll Gunnar Sigurðsson
og barnabörn.
+
Hjartanlegar þakkir fyrir auösýnda samúö við andlát og útför
JÓSEPS FLÓVENTZ
Lovísa Snorradóttir
Viðar Benediktsson og fjölskylda
og aörir vandamenn.
+
Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem heiöruöu minningu frænda míns,
INGÓLFS EINARSSONAR,
meö nærveru sinni viö útför hans.
Erna Másdóttir
Gunnlaugur B. Björnsson
frá Efri-Harrastöðum
Okkur, sem komin erum vel á
miðjan aldur og eigum á bak að sjá
mörgum af okkar vinum og
ættingjum, mun oft, og ekki síst á
slíkum stundum hafa orðið hugsað
til þess hvað við tæki eftir að lyki
því sem við nefnum jarðlíf. Og
enda þótt við höfum þar um
nokkra leiðarvísa, svo sem kenn-
ingar kirkju og hennar þjóna, mun
það mála sannast að ærið marg-
víslegar munu þær skoðanir sem
við almennt gerum okkur um
þetta, allt frá því að staðhæfa
algjöra útslokknun og allt til þess
að trúa á persónulegt framhalds-
líf. Að sjálfsögðu verður hver að
hafa um þetta sína eigin skoðun,
og eitt er víst, að öll verðum við
að hlýða þessu kalli þegar það
kemur, hvort sem við erum því
viðbúin eða ekki.
Eitthvað á þessa leið varð mér
hugsað þegar mér var sagt lát
vinar míns og fyrrverandi tengda-
föður, Gunnlaugs Björnssonar frá
Efri-Harrastöðum á Skagaströnd
8 þ.m.
Fæddur var hann á Þverá í
Vesturhópi 18. mars 1897, en
lengst af bjuggu foreldrar hans á
Malarlandi í Kálfshamarsvík. Það
býli er nú löngu komið í eyði.
Foreldrar hans, Björn og Sólveig
voru bláfátæk eins og flest alþýðu-
fólk að þeirra tíma hætti, og þar
sem Gunnlaugur var elstur sinna
systkina, varð hann að fara að
heiman og vinna fyrir sér, svo
fljótt og kostur var. Snemma varð
hann frískur og tápmikill og
bráðduglegur til allrar vinnu, bæði
til sjós og lands og auk þess hagur
vel á tré og járn. Að hætti ungra
og efnilegra manna fór hann til
sjóróðra á Suðurnesjum. Á þeim
árum var ekki um aðrar samgöng-
ur að ræða en mjög strjálar
skipaferðir, engir vegir á landi
nemaslitróttir troðningar eftir
hesta og ferðamenn, ekki í annað
hús að venda en leggja land undir
fót og bera á bakinu brýnustu
nauðsynjar. Voru þeir þá oft
allmargir saman og fengu gistingu
á sveitabæjum. Oft mun hafa veri
glatt á hjalla í þessum ferðum,
þótt erfiðar væru þær og vosbúð
mikil, einkum í illviðrum. Ár allar
voru óbrúaðar, og varð að vaða
þær, væru þær ekki á ís. Og
sjóróðrarnir voru líka hin mesta
þrekraun, því vélaraflið hafði ekki
enn verið tekið í notkun í þessum
verstöðvum. Nokkrar slíkar ver-
ferðir fór Gunnlaugur til Suður-
nesja að vetrinum, en reri að
sumri og hausti í Húnaflóa. Eftir
að hafa stundað sjóinn með
þessum hætti um nokkurt skeið,
staðfesti Gunnlaugur ráð sitt, og
gékk að eiga Ósk Þqrleifsdóttur
frá Stóra-Búrfelli á Ásum. Hófu
þau búskap á Ásunum, en réðust
fljótt í kaup á jörðinni
Efri-Harrastöðum á Skagaströnd
sem þá var í Vindhælishreppi
hinum forna, og fluttust þangað
1924. Ósk var hin mesta myndar-
og dugnaðarkona, stálgreind og vel
verki farin. Hún var mikill vinur
vina sinna og öllum vildi hún gott
gera eftir því sem hún gat. Nokkru
var hún eldri en Gunnlaugur og á
+
Innilegar þakkir tyrir auösýnda samúö og hluttekningu viö andlát og útför
fööur okkar,
HARALDARJÓNASSONAR
Völlum, Skagafiröi
Jónaa Haraldsaon
Jóhannes Haraldason.
