Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978 Athugið Höfum kaupendur aö hjólhýsum og sportbátum. Seljendur hafiö samband viö okkur sem fyrst, vegna útisýingar á svæöi okkar bak viö Hótel Esju á morgun laugardag 3. júní. Einnig er þetta kjöriö tækifæri til aö huga aö kaupum og sölu á fjölskyldubílnum. Mikið úrval af nýlegum bílum. Bílasölur Guðfinns, bak viö Hótel Esju, sími 81588. og á horni Borgartúns og Nóatúns, sími 28255. Sýna um 100 verk í Norræna húsinu VIGDÍS Kristjánsdóttir mun sýna 16 vatnslitamyndir í Norræna húsinu í tilefni Listahátíðar og hefst sýning hennar á laugardag klukkan 17.00, segir í frétt frá Norræna húsinu. Ennfremur segir, að vatnslita- myndir hennar séu flestar af íslenzkum jurtum og villiblómum og séu þær málaðar á nokkuð löngu tímabili, þær elztu fyrir 13 árum en þær yngstu fyrir nokkr- um dögum. Vigdís stundaði myndlistarnám í Þýzkalandi og Listaháskólanum í Kaupmannahöfn og síðar nám í listvefnaði í Ósló og Kaupmanna- höfn. Hún sýndi fyrst verk sín opinberlega á samsýningu lista- manna í Reykjavík arið 1926. Síðar hefur hún haldið fjölda einkasýn- inga og tekið þátt í samsýningum bæði hérlendis og erlendis. Betri upp- lýsingaþjón- ustu fyrir aldraðra Á aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík voru samþykktar eftir- farandi ályktanir um eilimál: 1. Aðalfundur Bandalagsins skorar á stjórnarnefnd ríkis- spítala að hlutast til um, að komið verði upp fullkominni sjúkradeild fyrir aldrað fólk í tengslum við Landspítalann, þar sem það geti notið almennrar hjúkrunar- og endurhæfingar. 2. Aðalfundurinn beinir þeirri ósk til ríkis- og borgaryfirvalda, að upp verði komið hjúkrunar- þjónustu fyrir aldraða, t.d. 3-4 vikur á ári. Þetta er hugsað sem hjálp fyrir þá, sem annast aldraða í heimahúsum. Um leið skyldi gerð læknisfræðileg athugun á heilsu- fari. 3. Aðalfundurinn skorar á ríkis- og borgaryfirvöld, að hlutast til um, að þau ósjálfbjarga gamal- menni, sem dveljast í heimahús- um, hafi jafnan rétt á sjúkrahús- vist og aðrir þjóðfélagsþegnar. Neyðarástand ríkir á mörgum heimilum, þar sem aldraðir dvelja langdvölum. Á því verður að ráða bót hið bráðasta, t.d. með fjölgun á hæfu starfsfólki. 4. Aðalfundurinn beinir því til borgar- og ríkisyfirvalda, að stuðl- að verði að betri upplýsingaþjón- ustu fyrir aldrað fólk: a) birt verði í símaskrá á minnisblaði símnotenda símanúm- er undir heitinu „Aðstoð við aldraða" (Félagsmálastofnun Reykjavíkur — Ellimáladeild) og „Hjúkrun í heimahúsum" (Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur). b) Þessi símanúmer verði þegar birt í dagbókum dagblaðanna. c) Haldið verði uppi símaþjón- ustu um helgar fyrir „Hjúkrun í heimahúsum". 5. Aðalfundurinn þakkar það, sem áunnist hefur með veitta aðstoð við aldraða og vonar fastlega, að áfram verði haldið á sömu braut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.