Morgunblaðið - 28.05.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.1978, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 109. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri: A kjördegi Kosningadagurinn er runninn upp. Þessi dagur rœður miklu um framtíð Reykjavíkur. Kosningabaráttan hefur verið óvenju stutt, en hefur þó harðnað síðustu daga. Nokkuð hefur borið á því, að andstæðingar okkar sjálfstæðismanna hafi viljað leiða umræðurnar frá borgarmálum og fara út í aðra sálma. Við, sem höfum borið ábyrgð á stjórn borgarinnar, megum vel una því, en við viljum þó undirstrika nauðsyn þess, að það eru fyrst og fremst störf borgarstjórnar, sem kosið er um. Andstæðingar okkar hafa haldið þvífram og gera enn að við sjálfstæðismenn séum öruggir með að halda meirihluta. Það gera þeir til að skapa andvaraleysi i okkar röðum. Sjálfur tel ég, að þessar kosningar séu mjög tvísýnar og að engu megi muna, að sundurlyndisfjandinn nái tökum á Borgarstjórn Reykjavíkur. Ég bið því þá borgarbúa, sem i hjarta sínu vilja ekki glundroðastjórn yfir Reykjavík, að hugsa sig vel um, áður en þeir greiða atkvæði einhverjum vinstri flokkanna. Margt hefur borið á góma í kosningabaráttunni, en um ótrúlega marga málaflokka hefur verið hljótt. Við skulum nefna nokkra. Orkumál hafa ekki komizt á dagskrá, hvorki raforka né hitaorka, enda býr Reykjavík við meira öryggi í þeim efnum en aðrir landshlutar. Skólamál, lista- og menningarmál, íþróttamál, brunavarnir, höfnin, gatnagerð, almenn félagsmál, — allt eru þetta málaflokkar, sem varla hefur verið minnst á. Það ber vott um, að þar er ekki gagnrýnisefni að finna. Helztu ágreiningsefni hafa verið skipulagsmál og atvinnumál. Sumt af því, sem þar er deilt um, er reyndar tilbúinn ágreiningur, en í þeim málum hafa andstæðingar okkar enga sameiginlega stefnu. Þar myndi sundrungin ráða ríkjum, ef illa færi í dag. Við sjálfstæðismenn biðjum um áframhaldandi traust ykkar. Við lofum því fyrst og fremst að leggja okkur öll fram til að vinna í þágu þessarar borgar, sem hefur alið okkur. Ég ket í Ijós þá van, að í dag eigi sem flestir Reykvíkingar samleið með okkur. Carter tjáir Gromyko gremju sína vegna íhlutunar Russa í Afríku WashinKton 27. maí Rcuter CARTER íorseti ræðir ídag, laugardag, við Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovetríkjanna og í frétta- skeytum er tekið fram, að hann muni gera Gromyko það afdráttarlaust ljóst, að hernaðarafskipti Sovétríkj- anna í Afríku muni torvelda allar samþykktir Banda- ríkjaþings er miði að því að takmarka kjarnorkuvopn. Embættismenn beggja aðila Fræg ball- erína látin Lundon 27. maí. Router TAMARA Karsavina, ein fræg- asta ballettdansmær sinnar kyn- slóöar, lézt í London í morgun, 93 ára að aldri. Hún var rússneskrar ættar, fædd í St. Pétursborg 1885 og var faöir hennar einnig frægur dansari, Platon Karsavin. Hún varð sólódansmær Maryinsky- Framhald á bls. 26. segja að viðræður Gromykos við Carter nú um helgina séu taldar mjög þýðingar miklar og kynnu að geta stuðlað að því að f undur yrði haldinn milli Brezhnevs for seta Sovétríkjanna og Bandaríkjaforseta. Aftur á móti ber sérfræðingum saman um að íhlutun Sovétmanna og Kúbumanna í málefni ýmissa Afríkuríkja og bein hernaðarleg afskipti þeirra í ýmsum löndum svo og áframhaldandi mannrétt- indarof myndi gera fundi þeirra erfiðari en ella og vel þurfi að gæta að, svo að ekki verði stigin skref sem erfitt er að stíga til baka. Eftir að Gromyko hefur rætt við Carter Bandaríkjaforseta mun hann meðal annars eiga fund med Vance, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Kínverjar fluttir frá Víetnam vegna ofsókna stjórnvalda l'rkiiiK 27. maí Routor. KÍNVERSKA stjórnin ætlar að senda skip til að flytja heim kínverska borgara sem hafa sætt ofsóknum í Víetnam. Hanoistjórn- in hefur þverneitað ásökunum Kínverja og segir að viðkomandi mcnn séu að fara í leyfisleysi úr landi. Opinber talsmaður Kín- verja sagði frá þessari ráðagerð í gærkvbldi en ekki var tekið fram hvenær fólksflutningar þessir hæfust. Víetnamska fréttastofan VNA rauf í morgun þá þögn sem þar hefur ríkt um málið og fjallaði um það í fyrsta sinn síðan Kínverjar hófu að bera víetnömsku stjórnina ásökunum um kúgun og ofsóknir. í orðsendingu víetnömsku frétta- stofnunar voru Kínverjar gagn- rýndir fyrir rógburð. Það ætti sér enga stoð í veruleikanum að Víetnamar hefðu komið illa fram við Kínverja sem búa í landinu. Þessi áróður virtist eingöngu fram settur til að reyna að ala á tortryggni milli landanna og valda sundrungu. Kínverjar segja að rösklega 70 þúsund Kínverjar hafi farið frá Víetnam, en talið er að í Víetnam búi um milljón manns af kínversk- um uppruna. V—Berlín: Hryðju- verkamað- ur slapp Uorlín. 27. maí. Al*. Routor. FIMM vopnaðar konur rudd- ust í morgun inn í Moabitfang- elsi í Vestur-Berlín og leystu úr haldi Till Meyer sem situr inni grunaður um aðild að morði dómara í Vestur-Berlín árið 1964 og einnig að mann- ráninu á Peter Lorenz. einum helzta forystumanni Kristi- legra demókrata í V-Berlín fyrir þremur árum. Einn maður særðist er konurnar fimm lb'gðu til atlögu. Talið er að konurnar og Meyer hafi komizt undan á Volkswagen- rúgbrauði sem lagt hafði verið skammt frá fangelsinu. Geysi- lega víðtæk leit stendur yfir um gervallt landið að fólkinu. Meyer var í haldi í sérstakri deild í fangelsinu, sem talin er mjög örugg. Hann var einn af sex grunuðum sem sátu inni og hófust réttarhöldin yfir þeim í apríl. Varið hefur verið millj- ónum vestur-þýzkra marka til að koma fyrir sérstokum út- búnaði og öryggisaðgerðum til að hindra að fangarnir gætu Framhald á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.