Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAI 1978 Jóhann Gunnar Bergþórsson, verkfræðingur: Framsýni og framfarir móti framtíð Hafnarfjarðar Á morfíun (íönjíum við Hafnfirð- ingar að kjörborðinu. Þá leggjum við dóm á störf bæjarfulltrúanna á þessu kjörtímabili. Jafnframt því skoðum við hvað nýir fram- bjóðendur hafa uppá að bjóða eða öllu heldur hvers vænta má af þeim. Séu óskalistar þeir, sem lagðir hafa verið fram hér í Hafnarfirði nú fyrir kosningarnar bornir saman, sést að þar greinir flokk- ana tæpast á. Svo samhljóma eru óskirnar, enda byggðar upp á þörfum bæjarbúa. Hvernig síðan er á málum haldið, byggist bæði á grundvallarsjónarmiðum flokk- .anna og þeim mönnum sem um stjórnvölinn halda. Meginregla okkar er og verður, að gæta að frelsi einstaklinganna, án þess að skaða hagsmuni heild- arinnar. Á öllum æviskeiðum okkar höfum við þarfir fyrir ýmiskonar aðstöðu og þjónustu sem er sameiginlegt verkefni okkar þ.e. bæjarsjóðs, að standa að. Hver og einn einstaklingur í bæjarfélaginu hefur sín réttindi og sínar skyldur og ber okkur að reyna að leitast við að búa þannig að bæjarbúum að þeir njóti sín' í bænum og finni sig heima þar. Eg hef beitt mér fyrir því, að við úrlausn hvers konar mála bæjar- félagsins, sé beitt markvissum og skipulegum vinnubrögðum, jafn- framt því að framsýni og framtak sé mark bæjarfulltrúanna. Hin öra breyting þjóðfélags- hátta skapar stöðugt nýjar þarfir og nýjar hugmyndir íbúanna. Til þess að þessar þarfir, svo og hugmyndir eigi sem greiðastan aðgang að bæjarfulltrúunum, mun verða tekin upp sú nýbreytni, að bjóða bæjarbúum upp á reglulega, fasta viðtalstíma við bæjarfull- trúa sjálfstæðismanna. Þetta stuðlar að opnara stjórnkerfi og ætti að skapa meiri áhuga fyrir stjórnun bæjarins en raun ber vitni um. Á öðrum vettvangi hefi ég gert grein fyrir mikilvægi skipulags- mála og legg enn áherslu á það. Skipulagið er stjórntæki um alla þróun bæjarfélagsins, ekki síst á atvinnuuppbyggingu og skilyrði til blómlegs bæjarlífs. Flestir bæjarbúar telja, að vel hafi verið að málum staðið á þessu kjörtímabili og allir viðurkenna, að bærinn hefur gjörbreyst til hins betra. Á þeirri braut mun áfram verða haldið, ef sjálfstæðismenn fá til þess fylgi á kjördegi og þau mál, sem óhjákvæmilega hafa orðið að bíða, komast í fram- kvæmd. Hreinn meirihluti sjálfstæðis- manna skapar öryggi og festu í stjórnun bæjarins. Ekki þarf að breyta vel gerðum áætlunum vegna óska einstaklinga í sam- starfsflokkum á kostnað heildar- innar. Verði ekki um stjórnun sjálf- stæðismanna að ræða, þarf aö koma til samstarfs fjögurra flokka um stjórnun bæjarins, og eins víst, að mesti tími þeirra fari í að samræma stjórnun bæjarins, og eins víst, að mesti tími þeirra fari í að samræma óskir og fram- kvæmdaröð, en ekki í stjórnunina sjálfa. Við tryggjum því best hag Hafnarfjarðar með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og gera sigur hans sem stærstan. Hin mikla fylgisaukning sjálf- stæðismanna undanfarnar kosn- ingar og gífurleg þátttaka í prófkjörinu sýnir hve miklu fylgi við eigum að fagna og hvert straumurinn liggur. Miklar líkur eru því á hreinum meirihluta og getur hvert atkvæði skipt