Morgunblaðið - 28.05.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.05.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1978 „Starfið erfiðara — en ég átti von á" Til skamms tíma hefur lítið verið um það, að íslenzk fyrirtæki taki að sér verkefni á erlendri grund, ef þau hafa einhver verið hafa þau verið sáralítil, og yfirleitt hefur það verið svo að þegar stórverkefni eru unnin hér á landi, þá eru erlend verktaka- fyrirtæki fengin til starfa. Nú hefur orðið sú breyting á að eitt íslenzkt fyrirtæki, Scanhouse Ltd. Nígería, sem er að 60 hundraðshlutum í eigu Jslendinga og 40 í eigu Nígeríu- manna hefur tekið að sér verkefni þar í landi fyrir 14.000 millj. kr., og ef allt gengur vel eiga forráðamenn fyrirtækisins von á að fyrirtækið eigi mikla framtíðarmöguleika þar í landi á sviði byggingariðnaðarins, enda er staðreyndin sú að það á eftir að byggja yfir svo til alla nígerísku þjóðina, en hún telur nú 80 milljónir manna. Byrjuðu 1975 Scanhouse-menn byrjuðu að hugsa sér til hreyfings í Nígeríu í ársbyrj- un 1975 með því að fara niður til Nígeríu til að kynna sér aðstæður, kynnast þarlendum og afla sér sambanda. Eðlilega tók það nokkurn tíma að koma fyrirtækinu á laggirn- ar í Nígeríu, meðal annars að fá Nigeríumenn sem hluthafa, ganga frá útboðsgögnum í framkvæmdir o.fl. o.fl. Það var ekki fyrr en í byrjun þessa árs, sem Scanhouse gekk frá sínum fyrsta samningi í Nígeríu og stuttu síðar frá tveimur öðrum. Ennfremur er Scanhouse með umboð fyrir bandarísku Butl- er-stálhýsin þar í landi og þegar hefur verið hafist handa við að reisa þrjú og um þessar mundir er verið að undirbúa samningsgerð um að reisa nokkur til viðbótar og það engin smáhýsi. 200 einbýlishús - 2312 íbúðir I útjaðri höfuðborgarinnar Lagos er Scanhouse að byggja um 200 einbýlishús fyrir Gulf Oil, Shell—BP og Daily Times á svonefndu Bag- ardy-svæði og er þegar búið að steypa nokkrar plötur undir húsin, þá hefur fyrirtækið gert samning um smíði á meir en 1100 íbúðum á svokölluðu Ojo-svæði, sem er þar skammt frá, en þar eiga fram- kvæmdir að hefjast síðar á þessu ári. Þriðja svæðið sem Scanhouse starfar á er Okitipupa, meira en 300 kílómetra austur af Lagos í miðju Ondo-ríki, en þetta svæði er meðal þeirra frumstæðustu í Nígeríu. Þarna er verið að byggja 1212 íbúðir fyrir landherinn. Fyrsta daginn, sem ég var á ferðinni með Scanhousemönnum í Nígeríu, heimsótti ég Bagardy-svæð- ið, en þar eru að öllu jöfnu 4 Islendingar við störf og á eftir að fjölga. Byggingarframkvæmdastjóri á þessu svæði er Magnús í. Magnús- son, sem áður var bæjartæknifræð- ingur í Hveragerði og vann þar á undan hjá gatnadeild borgarverk- fræðings. Eg byrjaði á að spyrja Magnús hvernig útlitið hefði verið á Bagardy þegar hann hefði komið til starfa í Nígeríu fyrir röskum þremur mánuðum. Má horfa á gróðurinn vaxa „Þegar ég kom hingað var hér eyðimörk, að vísu hafði áður verið hér skógur, en hann var ruddur og sjávarsandi dælt yfir til uppfylling- ar, en saltið í honum drepur allt lífrænt og er það mjög gott, því hér má horfa á gróðurinn vaxa. Búnir með 70 grunna af 200 Okkar fyrsta verk, eftir að við vorum búnir að ráða menn til starfa, var að rétta svæðið af undir grunna, og nú þegar erum við búnir að steypa 70 grunna af 200. Húsin sem við byggjum hér eru af 3 gerðum, 165 fermetra, 142 fermetra og 113 fermetra. Þegar húsin verða steypt