Morgunblaðið - 01.06.1978, Síða 3

Morgunblaðið - 01.06.1978, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978 3 Bókin um Erró að koma út - íslenzka útgáfan á vegum Bókaklúbbs AB er uppseld „ÞAÐ sem mér pykir gleðilegast viö útkomu Þessarar bókar er að hún og Það, sem í henni er, verður eftir hér hjá fólki, Þegar sýningu minni hefur verið lokað og málverk mín flutt héðan aftur.“ Svo fórust listamanninum Erró orð á blaðamannafundi í gær sem var haldinn í tilefni útkomu glæsilegrar og vandaðrar bókar með myndum af um 59 verka hans. „Útgáfa slíkrar bókar er og góö leið, ef vel tekst til, að ná til fólks sem hefur ekki fjárráð til að kaupa mynd,“ bætti hann við. Bókin er gefin út af lceland Review en Bókaklúbbur Almenna bóka- félagsins keypti hins vegar útgáfu- réttinn hérlendis og er ekki aö orölengja aö félagar klúbbsins hafa sýnt svo mikinn áhuga á bókinni að upplagið, 4.500 eintök, er uppselt. Samtímis kemur þó út ensk útgáfa, 2500 eintök, sem verður dreift í bókaverzlanir á næstunni. Haraldur Hamar, ritstjóri lceland Review sagöi á blaðamannafundin- um að um tvö ár væru liðin frá því það kom fyrst til tals að vinna þessa bók. Þaö væri ánægjuefni að hún kæmi út einmitt nú þegar sýning hans væri hér á Listahátíö. Haraldur sagði að ýmsir heföu lagt hönd á plóginn til að gera bókina sem vandaðasta, inngangstexta skrifaöi gamall félagi Errós og vinur, Bragi Ásgeirsson, og annar vinur hans, Matthías Johannessen, skrifaöi um Erró og byggði fyrst og fremst á samtölum sínum við hann. Sagöi Haraldur að Matthías hefði og verið sá sem mest hefði unnið að því í blaðamennsku að láta íslendinga fylgjast með ferli Errós gegnum tíöina. Hönnun bókarinnar var síðan í höndum Eddu Sigurðardóttur hjá Auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar og prentun fór fram hjá Grafica Gutenberg í Bergamo á ítalíu. Haraldur sagði aö könnun væri að byrja á því að koma bókinni víðar á framfæri og meðal annars heföi veriö gert samkomulag við bandarískt forlag um tilraunasölu þar á hluta af enska upplaginu. Þetta væri þó í deiglunni, en aö því væri eindregið stefnt að koma bókinni sem víðast. Erró sagði blaðamönnum að hann væri ákaflega ánægður meö það hvernig tekizt heföi til með þessa bók. Erró ásamt Þeim ýmsu sem lögóu hönd á útgáfu bókarinnar: Braga Ásgeirssyni, Matthíasi Johannessen, Haraldi Hamar, Eddu Siguröardóttur, Brynjólfi Bjarnasyni framkv.stj. AB og Gísla B. Björnssyni. Erró á biaöamannafundinum. I henni væru 59 myndir sem spanna tuttugu ár á listferli hans. Hann sagði að þær ættu að gefa góða hugmynd um hvernig hann hefði unniö. Hann sagðist vilja láta í Ijós sérstaka ánægju meö hversu prentlistin væri mikil, litgreining mynda væri ekkert smáræðisverk og hún hefði tekizt með afbrigðum vel, svo og val á pappír og flest annað sem að bókinni sneri. Hann gat þess síðan aö sérstök skrá hefði veriö gerð um stærri verk sín fyrir sýninguna á Kjarvalsstöðum og væri hún í sama broti og bókin og mætti hugsa sér að ýmsir hefðu hug á því aö lesa skýringar um sum verkanna. Af myndunum í bókinni eru um 30 þeirra einnig á sýningunni. Eins og áður segir eru 59 myndir af verkum listamannsins í bókinni, einnig nokkrar