Morgunblaðið - 28.05.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.05.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1978 MerkjasáLa Hringsms AÐ VENJU munu Hringskonur bjóða merki sín til sölu á kosn- ingadaginn og má segja að það sé orðin nokkurs konar hefð að þær fái leyfi til að minna á starfsemi sína við slík tækifæri. Kvenfélagið Hringurinn, sem var stofnað 1904, hefur ætíð haft mannúðarmál efst á stefnuskrá sinni. Fyrsta verkefnið var að hjálpa bágstöddum sængurkonum með mjólkur- og fatagjöfum. Þar næst tóku Hringskonur að sér að greiða götu berklasjúklinga, sem þá voru fjölmennir í landinu, bæði með því að standa straum af legukostnaði á sjúkrahúsum og síðar með rekstri hressingarhælis í Kópavogi. I byrjun fimmta áratugsins ákvað félagið að taka sér það verkefni fyrir hendur að koma upp barnaspítala, sem enginn var til í landinu. Ávöxtur af þessari ákvörðun þeirra er Barnaspítali Hringsins í Landspítalanum og Geðdeild Barnaspítala Hringsins við Dalbraut. Hringskonur hafa ávallt verið reiðubúnar að hlaupa undir bagga með fjárframlögum, þegar barnadeildirnar hefur van- hagað um eitt eða annað sem hið opinbera hefur ekki getað lagt fé til, s.s. leikföng, bækur, rannsókn- artæki og jafnvel húsgögn í sjúkrastofur. Minna má og á 2ja millj. króna framlag Hrings- kvenna um síðustu jól til endur- hæfingarstarfsemi fyrir börn á vegum Félags fatlaðra og lamaðra. Og eftir gosið í Vestmannaeyjum gáfu þær 1 millj. króna til styrktar börnum þaðan, sem á aðstoð þurftu að halda. Annars er óþarft að rekja nánar starfsemi Hrings- ins svo ríkur og áberandi þáttur sem hún hefur verið í bæjarlífinu. Áhugi og árvekni Hringskvenna er sívakandi í leit að verðugum verkefnum, sem gætu fyrst og fremst orðið yngstu þegnunum til hags og velfarnaðar. Hringskonur hafa aflað fjár til starfsemi sinnar eftir ýmsum leiðum. Þær voru fyrstar til að hefja sölu á minning- arkortum, en það var árið 1914. Þá hafa þær og haldið basar á hverju hausti og kaffisölu í desember, sem hvoru tveggja hefur reynst mjög vinsælt meðal bæjarbúa. Berum öll merki Hringsins í barmi á kosningadaginn. Styðjum fórnfúst starf. Víkingur H. Arnórsson prófessor —Hafa baðskápar i HAFA baðinnréttingar fást í einingum. Ávallt fyrirliggjandi í teak, aski og hvítlakkaðar UTSOLUST AÐIR: MálningarÞjónustan Akranesi íbúöin Akureyri Bústoð Keflavík Verzl. Valberg Ólafsfiröi Brimnes Vestmannaeyjum og flest kaupfélög um land allt. Vald Poulsen h/f SUÐURLANDSBRAUT 10 sími 38520—31 142' Hátídagudsþjón- t r 17* 1 f 1 ' X usta í Vinaashlid Minnst 100 ára afmælis kirkjunnar Undanfarin ár hefur starfið í Sumarbúðum K.F.U.K. í Vindás- hlíð hafist með guðsþjónustu og kaffisölu. Sunnudaginn 28. maí kl. 14.30 verður minnst 100 ára afmælis kirkjunnar í Vindáshlíð. Biskup íslands herra Sigurbjörn Einarsson mun predika og sóknar- presturinn á Reynivöllum sr. Einar Sigurbjörnsson þjóna fyrir altari. - Kirkjan var byggð árið 1878 og vígð á þriðja sunnudegi í aðventu sama ár. Hún er eina timburkirkj- an sem verið hefur á Saurbæ á Hvalfj arðarströnd. Árið 1957 var kirkjan flutt frá Saurbæ í Vindáshlíð. Þar voru endurnýjaðar innréttingar og kirkjan síðan endurvígð 16. ágúst 1959. Á sumrin eru guðrækni- Kaffisala í Hallgríms- kirkju I dag, sunnudaginn 28. maí, kosningadaginn, hefur Kvenfélag Hallgrímskirkju sína árlegu kaffi- sölu til ágóða fyrir kirkjubygging- una. Á langri og oft æði torsóttri leið Hallgrímssafnaðar hefur kvenfélagið ætíð verið í farar- broddi og með óþrjótandi elju og dugnaði aflað fjár til kirkjusmíð- innar, auk þess sem félagið hefur lagt mikið af mörkum til innri búnaðar og prýði kirkju og safnar- heimilis. Enn er fjár þörf. Fyrir réttum mánuði var lokið við að ste.vpa hjálminn yfir kórnum, og er það án efa einhver