Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 48
Alf«LV SINíiASÍMINN KK: 22480 J«íröiinblatíií> AL'(»LVSIN(iASÍMINN ER: 22480 |W»r0unWní)tí> LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 Það var fríður hópur stúdenta, sem Menntaskólinn í Reykjavík útskrifaði í gær. Var myndin tekin þegar stúdentarnir höfðu stilit sér upp til myndatöku og þessi mynd er frá nokkuð öðru sjónarhorni en hinar venjubundnu stúdentamyndir. Sjá nánar á bls. 22. Lægsta tilboðið er íslenzkt — Tæpar 300 milliónir kr. I GÆR voru opnuð hjá Trygg- ingamiðstöðinni tilboð í viðgerð á togaranum Breka VE frá Vest- mannaeyjum. sem stórskemmdist í eldi nýlega, þar sem hann var hundinn við bryggju hjá Slipp- stöðinni á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum Gunn- ars Felixsonar, fulltrúa hjá Trygg- ingamiðstöðinni, bárust sex tilboð í viðgerðina, tvö íslenzk og fjögur frá erlendum skipasmíðastöðum. Var annað íslenzku tilboðanna lægst. Lægstu tilboðin voru á bilinu 275 — 300 milljónir króna, en hæsta tilboðið hljóðaði upp á 450 milljónir króna. Viðgerðartími var mislangur, 3—6 mánuðir. Gunnar Felixson kvað ekki tímabært að skýra frá því hvaða fyrirtæki hefðu sent inn tilboð. Hann sagði að á næstu dögum yrðu tilboðin athuguð nánar og þau borin saman. Sagði hann að þau væru misjafnlega sett upp og þyrfti því að gera ýmsa útreikn- inga áður en fyrir lægi hvaða tilboð væru hagstæðust í viðgerð- ina. Friðrik efstur FRIÐRIK Ólafsson sigraöi Spánverjann Antonio Medina í 5. umferð skákmótsins í Las Palmas á Kanaríeyjum í gær- Viðgerð Breka: Almannatryggingar hækka um 15%: Ljósm. Mbl.i Fnðþjoíur. HjónaMeyrir með tekju- tiyggingu 151.391 króna í SAMRÆMI við lögin um efna- hagsráðstafanir frá því í febrúar- mánuði og með vísan til hráða- birgðalaga ríkisstjórnarinnar munu allar bætur almannatrygg- inga ha-kka um 15% frá og með 1. júní 1978 og hefur þéssi hækkun í för með sér að ellilífeyr- ir. sem tekinn er fyrst við 67 ára aldur. hækkar í 44.400 krónur á mánuði, en áður var þessi upphæð um 38.600 krónur. Hjónalífeyrir, sem var um 67.500 krónur. hækkar í 77.620 krónur. Kostnað- ur við þessa hækkun er áætlaður á bilinu 750 til 800 milljónir króna á yfirstandandi ári. Frá þessu er skýrt í fréttatil- kynningu frá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, sem Morg- unblaðinu barst í gær. Ellilífeyrir er mismunandi eftir því, hvenær hann er fyrst tekinn. Sé hann tekinn við 67 ára aldur verður upphæðin á mánuði eins og áður segir 44.400 krónur, frá 68 ára Framhald á bls. 26. Fyrstu stúd- entarnir frá * Armúlaskóla FYRSTU stúdentarnir frá Armúlaskóla verða braut- skráðir í dag, laugardaginn 27. maí. Alls eru þetta 38 nemendur og eru þeir braut- skráðir samkvæmt lögum nr. 38/1971 um heimild til handa Kennaraháskóla íslands til að útskrifa nemendur með stúdentspróf. Áríðandi fulltrúa- ráðsfundur kl. 13 FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík er boðað til áriðandi fundar 1 dag, laugardaginn 27. mai. 1 Sigtúni og hefst fundurinn kl. 13.00. Þetta er síðasti fundur Fulltrúaráðsins fyrir