úrslit- um. Látum framsýni og fiamfarir verða framtíð Hafnarfjarðar. Kjósum D-listann til heilla Hafn- firðingum. Jóhann Gunnar Bergþórsson. Helgi Tryggvason: íbúar Kópavogs afþakka Svar Afengisvarnarnefndar I tilefni af bréfi frá bæjarritara dags. 8. þ.m. til Áfengisvarna- nefndar Kópavogs, þar sem nefnd- inni er tilkynnt, að á síðasta bæjarstjórnarfundi hafi verið samþýkkt að leita umsagnar nefndarinnar um tillögu Stefnis Helgasonar, sem var svohljóðandi: „Bæjarstjórn Kópavogs samþykk- ir, að samhliða bæjarstjórnar- kosningum 28. maí n.k. fari fram atkvæðagreiðsla um opnun áfengisútsölu í Kópavogi,“ vill nefndin hér með tilkynna háttv. bæjarstjórn ráðgefandi álit sitt, svo sem skylt er samkvæmt áfengislögum frá 2. júlí 1969, 30. gr.: Afengisvarnanefnd hefur á fundi sínum í gær rætt ofannefnda tillögu og samþykkt einróma að senda eftirfarandi álit: Fyrir utan þær fréttir, sem berast daglega hverju sjáandi auga og heyrandi eyra, um þau skemmdaverk, sem áfengið vinnur á mörgum sviðum, höfum við leitað frétta hjá þeim, sem rann- sakað hafa á skipulagsbundinn hátt áhrif áfengis á síðustu árum, bæöi hérlendis og í nálægum löndum. Þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu, að því auðveldara sem er að ná í áfengi, því meira er drukkið. Þess vegna hafa líka ýmsir bæir leitast við að verja sig þessum óheillavænlega átroðningi. Kópavogsbær hefur verið lands- kunnur fyrir að vera bær margra barna og unglinga öðrum bæjum fremur, og nefndur barnabærinn. Keppst hefur verið við að gera ýmislegt gott fyrir æskuna. En áfengisbúð finnst okkur stinga í stúf við allt slíkt. Þar sem búðir eru af þessu tagi, samansafnast þar í nánd einna helst það fólk, sem hefur orðið áfengisnautninni að bráð og ininnst sjálfstæði hefur í sér, bæði yngri og eldri, í von um það að verða sér á einhvern hátt úti um áfengissopa. Þeir valda þar ónæði og ýmis konar leiðindum, og auka á eigin eymd og erfiðleika og sorg sinna nánustu. Barátta gegn áfengi er barátta gegn umhverfis- mengun. Hvaðu venjulegt fólk vill hafa vínbúð næst sínum húsdyrum? Og hverja verður hægt að neyða til þess? Opin áfengisútsala í nánd stór- eykur hættuna fyrir alla þá, sem eru veikastir fyrir, sakir van- þroska eða vangæslu heimila þeirra, svo og fyrir bein áhrif frá eldri og yngri. Kvartað hefur verið yfir, að jafnvel fullorðið fólk að áratali, hleypur erinda unglinganna inn að vinsöluborðinu! Eftir staðfestum rannsóknum að dæma re.vnist vera mun meiri hætta á drykkjuóreglu urrglinga og annarra í fjölmenni þar sem útsala er, heldur en á stöðum með svipað fjölmenni án útsölu. Undanfarin ár hafa Frakkar t.d. leitast við að reisa rönd gegn hinni miklu ofdrykkju þar í landi, meðal annars með því að fækka útstölu- stöðum verulega, og með árangri, sem er mjög eftirtektarverður. Hér í Kópavogi eru tveir mætir borgarar, sem eiga sæti í Áfengis- varnaráði, þeir Ólafur Haukur Árnason, áfengisvarnaráðunautur og Kjartan Jóhannsson héraðs- læknir. Við ráðleggjum bæjar- stjórn að spyrja þessa menn einhverra veigamikilla spurninga varðandi þetta mál. AÐ lokum: Fundur Áfengis- varnanefndar í gær 11. maí, var sammála um að andmæla eindreg- ið tillögunni um, að fram fari almenn atkvæðagreiðsla um opn- un áfengisútsölu í Kópavogi. 