+
Þökkum innilega samúð og hlýhug viö andlát og útför systur okkar
LILJU HJARTARDÓTTUR
Njálsgötu 83.
Ingibjörg Hjartardóttir,
Anna Hjartardóttir,
Hafsteinn Hjartarson,
og aðrir aöstandendur.
+ Víö þökkum samúö og hlýhug viö andlát og útför,
VALDIMARS SVEINBJÖRNSSONAR,
leikfimikannara,
Herdís Maja Brynjólfsdóttir,
Magnús Ólafur Valdimarsson, Sveinn Haukur Valdimarsson, Hrafn Valdimarsson, Edda Þórz, Elín Finnbogadóttir,
Guöbjörg Kolbrún Valdimarsdóttir, Óskar Gunnar Óskarsson,
Grímur Valdimarsson, Arnbjörg Guöbjörnsdóttir.
sínum efri árum veil til heilsu og
síðustu árin oft sárþjáð. Hún
andaðist á Héraðshælinu á
Blönduósi 1967. Þau Ósk og
Gunnlaugur áttu eina dóttur
Jóhönnu Guðbjörgu, sem nú er
búsett í Garðabæ. Þau Ósk og
Gunnlaugur stunduðu búskapinn á
Harrastöðum af þeim dugnaði og
hyggindum sem þeim var lagið, og
jafnframt því stundaði hann
sjóinn þegar færi gafst. En á sínu
fyrstu búskaparári á Harrastöðum
varð hann fyrir því áfalli að bátur
hans fórst í fiskiróðri og með
honum tveir menn, en hann sjálfur
bjargaðist nauðuglega. Mun þetta
áfall hafa fengið meira á Gunn-
laug en nokkurn óviðkomandi
grunaði, og líklega hefur hann
aldrei orðið samur maður eftir. En
hann var þannig skapi farinn að
honum var ekki gjarnt að flíka
tilfinningum sínum. Þó var það
svo, að nágrannar hans og sveit-
ungar báru mikið traust til hans,
og sóttu til hans hjálp og ráð í
ýmsum vanda. Það var líka alveg
óhætt, því maðurinn var í alla
staði hinn traustasti, bráðvel
greindur, vandaður til orðs og æðis
og vildi allra vanda leysa. Bjó
hann góðu búi á Harrastöðum
ásamt konu sinni á meðan þeim
entust kraftar til, en eftir að fór
að halla undan fæti hjá þeim og
heilsan að bila, keyptu þau húsið
Drangey á Skagaströnd og höfðu
þar vetursetu en nytjuðu jörðina
að sumrinu. Eftir lát konu sinnar
bjó Gunnlaugur einsamall, og vildi
þar engu breyta þótt hann ætti
annars kost. Kom þar til hans ríka
sjálfstæðis þrá og viljinn til þess
að vera sem minnst upp á aðra
kominn. Undi hann sér vel við
smíðar á smá hlutum sem lýsa vel
hagleik hans og hugkvæmni, á
milli þess sem hann hugsaði um
þau húsdýr sem hann hafði í
umsjá sinni. Hann las mikið og
hlýddi á útvarp og fylgdist vel með
því sem fram fór í þjóðlífinu, og
helst háðu honum þeir kvillar sem
jafnan f.vlgja Elli kerlingu. Og
þótt honum þætti ekki allt eins og
á varð kosið, þá var hann sáttur
við Guð og menn.
Ég hef alls góðs að minnast frá
okkar kynnum og samveru stund-
um og flyt mínar bestu þakkir
fyrir samfylgdina.
Sigmar Hróbjartsson.
Afmælis-
og
minn-
ingar-
greinar
AF GEFNU tilefni skal það
enn ítrekað. að minningar-
greinar. sem birtast skulu í
Mbl.. og greinarhöfundar óska
að hirtist í blaðinu útfarardag.
verða að berast með nægum
fyrirvara og eigi síðar en
árdegis tveim dögum fyrir
birtingar dag.