borgarstjórnarkosningar og eru fulltrúar hvattir til að fjölmcnna á fundinn. Matthias Bjarnason tryggingaráðherra. kvöldi og er Friðrik nú í efsta sæti ásamt ungverska stórmeist- aranum Ivan Csom með 4V4 vinning að loknum 5 umferðum. Svo sem fram hefur komið í blaðinu vann Friðrik þrjár fyrstu skákirnar, en í fjórðu umferð gerði hann jafntefli við ítalann Tatai í aðeins 12 leikjum. Csom vann aftur á móti fjórar fyrstu skákirnar, en gerði síðan jafntefli við Spánverjann Rodriquez í gærkvöldi. Önnur úrslit í gærkvöldi urðu þau, að Westerinen vann Cabera, Padron vann Tatai, Rubio vann Perez og Mastres vann Lezcano. Friðrik og Csom hafa 4 '/2 vinn- ing, Padron 4 vinninga, Rodr- iquez 3'Æ vinning, Medina og Westerinen 2V4 vinning en aðrir minna. 56.757 á kjörskrá SAMKVÆMT þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, eru 56.757 manns á kjörskrá við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík á morgun. Við síðustu borgarstjórnarkosningar voru 54.147 manns á kjörskrá, þannig að kjósendum í Reykjavík hefur fjölgað um 2.610 á yfirstandandi kjörtímabili. „Henti mér út í er ég sá að drengurinn var að sökkva” — sagði Brynjar Jakobsson, sem vann frækilegt björgunarafrek i Patrekshöfn — ÞEGAR ég kom niður á bryggjubrúnina sá ég að höfuð drengsins var að hverfa í sjóinn svo ég henti mér hiklaust út í og náði drengnum áður en hann sökk. sagði Brynjar Jakobsson, rúmlega tvítugur Patreksfirðingur, sem í fyrrakvöld vann það frækilega afrek að bjarga níu ára dreng frá drukknun og koma honum hjálparlaust upp á bryggju. Drengurinn komst fljótlega undir læknishendur og náði sér alveg. Tveir níu ára drengir voru að leik við Patrekshöfn á tólfta tímanum í fyrrakvöld og endaði leikur þeirra á þann hátt að annar drengjanna datt í sjóinn. Heitir hann Magnús Gíslason, sonur Gísla Kristinssonar skip- stjóra og konu hans. Er Magnús litli ósyndur. Félagi hans fór strax að ná í hjálp og var þá svo heppinn að Brynjar kom akandi niður á bryggju á bíl sínum. — Eg er sýningarmaður í bíóinu hér, sagði Brynjar og af tilviljun ákvað ég að aka eina ferð niður á bryggju eftir sýningu. Þegar ég var að koma niður að Patrekshöfn kom drengur hlaupandi á móti mér og sagði mér að félagi sinn hefði dottið í höfnina og skildist mér að hann hefði verið töluverðan tíma í sjónum. Brynjar sagðist hafa flýtt sér niður á bryggju og ekkert verið að tvínóna við hlutina þegar hann sá að drengurinn var orðinn magnþrota og að sökkva og hent sér í höfnina eins og hann stóð. — Eg náði strax taki á drengnum og synti með hann að stiganum og gat með erfiðis- munum borið hann upp á bryggjuna. Þegar þa»gað kom var fólk komið á staðinn í bíl og flutti það drenginn heim til sín þar sem hann komst undir læknishendur. Sjálfur flýtti ég mér heim, enda orðinn kaldur mjög. Ég fékk þó engin eftirköst af baðinu. — Það er auðvitað mjög ánægjuleg tilfinning að hafa bjargað lífi drengsins, því að ég tel litlar líkur á þvt að hann hefði bjargazt, ef ég hefði ekki af tilviljun átt leið þarna um höfnina, sagði Brynjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.