12. maí 1978. Virðingarfyllst, Undirskrift allra, sem eru í nefndinni. Mótmæli Kvenfélags Kópavogs gegn áfengisútsölu í bænum. Til bæjarstjórnar Kópavogs Á fjölmennum fundi, sem Kven félagKópavogs, hélt í Félagsheim- ili Kópavogs, þann 11. maí 1978, var að gefnu tilefni einróma samþykkt, að mótmæla harðlega opnun áfengisútsölu í Kaupavogs- kaupstað. Fundarkonur skora á bæjar- stjórn að láta ekki fara fram atkvæðagreiðslu um málið í bæjarstjórnarkosningum sem fram fara þ. 28. maí 1978, eða við Ilella, 20. maí. — Firmakeppni Helludeildar Hestamannafélags- ins Geysis fór að venju fram á sumardaginn fyrsta og voru þátt- takendur 54 fyrirtæki. Fyrstu verðlaun hlaut Blakkur, 10 vetra, eign Kristjáns Jónssonar, sem keppti fyrir dagblaðið Tímann, Alþingiskosningar, þann 25. júní 1978. Ekki er vitað að nein félagasam- tök eða stofnanir hafi óskað eftir slíku. Fundarkonur vilja benda á, að á flestum stöðum, þar þar sem áfengisútsölur eru, er brýn þörf á sjúkrarúmum, og ýmiss konar heimilum fyrir drykkjusjúklinga. En nú á allra síðustu árum er farið að veita þessum sjúklingum raun- hæfa hjálp, og því finnst fundar- konum það hrópleg öfugþróun ef opnuð yrði áfengisútsala í Kópa- vogi. f.h. Kvenfélags Kópavogs Helga Ámundadóttir formaður annar varð Blær, 5 vetra, eign SteinþórsRunólfssonar, sem keppti fyrir Búnaðarbanka ís- lands, Hellu, og þriðji varð Nasi, 6 vetra, eign Ingimars ísleifsson- ar, sem keppti fyrir Fóður- og fræ í Gunnarsholti. —Jón. ÞRÍR cfstu hestarnir í firmakeppninni, talið frá vinstrii Blakkur, Blær og Nasi. Ljósm. Einar Torfason. Firmakeppni Geysis á Hellu Leikflokkur frá Færeyjum í V-Eyjum Menningardagar sjómanna og fiskvinnslufólks verða haldnir í Vestmannaeyjum dagana 29. júní til 2. júlí á vegum MFA á Norðurlöndum í samvinnu við ýmsa aðila í Eyjum. Hafa dagar þessir hlotið nafnið „Maðurinn og hafið 1978.“ Meðal dagskrár atriða sem þarna verða er sýning leikflokks- ins Grímu frá Færeyjum á leikritinu Kvæðinu um kópakon- una sem er byggt á færeyskri þjóðsögu. Leikflokkurinn Gríma hóf starfsemi sína s.l. sumar og er fyrsta tilraun til atvinnuleik- húss í Færeyjum. Er það ferða- leikhús og vill með því sanna að grundvöllur sé fyrir atvinnuleik- hús meðal 45 þúsund íbúa Fær- eyja, en Kvæðið um kópakonuna hefur verið sýnt alls um 50 sinnum í Færeyjum, og nú er flokkurinn á ferð í Danmörku og í Englandi. Nýr aðstoðar- framkvæmda- stjóri Borg- arspítalans JÓHANNES Pálmason, lög- fræðingur sem gcgnt hefur starfi skrifstofustjóra Borgar- spitalans sl. 6 ár, hefur verið skipaður aðstoðarfram- kvæmdastjóri spitalans. Jóhannes lauk prófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1964, embættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands 1971 en stundaði síðan nám í sjúkra- hússtjórn við Nordiska Hálsvárdshögskolan í Gauta- borg 1974—75. Hann hefur verið fulltrúi Starfsmannaráðs Borgarspítal- ans í stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkur frá janúar 1975. Jóhannes er kvæntur Jóhönnu Árnadóttur og eiga þau þrjár dætur. MYNDAMÓTA Aó<ilstra>ti 6 simi 25810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.