Morgunblaðið - 28.05.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1978 fNtotgn Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvsemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Rítstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Ábyrgð kjósandans Idag taka kjósendur um land allt ákvörðun um hverjum þeir fela stjórn sveitarstjórnamálefna næstu fjögur ár, hver í sínu byggð- arlagi. I höndum kjósandans er því mikið vald á kjördegi og um leið hvílir á honum mikil ábyrgð. Þótt sveitar- stjórnamál séu að jafnaði ekki jafn mikið í sviðsljósinu og landsmálabaráttan, eru þau engu að síður mikilsverð. Á vettvangi sveitarstjórna er fjallað um nánasta umhverfi okkar og þjónustu af hálfu bæjarsamfélagsins. Mikil- vægasta verkefni sveitar- stjórnar er að ráðstafa út- svars- og öðrum skattgreiðsl- um almennings, sem í sveit- arsjóði renna. Þegar hugleitt er um hve mikla fjármuni er að tefla verður auðvitað ljóst hve mikið ábyrgðarstarf það er að sitja í sveitarstjórn, hvort sem það er í hrepps- nefnd í fámennu byggðarlagi eða í borgarstjórn Reykja- víkur. Til allrar hamingju hafa ekki orðið til atvinnumenn í sveitarstjórnarmálum, eins og landsmálum, heldur eru það óbreyttir borgarar, sem hafa lífsframfæri sitt af öðrum störfum, sem eru í framboði til sveitarstjórna og starfa að sveitarstjórnamál- um. Þannig hefur það verið og þannig á það að vera. Starf í sveitarstjórn er lær- dómsríkt fyrir þá, sem það takast á hendur. Og það er æskilegt að eins margir borgarar og mögulegt er fái tækifæri til að leggja sitt af mörkum til þeirra starfa. Þótt kosningar til allra sveitarstjórna séu mikilvæg- ar eru kosningar til borgar- stjórnar Reykjavíkur örlaga- ríkastar. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur lengi farið með völd í Reykjavík. Það skiptir þó ekki mestu máli, hversu lengi heldur hvernig hann hefur farið með það vald„ sem reykvískir kjósendur hafa veitt honum. Um það dæma kjósendur í Reykjavík í dag. Rétt er að minna á nokkur atriði sem gagnlegt er að hugleiða, þegar dómur er kveðinn upp. Sjálfstæðisflokkurinn velur framboðslista sinn til borgarstjórnar á grundvelli víðtækustu prófkjöra, sem efnt er til hér á landi. I prófkjöri því, sem fram fór áður en núverandi framboðs- listi Sjálfstæðisflokksins var skipaður tóku þátt nær 11 þúsund kjósendur í Reykja- vík. Þetta er mikill fjöldi, sem þannig hefur lagt sitt af mörkum til þess að velja frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins. Prófkjörið var öll- um opið. Það var ekki tak- markað við flokksbundna Sjálfstæðismenn heldur var öllurn þeim, sem hugðust styðja Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum í dag heimil þátttaka. Andstæðingar Sjálfstæðis- manna hafa í raun og veru ekki fundið nokkur gagn- rýnisefni á borgarstjórnar- meirihlutann, sem máli skipta. Auðvitað er ekki allt fullkomið sem gert er en svo vel hefur verið haldið á málum, að gagnrýnisefnin eru bæði fá og smá. Meiri- hlutinn í borgarstjórn hefur ekki notað vald sitt Sjálf- stæðisflokknum eða einstök- um flokksmönnum til fram- dráttar. Meirihluti borgar- stjórnar hefur haft hagsmuni Bætur almannatrygginga hækka um 15% um mánaðamótin. í ráðherratíð Matthíasar Bjarnasonar í tryggingaráðuneyti hafa bætur almannatrygginga hækkað mun meira en nemur hækkun kauptaxta eða verð- lags. Þetta þýðir, að lífskjör lífeyrisþega hafa batnað sem þessu nemur. Matthías Bjarnason hefur beitt sér fyrir því, að bætur allra