Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAI 1978 Vltf> MORö'Jlv- KAf r/NO (() <5f__ JÖ? GRANI göslari Ilann lokaðist inni í ka'li- klofanum í gærkvöldi. I>oir lofuöu að sonda pakkann hingað inn. oins og skot! Hoyrðu — loiktu þotta aftur? Bensinleysi skoplegt? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Fjórir gosar þykja góð spil í pókor en í bridge vekja þeir ekki sama áhuga. En sc úrspilsgota fyrir hondi má styðja makker jafnvol moð aðeins þessi háspil á hondi. Gjafari vestur, allir á hættu. Norður S. G1052 H. G2 T. G943 L. G95 Suður S. ÁD6 H. Á863 T. ÁKD L. ÁD2 Vestur Norður Austur Suður pass pass 1 H dobl pass 1 S pass 2 G pass 3 G allir pass. Sagnir suðurs sýna mjög sterka hönd. Hækkun norðurs í 3 G er því eðlileg enda veit hann, að óhætt er að treysta okkur í úrspilinu. Vestur spilar út H 7. Hvernig vilt þú haga úrspilinu? Gera verður ráð fyrir, að austur eigi öli háspilin, sem okkur vantar. Og ef hann á fimm hjörtu má hann aðeins fá slagi á þann lit. Við eigum sex slagi beint en vantar innkomur í blindan til að taka þann sjöunda á tígulgosa auk nauðsynlegra svíninga. Lausnin er einföld. Austur fær að eiga fyrsta slaginn á H D. Og til að vera alveg örugg fær hann einnig næsta slag á H K. En þriðja hjartað tökum við og úr borði fer spaði. Eins og búast mátti við er vestur ekki með, lætur tígul. Þá tökum við þrjá næstu á tígli. Síðan spilum við hjarta og úr borði látum við spaða. Austur fær slaginn og á þá þessi spil: S. K9 H. 5 T. - L. K108 Hann ræður ekki við stöðuna. Þegar hann tekur síðasta hjartað látum við aðra hvora svörtu drottninguna og lauf úr borðinu. Austur á þá aðeins svört spil á hendi og þarf að spila okkur í hag. Tígulgosinn verður áttundi slagur- inn og svíning gefur þann níunda. ® PIB COSPER Maðurinn minn holdur framhjá mór. með konunni yðar! „Ég verð að segja það að mér finnst jafnan ríkja nokkuð skop- legt ástand hjá okkur þegar af einhverjum ástæðuni rekur að því að hilla fer undir bensínskort. Skiptir þá ekki máli af hvaða ástæðu hann er til kominn, verk- föll, innflutningsbann, óforsjálni í innkaupum eða hvað það nú er, það rjúka allir upp til handa og fóta og vilja helzt koma upp bensínbirgðastöð heima í bílskúr. Samt vita það allir, og minnt er á það í dagblöðum og með sérstökum tilkynningum jafnvel, að bannað er að geyma bensín í brúsum heima við, nema í því húsnæði, sem brunavarnaeftirlit hefur úrskurðað hæft til slíks. Eigi að síður eru jafnan myndir í blöðum af því hvar verið er að afgreiða einhverja um bensín á brúsa en það er kannski af því að viðkomandi er að leggja upp í ferðalag upp í óbyggðir. Auðvitað er það slæmt fyrir okkur sem eigum bíla og þurfum oftast að nota þá mjög mikið, að missa aðgang að bensíni eins oft og raun ber vitni, en það hamstur og þau ólæti liggur mér við að kalla það, eru næsta fáránleg jafnvel þótt séð sé fram á það að bensínið á tanknum dugi ekki og við verðum að ganga eða hefja akstur í strætisvögnum í nokkra daga. I raun væri það nógu fróðlegt að einhvern tíma yrði svo rækilegur bensínskortur að allir yrðu að ferðast með strætó og þá er ég hræddur um að einhvers konar söngur myndi heyrast