upp, verður íslenzka stálmótaaðferð- in eingöngu notuð. Þessi aðferð er mjög heppileg og með henni er hægt að ná miklum hraða, en stálmótin sem notuð eru, eru sams konar og Breiðholt notaði með ágætum árangri á íslandi. Hér erum við með 230 Nígeríu- menn í vinnu, og ég verð að segja að það hefur gengið nokkuð vel að fá þá til að halda áfram verki miðað við það sem þekkist hér. Þá erum við með góða verkformenn, sæmilega skrifstofumenn og að auki nokkra aðra, sem hlotið hafa einhverja menntun. Annars er það svo, að það er ekki nýtt hér að þurfa að standa yfir mönnum til að láta þá halda áfram. Einnig þurfa menn að vera vel vakandi yfir öllu bókhaldi og það er margfarið yfir það bæði af hvítum og svörtum." — Hver var ástæðan fyrir því að þú réðst þig hingað til vinnu? Ganga írá götum og lóðum „Ætli ég verði ekki að játa að ég hafi farið hingað út af kaupinu. Það er kannski stærsti hluti ævintýris- ins, hinn hlutinn fylgir með. Ég hef haft mikla ánægju af að starfa hér, þótt erfiðleikarnir hafi oft verið miklir. Fólk mætir vel til vinnu, kannski fyrst og fremst vegna þess, að vel er gáð að tímum þess.“ Þá sagði Magnús, að auk þess sem þeir steyptu einbýlishúsin upp, þá sæi Scanhouse um að ganga frá götum, steypa gangstéttir, gengið væri frá skolp- og vatnslögnum, lóðum o.fl. „Við afhendutn íbúðirnar þannig að fólkið getur flutt beint inn í þær, og á ég von á að megnið af innréttingunum komi frá Evrópu," sagði Magnús. 460 mm úrkoma / • / / í jum Scanhouse-menn gera ráö fyrir að fyrstu húsin á Bagardy-svæðinu verði risin eftir 2—2'k mánuð. Þegar ég var þarna á ferð, var regntíminn rétt byrjaður, en það sem af var hafði rignt óvenjulega lítið. I júni er meðalúrkoman hins vegar 460 mm og þá fer venjulega allt á kaf í vatni, ekki sízt þar sem jarðvegurinn er svo fastur fyrir að hann tekur lítt eða ekkert við vatninu. Því eiga menn von á að framkvæmdir gangi ekki vel í júnímánuði. Sagði Magnús að þeir myndu fyrst og fremst nota júní til að koma upp steypustöð sem vænt- anlega er frá Þýzkalandi og búa íslenzku stálmótin undir steypuna, en beðið væri eftir þeim. Það sem af er er Scanhouse búið að fjárfesta í tækjum í Nígeríu fyrir góðan 1 milljarð kr. Má þar nefna 40 fólks- og sendiferðabíla, jarðýtur, hjólaskóflur, krana, steypustöðvar, stálmót og yfirleitt allt, sem þarf til byggingaframkvæmda. „Framkvæmdir hér byggjast svo til einvörðungu á því að allt skipulag Þegar sementspokarnir eru losaðir af flutningabílunum. bera svertingjarnir pokana ekki í höndunum eða á bakinu. heldur setja þeir pokana á höfuðið og bókstaflega hlaupa með þá inn f birgðaskemmuna. Stundum kemur það fyrir að þeir setja 2 50 kg poka á höfuðið og virðast þeir ekkert taka á við það. Magnús Magnússon Marteinn Jóhannsson Gunnar Sigvaldason sé gott, og því verður að láta Nígeríumennina finna að hér sé skipulag. Það vantar ekki aö það er gott að starfa með þeim, þeir eru ákaflega undirgefnir og kalla okkur hvítu mennina ávallt „boss“ eða „master", en það verður að tala við þá af ákveðni en ekki frekju. Þetta er í raun ósköp eðlilegt þar sem Ilér eru þeir Gunnar og Martcinn að gefa einum svarta verkformanninum einhverjar Að jafnaði eru steyptir 2—3 grunnar á dag á Bagardy-svæðinu og er gólfplatan steypt fyrirskipanir. um leið enda eru grunnarnir aðeins 45 sm djúpir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.