borgarbúa í huga og það vita allir, sem samskipti hafa átt við borgarstjórann í Reykjavík að ekki er gerður mannamunur í þeim efnum eða öðrum. Borgarstjórnar- meirihluti Sjálfstæðismanna er meirihluti borgarbúa allra. Ábyrgð kjósenda í Reykjavík í dag er mikil. Valkostir eru skýrir. Morgunblaðið hvetur Reyk- víkinga til þess að styðja D-listann í dag — ekki vegna Sjálfstæðisflokksins heldur vegna Reykjavíkur og hags- muna borgarbúa. Á starfsliði D-listans í dag hvílir mikil vinna. Þar er að verki fólk, sem leggur á sig mikið og óeigingjarnt starf til þess að tryggja meiri- hlutastjórn áfram í höfuð- borginni. Frá opnun kjör- staða til lokunar þeirra í kvöld má í engu slaka á. Þetta eru tvísýnar kosningar og þær vinnast ekki nema allir leggist á eitt. almannatrygginga hækka lögum samkvæmt í kjölfar kauphækkana strax en ekki nokkrum mánuðum seinna eins og áður var. Sem dæmi um þetta má nefna, að ellilífeyrir og full tekjutrygging hafa hækkað um 174% á síðustu tveimur árum. Á sama tíma hafa kauptaxtar hækkað um 157% og verðlag í landinu um 113%. Aldraðir og hækkun tryggingabóta j Reykj avíkurbréf V♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 27. maíJ Valdimar r Olafsson Valdimar Ólafsson, fvrrum starfsmaður hjá Rafmannsveitum ' Reykjavíkur, sem jarðsunginn var í gær, föstudag, var mætur fulltrúi þess fólks, sem er burðarásinn í starfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Óbreyttir liðsmenn, sem krefjast einskis í frama eða frægð en lejcgja af mörkum fórnfúst Of; óeigingjarnt starf vegna þess, að þeir trúa á hugsjón- ir sjálfstæðisstefnunnar. Valdi- mar Ólafsson var einn þeirra. Við leiðarlok fylgja honum þakkir og virðing þeirra fjölmörgu, sem kynntust honum í starfi Sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík. Hver kynslóð ungs fólks á fætur annarri, sem komið hefur til starfa í röðum sjálfstæðismanna á undanförnum árum og áratugum kynntist þessum glaðværa, áhuga- sama og eljusama manni, sem alltaf var til staðar, hvort sem var á Varðarfundum, í sumarferðum Varðar eða á öðrum samkomum, þar sem flokksmenn Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík komu saman. Gunnar Thoroddsen, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins segir í minningargrein í Morgunblaðinu um Valdimar Ólafsson: „Störf hans fyrir Sjálfstæðisflokkinn voru mikil að vöxtum og gæðum og nieir unnin innan flokksins en í sviðsljósi. Alltaf fórnfús og viljug- ur að vinna þeim málstað, sem hann studdi af heilum hug.“ I kveðju frá Landsmálafélaginu Verði segir: „Ferill Valdimars Ólafssonar, sem hvatamanns, starfsmanns, stjórnanda og þátt- takanda í félagsmálum Sjálfstæð- isflokksins er slíkur óslitinn ferill atorku, ósérhlífni og fórnfýsi að með ólíkindum má telja.“ Andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins halda því stundum fram, að hann sé flokkur sérhagsmuna- manna og efnamanna og að afl hans byggist á því, að sérhags- munamenn hafi sameiginlega hagsmuni af því að halda starfi flokksins uppi. Þetta er mikill misskilningur. Sjálfstæðisflokkur- inn byggir á fólki eins og Valdimar Ólafssyni. Það er hvorki sérhags- munafólk eða efnafólk. En það er fólk, sem stendur djúpum rótum í íslenzku samfélagi. Fólk, sem trúir á frelsi einstaklingsins til orðs og æðis. Fólk, sem trúir á sjálfstæði íslands og er reiðubúið til að axla þær byrðar, sem eru samfara því að tryggja það sjálfstæði. Fólk, sem af eigin rammleik hefur brotizt frá fátækt til bjargálna. Á slíku fólki byggir hið mikla afl Sjálfstæðisflokksins. Þrotlaust starf framundan Sigríður Gústafsdóttir segir í minningarorðum um Valdimar Ólafsson í Morgunblaðinu: „Hann vann mikið fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og taldi ekki eftir sér sporin þar, frekar en annars staðar. Veit ég, að hann hlakkaði mikið til að vinna í komandi kosningum og eitt er víst, hans verður saknað þar.