Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 Ingi Biörn Albertsson, fyrirliði Vals: Liðin skipta sér n ÞESSA vikuna mun Ingi Björn Albertsson spá um úrslit leikja helgarinnar í fyrstu og annarri deild íslands- mótsins í knattspyrnu en Valsmenn eiga erfið- an leik fyrir höndum, gegn Keflavík á Laugardalsvellinum. Um helgina fara fram lejkir 3. umferðar. I stuttu spjalli við Mbl. sagði Ingi Björn, að hann teldi að liðin í deildinni myndu skiptast í tvennt og yrðu í betri hópnum IA, Valur, Víkingur og Vestmannaeyjar, en í þeim lakari, KA, Breiðablik, Fram, Spá Inga 1. deild Valur—ÍBK 2—0 1. deild UBK —Fram 0—0 1. deild ÍBV-FH 3-0 1. deild ÍA —KA 4—0 2. deild Þróttur—Reynir 2—1 2. deild Völsungur—ÍBÍ 0—1 2. deild Austri —Fylkir 0—0 1. deild Þróttur—Vík. 0—1 LANDSLIOIÐ í knattspyrnu er u.p.b. að hefja sín verkefni. Fyrsti lands- leikur á pessu ári verður n.k. priðjudag, p.e. lið 21 árs og yngri og einn eldri. Þetta verður í fyrsta skipti sem landsliö í pessum aldursflokki leikur landsleik, og er pað vel, að hafin skuli keppni sem pessi. Stjörnulið Bobby Charltons verður síðan á ferðinni n.k. mánu- dagskvöld og leikur við úrvalslið K.S.Í. Lið B. Charltons kom hér í fyrravor og lék eftirminnilegan leik. Frá mínu sjónarmiði er hér aðeins um gaman- leik aö ræöa, alls ekki æfingaleik fyrir landslið eins og margir álíta, eöa alvörufótbolta, til þess eru liðsmenn B. Charltons allt of gamlir. Hér er fremur um góöa auglýsingu aö ræöa fyrir fyrrverandi þekkta brezka knatt- spyrnumenn ásamt nokkrum ungum, en um leið góð auglýsing fyrir brezkan fótbolta, sem á allt gott skilið. Hér veröa því á ferðinni „heiöursmenn” sem lyft hafa knatt- spyrnuíþróttinni í æöra veldi á liðnum árum. Þriöja umferö íslandsmótsins hefst á laugardaginn og lýkur á sunnudag. Eftir þá umferö veröa línur teknar aö skýrast. Aðalmáliö í dag er aö heyra hvaö unglingalandsliösþjálf- ari K.S.Í., Lárus Loftsson, hefur aö segja um úrslitakeppni á Evrópu- meistaramóti unglinga 16—18 ára sem fram fór í byrjun maí í Póllandi og sitt hvaö um unglingaknattspyrnu á íslandi. Unglingaknattspyrna A síöustu árum hefur unglingastarf K.S.Í. aukist mikiö og eflst. Þjálfunar- námskeið fyrir unglingaþjálfara 1. og 2. stigs hafa verið mun tíöari en áður, en einkum hefur starfið vaxiö varöandi landsleiki hjá unglingaliöum og þátttaka í alþjóðamótum fyrir drengi 14—16 ára og 16—18 ára. Drengjaliö 14—16 ára hafa tekið þátt í kappmótum á Noröurlöndum, þar sem fleiri liö frá Evrópu hafa einnig veriö þátttakendur og piltar 16—18 ára hafa tekið þátt í Evrópukeppni landsliöa. íslenskir strákar hafa á síðustu fjórum árum unniö sér rétt til úrslitakeppni og alltaf undir stjórn Lárusar Loftssonar. Mér fannst því sjálfsagt aö ræöa viö Lárus um þessi málefni. Lakari árangur í Póllandi en áður. Hver var ástæöan fyrir verri útkomu í Póllandi? Lárus sagði aö í þetta skiptið heföum viö lent í riöli með tveimur A-Evrópuþjóðum, Ung- verjum og Júgóslövum og sú leikaö- IBK, Þróttur og FH. Þá sagöi Ingi Björn, að hann áliti að Skagamenn yrðu þeim Valsmönnum skeinu- hættastir í baráttunni um titilinn, en Fram væri ávallt erfiður mótherji hver svo sem deildar- staða þeirra kynni að vera. Um Valsliðið sjálft sagði Ingi, að það væri mjög svipað að styrkleika og í fyrra og ungverski þjálfarinn legði mikla áherslu á að menn væru frjálsir á vellinum og hreyfðu sig mikið, en væru ekki rígbundnir í einhverjum vissum stöðum. Er landsliðið bar á góma, sagði Ingi Björn að það væri liöinu mikið áfall að Jóhannes Eðvalds- son gæfi ekki kost á sér, hann væri liðinu svo mikilvægur. Ennfremur væri það alvarlegt mál, ef sterk- ustu atvinnumennirnir gætu ekki leikið þá landsleiki sem fyrir liggja. LAUGARDAGUR 27 MAÍ. 1. deild, Laugardalsvöllur. kl. 14.00, Valur-ÍBK, dómari Arnar Einarsson. Kópavogsvöllur. kj. 14.00, UBK- Fram, dómari Hreiðar Jónsson. Vestmannaeyjavöllur. kl. 15.00, ÍBV-FH, dómari Valur Benidikts- son. Akranesvöliur. kl. 15.00, ÍA KA, dómari Sævar Sigurðsson. 