flóknasti og örðugasti hluti þessarar miklu byggingar, en nú liggur næst fyrir að gera sjálft kirkjuskipið fokhelt. Er mikils um vert að það geti gengið fljótt og vel og við fáum brátt séð fyrir endann á verkinu mikla, sem alþingi fól Hallgríms- söfnuði á hendur fyrir meir en mannsaldri. Þökk sé öllum þeim, sem lagt hafa hönd á plóginn fyrr og síðar, og ég vil hvetja hina fjölmörgu vini og velunnara Hall- grímskirkju að koma í safnaðar- heimili kirkjunnar eftir kl. 3 í dag og njóta þess sem þar verður fram borið og styðja um leið byggingu kirkjunnar. Karl Sigurbjörnsson. — Albert Framhald af hls. 2.' atvinnuleysistíma hafa séð borg- ina vakna til iðandi athafna. Hér býr frjálslegt og fallegt fólk. í Reykjavík býr duglegt fólk. Reykjavík hefur verið undur- samlega falleg þessa seinustu sólskinsdaga. Borgin hefur brosað við börnum sínum, og það ekki að ástæðulausu. Hraustlegt, prúðbú- ið, fallegt, ungt fólk streymir út úr menntaskólunum með sínar nýju hvítu stúdentshúfur, sem setja svip á borgarlífið nú eins og á hverju vori. Framtíðin blasir við þessu glaða æskufólki. Reykjavík fagnar þessum borgurum sínum, tekur þátt í gleði þeirra. Við sjálfstæðismenn tökum líka þátt í gleði nýstúdentanna, bjóðum þá velkomna og allt annað ungt fólk til starfa innan okkar raða. Á sunnudaginn kemur leitum við stuðnings borgarbúa og förum þess á leit, að okkur verði áfram treyst til þess að stjórna borginni okliar. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur átt svo ríkan þátt í þróun Reykjavíkurborgar, að andstæð- ingar okkar hafa kallað borgina vígi Sjálfstæðisflokksins og þeir telja að nái þeir að fella meiri- hlutastjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þá hafi þeim tekizt að knésetja Sjálfstæðisflokkinn end- Frá Vindáshlíð. Þar er nú í byggingu nýr loikskáli. stundir í kirkjunni hvern helgan dag. Eftir guðsþjónustuna hefst kaffisala og gefst kirkjugestum kostur á að skoða staðinn. 2. júní fer svo fyrsti hópurinn til dvalar í Vindáshlíð. Dvalarflokkar sum- arsins verða 11 og hver flokkur dvelst að jafnaði 1 viku í senn. (Frá sumarbúðunum) anlega, bæði í Reykjavík og á landsmálasviðinu. Þetta skal aldrei verða. Við snúum bökum saman og treystum með því að Sjálfstæðisflokkurinn verði ávallt úrvalsliðið í íslenzkum stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkur- inn krefst þess því af okkur öllum, að við gerum skyldu okkar á sunnudaginn kemur. Við erum ekki einvörðungu að verja vígið — Reykjavík. Við erum að verja fjöregg Sjálfstæðisflokksins. Sig- ur vinnst einungis með þrotlausri vinnu til síðustu mínútu á kjör- degi. Gleymum ekki að atkvæði einn- ar fjölskyldu, jafnvel eins ein- staklings, getur ráðið úrslitum kosninganna gegn málefnasnauð- um andstæðingum, sem eru ósam- mála í flestum málum og án forustu. En við sjálfstæðismenn bjóðum Reykvíkingum forustu- sveit sem þeir þekkja og hafa ávallt treyst. Ég gat þess í upphafi máls míns að það væri hefð hjá okkur sjálfstæðismönnum að eiga saman kvöldstund áður en lokasókn í baráttunni um borgina okkar hefst. Þessi fundur okkar er því baráttufundur. Við stöndum frammi fyrir mjög tvísýnni kosn- ingu. En þegar sjálfstæðisfólk kemur saman til átaka þá mynd- ast fylking sem andstæðingar okkar óttast, virða og ráða ekkert við. Ég vil þakka öllu því áhuga- sama fólki, sem kemur hvaðanæva að úr borginni til starfa fyrir flokkinn, frá Breiöholtsbyggð að mörkum Seltjarnarness. I öllum borgarhverfum starfar þróttmikið sjálfstæðisfólk að sigri okkar í borgarstjórnarkosningunum. Ég sendi þessu fólki kveðjur mínar og okkar frambjóðenda flokksins. Við viljum að þið vitið að störf ykkar eru mikils metin. Sjálfstæðismenn. Reykvíkingar! Á sunnudaginn verjum við vígið!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.