um þennan ferðamáta. Áreiðanlega eru ekki allir jafnhrifnir af því að þurfa að nota hann, kannski allra sízt bíleigendur sem eru að skjót- ast eftir götunum innan um þessa risa, sem nú fá allan forgang. Annars átti þetta eingöngu að snúast um bensínið og vera tilraun til að sjá einhverja skoplega hlið á bensínskorti og vona ég að engan hafi sært. Ökumaður." Sjálfsagt er það rétt athugað hjá ökumanni hér að framan að MAÐURINN A BEKKNUM Framhaldssaya eftir Georges Siinenon Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði 51 halda eftir drjúgum hluta af því sem ég vinn mér fyrir. — Hvenær báðuð þér föður yðar um peninga f fyrsta •skipti? Hún horfði á hann andartak. andvarpaði og sagðii — Jæja, svo að þér vitið það líka. Svo hélt hún áfram án þoss að hika> — Ég mátti vita það. I>ess vegna segi ég yður líka sann- loikann. Eg vona þér séuð ekki svo viðbjóðslegur að þér farið að kjafta í mömmu. Nema þér séuð eins og hún! — Það hefur ekkert komið til tals að segja móður yðar frá yðar einkamáium. — Jæja. Það myndi svo sem ekki brcyta neinu. — Þér eigið við að þér mynduð fara hvort sem er? — Já, og eins fljótt og unnt er. — Iívernig komust þér á snoðir um hcimilisfang föður yðar? í þctta skipti munaði engu að hún skrökvaði. — Það var Albert sem hafði uppí á þvf. — Með því að elta hann? — Já, við vorum búin að tala margsinnis um að það væri furðulegt hvornig hann færi að því að vinna sér inn alla þessa peninga. Og bundum það svo fastmælum að Albert elti hann. — Hvers vegna höfðuð þér svona mikinn áhuga á þvf? — Vegna þess að Albert sagði það væri eitthvað grugg- ugt við það hvað hann hefði mikil fjárráð. — Og hvaða máii hefði það skipt þótt þér hefðuð vitað allt um það? — Ekki nema það að hann hafði augsýnilega meira en nóg af seðlum. — Og þér ákváðuð að fá yðar skerf af þeim? — Að minnsta kosti fyrir farmiðunum. — Fjárkúgun? — Ég sé ekkert óeðiiicgt við að faðir... — Sem sagt, vinur yðar AJbert fór að njósna um föður yðar? — Hann fylgdist með honum i þrjá daga. — Og að hverju komst hann? — Hafið ÞÉR komist að einhverju? — Ég var að spyrja yður spurningar. — í fyrsta lagi komst hann að því að faðir minn hafði á leigu herbergi í Rue d'Angeu- leme. Því næst, að hann fékkst hreint ekki við tryggingar heldur virtist vcrja deginum í að rápa um göturnar og stund- um settist hann á bekk. Og í síðasta lagi... — í síðasta lagi hvað...? — Að hann hafði komið sér upp hjákonu. — Hvaða áhrif hafði það á yður? — Mér hefði þótt geðfelld- ara ef hún hefði verið ung og laglcg. En hún er ekki ósvipuð mömmu! — Hafið þér séð hana. — Já. Albert sýndi mér staðinn þar sem þau .voru vön að hittast. - í Rue Saint Antoine? — Já. Á lítilli kaffistofu. Ég lét eins og ég ætti leið hjá og ég hafði auðvitað ekki tök á að virða hana neitt sérstaklega mikið fyrir mér, en ég sá hvers konar manngerð hún er. Ég get ekki ímyndað mér að hún hafi verið honum mikill gleðigjafi. Ekki frekar cn mamma. — Fóruð þér svo til hans? - Já. — Og faðir yðar lét yður hafa peninga? - Já. — Ilótuðuð þér honum ein- hverju? — Nei. ég sagðist hafa týnt umslagi með peningum fyrir-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.