“ Þetta eru orð að sönnu. Og fordæmi þessa látna heiðUrs- manns, sem alltaf var til staðar, þegar á þurfti að halda vferður stuðningsfólki meirihluta borgar- stjórnar áreiðanlega hvatning til þess að láta hendur standa fram úr ermum í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, til þess að tryggja Reykjavík áfram styrka stjórn eins flokks. En til þess að það megi takast verða menn að leggja á sig þrotlaust og mikið starf um þessa helgi. Því er stundum haldið fram, að aðvaran- ir talsmanna sjálfstæðismanna í borgarstjórn um að meirihlutinn kunni að vera í hættu séu áróðurs- bragð eitt. En það er ekki svo. Til þess að Sjálfstæðisflokkurinn haldi meirihluta sínum í borgar- stjórn Reykjavíkur, þarf gífurlegt átak. Fjölmennið í borginni er orðið slíkt og sveiflur í atkvæðum á höfuðborgarsvæðinu eru orðnar svo miklar, að jafnvel þótt vel gangi í einum kosningum eins og t.d. borgarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum er það engin vísbending um, að meirihlutinn sé öruggur nú. Ef eingöngu er miðað við mál- efnastöðuna i borgarstjórn þurfa sjálfstæðismenn engu að kvíða. Ef eingöngu væri tekið mið af mál- efnastöðu minnihlutaflokkanna þyrftu sjálfstæðismenn heldur engu að kvíða. Og ef eingöngu væri tekið mið af þeirri kosningabar- áttu, sem nú er lokið, væri heldur ekki ástæða til að hafa áhyggjur af kosningaúrslitum. En þótt allt þetta sé meirihluta borgarstjórnar ótvírætt í hag nú, er staðreyndin einfáldlega sú, að svo mikill hluti borgarbúa þarf að koma á kjörstað og greiða atkvæði sitt til þess að meirihlutinn í borgarstjórn verði tryggður áfram, að það kallar á verulegt átak, þegar deyfð og áhugaleysi er jafn áberandi í stjórnmálabaráttunni og einmitt nú. Fyrir fjórum árum var gífurleg spenna í stjórnmálabaráttunni, þegar gengið var til borgar- stjórnarkosninga. Vinstri stjórnin var að renna sitt valdaskeið á enda, þing hafði verið rofið og allt að því ólga í stjórnmálum lands- manna. Það andrúmsloft kallaði á geysilegan áhuga og mikinn starfsvilja fólks í þágu Sjálf- stæðisflokksins í kosningum. Nú er andrúmsloftið allt annað. Engin spenna er í stjórnmálabaráttunni, margir hafa lagt á sig mikið starf fyrr á árinu vegna þátttöku í prófkjörsbaráttu. Þetta og margt fleira stuðlar að því, að andvara- leysi fólks er hættulegasti and- stæðingur sjálfstæðismanna í þessum borgarstjórnarkosningum. Þess vegna er það rétt, sem Birgir Isl. Gunnarsson, borgar- stjóri, sagði á fjölskylduhátíð D-listans í Laugardalshöllinni á föstudagskvöld, að úrslitin eru óviss og sú óvissa kallar á þrotlaust starf allra þeirra, sem vilja stuðla að áframhaldandi meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Sá meirihluti hefði aldrei verið tryggður svo lengi, sem raun ber vitni um, ef hann hefði einvörð- ungu byggzt á, stuðningi þeirra, sem að jafnaði fylgja Sjálfstæðis- flokknum í landsmálum. Sá meiri- hluti hefur byggzt á atkvæðum þeirra fjölmörgu borgara, sem hafa fylgt öðrum flokkum að málum í þingkosningum en hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.