2. deild, Neskaupsstaðarvöllur. kl. 14.00, Þróttur-Reynir. Húsavíkurvöllur. kl. 15.00, Völs- ungur-ÍBÍ. Eskifjarðarvöllur. kl. 16.30, Austri-Fylkir. SUNNUDAGUR 28. MAÍ. 1. deild, Laugardalsvöllur. kl. 15.00, ÞrótturVíkingur, dómari Ragnar Magnússon. ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ. Bikarkeppni KSÍ, Fellavöllur kl. 20.00, Leiknir-Oðinn. • „Er það hér sem á að taka vítaspyrnuna dómari góður?“ má lesa út úr svip Inga Björns Albertssonar, þar sem hann er að undirbúa sig undir að taka vítaspyrnuna í leik Víkings og Vals á dögunum. Eins og allir vita mistókst spyrnan Diðrik Ólafsson varði spyrnu Inga. Ljósm. Friðþjófur. - fe: d * i§*| - ' ■■ , x ■Ki % mm Drengjalandsliðin eru góðir fulltrúar íslenzkrar æsku ferö sem þessar þjóöir lelka henta okkur verr en sú knattspyrna sem leikin er t.d. í V-Evrópu. Þessar þjóöir nota mun styttra spii láta knöttinn rúlla mörgum sinnum milli manna þannig aö íslenska liðið í raun sprakk í lokin. Okkar strákar skila knettinum fyrr eöa reyna aö brjótast fyrr í gegn og tapa því knettinum fyrr. Við héldum vel í viö þessi lið í um 50—60 mínútur og síöan sprakk liöiö. Lárus sagöi einnig, aö sú knattspyrna sem iðkuö heföi verið hérlendis undanfar- in ár bæri mikinn keim af brezkri knattspyrnu, þar sem menn losuðu sig miklu fyrr við boltann og barátta og kraftur væri meira í fyrirrúmi en knatttækni og léttleiki. Lárus benti einnig á aö úr 4 riölum keppninnar komust 3 A-Evrópuliö í úrslitakeppn- ina. UNDIRBUNINGUR. Hvernig var undirbúningi héttaö? Úrslitakeppnin er á mjög óhentug- um tíma fyrir íslendinga og viö því var aö sjálfsögöu ekkert aö gera, en allur undirbúningur var eins og bezt var á kosiö aö mínum dómi, sagði Lárus. Undirbúningur var aöallega fólginn í æfingaleikjum viö 1. og 2. deiidarliö í marz og apríl, minna var um hefðbundnar æfingar en áöur. Ýmis- legt rekst á viö undirbúninginn, t.d. piltar sem komnir eru í Meistara- flokksliö eru oft uppteknir í kappleikj- um með sínum félögum. Próftími í skólum er u.þ.b. aö byrja á þessum tíma og knattspyrnuvellir oftast í slæmu ástandi á þessum árstíma. Þess vegna er mjög erfitt í raun og veru aö leika knattspyrnu á íslandi á þessu tímabili. Áöur en lagt var af staö í úrslitakeppnina var aðeins hægt aö komast tvisvar á grasbala án marka til æfinga. Meö tilliti tii þess sem aö framan greinir stöndum viö alls ekki jafnfætis þeim andstæöing- um sem viö mætum. Lárus benti á lítið dæmi, þar sem margir af íslenzku piltunum höföu meö sér námsbækur til að lesa fyrir próf, en sagöist ekki hafa orðiö var við aö aðrir piltar hefðu þurft þess. Hvað um undírbúníng annarra Þjóöa? Ég haföi því miður lítil tækifæri til aö kynnast öðrum en þeim sem voru í sama riöii og viö vegna þess aö viö sáum aldrei leikmenn hinna þjóð- anna en ég vissi aö Rússar sem voru yfirburðasigurvegarar voru meö sitt liö í tveggja mánaöa æfingabúöum og fluttu þangað meö sér kennara í skólanámsgreinum og settu í raun upp nokkurs konar nýlendu á meöan á undirbúningstímabilinu stóð. Þaö var öruggt aö þeir lögöu mikiö kapp á aö ná góöum árangri í þessari keppni. Hvaða munur var é liðinu í ér og í fyrra? I Belgíu í fyrra vorum við með heilsteyptasta liðiö sem ég hefi stjórnaö og ég trúi því aö úr því liði eigi margir leikmenn eftir að klæöast landsliösbúningi framtíðarinnar, í ár má segja að nokkrir einstaklingar hafi sett meiri svip á liðið, en liöiö ekki unnið eins vel sem heild. Þess ber þó að geta að liðið í ár er frekar ungt lið og mega t.d. 7 leikmenn vera með í næstu keppni sem hefst í haust. Hvað er