úr lífi hans. Aftast í bókinni er síðan skrá yfir verkin. Eintaksverð er 5,960 kr. Þess má aö lokum geta að Erro fór mjög lofsamlegum orðum um frá- gang allan á Ijóðabók þeirra Forsíöa bókarinnar um Erró. Matthíasar Johannessen Morgunn í maí, sem eingöngu er unnin hér heima, litgreind og prentuð af íslenzkum iðnaðarmönnum, en bókin kom einnig út nú fyrir skömmu. r Líklegt að 12 Islend- ingar tefli á alþjóðlegu skákmóti í Bandaríkjunum EF að líkum iætur munu a.m.k. 12 skákmenn tefla á alþjóðlegu skákmóti, sem hefst í Philadelfíu í Bandaríkjunum í lok júni og nefnist World Open. Ilafa ekki jafn marsir Íslendiniíar farið utan áður til að taka þátt 1 alþjóðlejíu skákmóti svo vitað sé. Skákmennirnir sem hér um ræðir eru Helgi Ólafsson, Haukur Angantýsson, Margeir Pétursson, Jón L. Árnason, Jóhann Þórir Jónsson, Bragi Halldórsson, Leifur Jósteinsson, Sævar Bjarnason, Ásgeir Þ. Árnason, Jóhannes Gíslason, Þorir Ólafsson og Guðni Sigurbjarnarson. Þá hefst annað alþjóðlegh skák- mót í New York 8. júlí og þar verða þeir Haukur Margeir, Jón og Sævar væntanlega meðal þátttak- enda. 14 ára drengur stakk af úr sveitinni á bíl hótelhaldarans SPLUNKUNYRRI Volvo-bifreið var stolið frá Varmahlíð í Skagafirði á þriðjudagsmorgun- inn og fannst hún um kvöldið við Fossá í Kjós, benzínlaus og lítið eitt skemmd á hægra framhorni. Rannsóknarlögreglan í Hafn- arfirði hóf rannsókn þessa máls. Kom fljótlega í ljós, að 14 ára drengur úr Reykjavík, sem dvaldi í sveit á bæ skammt frá Varmahlíð hafði horfið frá bænum þá um morguninn og öllum til undrunar hafði stráksa skotið upp heima hjá sér í Reykjavík undir kvöldmatinn. Bárust nú böndin að drengnum en hann þverneitaði í fyrstu að kannast nokkuð við bílstuldinn. En að því kom, að drengurinn játaði að hafa tekið bílinn og ekið honum suður allt þar til hann stöðvaðist vegna benzín- leysis. Saga drengsins var á þá leið, að honum hefði leiðzt mjög í sveitinni og hefði hann því ákveðið að fara til Reykjavíkur. Kvaðst hann hafa ætlað að fá far með einhverjum bíl suður og í þeim erindum gengið að Varmahlíð. Hins vegar hefði honum snúist hugur þegar þangað kom og hann sá Volvo hótelhaldarans á staðnum standa tilbúna til aksturs. Var stráksi ekkert að tvínóna við hlutina heldur settist undir stýri og ók af stað. í Kjósinni þraut benzínið og fékk drengur- inn far með mjólkurbíl síðasta spölinn til Reykjavíkur. Á þriðjudaginn var auglýst eftir bílnum í útvarpinu og gáfu tveir menn sig fram. Kváðust þeir hafa veitt bílnum sérstaka athygli af tveimur ástæðum, í fyrsta lagi vegna þess hve greitt bílnym var ekið og í öðru lagi vegna þess hve þeim þótti ökumaðurinn grunsamlega ungur! fKENWOOD Utvarpsmagnarinn sem þú hélst þú gœtir ekki eignast. Nýr kröftugur KENWOOD KR-4070. Lágmarks afl við 8 ohm 2 x 40 RMS wött frá 20 - 20000 Hz, bjögun mest 0.1%. Verö kr. 147.790- Að eignast þetta reginafl, með hinu víðfræga KENWOOD útvarpi ásamt fjölda af fágætum eiginleikum, fyrir slíkt verð, er einsdæmi. Hvernig getur KENWOOD þetta? Það er nú einmitt það sem Pioneer, Marantz o.fl. velta vöngum yfir. Nýr kröftugur KENWOOD KR-4070 NÚ FÆRÐ ÞÚ ÞÉR $KEIMWOOD FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.