Morgunblaðið - 28.05.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.05.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1978 Njarðvíkur xjD) InKÓIfur Aðalstcinsson, hitaveitustjóri Ingvar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Júlfus Rafnsson, fiskverkandi HeÍKa Óskarsdóttir, húsmóðir Áki Granz, málari Sjálfstæðismenn hafa farið með stjórn bæjarins s.l. kjörtímabil. Hvar sem litið er á má sjá merki þeirra. Stórmerkra framfara, sem orðið hafa á bænum. Njarðvíking- ar eru hvattir til þess að mæta vel til kosninga. Því er treyst að þeir meti Sjálfstæðisflokkinn eftir verkunum og gefi fulltrúum hans tækifæri á næsta kjörtimabili til áframhald- andi uppbyggingar í bænum. í dag kjósa rúmlega 150 ungmenni í fyrsta skipti. Það er ánægjulegt að finna áhuga þessa fólks fyrir því, sem er að gerast í Njarðvíkum. Það er eftirtektarvert hvað sjálfstæðisstefnan hefur alltaf átt sterkar rætur í æsku Njarðvíkurbæjar. Því mun það einmitt vera þetta æskufólk, sem tryggja mun sigur D-listans í dag. Kosningaskrifstofan í Sjálfstæðishúsinu Hólagötu 15, sími 3021. Hafið samband við skrifstofuna! Kjósið snemma! Sama hvaða smekk þú hefur Berber-teppm henta öllum . . . Og sjáðu bara Með rókkókóstílnum einfaldleikanum, virðuleikanum, og nútímanum. • Ertu ekki sannfærður??? Látlausir litir. 50-100% ull. Grensásvegi 13, Símar 83577 og 83430. Á myndinni eru Jrá vinstri. Gestur Ólafsson arkitekt, Hilmar Þór Björnsson, Áki Gránz. UNNIÐ hefur verið að nýju deiliskipulagi í Innri-Njarðvík Seiluhverfi, sem er teiknað af Gesti Ólafssyni arkitekt. Koma þar fram nýjungar, sem ekki hafa sézt hér á landi áður. Vegakerfið er styttra og hagkvæmara fyrir bæjarfélagið. Það skapar mikið frjálsræði og virkar hvetjandi á fbúana, sem byggja svæðið. Hugmyndir þeirra fá að njóta sín við skipulag svæða, sem verða í skeifum þeim, sem verða milli bygginga. í Seiluhverfi er gert ráð fyrir rúmlega 80 lóðum. 30 ára afmæli ísraels minnst í Tjarnarbúð IIÁTÍÐARSAMKOMA í tileíni 30 ára afmælis ísraels verður í Tjarnarbúð mánudagskvöldið 29. maí og hefst hún kl. 20.30. Sérstakur gestur verður David Z. Rivlin, sendiherra ísraels á ís- landi, og mun hann flytja ræðu. Fleira verður síðan á dagskrá. Fundur þessi er haldinn fyrir forgöngu félagsins ísland — ísra- el, en það var stofnað í febr. sl. og hefur að markmiði að auka tengsl landanna tveggja og efla menning- arsamskipti þeirra. Stjórn félags- ins hvetur alla áhugamenn í þessu efni til að fjölmenna á fundinn og ganga í félagið. Óli Tynes, blaða- maður, er formaður þess en aðrir í stjórn eru Reynir Ármannsson, dr. Jakob Jónsson, Þorgerður Ingólfsdóttir og Kristín Aðal- steinsdóttir. Fóstbrœður til Fœreyja Karlakórinn Fóstbræður heldur í söngleikjaför til Færeyja í dag, sunnudaginn 28. maí. Fóstbræður munu dvelja í Færeyjum í fimm daga og halda samsöngva í Þórs- höfn, Klakksvík, Fuglafirði og Vestmanna. Á efnisskrá verða m.a. íslenzk og færeysk lög auk laga úr erlendum óperum. Undirleikari með hópnum verður Carl Billich, en stjórnandi Fóstbræðra er Jónas Ingimundarson. Söngförin er farin til Færeyja með tilstyrk menntamálaráðu- neytisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.