framundan hjé unglinga- landsliði. Næstu verkefni eru landsleikur 14—16 ára viö Færeyinga, síöan tekur þaö sama lið þátt í Noröur- landakeppni í Danmörku í sumar. í haust hefst aö nýju undankeppni Evrópuliða 16—18 ára og ef við vinnum þá leiki veröa úrslit í Austurríki að vori. Ég spuröi Lárus hver væri ástæðan fyrir því aö lið drengja 14—16 ára næöi oft góöum árangri í keppnisferöum félagsliða á Noröurlöndum og Skotlandi, en árangur landsliös sama aldursflokks heföi á undanförnum Noröurlanda- mótum ekki verið góöur. Lárus sagöi að þetta væri rétt. Ég hefi hugleitt þetta mikiö og get mér helst til, aö á þeim tíma sem keppni liös 14—16 ára fer fram er háannatími í knatt- spyrnu hjá íslenzkum drengjum og því varla nógu mikil ró yfir þeim liöum sem þar kepptu. Þegar 16—18 ára keppnin færi fram væru íslandsmótin búin og menn heföu því mun rýmri tíma til undirbúnings. Hvað um landsleiki liðs 21 érs og ynjri? Ég er mjög ánægöur með aö hafin skuli landsleikjakeppni meö liö skip- aö þessum aldursflokki því ég álít aö þarna hafi verið ófyllt skarð fyrir pilta sem leikiö hafa oft marga unglinga- landsleiki en ekki orönir nógu líkamlega sterkir til aö taka þátt í A-landsliöi og því góöir möguleikar aö brúa þaö bil. Hvað um Evrópukeppni félags- liða? Eins og kunnugt er fer fram árlega ýmiss konar keppni félagsliöa fyrir KNATTSFYRNUUABB EFTIR ÁRNA NJÁLSSON unglingaliö í Evrópu, ýmist skipulögö af Evrópusambandinu eöa einstökum þjóöum. íslenzk liö hafa þó aldrei tekið þátt í þeim, utan smákeppni á Norðurlöndum. Erfiöleikarnir á því að taka þátt í slíkri keppni eru helst þeir að hún fer fram ýmist snemma vors eöa síðla hausts. Hitt væri mjög athugandi hvort K.S.Í. gæti stuðlað aö því að t.d. íslandsmeistarar 2. aldursflokks ættu þess kost aö taka þátt í slíkri keppni og þá sem nokkurs konar verðlaun til þess liðs sem ynni íslandsmótiö. Stofna þyrfti sjóö t.d. meö auknu miöagjaldi eöa einhverjum leiöum til aö styrkja þau lið sem til þess ynnu. Þetta væri mjög athugandi verkefni, sagöi Lárus. Hvaö um námskeið eöa kynnisferðir fyrir unglingalandsliðsþjálfara. Lárus sagöist eiga kost á aö fara á námskeiö í Danmörku í sumar. Hins vegar er ég spenntari ef tími gefst til að fara í 2—3 vikna ieiöangur t.d. um England, Þýzkaland og Niðurlönd og fá að sjá og kynnast hvernig unglingastarfi knattspyrnumála er háttaö hjá þessum þjóöum. Ég benti Lárusi á að s.l. sumar hefði komið hingað til lands skozkt unglingaliö, 2. aldursflokkur, sem mér fannst leika mjög góöa knattspyrnu, og í samtöl- um viö forráöamenn liðsins kom fram aö liðið æfir aöeins einu sinni í viku, en leikur 40—50 kappleiki á ári. Lárus sagöi aö viö íslendingar legðum alltof mikið upp úr keppni hjá yngstu aldursflokkunum, 3., 4. og 5. flokki, og knattspyrnukennsla vildi því oft fara forgöröum í kapphlaupi viö að vinna leiki og mót. Hins vegar þegar komið væri að 2. aldursflokki væri leikir of fáir, enda kæmi þaö fyrst og fremst fram þegar viö lékjum viö unglingaliö annarra þjóöa, hvaö knatttækni væri ábótavatn, og yröum við þá að vinna muninn upp með krafti og baráttu. Lárus sagði ennfremur að víöa þar sem hann þekkti bezt til væri ekki um aö ræöa landsmót yngri flokka fyrr en í 2. aldursflokki. í Danmörku væri t.d. aöeins eitt landsmót drengjaliöa sem Extrablaöiö gengist fyrir í auglýsinga- skyni en ekki stjórnaö af knatt- spyrnuforustunni. Þessi keppni Extrablaösins væri fyrir drengi um alla Danmörku á aldrinum 12—16 ára og heföu tekið þátt í henni undanfarin ár 600 lið. Aö lokum sagöist Lárus líta björtm augum til framtíöar íslenzkrar knatt- spyrnu og tók þaö skýrt fram aö öll drengjaliö sem hann heföi fariö með til keppni erlendis heföu alltaf verið góöir fulltrúar íslenzkrar æsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.